Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 102

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 LISTHÚSINU Púðadagar Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11.00-18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 16.00 40% afsláttur af öllum mynstruðum púðum í Kaiu Verð áður 11.500 nú 6.900 Örlögin í lífi fólks eru óút-reiknanleg. Guðna Th.Jóhannessyni hefuráreiðanlega ekki dottið í hug, haustið 2015, þegar hann hóf að skrifa bók um fyrstu forsetana að ári síðar yrði hann sjálfur orðinn forseti Íslands. Það er Sögufélagið (sem var stofnað 1902), sem gefur bókina út en hún heitir Fyrstu forsetarnir – Embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld. Bókin er lip- urlega skrifuð en hún er fyrst og fremst endur- sögn á megin- línum í starfi fyrstu fjögurra forseta lýðveld- isins. Hún getur varla talizt meiri háttar sagnfræðilegt verk enda umfjöllun um forseta örríkis á eyju í Norður-Atlantshafi tæpast efni- viður í slíkt verk. Höfundur hefur augljóslega kynnt sér margvíslegar heimildir, sem snerta forseta okkar og dregur ályktanir af þeim. Ef eitthvað má um þær ályktanir segja er það kannski fyrst og fremst að Guðni geri meira úr aðild forseta að myndun ríkisstjórna en efni standa til. Engu að síður er bók Guðna gagnlegt upplýsingarit um meg- indrættina í þessari sögu í 100 ár en frásögnin hefst hinn 1. desem- ber 1918 og sem slík á hún ekki sízt erindi við nýjar kynslóðir. Raunar er það umhugsunarefni hvernig Íslandssagan hefur verið kennd eða alla vega hvernig hún var kennd fyrr á árum. Var minni kynslóð kennd saga sjálfstæðisbar- áttu okkar á þann veg að við kom- um út úr skólakerfinu með þá kennd að „hata“ Dani? Mér finnst það en get auðvitað ekki talað fyrir aðra en sjálfan mig í þeim efnum. Það „hatur“ hvarf að vísu að mestu leyti – en þó ekki alveg (!) – eftir að hafa starfað um þriggja mánaða skeið á dönsku búi sumarið 1955. Hins vegar má vel vera að innan skamms verði tilefni til að endur- skoða þá sögu eða túlkun okkar sjálfra á þeirri sögu, eða alla vega að skoða hana frá breiðari sjónar- hól. Í eftirmála segir Guðni: „Borgþór S. Kjærnested leyfði mér að vitna í óbirta útgáfu hans af dagbókum Kristjáns X. konungs Íslands og Danmerkur. Þann góð- vilja met ég mikils.“ Það er ekki ólíklegt að í þeim dagbókum eigi ýmislegt eftir að koma okkur á óvart um viðhorf ráðamanna í Kaupmannahöfn til samskipta þeirra við fulltrúa Ís- lendinga. Um fyrstu umræður manna á meðal um fyrsta forseta lýðveld- isins segir Guðni: „… fólk fór að ræða sín á milli hver skyldi verða fyrsti forseti þjóðarinnar. Framar öðrum virtust Íslendingar hafa augastað á sínum þekktasta syni, landkönnuðinum Vilhjálmi Stefánssyni. Breytti þá engu að hann var borinn og barn- fæddur í Manitoba í Kanada. Í skoðanakönnun Vikunnar, óvís- indalegri að þeirra tíma sið, vildu flestir fá Vilhjálm sem fyrsta for- seta hins íslenzka lýðveldis.“ Gamli maðurinn mundi þessa skoðanakönnun vel. Skömmu áður en hann dó vorum við Jón E. Ragn- arsson, síðar hæstaréttarlögmaður, en báðir laganemar á þeim tíma, fulltrúar Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands á alþjóðlegri stúdentaráð- stefnu í Dartmouth College í Hann- over í New Hampshire í Bandaríkjunum. Það er önnur saga, sem ekki kom í ljós fyrr en áratugum seinna að við vorum þar á kostnað CIA en það vissum við ekki þá. Við höfðum hins vegar fréttir af því að í háskólanum væri geymt pólarbókasafn Vilhjálms Stefánssonar og aðeins eitt stærra slíkt safn væri til, sem staðsett væri í Leningrad, sem nú heitir Pétursborg í Rússlandi. Og jafn- framt að Vilhjálmur byggi í Hann- over. Við bönkuðum upp á og fengum góðar móttökur. Vilhjálmur sagði okkur sjálfur frá þessari könnun Vikunnar og ljóst að honum þótti afar vænt um hana. Svo bað hann okkur að tala íslenzku okkar í milli og þegar við gerðum það féllu tárin niður kinnar þessa svipmikla öld- ungs. Guðni fer nokkuð vel yfir aðdrag- andann