Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 85
MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 ar, eiginmanns hennar, var fal- legt, þar var gott að koma. Þór- arinn lést árið 2003 og var það Gullu mjög þungbært. Samband þeirra var einstakt, byggðist upp af virðingu og ást, það tvennt saman og þeirra létta lund er sennilega besta uppskriftin að góðu hjónabandi, ef hún er á ann- að borð til. Gulla og Þórarinn eignuðust ekki börn en börnin í fjölskyldum þeirra beggja voru fljót að átta sig á að hjá þeim áttu allir skjól. Oft var margt um manninn hjá þeim og ógleyman- legar sögurnar sem Gulla sagði mér úr skötuboðum og alls konar boðum á Háaleitisbrautinni. Þar hefði ég viljað vera fluga á vegg. Eina vinkonu átti Gulla öðrum fremri, það er hún Heiða bróð- urdóttir Þórarins. Þeirra vinátta var einstök, Gulla fékk einhvern glampa í augun sín þegar hún talaði um hana. Þær voru nánar vinkonur sem kom svo vel í ljós þegar erfiðleikar sóttu á þær í líf- inu. Studdu þær hvor aðra í erf- iðleikum og skemmtu sér vel saman þegar vel stóð á. Falleg vinátta. Elsku Heiða og aðrir ættingjar og vinir, sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur við fráfall Guðlaugar Katrínar. Elsku Guðlaug Katrín, megi englarnir varðveita þig að eilífu. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. þín vinkona Marta Grettisdóttir og fjölskylda. Elsku Gulla, Gulla stóra eins og ég var vön að kalla þig. Síð- ustu dagar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef upplifað og á ég erfitt með að skilja hvað lífið getur breyst fljótt. Um jólin í vetur hittumst við eins og venju- lega en eitthvað var öðruvísi, veikindi voru greinilega að búa um sig hjá þér af mikilli hörku. Þegar við Robin, sambýlismaður minn, kvöddum þig í byrjun jan- úar síðastliðinn grunaði okkur að líklega væri þetta okkar síðasta heimsókn til þín. Það var okkur mjög þungbært. Þú áttir stóran þátt í lífi mínu alveg frá því að ég fæddist og minningarnar eru endalausar. Þrátt fyrir ungan aldur mun ég aldrei gleyma öllum leikhúsferð- unum sem við fórum saman í. Ein stendur þó upp úr og það var þegar ég fékk að fara baðsviðs í Borgarleikhúsinu með þér og hitta alla frægu leikarana, það kvöld fór ég að sofa með stjörnur í augunum. Ég man að það var alltaf svo notalegt að koma til þín og elsku Þórarins sem ég vildi að ég hefði fengið að kynnast betur því alltaf hef ég heyrt að ykkar samband hafi verið einstakt. Ég varð eldri og minningarnar fleiri, 14 ára fermdist ég og þú spurðir mig hvað mig langaði að fá í fermingargjöf, ég lítil og smá vit- laus var ekki lengi að svara. Demantshring, mig langar í dem- antshring. Mamma dauðskamm- aðist sín fyrir mig því maður bið- ur nú vanalega ekki um að sér sé gefinn demantshringur. Ferm- ingardagurinn rann upp bjartur og fagur og um kvöldið er komið að því að opna fermingargjafirn- ar. Pakkinn frá þér var minnstur en í pakkanum var ein sú stærsta gjöf sem ég hef fengið, gullhring- ur með þremur demöntum, þenn- an hring hef ég ekki tekið af mér síðan. Þessi hringur er eitt það mikilvægasta sem ég á. Þegar ég horfi á hann sé ég þig, elsku Gulla mín. Nú hef ég búið erlend- is í 3 ár og í hverri einustu Ís- landsferð okkar Robins, komstu og heimsóttir okkur í Hjalla- brekkuna. Mikið sem mér fannst alltaf gott að sjá þig og fá Gullu- knús. Stór partur af Þorláks- messu var að koma til þín og færa þér jólagjöf og graflax, sem oftar en ekki, ég veiddi sjálf og pabbi gróf af sinni alkunnu snilld. Síðastliðin ár höfum við svo borðað saman annan í jólum, og átt notalega stund saman. Ég verð foreldrum mínum æv- inlega þakklátt fyrir að hafa skírt mig í höfuðið á þér, það er heið- ur. Elsku yndislega Gulla mín, fyrirmyndin mín og besta vin- kona, mikið mun ég sakna þín, ég veit að þú ert á góðum stað núna með elsku Þórarni þínum. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldr- ei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Þetta ljóð lýsir Gullu nöfnu minni og segir svo margt um hvernig hún var og hvað hún var fyrir mig. Ég mun varðveita allar góðu minningarnar okkar. Þín Guðlaug Katrín. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Við Gulla kynntumst fyrir mörgum árum á sjúkrahúsinu Sólheimar, sem var lítill notaleg- ur vinnustaður í Tjarnargötu. Í fyrstu var ég dauðfeimin við þessa glæsilegu konu, en það breyttist fljótt því yndislegri manneskja í viðkynningu en Gulla er vandfundin. Seinna kynntumst við svo Þór- arni eiginmanni hennar og var það ekki síður ánægjulegt. Átt- um við öll margar góðar stundir saman, bæði hér og erlendis. Voru þau yndislegir ferðafélagar. Ekki voru þau síðri heim að sækja eða að fá í heimsókn. Það voru miklar gleðistundir hjá dætrum okkar og barnabörnum þegar von var á þeim hjónum. Nú seinni árin fengu svo lang- ömmubörnin okkar að kynnast Gullu. Þórarinn lést fyrir aldur fram árið 2003 eftir erfið veikindi og var Gulla eins og klettur við hlið hans með ástúð og umhyggju þar til yfir lauk. Þegar Gulla var orð- in ein var hún dugleg að umgang- ast vini og ættingja, fór meðal annars mikið vestur og vorum við einu sinni með henni á Brjánslæk. Við fjölskyldan sendum hinum fjölmörgu ættingjum og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Ragnheiður og Hannes (Stella og Hannes). Æsku vinum óðum fækkar afli þunginn dauðans kraftur leysir þá úr líkamsfjötrum líf án dauða gefst þeim aftur Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna en þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna Fegurð ljóðs og listaverka lífs á þinni göngu naustu ástvinanna ást og virðing allt að síðstu stundu hlaustu (Helga Halldórsdóttir.) Okkur langar í nokkrum orð- um að minnast Gullu vinkonu okkar. Þegar vinkona er kvödd eftir rúmlega sextíu ára vináttu, er margs að minnast. Kynni okkar hófust í febrúar 1956, þegar hópur ungra stúlkna var saman kominn í dagstofu Hjúkrunarskóla Íslands, sem þá var til húsa í elstu byggingu Landspítalans. Mikil eftirvænting ríkti því við vorum að byrja nám í hjúkrun. Við komum frá ýmsum stöðum á landinu og á þessum árum voru færri en hundrað nemar í skól- anum. Sameiginlegt nám og dvöl á heimavist í þrjú ár, varð síðan til þess að „hollið“ okkar myndaði órjúfanleg vinabönd, sem ekki hefur borið skugga á. Gulla var lífsglöð og fé- lagslynd, söng mikið, elskaði ljóð og hún las mikið. Hún var sérlega hjartahlý og hélt vel utan um fjölskyldu sína og vini, og lét sér umhugað um velferð allra sem í kringum hana voru. Hún var vinamörg og lifði inni- haldsríku lífi, var dugleg við að ferðast bæði innanlands og utan. Í sextíu ár höfum við „holl- systurnar“ hist mánaðarlega, verið í saumaklúbb, farið saman í ferðir í sumarbústað á sumrin, sem og til útlanda. Árlega héld- um við fagnað með mökum okk- ar, með matarveislum, gleði og söng. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni. Og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minning þinni. (Sigurjón Friðjónsson.) Við erum þakklátar fyrir vin- áttu hennar og tryggð, og verður Gullu sárt saknað. Fyrir hönd Hollsystra, Helga Guðjónsdóttir. Nú glóir skyndilega ný fastastjarna í bládjúpi næturhiminsins; ástgjöf liðinna stunda sem geislar frá sér lífi minninga. (Jóhannes úr Kötlum.) Með Gullu minni hef ég misst móður í annað sinn. Það er níst- andi sárt, en samt er hjartað barmafullt af þakklæti, því mér hefur verið svo mikið gefið. Þakklæti fyrir öll faðmlögin, umhyggjuna og kærleikann, þakklæti fyrir allan hláturinn og gleðistundirnar og styrkinn sem streymdi frá henni á sorgar- stundum. Börnunum mínum og tengdabörnum var hún sem besta amma og vinátta hennar og Nonna míns heitins var djúp og sönn. Það verður tómlegt við borðstofuborðið í Tjarnarmýr- inni án þeirra allra sem er sakn- að, en við gleðjumst við tilhugs- unina um þann góðvinafagnað sem Gulla nú situr með Ninna sínum og hinum sem fóru á und- an. Takk fyrir allt, elsku Gulla, ég mun minnast þín í hvert sinn sem ég les fallegt ljóð. Ragnheiður Steindórsdóttir. Elsku Gulla, þú varst okkur svo góð. Saman höfum við mátt þola svo mikla sorg undanfarin ár. Við eigum erfitt með að ímynda okkur erfiðu stundirnar án þinnar kærleiksríku og styrku nærveru. En við gleymum heldur ekki góðu stundunum því þær voru miklu fleiri. Yndislegu sam- verustundunum með þér, hvern- ig þú deildir með okkur botnlaus- um fróðleik og þínum einstaka húmor. Við erum svo þakklát þér og Ninna fyrir að hafa verið til staðar fyrir okkur frá því að við munum eftir. En sérstaklega viljum við þakka þér fyrir að hafa verið mömmu stoð og stytta í gegnum sorgina. Þú fórst alltaf svo hjá þér þegar við sögðum þér þessa hluti, að þú værir ómiss- andi hluti af fjölskyldunni og værir eins og amma í okkar hjörtum. Við verðum að fá að gera þig vandræðalega einu sinni enn. Við elskum þig og munum sakna þín alltaf. Steindór Grétar, Margrét Dórothea, Kristjana Björg og Jón Geir. ✝ Gróa Björns-dóttir fæddist í Kaupmannahöfn 18. júní 1937. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. mars 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Sólveig Sig- urbjörnsdóttir hús- freyja, f. 4.3. 1911, d. 12.11. 2005, og Björn Sigurðsson læknir, f. 4.6. 1911, d. 12.12. 1963. Systkini hennar eru Sigurður, Sig- urbjörn og Elín Þórdís. Maki (óg.) frá 1977 Eivin Christian- sen, f. 1920, d. 1984. Dætur þeirra: 1) Sólveig Eyvindsdóttir, f. 26.4. 1978, gift Kjartani Krist- inssyni, dætur þeirra Elín Gróa, f. 2004, og Lára Hlín, f. 2007, og 2) Jóhanna Eivins- dóttir Christiansen, f. 14.5. 1980, sonur hennar Eivin Christiansen Magn- ússon, f. 2011. Gróa varð stúd- ent frá MR 1957 og lauk prófi frá Sta- tens Bibliotekskole í Ósló 1962. Gróa starfaði sem bóka- safnsfræðingur á Borgarbókasafni 1962-1973. Var bókavörður á Foröya Landsbókasavn í Þórshöfn 1974- 1994 og deildarbókavörður í skráningardeild Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns frá des. 1994 til 2007. Útför Gróu fer fram frá Selja- kirkju í dag, 6. