Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 6. A P R Í L 2 0 1 7
Stofnað 1913 82. tölublað 105. árgangur
HVALIRNIR
FÆRÐIR NÆR
GESTUNUM
GLEÐIGJAF-
INN ANNÝ Á
AKUREYRI
ÍSLENSK GRAFÍK-
VERK SÝND Í
NEW YORK
LEIKFÉLAG MA 18 MEGAS SÝNIR OG SYNGUR 95VIÐSKIPTAMOGGINN
Morgunblaðið/RAX
Lækjarbrekka Bjarni veitingamaður með
umslagið sem fannst á bak við ofn.
Gagngerar endurbætur hafa ver-
ið gerðar á veislusölum Lækjar-
brekku, Litlu-Brekku og Kornhlöð-
unni. M.a. þurfti að losa ofn frá
vegg við framkvæmdirnar.
„Þá datt þetta umslag í fangið á
okkur,“ sagði Bjarni Ingvar Árna-
son veitingamaður, sem er nýtek-
inn við veitingahúsinu. „Það hefur
verið fermingarveisla hér 10. maí
2008 og borð fyrir gjafir sett við
ofninn. Umslagið hefur dottið á bak
við hann.“
Utan á umslaginu stendur „Sóley
fermingarbarn“ og undir kveðjuna
skrifar Berglind. Í umslaginu er
peningagjöf. Bjarni vill endilega
koma umslaginu til rétts eiganda.
„Peningarnir hafa rýrnað frá
2008. Við viljum bæta Sóleyju það
upp og bjóða henni ásamt þremur
gestum hennar í mat á Lækjar-
brekku. Þar fær hún umslagið sitt
afhent,“ sagði Bjarni.
Sóley sem fermdist 10. maí 2008
er hvött til að hafa samband við
Veitingahúsið Lækjarbrekku. »30
Hver er Sóley sem
fermdist 10. maí
árið 2008?
Morgunblaðið/Eggert
Grár var vinsælasti liturinn á nýjum
bílum árið 2016. Næst kom hvítur.
Ökutæki á Íslandi eru orðin fleiri en
íbúar á landinu, samkvæmt upplýs-
ingum úr Árbók bílgreina fyrir árið
2016. Heildarfjöldi skráðra öku-
tækja á Íslandi í árslok 2016 var
344.664, en þannig var fleiri en eitt
ökutæki skráð á hvern íbúa að með-
altali á síðasta ári.
Fjölgun ökutækja frá fyrra ári var
um 6% og hefur undanfarin ár verið
mun hraðari en fjölgun íbúa á sama
tíma.
Í árbókinni segir einnig að tvöföld-
un hafi orðið í fjölda gjaldþrota bíl-
greinafyrirtækja árið 2016 í saman-
burði við árið áður. Alls urðu 38
bílgreinafyrirtæki gjaldþrota árið
2016 en 16 árið áður.
„Þetta er athyglisvert í ljósi þess
að á árabilinu frá 2011 til 2015 fækk-
aði gjaldþrotum í greininni á hverju
ári, eða úr 40 og niður í 16 á fjögurra
ára tímabili og staða bílgreina hefur
almennt styrkst til muna á þessu
tímabili,“ segir í árbókinni.
Alls nam velta bílgreina 160 millj-
örðum króna í fyrra og jókst um 20%
frá árinu áður. Þá segir að árið 2016
hafi verið metár í nýskráningum
bíla. »ViðskiptaMogginn
Ökutæki fleiri en landsmenn
Heildarfjöldi skráðra ökutækja var 344.664 í lok árs 2016
Á hverju ári leggjast um 400 börn, 10% þeirra
barna sem fæðast hvert ár, inn á vökudeild Land-
spítalans. Eitt þeirra er Heiðar Már Benediktsson,
sem fæddist í lok janúar eftir rúmlega 23 vikna
langa meðgöngu. Foreldrar Heiðars Más, þau Ing-
unn S. Friðþórsdóttir og Benedikt Birkir Hauks-
son, dvelja hjá syni sínum á hverjum degi.
Að mati yfirlæknis og deildarstjóra vökudeildar
þyrfti tvöfalt meira húsrými fyrir deildina og þau
segja að vegna fjárskorts sé deildin ekki mönnuð
þeim fjölda lækna sem þarf. Nánast allur búnaður
þar er keyptur fyrir gjafafé. »32-34
10% íslenskra barna fara á vökudeild Landspítalans
Morgunblaðið/Golli
Heiðar Már Benediktsson fæddist eftir rúmlega 23 vikna meðgöngu og vex nú og dafnar
Arður veiðiréttarhafa af lax- og sil-
ungsveiðihlunnindum er áætlaður
1,7 milljarðar króna á ári. Fleiri hafa
hag af stangveiðum og má áætla að
með óbeinum tekjum af stang-
veiðimönnum skili greinin tíföldum
arði veiðiréttarhafa í þjóðarbúið, eða
nálægt 17 milljörðum króna.
Yfir 40% arðsins til Vesturlands
Alls njóta um 1.500 einstaklingar
og fyrirtæki arðs af lax- og silungs-
veiðihlunnindum. Langmesti arð-
urinn skilar sér til Vesturlands, ekki
síst Borgarfjarðar þar sem margar
af bestu laxveiðiánum eru. Til lands-
hlutans renna yfir 40% teknanna.
„Þessar tekjur hafa verið í langan
tíma ákveðið hryggjarstykki í
byggðinni,“ segir Jón Helgi Björns-
son, formaður Landssambands
veiðifélaga.
Jón nefnir Borgarfjörð, Aðaldal
og Vopnafjörð sem dæmi. Hann seg-
ir að flestir eigendurnir hafi annað
lifibrauð, til dæmis af búskap, en það
sé styrk stoð í búsetunni að hafa að-
gang að laxveiðitekjunum. Nefnir
hann sína sveit, Aðaldalinn, sem
dæmi um það. »46-48
1.500 njóta lax- og
silungsveiðihlunninda
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUR OG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLAR STÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504