Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Gróðurinn kemur vel undan vetri, eins og búast mátti við eftir óvenju milt veður, og nú fer að verða tímabært að hefja vorverkin,“ seg- ir Steinunn Reynisdóttir, deild- arstjóri garðyrkjudeildar Garð- heima. „Reyndar er alltaf spurning hvernig aprílmánuður verður og hvort von er á páskahreti með næturfrosti, en sem betur fer er gróðurinn ekki kominn almenni- lega af stað, þökk sé snjónum sem færði hér allt á kaf í lok febrúar og stoppaði plönturnar af. Það þarf að gæta þess að hefja vorverkin ekki of fljótt og best er að bíða með sumt fram yfir páska, eins og til dæmis að hreinsa beðin. Aftur á móti er tilvalið að ráðast í stórframkvæmdir á trjám, en besti tíminn til að saga stórar greinar af blæðurum, svo sem birki og hlyn, er frá janúar og fram í lok mars þegar trén eru enn í dvala. Ef það næst ekki er skynsamlegt að hlífa þessum trjátegundum á meðan safastreymið er sem mest og bíða með að saga greinar þangað til eft- ir laufgun, í lok maí eða byrjun júní.“ Glímt við mosa Þannig að nú er brátt óhætt að hreinsa öll beð, vel og vandlega? „Lauf, mosi og greinar skýla plöntunum yfir veturinn og það er mikilvægt að leyfa því að liggja fram á vor. Núna, þegar frost er að fara úr jörðu, er hægt að fara grófa yfirferð yfir beðin, en ráðlegt er að hlífa viðkvæmari tegundum þangað til ekki er lengur hætta á næturfrosti, til aprílloka eða fram í byrjun maí.“ Hvenær má ráðast í mosann? „Um miðjan apríl er gott að snúa sér að mosanum, hjá mörgum garðeigendum er það fyrsta vor- verkið að ráðast á grasflötina og þann mosa sem hefur myndast yfir veturinn. Mosi þrífst best í skugga og getur dafnað við mun lægra hitastig en gras; því á hann auðvelt með að ná yfirhöndinni yfir köldu mánuðina. Í vetur hafa verið kjör- aðstæður fyrir mosann, óvenju hlýtt og blautt, og því gæti stefnt í mikið mosavor. Þegar frost er að fara úr jörðu er mosinn oft mjög lausgróinn og hægt að fjarlægja hann á auðveld- an hátt með garðhrífu. Að því loknu er gott að stinga aðeins í flötina með gaffli til að loft, kalk og áburður eigi greiðari leið niður í jarðveginn. Því næst er gott að dreifa kalki á flötina, ég mæli með Túrbókalki frá Áburðarverk- smiðjunni. Að viku liðinni er tíma- bært að bera áburð á flötina, ann- aðhvort tilbúinn áburð eins og Blákorn eða lífrænan, til dæmis þörungamjöl eða búfjáráburð. Nauðsynlegt er að dreifa vel úr áburðinum, þannig að áburður eða kalk sitji ekki eftir í hrúgum á flöt- inni, en við það brennur hún og ljótir gulbrúnir flekkir myndast. Í lok maí eða byrjun júní er síðan til- valið að strá grasfræi yfir flötina til að þétta hana og fylla upp í sár- in sem mosinn skilur eftir sig.“ Lífrænn áburður Er líka gott að setja reglulega áburð í öll beð? „Já, meginreglan er að gefa áburð einu sinni í mánuði í maí, júní og júlí. Það á sama við um beðin og grasflötina og gott að gefa hvort heldur er tilbúinn áburð eða lífrænan búfjáráburð.“ Hvenær er tímabært að klippa limgerði? „Snemma á vorin, í apríl og fram í maí, áður en þau fara að laufgast. Góð regla er að að klippa limgerðið í svokallað A-form, þannig að það sé sverast neðst, næst jörðu, og mjókki eftir því sem ofar dregur. Með því móti kemst sólin að öllum greinum og limgerðið þrífst vel.“ Hvað með rósir? „Það er óhætt að klippa núna í apríl harðgerðari rósategundir, svo sem hansarós, fjallarós, þyrnirós og hjónarós. Best er að bíða fram í maí með viðkvæmari tegundir; aðr- ar eðalrósir sem fólk er með upp við hús. Góð regla er að fjarlægja þykkar greinar í miðju rósarinnar, svokallaða myrkrasprota, en halda eftir fínni greinum því á þær koma rósarblómin.