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku besta mamma mín. Það er enn afskaplega óraunverulegt að þú sért ekki hjá okkur lengur. Fram undan verður stórt tóma- rúm og næstu dagar og vikur eiga eftir að einkennast af einmana- leika og söknuði. Það verður eng- in mamma til að hringja í eða heimsækja. Elsku mamma, betri mömmu hafði ég ekki getað hugs- að mér. Þú gerðir allt fyrir okkur systur. Þú studdir okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og beindir okkur á rétta braut þegar á þurfti að halda. Þú kennd- ir okkur að vera skynsamar, ást- kærar, sjálfstæðar og sjálfbjarga. Þú hlustaðir alltaf á okkur og sýndir öllu því sem við tókum okk- ur fyrir hendur áhuga. Þú hvattir okkur áfram og hafðir alltaf trú á okkur. Elsku mamma, þú varst svo ljúf og góð við börnin okkar. Þú lékst og spilaðir við þau, fórst með þau á róluvelli, í skrúðgöngur og leikhús, last og söng og fórst með bænirnar fyrir svefninn. Börnin okkar eiga dýrmætar minningar um þig. Elsku mamma, þú stóðst þig eins og hetja síðustu dagana með okkur. Þær stundir munum við geyma í hjarta okkar eins og allar aðrar minningar um þig. Elsku besta mamma, ég leyfi mér að trúa því að þú sért alltaf hjá mér þótt ég sjái þig ekki leng- ur. Mamma, ég elska þig. Þín alltaf, Jóhanna. Færeyjar rísa dulúðugar úr Atlantshafi, dökkar og grænar með fallegum byggðum og bæjum í skjólsælum vogum og fjörðum. Þar var starfsvettvangur og heim- ili frænku minnar Góaló til margra ára. Í frumbernsku bjó fjölskylda hennar á Hvamms- tanga, Björn faðir hennar, héraðs- læknirinn og kona hans Sólveig og börn. Þar bættist fjölskyldunni liðsauki sem var Gunna Teits margfróð af fornri speki og sög- um. Þau fluttu síðan þegar Björn gerðist læknir í Keflavík. Sólveig móðir Góaló var föðursystir mín og meðal bestu bernskuminninga minna eru heimsóknir til frænd- fólksins í Keflavík. Á heimili Góaló ríkti höfðingsskapur og gestrisni. Litlir frændur fengu að koma þangað og upplifa gleði þess heimilis í vikudvöl. Þar var lesið upphátt úr spennandi bókum. Allt heimilið var umvafið kærleika og hlýju. Veislumatur var á borðum, eftirminnilegar eru ljúffengar steiktar unghænur í brúnni sósu, löngu áður en almennt var farið að borða kjúklinga á Íslandi. Góaló bjó að menningarheimili æsku sinnar og lagði síðar stund á hugvísindi í Háskóla og gerðist bókasafnsfræðingur. Hamingjan vísaði henni til Færeyja þar sem hún starfaði við þjóðarbókhlöðuna í Þórshöfn. Hún settist að meðal hinnar merkilegu eyþjóðar þar sem er hámenning í bókmenntum, myndlist, tónlist og þar sem söng- ur og dans er lifandi hluti í lífi hvers og eins. Það átti vel við Góaló að þar grobba menn ekki af afrekum sínum og þar er höfð- ingsskapur og gestrisni meiri en víðast annars staðar nema ef til vill á hennar eigin æskuheimili. Þar eignaðist Góaló góðan eigin- mann Eyvind og dæturnar tvær Sólveigu og Jóhönnu. Eyvindur var traustur og kurteis við við- kynningu og vakti athygli fyrir að halda uppi færeyskum siðum og fór úr skóm áður en hann gekk til stofu í fjölskylduveislum. Góaló miðlaði okkur af þekkingu um færeyska menningu, bókmenntir, sögu og myndlist. Hún var dug- mikil og hjálpsöm og aðstoðaði við að ná sambandi við færeyska fræðimenn, virta þjóðfræðinga og málfræðinga. Þá lagði hún fram mikla vinnu við að skrá hið mikla bókasafn Helga Kristinssonar á Leirhöfn á Melrakkasléttu. Lífið færir hverjum og einum gleði og sorg og Góaló stóðst þungar raun- ir sjúkdóma og ástvinamissis. Það er gleðilegt að sjá að menninga- straumarnir sem hún flutti með sér yfir Atlantsála blandast traustum ættum og móta yfir- bragð dætra hennar og barna- barna. Við sendum öllum ástvinum Góaló innilegar samúðarkveðjur. Þorvaldur Friðriksson og Elísabet Brekkan. Elsku Góaló okkar. Við kveðjum þig með söknuði en erum um leið afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst engin venjuleg kona. Þú fórst ótroðnar slóðir, varst ein- staklega sjálfstæð og mikill húm- oristi og þér var alltaf alveg sama um hvað öðrum fannst. Eftir sitja góðar minningar, bæði heimsókn okkar til Færeyja og ykkar stelpnanna til okkar í Svíþjóð og svo auðvitað samveran á Íslandi. Við sitjum hér með bros á vör þegar við rifjum upp hrakfalla- sögur af þér og ömmu. Þú hlóst yfirleitt hæst að þeim sjálf. Elsku Góaló, þú skilur eftir þig mikið tóm. Samúðarkveðjur til stelpn- anna þinna og fjölskyldna þeirra sem að við erum öll með hugann hjá. Þín, Sólveig, Björn og Sigurrós María Sigurbjörnsbörn. Í dag kveð ég ástkæra móður- systur mína hana Góuló. Ég vil þakka henni fyrir ljúfar stundir og góðar minningar sem ég geymi. Ég vil minnast hennar með gleði og þakklæti með þessu litla ljóðabroti. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Heiðrún Jóhannsdóttir. Mig langar að minnast Góu frænku minnar og vinkonu með fáeinum orðum. Við erum búnar að þekkjast síðan við munum eftir okkur og höfum brallað mikið saman. Mikill umgangur var alla tíð hjá systkinunum sex á Grettis- götu 38 og þar af leiddi að systk- inabörnin umgengumst í gegnum þau. Pabbi Góu var læknir á Hvammstanga og síðar í Kefla- vík. Dvöldum við mamma lang- dvölum á sumrin á Hvamms- tanga. Við Góa urðum fljótt miklar vinkonur og hefur sá vinskapur haldist alla tíð. Góa var aðeins eldri en ég og þar af leiðandi réði hún algjörlega yfir mér þegar við vorum litlar. Mér fannst allt svo fínt og flott hjá henni og trúði öllu sem hún sagði. Hún þóttist vera göldrótt og galdraði kremkex út úr mag- anum á sér og gaf mér ef ég var góð og hlýðinn. Kremkexið var volgt af hitanum af mallakútnum á Góu og ég trúði henni eins og nýju neti. Ég leit mikið upp til hennar eins og vera bar. Þegar við urðum eldri var eng- inn aldursmunur og hún réð ekki lengur yfir mér. Góa sætti sig al- veg við það og við vorum alla tíð mjög nánar frænkur. Við skemmtum okkur mikið saman, fórum á böll, Þjóðhátíð í Eyjum, tónleika, leikhús og fleira. Seinna heimsóttum við mamma og Lollý systir hana til Færeyja og þar áttum við ógleymanlega helgi. Fyrir nokkr- um árum heimsóttum við Lóló frænku okkar í Edinborg eina helgi, sem var yndislegt. Góa kynntist sínum góða manni, Eivin, sem andaðist um aldur fram frá henni og dætrun- um ungu, þeim Sólveigu og Jó- hönnu sem heitir í höfuðið á mömmu minni. Það ríkti mikill kærleikur á milli mömmu og Góu. Þær unnu saman á Borgarbóka- safninu. Mamma sagði alltaf að Góa væri eins og þriðja dóttir sín. Góa var mikið með dætrum sínum og barnabörnum, sem voru hennar stolt, gæfa og gleði í lífinu. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá Góu minni en aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún var búin að ganga í gegnum mikil veikindi og var orðin södd lífdaga í lokin og hvíldinni fegin. Ég bið Guð að styrkja dætur hennar, tengdason, barnabörn, bræður og mágkonur. Ég læt fylgja hér með vísu úr ljóði Jóhanns Sigurjónssonar „Sofðu unga ástin mín“. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Guðríður Sveinsdóttir. Gróa Björnsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET ESTHER LUNT, Unufelli 25, lést 27. mars. Útförin fór fram 3. apríl. Sigríður S. Halldórsdóttir Sveinn Friðrik Jónsson Halldór Margeir Halldórsson Jón Pétursson Guðjón Kristinn Halldórsson Margrét Sigfúsdóttir og ömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.