Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 76
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Núna er rétti tíminn til að halda út í garð með klippurnar og snyrta bæði tré og runna. Þorgrímur Har- aldsson rekstrarstjóri Hreinna garða (www.hreinirgardar.is) segir að það hefði verið óhætt að byrja snyrtinguna fyrr, ef ekki hefði ver- ið fyrir snjóinn. „Það er mikilvægt að ná að klippa áður en greinarnar byrja að laufgast. Með því er ekki bara auðveldara að sjá hvað maður er að gera heldur skiptir líka miklu fyrir heilbrigði plantnanna að snyrta á réttum tíma.“ Þorgrímur útskýrir að trén og runnarnir hafi mikið fyrir því að sprengja út laufin að vori. „Ef mað- ur síðan klippir burt stóran hluta af laufmassanum strax í kjölfarið þá getur það haft slæm áhrif sem koma í ljós að ári liðnu í formi skemmda og sýkinga.“ Þorgrímur vill að landsmenn klippi tímanlega, og óhætt er að byrja að klippa þó úti sé frost og kuldi. „Margir halda ranglega að það sé best að klippa eins nálægt laufgun og hægt er, en það er ekk- ert betra að klippa að vori en að ráðast í þetta verk í janúar eða febrúar, og mjög óheppilegt fyrir okkur sem önnumst garðklippingar fyrir almenning ef verkefnin hrúg- ast inn á mjög skömmum tíma.“ Bráðum fer líka að verða tíma- bært að ráðast í vorhreinsunina; sópa stéttir, fjarlægja rusl sem fok- ið hefur í beðin og láta arfann kenna á því ef hann lætur á sér kræla. Hreinir garðar geta tekið að sér hreinsunina en fyrirtækið ann- ast einnig garðaúðun, slátt og trjá- fellingar. „Gott er að planta trjám og fella með vorinu, og verður bara að gæta að því að frost sé farið úr jörðu. Er vorið oft hentugri tími en hásumarið til gróðursetninga því yfir heitustu sumarmánuðina getur það farið illa í plönturnar ef heitt er í veðri og þurrt.“ Hreinir garðar bjóða upp á slátt og úðun í áskriftarþjónustu en Þorgrímur segir að garðahreins- unin geti verið svo miserfið eftir görðum að þar þurfi að meta hvert tilvik fyrir sig, miðað við stærð og ástand garðsins. „Ef það hellirignir yfir sumarið getur arfinn þrifist mjög vel og verið heilmikil vinna að ná görðunum fallegum.“ Óþarfi að úða ef engar eru pöddurnar Starfsfólk Hreinna garða byrj- ar að slá 17. maí ár hvert og fer í garða viðskiptavinanna reglulega út sumarið og dreifir einnig áburði á grasflatirnar ef þess er óskað. Úðunin fer þannig fram að ekki er úðað nema þörf sé á, og sparar við- skiptavinurinn sér kostnaðinn ef garðurinn reynist laus við óæski- leg skordýr. „Sumir halda að úðun verði að eiga sér stað á ákveðnum tímum og hafi fyrirbyggjandi áhrif, en það er til lítils að úða ef engar pöddur eru sýnilegar. Áður en við úðum leitum við að pöddum sem eiga ekki að vera á plönt- unum, lítum undir laufblöðin og svipumst um eftir skemmdum. Ef við finnum ekkert þá er beðið með að úða þangað til í næstu heim- sókn.“ Spara vinnu og tækjakaup Að fá fagfólk til að hugsa um garðinn hefur marga kosti. Þor- grímur segir að verðið komi flest- um skemmtilega á óvart, og þá þyki mörgum gott að losna við þann kostnað og umstang sem fylgir því að t.d. slá garðinn sjálf- ur. „Það má ekki gleyma að ekki aðeins útheimtir garðslátturinn töluverða vinnu heldur verður líka að fjárfesta í sláttubúnaðinum og finna honum geymslustað allt árið. Flestir geta hugsað sér skemmti- legri hluti að gera en að slá garð- inn þegar þeir eiga frídaga á sumr- in, og svo er líka óskemmtilegt að koma aftur heim eftir nokkurra vikna sumarfrí og sjá að grasflötin er komin í órækt.“ Viðskiptavinir Hreinna garða eru bæði einstaklingar og húsfélög og segir Þorgrímur að þar sem margir deila húsi geti stundum gengið erfiðlega að fá alla til að taka þátt í garðverkunum. Að gera samning við verktaka léttir hús- félagsstjórnunum lífið og kostn- aðurinn alls ekki mikill þegar hon- um er dreift á margar íbúðir. Átök Starfsmaður vinnur að því að fjarlægja stubb. Garðverkin geta verið strembin.Tæki Ef laufmassinn er skorinn af trjánum tapa þau dýrmætri næringu. Ekki ætti að úða garðinn nema finna megi greinileg merki um að skaðleg skordýr séu til staðar. Að láta verktaka sjá um garðinn er ávísun á ánægjulegra sumar. Snyrt áður en greinarnar laufgast Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þægindi Að láta verktaka sjá um garðinn hjálpar til að halda friðinn í fjölbýli. Þorgrímur hjá Hreinum görðum. 76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 VORVERKIN Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bakpoka- ryksugur Tvær 18V rafhlöður sem knýja kolalausan 36V mótorinn í allt að 60 mínútur á fullu sogi. HEPA ryksía Fyrirferðarlítil og mjög meðfærileg. Hentar vel í stiga og þröng svæði. Hljóðlát - aðeins 70dB(A) eða lægra. 2ja lítra ryksugupoki sem auðvelt er að skipta um. ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.