“ Vinsælir vorlaukar Forræktun á grænmeti og kart- öflum, hvenær hefst hún? „Gott er að huga að forræktun á grænmeti núna, í byrjun apríl, og í Garðheimum erum við með mikið úrval af grænmetisfræjum. Kart- öfluútsæði þarf að láta spíra áður en því er plantað. Heppilegast er að láta kartöflur spíra í birtu en ekki miklum hita og bílskúr með glugga er til dæmis upplagður til þess.“ Tími vorlaukanna er væntanlega líka runninn upp? „Flestir vorlaukar blómstra síð- sumars og því er forræktun nauð- synleg, til að tryggja blómstur fyr- ir fyrstu haustfrost. Meðal vinsælla tegunda eru anemónur, dalíur, begóníur, gladíólur og lilj- ur. Best er að byrja með for- ræktun í eldhúsglugganum en færa laukana svo yfir í kaldara rými, svo sem í bílskúrinn þar sem nýtur dagsbirtu og hægt er að lofta vel. Það er líka skemmtilegt að sá fyrir sínum eigin sumarblómum og oft borgar sig að forrækta þau inni. Byrja í febrúar í eldhúsglugg- anum, venja plönturnar svo við með því að flytja þær í vermibeð og þaðan út í garð í maí eða byrjun júní. Reikna má með fjórum til átta vikum þar til hægt er að planta til dæmis alísu, morgunfrú og flauelsblómi út á vaxtarstað. Aðrar plöntur þurfa lengri tíma, svo sem stjúpur, silfurkambur og petúnía.“ Aspirnar felldar Er mikilvægt að nota réttu verk- færin í garðavinnunni, sérstaklega þegar um stærri verk er að ræða, til dæmis trjáklippingar? „Já, það er lykilatriði og í Garð- heimum bjóðum við upp á vönduð verkfæri og tól, allt frá litlum handklippum upp í stór tæki og keðjusagir. Hjá okkur er breitt vöruúrval og verkfæri sem henta bæði garðeigendum og stórum garðverktökum.“ Trjáfellingar – er öspin enn víða til vandræða í húsagörðum? „Aspir þóttu eitt sinn góðar plöntur í garða en nú eru þær ein- mitt víða frekar til ama. Þær skyggja á annan gróður, skjóta rótum um allt og taka næringu frá öðrum plöntum. Þegar fella þarf stór tré í görðum er nauðsynlegt að úthugsa verkið áður en hafist er handa svo ekki hljótist tjón af. Það þarf að finna út hvert tréð á að falla og saga stofninn með tilliti til þess; tryggja að tréð falli ekki á plöntur eða jafnvel hús eða bíl ná- grannans. Fyrir þá sem ekki treysta sér í verkið er gott að leita til fagaðila.“ Forræktun í eldhús- glugganum Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri í Garðheimum, segir skemmtilegt að sá fyrir sínum eigin sumarblómum og oft borgi sig að forrækta þau inni. Byrja í febrúar í eldhúsinu, venja plönturnar svo við með því að flytja þær í vermibeð og þaðan út í garð í maí eða byrjun júní. Morgunblaðið/RAX Mosavor Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri í Garðheimum: „Mosi þrífst best í skugga og getur dafnað við mun lægra hitastig en gras, því á hann auðvelt með að ná yfirhöndinni yfir köldu mánuðina. Í vetur hafa verið kjör- aðstæður fyrir mosann, óvenju hlýtt og blautt, og því gæti stefnt í mikið mosavor.“ Undirbúningur Ágætt er að byrja forræktun á grænmeti í aprílmánuði. Verkfæraskápur 188 verfæri Inniheldur 1/4", 3/8" & 1/2" topplykasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastir lyklar, tangir, meitlar, sexkantar, rennimál og þjalir. Þolir skrúfstykki, 7 skúffur. Vörunúmer: USG FIR7B Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is 107.900 Tilboð 87.900 Tilboð Verkfæraskápur 172 verfæri Inniheldur 1/4", 3/8" & 1/2" topplykasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastir lyklar, skralllyklar tangir, meitlar, sexkantar, rennimál og þjalir. Þolir skrúfstykki, 7 skúffur. Vörunúmer: USG FIR7B-FOAM VORVERKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.