Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 91
árið 2000. Þetta fyrirtæki sameinaðist svo öðrum fyrirtækjum og varð að Ís- lenska afþreyingarfélaginu.“ Friðrik var síðan markaðsstjóri SBK í Keflavík þar til hann fór til Danmerkur til náms. Friðrik gaf út ferðakort og ferða- handbækur fyrir Reykjanes um ára- bil. Þá gaf hann út ferðamannakortið BIG MAP í mörg ár. Árið 2009 festi Friðrik kaup á Hót- el Bláfelli á Breiðdalsvík, ásamt fyrr- verandi eiginkonu sinni: „Þar hef ég lagt í mikla uppbyggingu á und- anförnum árum. Hótelið er nú með rúmlega 40 herbergi, veitingastað, kjörbúð og kaffihús, ásamt íbúðum og 400 manna ráðstefnu- og veitingasal. Haustið 2015 keypti ég svo ferða- skrifstofuna Travel East Iceland og rek hana samhliða hótelinu.“ Friðrik starfaði lengi með skátafé- laginu Víkverjum í Njarðvík, var þar sveitarforingi og sat í stjórn félagsins í mörg ár. Hann starfaði í Björg- unarsveitinni Suðurnes frá unglings- árum, sat í stjórn sveitarinnar og var gjaldkeri hennar um nokkurra ára skeið. Áhugamál Friðriks eru börnin hans, fjölskyldan, ferðaþjónustan, ferðalög, útivera og ljósmyndun: „Ferðaþjónustan er mínar ær og kýr enda byrjaði ég 13 ára að vinna í þessum geira og var kominn með eig- in rekstur tveimur árum síðar. Ég hef því fylgst vel með og verið þátttak- andi af lífi og sál í þessari ferðaþjón- ustubyltingu sem orðið hefur hér á landi á allra síðustu árum með sífellt fleiri ferðamönnum. Ég hef haft áhuga á ferðalögum um landið frá því ég man eftir mér, þvældist um Reykjanesið þvert og endilangt með skátafélögum mínum og kynntist vel hjálparsveitarstörfum á æsku- og unglingsárunum en pabbi var einmitt formaður Hjálparsveitar skáta í Njarðvík í rúman áratug. Ég hef tekið ljósmyndir frá því á æskuárunum en áhugi á ferðalögum og ljósmyndun fer mjög vel saman. Ég á tugi þúsunda ljósmynda og er nú með tólf þúsund myndir inni á sím- anum mínum. Myndefnið hefur lang- oftast verið landið og náttúran í öllum sínum fjölbreytileika. Ég hef tekið myndir af Mýrdalssandi einum sem eru á annað hundrað talsins og lýsa þessum magnaða stað í öllum lit- brigðum og veðraham. Það hefur hvarflað að mér að halda ljós- myndasýningu á myndum af Mýr- dalssandi til að undirstrika fjölbreyti- leika þessa landslags sem mörgum finnst einhæft og leiðgjarnt.“ Fjölskylda Fyrrverandi eiginkona Friðriks er Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir, f. 22.7. 1975, verkefnastjóri ferðamála hjá Visit Reykjanes. Börn Friðriks og Hrafnhildar eru Sindri Friðriksson, f. 1.8. 2000, nemi í Rafvirkjun við Tækniskólann; Logi Friðriksson, f. 2.9. 2006, nemi í Stóru- Voga skóla; Emilía Glóð Friðriks- dóttir, f. 26.8. 2008, nemi í Stóru-Voga skóla. Bræður Friðriks: Húnbogi Þór Árnason, f. 21.8. 1979, byggingafræð- ingur og verkefnastjóri hjá ÍAV, bú- settur í Njarðvík; Jóhann Árnason, f. 23.1. 1985, d. 20.10. 2010, var bygg- ingafræðingur í Danmörku. Foreldrar Friðriks eru Árni Ingi Stefánsson, f. 20.10. 1955, fram- kvæmdarstjóri, múrarameistari og starfaði lengst af hjá ÍAV, búsettur í Njarðvík, og Halldóra Húnbogadótt- ir, f. 12.4. 