að lýðveldisstofnun og kjöri fyrsta forseta Íslands. Sú umfjöllun er þó fyrst og fremst augljós áminning um að sá aðdragandi og það tímabil er enn óplægður akur í íslenzkri sagnfræði, sem fyllsta ástæða er til að fjalla ítarlegar um. Erfið samskipti Sveins Björns- sonar ríkisstjóra og síðar fyrsta forseta okkar og Ólafs Thors eru áhugaverður kafli í þeirri sögu en um það má lesa töluvert í ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías Johann- essen. Reyndar höfðu fleiri en Ólaf- ur sitthvað við Svein að athuga. Einn af þátttakendum í stjórn- málum þeirra ára sagði mér að um skeið hefði staðið til að þingmenn gengju fylktu liði að Bessastöðum til þess að hrópa ríkisstjórann af en frá því hafi verið horfið á síðustu stundu. Ég kannaðist illa við frásögn Guðna af stjórnarkreppunni, sem upp kom vorið 1958, þegar vinstri- stjórn Hermanns Jónassonar riðaði til falls vegna deilna innan hennar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar 1. september það ár. Höfundurinn segir: „Alþýðubandalagið með Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra í broddi fylkingar hugðist færa fisk- veiðilögsöguna í 12 mílur án tafar. Alþýðuflokkurinn vildi hins vegar ná samningum við Breta með milli- göngu Atlantshafsbandalagsins. Aftur lét forseti að sér kveða, stappaði stálinu í alþýðuflokks- menn og hvatti þá til að láta Lúðvík og félaga ekki ráða ferðinni.“ Heimildir Guðna fyrir þessari frásögn af afskiptum Ásgeirs Ás- geirssonar, þá forseta, virðast vera bandarísk skjöl, skrifuð af starfs- manni sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi. Slík skjöl geta stundum verið öruggar heimildir og stund- um ekki. Oftar en ekki er þar að finna pólitískt hjal viðmælenda sendiráðsins þá stundina. Á göngum Menntaskólans í Reykjavík upplýsti Jón Baldvin Hannibalsson okkur félaga sína um það að pabbi hans væri að pakka niður í ráðuneytinu. Um kvöldið þann sama dag spratt föðurbróðir Jóns Baldvins, Finnbogi Rútur Valdimarsson, upp úr grænum dív- an og settist við símann. Í kjölfarið gerði Alþýðubandalagið samstarfs- flokkum sínum tilboð sem efnislega hljóðaði svona: Alþýðubandalagið samþykkir öll skilyrði Alþýðu- flokksins fyrir útfærslu gegn því einu að fiskveiðilögsagan verði færð út í 12 mílur 1. september nk. Þetta var skák og mát. Ég held að Ásgeir Ásgeirsson hafi ekki komið við þessa sögu, þótt hann léki lykilhlutverk í stjórnar- myndun í desember það sama ár með einu símtali til Emils Jóns- sonar. Bók um forseta Íslands getur aldrei orðið þungavigtarverk af þeirri einföldu ástæðu að embættið sjálft er svo léttvægt að það getur aldrei orðið tilefni slíkrar umfjöll- unar. Þó er einn þráður sem tengir þjóðina og embættið saman. Frá árinu 1952, þegar Ásgeir Ásgeirs- sonar var kjörinn forseti, hefur ís- lenzka þjóðin aftur og aftur látið það koma skýrt fram, að hún ráði því hverjir setjast að Bessastöðum næstu fjögur ár en ekki ráðandi stjórnmálamenn hvers tíma. Þetta kom m.a. skýrt fram í kjöri Krist- jáns Eldjárns og Vigdísar Finn- bogadóttur. Það er löngu kominn tími á að ræða það í alvöru að leggja emb- ættið niður og fela forseta Alþingis, sem er miklu merkilegra embætti í sögu íslenzku þjóðarinnar, ákveðnar skyldur, sem nú tengjast forsetaembættinu. En hvað sem þeirri skoðun líður verður spennandi að fylgjast með því síðar, þegar sagnfræðingurinn, sem nú situr á Bessastöðum tekur til við að fjalla um eigin veru þar. Ekki efniviður í meiriháttar sagnfræðiverk Morgunblaðið/Ómar Forsetahjón Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, kona hans, veifa til mannfjöldans frá svölum Alþingishússins á Austurvelli. Guðni var settur í embætti þann 1. ágúst 2016. Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Vigdís Finnbogadóttir Fræðirit Fyrstu forsetarnir: embætti þjóð- höfðingja Íslands á 20. öld Eftir Guðna Th. Jóhannesson. Sögufélag, 2016, 291 bls., kilja. STYRMIR GUNNARSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.