Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Mikil breyting hefur orðið á útgáfu og aðgengi að tónlist það sem af er 21. öldinni. Ólöglegt niðurhal var stærsta og um leið neikvæðasta breytingin fyrsta áratuginn en síð- ustu ár hafa löglegar streymisveitur, eins og Spotify, gjörbreytt landslag- inu. Tæplega 60.000 manns eru greiðandi áskrifendur að Spotify hér á landi. Þrátt fyrir það virðist íslensk tónlist eiga erfitt uppdráttar þar, sé litið til spilunartalna, ásamt því að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskri útgáfu í dag er mun erfiðari en áður. Unga fólkið virkara á Spotify Eiður Arnarsson framkvæmda- stjóri Félags hljómplötuframleið- anda segir að þeirra tilfinning sé að spilun á íslenskri tónlist sé á bilinu 15-18% á Spotify á Íslandi. „Það er í ekki takt við plötusölu og spilun á vinsælustu útvarpsstöðvum lands- ins,“ segir Eiður og bætir við að sú tala sé líka lægri en sala á íslenskum hljómplötum fyrir daga almennrar notkunar internetsins. „Árið 1999, sem margir telja að sé síðasta árið áður en netið breytti neyslu fólks á tónlist, var sala á íslenskum plötum 30% á móti 70% á erlendum,“ segir Eiður. En hvað veldur? Eiður segir að einfalda skýringin sé sú að yngri notendur séu mun virkari á Spotify, spili mun meira en þeir sem eldri eru og það hafi alltaf loðað við yngri neytendur að það sem erlent er heilli meira. Það endurspeglist líka í því að þeir íslensku tónlistarmenn sem hljóta hvað mesta spilun á Spotify eru einmitt þeir sem eru hvað vin- sælastir í þessum hópi. Tekjumyndun hægari og minni Spotify greiðir höfundum, útgef- endum og flytjendum gjald sem leggst út á tæplega eina krónu að meðaltali fyrir hverja spilun á Ís- landi, sem gerir það að verkum að á örmarkaði eins og á Íslandi, verði tekjuöflun íslenskra tónlistar- manna hægari og minni en af sölu hljómplatna. Ágætt dæmi um breytta tíma er, að notandi sem er til dæmis aðdáandi Júníusar Mey- vants þyrfti að spila nýjustu plötu hans í um hundrað skipti til þess að jafna út verðmæti plötunnar ef hún væri keypt út í búð. Tónlistarmenn fá því mun minna fyrir sinn snúð á Spotify. „Augljós afleiðing þessa fyrir íslenska tónlistarbransann er sú að fjármögnun til að taka upp nýja íslenska tónlist er orðin rosa- lega erfið. Það er erfitt að láta dæmið ganga upp fjárhagslega,“ segir Eiður og bætir við að rekstr- argrundvöllur fyrir útgáfu nýrrar íslenskrar tónlistar í dag sé afar erfiður og að íslensk tónlistar- útgáfa sé drifin áfram af ástríðu frekar en hagnaðarvon. Það sem helst skilar tekjum í dag sé tón- leikahald. „Það má segja að dæmið hafi snúist við. Hér áður fyrr gáfu menn út plötur og fóru svo og héldu tónleika til þess að styðja við plötu- söluna. Í dag gefa menn út tónlist til þess að styðja við mætingu á tón- leika,“ segir Eiður en bætir við að plötusala í tengslum við tónleika hafi aukist, þar kaupi aðdáendur beint af tónlistarmönnunum en þær tölur skila sér ekki á opinbera lista yfir plötusölu þar sem ekki sé um sölu í gegnum plötuverslanir að ræða. Eiður nefnir einnig að mikil umræða sé í tónlistarbransanum um hvernig áskriftargjöld Spotify deilist út til tónlistarrétthafanna. „Ef að þú sem áskrifandi hlustar t.d. bara á Moses Hightower í heil- an mánuð myndir þú kannski ætla að áskriftargjaldið þitt myndi renna til Moses Hightower og út- gefanda þeirra. Það er hinsvegar ekki svo, gjaldið fer í pott sem deil- ist svo út samkvæmt heildarspilun allra áskrifenda,“ segir Eiður og segir að mikill vilji sé meðal tónlist- armanna að breyta þessu enda sé þetta fyrirkomulag í eðli sínu ósanngjarnt. Fleira jákvætt en neikvætt Þrátt fyrir þetta segir Eiður að það sé mun fleira jákvætt með til- komu streymisveitna eins og Spotify en neikvætt. Til dæmis hafi ólöglegt niðurhal minnkað til muna og að fleiri neytendur greiði fyrir sína tón- listarnotkun. „Við getum