Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu
á ársfundinum.
Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum
sjóðsins.
Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að
berast stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum
fyrir ársfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir
á ársfundi þurfa að berast stjórn með skriflegum
hætti viku fyrir ársfund. Framboðum aðalmanna til
stjórnar skal skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund.
Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska
lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík.
Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til
stjórnar verða birt á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is.
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til
þess að mæta. Allar nánari upplýsingar má nálgast
á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is eða hjá Verðbréfa-
og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040.
Ársfundur
Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður
haldinn föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 17.00
í Landsbankanum, Austurstræti 11.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bjarni Ingvar Árnason veitinga-
maður, ýmist kenndur við Brauðbæ,
Óðinsvé eða Perluna, hefur nú fund-
ið fjölina sína í Bakarabrekkunni í
miðbæ Reykjavíkur. Hann og með-
eigendur eru að hleypa nýju lífi í hið
rótgróna veitingahús Lækjar-
brekku.
Ofan við Lækjarbrekku eru veit-
ingasalirnir Litla-Brekka og Korn-
hlaðan. Þar hefur öllu verið umbylt
eftir að Bjarni og félagar tóku við.
Lyfta er komin á milli hæða, snyrti-
herbergi útbúið fyrir hreyfihamlaða
og nýr neyðarútgangur kominn á
suðurhlið hússins.
Kornhlaðan var stækkuð og inn-
réttuð á ný. Settar voru upp veg-
legar ljósakrónur og minnir salurinn
á virðulegt guðshús. Nýtt eldhús og
uppþvottaaðstaða er komin í Litlu-
Brekku og mun þjóna báðum söl-
unum. Barinn í Litlu-Brekku er
klæddur viðarborðum sem áður voru
í fjallaseli í Ölpunum. Skipt var um
gólfefni og allt málað. Árni Ingvar
Bjarnason, myndlistarmaður og son-
ur Bjarna, stjórnaði litavali, efnisvali
og útliti salanna.
Bjarni sagði að kominn hefði verið
tími á endurnýjun húsnæðisins og að
færa það að nútíma kröfum. Gamalt
lagnaefni og fleira var hreinsað út og
ýmislegt kom í leitirnar. „Ég fann
hér til dæmis nokkra árganga af
piparkökum í stórum kössum,“ sagði
Bjarni og hló. Á sjálfri Lækjar-
brekku hafa einnig verið gerðar
breytingar.
Vilja lífga upp á miðbæinn
„Við komum með nýjan matseðil
þegar við vorum búnir að koma okk-
ur fyrir,“ sagði Stefán Elí Stefáns-
son yfirmatreiðslumeistari. „Mat-
seðillinn er ekki langt frá því sem við
vorum með í Perlunni en samt ekki
eins. Við byggjum á sígildri franskri
bistró-línu en setjum okkar svip á
hana.“
Stefán Elí sagði að Litla-Brekka
og Kornhlaðan yrðu fyrst og fremst
veislusalir en sérréttaseðill gilti á
Lækjarbrekku. Stefnt er að því að
bjóða upp á villibráðarhlaðborð í
veitingasölunum í haust og svo jóla-
hlaðborð, líkt og var í Perlunni. Þor-
láksmessuskatan verður líka á sín-
um stað og áramótaveislan á
gamlárskvöld. Fólk er farið að panta
borð á gamlárskvöld og er annar
salurinn þegar fullbókaður.
Ekki verða gerðar miklar útlits-
breytingar á salnum í Lækjar-
brekku, nema að þar á að setja upp
gamlar Reykjavíkurmyndir.
Draumur Bjarna er að geta borið
fram veitingar utanhúss í skjólinu
framan við Lækjarbrekku. Þar gætu
gestir fylgst með mannlífinu á
Lækjartorgi og í Lækjargötu og not-
ið matar og drykkjar. Bjarni sagði
að borgin þyrfti að verða skemmti-
legri og þetta gæti verið liður í því.
Honum hefur líka dottið í hug að
endurvekja „kassann“ þar sem karl-
ar og konur geti talað yfir samborg-
urunum og Árni Ingvar kom með þá
hugmynd að setja upp útibotsía.
Lækjarbrekka gædd nýju lífi
Veislusalirnir Litla-Brekka og Kornhlaðan hafa verið gagngert endurnýjaðir Sígild frönsk
bistró-lína á borðum í Lækjarbrekku Draumurinn er að geta boðið upp á veitingar utanhúss
Kornhlaðan Veislusalurinn hefur verið stækkaður og settar upp nýjar ljósakrónur. Er salurinn hlýlegur og virðulegur eins og sjá má.
Lækjarbrekka Bjarni veitingamaður á sér þann draum að geta borið fram
mat og drykk utandyra í skjólinu framan við veitingahúsið.
Litla-Brekka F.v. Árni Ingvar Bjarnason, Stefán Elí Stefánsson og Bjarni Ingvar Árnason fagna góðum áfanga.
Morgunblaðið/RAX