1956, launafulltrúi hjá ÍAV, búsett í Njarðvík. vvv Úr frændgarði Friðriks Árnasonar Friðrik Árnason Guðrún S. Jónsdóttir saumakona, frá Seljalandi í Fljótshlíð Sigurður Einarsson verkstj. frá Endagerði í Sandgerði Einarína J. Sigurðardóttir húsfr. í Njarðvík, frá Fagurhól í Sandgerði Húnbogi Þorleifsson húsasmíðam. í Njarðvík Halldóra Húnbogadóttir launafulltrúi í Njarðvík Ragnhildur Guðmundsdóttir ljósmóðir, frá Bæ í Lóni Þorleifur Bjarnason b. í Svínhólum í Lóni Gunnar Stefánsson skrifstofustj. Slysavarnafélagsins Landsbjargar Sigmundur Þórðarson matreiðslum.og kokkur á Árvaki ogHermóði, hjáVitamálastofnun Kristinn Sigmundsson stórsöngvari Ingileif Magnúsdóttir verkakona í Rvík, frá Staðarfelli í Dölum Jóhanna K. Árnadóttir baðvörður og húsfr. í Njarðvík Stefán Björnsson leigubílstj. í Njarðvík Árni Ingi Stefánsson framkv.stj. og múraram. í Njarðvík Guðlaug Stefánsdóttir húsfr. í Þórukoti Björn Þorleifsson b. í Þórukoti í Njarðvík Árni Þórarinn Kjartan Jóhannesson pípulagningam. og sjóm. í Viðey og Rvík. Þórður Helgi Jóhannesson verkstj. hjá Olíuverslun Íslands Stefán Jóhannsson þjálfari Jóhann Jóhannesson heiðursfélagi Ármanns Afmælisbarnið Friðrik í Murnau am Staffelsee í Þýskalandi. ÍSLENDINGAR 91 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Sveinbjörn fæddist á Eystri-Sólheimum í Mýrdal 6.4. 1898.Foreldrar hans voru Högni Jónsson, bóndi þar, og k.h., Ragnhild- ur Sigurðardóttir frá Pétursey. Sveinbjörn ólst upp hjá fræðimann- inum og rithöfundinum Eyjólfi Guð- mundssyni, bónda á Suður-Hvoli í Mýrdal. Eiginkona Sveinbjörns var Þór- hildur Þorsteinsdóttir húsfreyja. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson og k.h., Elínborg Gísladóttir en börn þeirra Ragnhildur (1927), Sváfnir (1928) Elínborg (1931) og Ásta (1939). Sveinbjörn var í unglingaskóla í Vík, tók gagnfræðapróf í Flensborg 1916, lauk stúdentsprófi frá MR 1918, tók próf við Hafnarháskóla í hebr- esku 1919, í grísku 1920 og guðfræði- próf 1925, en stundaði síðan fram- haldsnám í Leipzig í semískum málum 1925-26. Sveinbjörn var prestur í Laufási 1926-27, og á sama tíma kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, og skólastjóri Flensborgarskólans 1930- 31. Hann varð prestur á Breiðaból- stað í Fljótshlíð árið 1927 og prófast- ur 1941. Hann reisti sér nýbýlið Stað- arbakka í sömu sveit og bjó þar til æviloka. Sveinbjörn var mikill búmaður og áhrifavaldur um mjólkurvinnslu og dreifingu. Honum fannst þau málvera í ófremdarástandi, vildi að bændur ynnu saman að sölu mjólkur og mjólkurafurða, barðist því fyrir stofn- un Mjólkursamsölunnar, varð fyrsti stjórnarformaður hennar, 1935, og gegndi þeirri stöðu til æviloka. Sveinbjörn var lengi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, settist fyrst á Alþingi árið 1931 og lauk þing- mennsku árið 1959. Hann var ræðu- skörungur og umtalsverður mála- fylgjumaður en jafnframt rökfastur og málefnalegur. Sveinbjörn lét af prestsembætti á Breiðabólsstað árið 1963 og tók þá sonur hans, Sváfnir, við brauðinu. Sveinbjörn lést á Staðarbakka 21.4. 