Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 94
94 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
svuntur
Íslenski saxófónkvartettinn fagnar
tíu ára starfsafmæli með fjölbreyti-
legum tónleikum í Tíbrárseríu Sal-
arins í Kópavogi í kvöld, fimmtu-
dag. Hefjast þeir klukkan 21.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verkin „Summa“ eftir Arvo Pärt,
„Andante et Scherzo“ eftir Eugene
Bozza, „Histoire du Tango“ eftir
Astor Piazzolla, „Saxófónkvartett“
eftir Philip Glass og frumflutningur
á nýju verki fyrir saxófónkvartett
eftir Svein Lúðvík Björnsson.
Íslenska saxófónkvartettinn
skipa þau Vigdís Klara Aradóttir á
sópransaxófón, Sigurður Flosason
á altsaxófón, Peter Tompkins á ten-
órsaxófón og Guido Bäumer á barí-
tónsaxófón.
Íslenski saxófónkvartettinn er
fyrsti og eini saxófónkvartettinn á
Íslandi. Fyrstu tónleikana hélt hann
í október 2006 en síðan þá eru tón-
leikarnir orðnir tæplega fimmtíu,
víða um land. Verkaskrá kvart-
ettsins spannar einnig um fimmtíu
verk, þar af mörg af lykilverkum
saxófónkvartettstónbók-
menntanna. Kvartettinn hefur
einnig flutt mikið af nýrri íslenskri
tónlist í gegnum árin.
Sömu liðsmenn hafa skipað
kvartettinn frá upphafi og Vigdís
Klara segir að eðlilega þekki þau
því orðið vel hvert inn á annað í
samspilinu. Þau komi þó ekki öll úr
sömu áttinni. Vigdís og Guido eru
hjón og lögðu bæði stund á klass-
ískan saxófónleik, rétt eins og Sig-
urður Flosason gerði þótt hann sé
líklega þekktari sem einn helsti
framherji íslensks djasslífs. Þá er
Peter óbóleikari við Sinfóníu-
hljómsveitina en svo fjölhæfur að
saxófónninn leikur í höndum hans.
Á liðnum áratug hefur kvart-
ettinn leikið á þrennum til átta tón-
leikum á ári. „En starfsemin hefur
alltaf verið regluleg og við höfum
aldrei tekið löng frí á þessum tíma,“
segir hún.
Vigdís segir ánægjulegt að frum-
flytja á tónleikunum í kvöld verkið
sem Sveinn Lúðvík samdi sérstak-
lega fyrir þau. „Það er alltaf gaman
að fá í hendur nótur að nýju verki.
Okkur finnst það heyrast að Sveinn
skrifi það sérstaklega fyrir okkur.“
Þá bendir Vigdís á kvartettinn
eftir Glass sem varð áttræður í ár.
„Við höfum leikið hluta verksins áð-
ur en leikum það í heild nú í fyrsta
skipti. Á afmælistónleikum er allt
gefið í botn!“ efi@mbl.is
Blásarar Sigurður Flosason, Peter Tompkins, Vigdís Klara Aradóttir og
Guido Bäumer hafa skipað Íslenska saxófónkvartettinn frá upphafi.
Á afmælistónleik-
um er gefið í botn
Íslenski saxófónkvartettinn tíu ára
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Tónleikarnir eru liður í undirbún-
ingi kórsins fyrir söngferðalag hans
til Austurríkis og Tékklands í sum-
ar, en í Tékklandi mun kórinn taka
þátt í kórakeppninni Hátíð söngv-
anna í Olomouc, í júníbyrjun þar
sem kórar víðs vegar úr veröldinni
munu mætast,“ segir Gunnsteinn
Ólafsson, stjórnandi Háskólakórs-
ins, um vortónleika kórsins sem
fram fara í Neskirkju í kvöld kl. 20.
„Við keppum í tveimur flokkum
sem kallar á tvær 15 mínútna langar
efnisskrár, því aðeins má flytja hvert
verk einu sinni. Við höfum hins veg-
ar alveg frjálsar hendur með verk-
efnavalið, fyrir utan eitt skylduverk
eftir tékkneskt tónskáld sem við eig-
um enn eftir að fullæfa. Markmið
okkar er að vera með fjölbreytta og
skemmtilega efnisskrá sem saman-
stendur bæði af íslenskum og er-
lendum lögum,“ segir Gunnsteinn og
tekur fram að alltaf sé gaman að
geta sungið íslensk þjóðlög og ís-
lenska tónlist á tónleikum erlendis.
Á tónleikunum í kvöld syngur Há-
skólakórinn ýmis íslensk þjóðlög í
útsetningum íslenskra tónskálda.