tekið dæmi um manneskju sem kannski hefur ekki borgað fyrir tónlist í meira en áratug og einungis stundað ólöglegt niðurhal er nú farin að borga um 15.000 kr. á ári fyrir tónlist,“ segir Eiður en bætir við að stærstur hluti þeirra peninga endi erlendis, hjá er- lendum rétthöfum og veitunni sjálfri. „Það má segja að stór hluti tónlist- arneyslunnar hafi horfið undir yf- irborðið eftir síðustu aldamótmeð til- komu ólöglegs niðurhals en sé nú að komast aftur upp á mælanlegt yf- irborð með tilkomu streymisveita. Það er mjög jákvætt,“ segir Eiður og bætir við að nú sé enn meiri tónlist fáanleg en áður þar sem veiturnar bjóði upp á tónlist sem var jafnvel orðin með öllu ófáanleg á föstu formi. Íslensk tónlist á erfitt uppdráttar á Spotify Streymisveitur á borð við Spotify eru að bylta tónlist- arbransanum. Spilun á ís- lenskri tónlist á Spotify er aðeins 15 - 18% á Íslandi. Með breyttu útgáfuformi er tekjumyndun hægari en ólölegt niðurhal aftur á móti minna. Rekstrargrundvöllur fyrir nýrri íslenskri útgáfu er verri en áður. Morgunblaðið/Freyjagylfa Vinsæll Emmsjé Gauti er einn vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Spotify. AFP Bylting Spotify hefur bylt tónlistarútgáfu síðustu ár. Hér er Daniel Ek stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri Eiður Arn- arsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda. Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Það er ljóst að internetið hefur haft víðtæk áhrif á út- gáfu tónlistar það sem af er 21. öldinni, reyndar eins og svo margt annað. Fjölmiðlar hafa ekki farið var- hluta af breytingunum sem fylgja internetinu. Hinir svokölluðu hefðbundnu miðlar hafa þurft að aðlaga sig breyttum tímum. Prentið hefur átt undir högg að sækja með stöðugu upplýsingaflæði internetsins. Áhorf á sjónvarp hefur einnig breyst, fólk sækir sér efni ólöglega á internetinu eða horfir á það fyrir lágar upphæðir í streymisveitum á borð við Net- flix. Eini hefðbundni miðilinn sem hefur náð að halda sér, eða jafnvel að bæta í, er útvarpið. Dauða þess hefur verið spáð allt frá komu sjón- varpsins. En útvarp hefur alltaf náð að aðlagast breyttum tímum. Áður fyrr var eitt út- varp á heimilinu sem heimilismenn söfnuðust í kringum á kvöldin. Sjón- varpið tók svo við því hlutverki en þá færðist útvarpið í öll herbergi hússins. Húsmæður hlustuðu á útvarpið í eld- húsinu og krakkar tóku upp vinsæl- ustu lögin inni í herberginu sínu. Út- varp varð síðan dyggur ferðafélagi fólks með tilkomu þess í bíla. Nú eru það streymisveitur á borð við Spotify sem eru taldar helsta ógn útvarps en þeirra áhrifa virðist ekki gæta enn sem komið er. Fólk leitar fyrst til útvarps til þess að heyra nýja tónlist og þefar hana síðan uppi á streymisveitunum. Það sem útvarpið hefur framyfir streymisveiturnar, og er í raun sterkasta vopn þess, er persónuleikinn. Útvarp er góður félagi, þar er alltaf einhver að tala við þig og það er svo mannlegt að vilja hafa teng- ingu við annað fólk. Samkvæmt hlustunarmælingum hlusta um 90% landsmanna á útvarp í hverri viku og eru þær tölur í samræmi við hlustun í nágranna- löndum okkar. Einhvern veginn hefur útvarp náð að halda sjó á meðan aðrir miðlar hafa átt undir högg að sækja og lykillinn að því er hversu meðfærilegur miðill það er. Það aðlag- ast breyttum tímum og smýgur auðveldlega inn í hin ýmsu tæki. Í dag erum við með út- varp í sjónvarpinu, símanum, tölvunni, spjaldtölvunni o.s.frv. Það er alls staðar hægt að hlusta á útvarp og hægt að gera nánast hvað sem er meðan þú ert að því. Hvort sem það er að skrifa pistil í Morg- unblaðið, hlaupa, elda, keyra eða mála vegg. Það er gleðilegt að sjá hversu styrkum fótum út- varp stendur, en þó þarf alltaf að vera á tánum, horfa til fram- tíðar og aðlagast breyttum tímum. Útvarpið stenst tímans tönn ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.