1966. Merkir Íslendingar Sveinbjörn Högnason 90 ára Ester Eggertsdóttir 80 ára Ásgeir Sigurðsson Svala Bjarnadóttir 75 ára Bergleif Gannt Joensen Hjálmar Randversson Margrét Erlendsdóttir Sigríður T. Óskarsdóttir 70 ára Gylfi Georgsson Haukur Antonsson Kristjana Hulda Júlíusdóttir María S. Magnúsdóttir Richard Dawson Woodhead Svanbjörg Clausen Valur S. Ásgeirsson Vilhjálmur Einarsson 60 ára Auður Ólafsdóttir Daníel Guðni Daníelsson Hulda M. Þorkelsdóttir Kristján Andrésson Liudmila I. Semenova Ragnar Indriðason Sigmar A. Steingrímsson 50 ára Agata Kuc Alda Bjarnadóttir Atli Steinn Árnason Guðborg Ester Ómarsdóttir Guðný Jóhannsdóttir Halldór Sævar Kjartansson Haukur Arnar Sigurðsson Ingibjörg J. Guðlaugsdóttir Jón Sigurjónsson Magnús Blöndal Margrét Sæmundsdóttir Mona Overballe Pedersen Oleg Nikolaevich Titov Ólafur Þormar Ragnar Helgi Róbertsson Selma Vigfúsdóttir Sigrún Guðjónsdóttir Stefán Heiðar Stefánsson Stefán Þorri Stefánsson Sveinbjörg Gunnarsdóttir Trausti Már Hafsteinsson Valborg Björgvinsdóttir 40 ára Aðalsteinn L. Aðalsteinsson Ágústa Rós Björnsdóttir Gísli Geir Harðarson Hrund Sveinsdóttir Íris Áskels Jónsdóttir Katarzyna Ploszaj Michael Meyer Nerijus Peciulaitis Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson Steinar Örn Atlason Sveinn Bjarnason Þorsteinn Þór Traustason 30 ára Arnar R. Hilmarsson Arnór Ólafsson Bryndís Ósk Bragadóttir Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir Gunnar Már Hermannsson Nielsen Gunnar Már Sigurðsson Gyða Dögg Einarsdóttir Hákon Þórðarson Hjálmar Þór Aadnegard Irena Maleszewska Jakub Marek Srocki Jón Alfreð H. Olgeirsson Júlíus Guðjón Magnússon Mengyao Liang Michal Tarasiewicz Ragnar H. Sigtryggsson Sigrún Anna Waage Knútsdóttir Wioleta Magdalena Kaminska Til hamingju með daginn 30 ára Telma Rut ólst upp í Grindavík, býr þar, lauk þroskaþjálfaprófi, starfar við FS og er í fæð- ingarorlofi. Maki: Sævar Magnús Ein- arsson, f. 1986, flugvirki. Synir: Einar Þór Sæv- arsson og Eiríkur Óli Sæv- arsson, f. 2012, og Óðinn Orri Sævarsson, f. 2016. Foreldrar: Eiríkur Óli Dagbjartsson, f. 1965, og Sólveig Ólafsdóttir, f. 1964. Telma Rut Eiríksdóttir 30 ára Sigrún ólst upp í Mosfellsbæ, Danmörku, á Hólum og á Hvanneyri, lauk stúdentsprófi og starfar hjá Símanum. Maki: Breki Mar Bark- arson, f. 1985, rafvirki. Dætur: Ragnheiður Hrund, f. 2008; Hrafnhild- ur Eva, f. 2009, og Dag- mar Rut, f. 2010. Foreldrar: Sveinbjörn Eyjólfsson, f. 1959, og Inga V. Bjarnadóttir, f. 1964. Sigrún Svein- björnsdóttir 30 ára Júlíana ólst upp í Þorlákshöfn, býr þar, lauk BS-prófi í sálfræði og er í MEd-námi í uppeldis- og menntunarfræði. Maki: Grétar Ingi Er- lendsson, f. 1983, nemi í markaðs- og ferða- málafræði. Dætur: Sólveig, f. 2010, og Kristín, f. 2014. Foreldrar: Þuríður Gísla- dóttir, f. 1962, og Þor- grímur Ármann Þór- grímsson, f. 1962. Júlíana Ármannsdóttir Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI • Glerhandrið • Glerhurðir • Speglar • Glerveggir • Málað gler • Tvöfalt gler • Sturtuklefar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.