„Einnig flytjum við „Dýravísur“ eft-
ir Jón Leifs, sem er mjög stórt kór-
verk. Ég held að Háskólakórinn sé
eini kórinn sem hafi flutt þetta verk
Jóns Leifs undanfarin ár,“ segir
Gunnsteinn og bendir á að Háskóla-
kórinn hafi gefið út tvo geisladiska
frá því hann tók við kórnum 2007 þar
sem verk Jóns Leifs hafa hljómað í
bland við verk eftir Jórunni Viðar og
Þóru Marteinsdóttur. „Við höfum
því lagt áherslu á að halda nafni
Jóns Leifs á lofti og munum gera
það í keppninni úti.“
Keppnin stælir kraftana
Í tilefni þess að í ár eru liðin 450
ár frá fæðingu Monteverdi munum
við á vortónleikunum flytja tvo
madrígala til að minnast hans.
Monteverdi var eitt merkasta tón-
skáld frumbarokktímans, en hann
stóð sem tónskáld mitt á milli end-
urreisnar- og barokktímans. Síðan
erum við á tónleikunum með stórt
verk eftir Vaughan Williams sem
nefnist „Þrír söngvarar“ og er við
texta eftir Shakespeare,“ segir
Gunnsteinn, en af öðrum tón-
skáldum kvöldsins má nefna Hafliða
Hallgrímsson og Báru Grímsdóttur
auk þess sem flutt verður verk eftir
stjórnandann sem nefnist „Nú vakn-
ar þú mín þjóð“ við kvæði eftir Hall-
grím Helgason og ekki hefur heyrst
áður á tónleikum Háskólakórsins.
Miðar verða seldir við innganginn
og er aðgangseyrir 1.000 krónur sem
renna beint í ferðasjóð kórsins.
Spurður hvaða þýðingu það hafi að
taka þátt í keppni segir Gunnsteinn
það stæla kraftana auk þess sem
gott sé að hafa eitthvað til að stefna
að. „Við höfum aldrei áður tekið þátt
í keppni. Sjálfur hef ég tekið þátt í
hljómsveitarstjórakeppni í Noregi
og það var mikil og góð reynsla.
Þetta er í hins vegar fyrsta sinn sem
ég tek þátt í kórakeppni,“ segir
Gunnsteinn og tekur fram að söng-
ferðin hefjist með tónleikum í Salz-
burg og Vínarborg. Aðspurður segir
hann um 50 kórfélaga syngja með
Háskólakórnum, sem stofnaður var
haustið 1972 og fagnar því 45 ára
starfsafmæli í haust, en þá verða líka
tíu ár síðan Gunnsteinn tók þar við
stjórnartaumum. „Ég eldist ekki í
starfi mínu með kórnum. Ég upplifi
mig alltaf rúmlega tvítugan í þessum
hópi. Ég kann því afar vel að um-
gangast ungt fólk. Það eru mikil for-
réttindi að mega vera með svona
skemmtilegu fólki og áhugasömu.“
„Eldist ekki í starfi
mínu með kórnum“
Vortónleikar Háskólakórsins í Neskirkju í kvöld kl. 20
Fjölmenni Gunnsteinn Ólafsson hefur stjórnað Háskólakórnum frá haustinu 2007. Um 50 félagar syngja í kórnum,
en rúmlega þriðjungur kórfélaga er erlendir námsmenn. Kórinn tekur þátt í alþjóðlegri kórakeppni í sumar.
Enginn sá hundinn eftir Hafstein
Hafsteinsson og Úlfur og Edda:
Dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu
Gunnarsdóttur eru tilnefnd fyrir
Íslands hönd til barna- og unglinga-
bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs 2017. Alls eru tólf bækur til-
nefndar í árið, en verðlaunin verða
afhent 1. nóvember í Finlandia-
húsinu í Helsinki.
Frá Danmörku eru tilnefndar
bækurnar Dyr med pels – og uden
eftir Hanne Kvist og Hjertestorm –
Stormhjerte eftir Annette Herzog,
Katrine Clante og Rasmus
Bregnhøi; frá Færeyjum Hon, sum
róði eftir ælaboganum eftir Rakel
Helmsdal; frá Finnlandi Vildare,
värre, Smilodon eftir Minna Linde-
berg og Jenny Lucander og Yökirja
eftir Inka Nousianinen og Satu
Kettunen; frá samíska tungumála-
svæðinu Luohtojávrri oainnáhusat
eftir Kirste Paltto; frá Noregi Far
din eftir Bjørn Ingvaldsen og Ung-
domsskolen eftir Anders N. Kvam-
men og frá Svíþjóð Djur som ingen
sett utom vi eftir Ulf Stark og
Linda Bondestam og Ormbunks-
landet eftir Elin Bengtsson.
Morgunblaðið/Eggert
Gleðiefni Kristín Ragna Gunnarsdóttir fagnaði tilnefningunni í Norræna
húsinu í gærmorgun. Á myndina vantar Hafstein Hafsteinsson.
Hafsteinn og Kristín
fulltrúar Íslands í ár