Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 24

Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Allt frá opnun hefur rekstur Ísgang- anna í Langjökli notið töluverðra vinsælda. Farnar eru ferðir í göngin allt árið um kring sem hefur gefist vel en var þó ekki gert ráð fyrir í upphafi. Vegna mikillar eftirspurnar var í fyrra fjárfest í nýrri sérútbú- inni jöklarútu og mun önnur ný bæt- ast í flotann á næstu mánuðum. Þá mun afkastageta félagsins verða rúmlega tvöfalt meiri en þegar starf- semin hófst. Rekstrarafkoma síð- asta árs var góð og gera áætlanir ársins 2017 ráð fyrir umtalsverðum vexti í tekjum og afkomu. Into the Glacier Fjárfestingarverkefni Iceland Tourism Fund frá stofnun sjóðsins árið 2013 Allir Vestfirðirnir eru undir hjá æv- intýraferðamennsku Borea Advent- ures, en fyrirtækið er staðsett á Ísa- firði. Lögð hefur verið mikil áhersla á vöruþróun innan félagsins með það að markmiði að nýta betur innviðina utan háannatíma, sem hingað til hef- ur verið vor- og sumarmánuðir, og hefur það skilað góðum árangri. Ferðamenn sækja í auknum mæli í ævintýraferðir og hefur reksturinn gengið vel. Búast fjárfestar við að árið 2017 verði enn betra en 2016. Borea Adventures LAVA stendur fyrir uppsetningu eldfjalla- og jarðskjálftaseturs sem mun rísa á Hvolsvelli. Áhersla er á að skapa fjölbreytta upplifunar- og fræðslusýningu sem helguð verður eldsumbrotum og jarðskjálftum og verða eldstöðvum á Suðurlandi gerð sérstök skil. Vinna við uppsetningu sýningarinnar stendur nú sem hæst og er ráðgert að opna í byrjun sum- ars. Auk sýningarinnar verður í hús- næðinu rekinn matsölustaður og ferðamannaverslun og verða þær einingar reknar af sérhæfðum að- ilum. LAVA á Hvolsvelli Óbyggðasetrið í Fljótsdal á Austur- landi hóf starfsemi í byrjun sumars 2016. Aðsókn fyrstu mánuðina var góð og reksturinn hefur gengið samkvæmt áætlunum. Gestir stað- arins hafa almennt verið mjög ánægðir og hefur verkefnið fengið jákvæðar viðtökur hjá ferðaskipu- leggjendum og endursöluaðilum. Vonir standa til að Óbyggðasetrið muni festa sig í sessi sem fastur við- komustaður ferðamanna sem leið eiga um Austurland, enda um að ræða metnaðarfulla viðbót við fremur fábrotið framboð afþrey- ingar á þessu svæði. Umtalsverð tækifæri eru sögð til vöruþróunar og frekari uppbyggingar á fjöl- breyttri afþreyingu á staðnum. Óbyggðasetrið í Fljótsdal Perla norðursins ehf. hefur gert 25 ára samning við Reykjavíkurborg um leigu á Perlunni. Þar verður sett upp sýning sem fjalla mun um það markverðasta sem íslensk nátt- úra hefur upp á að bjóða. Fengnir hafa verið til liðs við félagið sýning- arhönnuðir í fremstu röð, bæði inn- lendir og erlendir. Samið hefur verið við Kaffitár um rekstur veitingastaðar á 5. og 6. hæð hússins og við Rammagerðina um rekstur verslunar á 4. hæð. Verulegar breytingar verða gerðar á húsnæðinu til að aðlaga það nýju hlutverki og eru fram- kvæmdir í fullum gangi. Perla norðursins Á árinu 2016 fjölgaði þeim erlendu ferðamönnum sem sóttu sýninguna Whales of Iceland á Granda. Áætl- anir gera ráð fyrir enn frekari fjölg- un á þessu ári. Þrátt fyrir að langflestir gesta séu erlendir ferðamenn hafa Íslendingar einnig verið duglegir að sækja sýn- inguna heim og mikið er um heim- sóknir hópa úr leik- og grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu. Talsvert hefur verið fjárfest í sýningunni frá opnun í því augnamiði að styrkja upplifun gesta og auka virði heim- sóknarinnar. Fjölmörg tækifæri eru til frekari þróunar sýningarinnar og munu nýjungar líta dagsins ljós á næstu mánuðum. Whales of Iceland Iceland Tourism Fund eignaðist á árinu meirihluta í Þríhnúkum ehf. en fyrirtækið hefur staðið að hönn- un og undirbúningi framkvæmda við Þríhnúkagíg, skammt frá Blá- fjöllum, sem miða að því að bæta aðgengi ferðamanna og gera fleiri kleift að njóta þeirrar miklu upplif- unar sem heimsókn í gíginn er. Þríhnúkar Welcome Entertainment stendur að leiksýningu sem ber heitið „The Sagas in 75 Minutes“. Sýningin er í léttum dúr, byggð á Íslendingasög- unum og er fyrst og fremst hugsuð fyrir erlenda ferðamenn sem hafa haft úr takmörkuðum kostum að velja þegar kemur að kvöldafþrey- ingu í Reykjavík. Sýningar fara fram í Hörpu og hófust þær sl. vor. Sýnt er allt árið um kring og er tíðnin mest yfir sumarið en nokkru minni yfir vetrartímann. Welcome Entertainment Raufarhóll ehf. stendur að uppbygg- ingu ferðaþjónustu í og við Rauf- arhólshelli, sem er í Þrengslum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar. Gerður hefur verið langtímaleigu- samningur við landeigendur, en landið er í einkaeigu. Hugmyndin er að bjóða ferða- mönnum upp á ferðir í hellinn í fylgd leiðsögumanns og verður ráðist í umtalsverðar framkvæmdir til að bæta aðgengið inn í hellinn með smíði palla og gerð stíga. Einnig verður komið fyrir sérhannaðri lýs- ingu sem kalla mun fram það mark- verðasta sem fyrir augu ber, byggt þjónustuhús til móttöku gesta og bílastæði stækkuð. Lögð er áhersla á að öll mannvirki falli sem best inn í náttúruna og unnið er í nánu sam- starfi við yfirvöld í skipulagsmálum og náttúruvernd. Raufarhóll Hestagarðurinn í Fákaseli í Ölfusi hefur nú verið í rekstri í um þrjú ár, en þar var hægt að kynnast íslenska hestinum við bestu aðstæður. Reksturinn hefur ekki gengið vel og að svo stöddu hefur Fákaseli ver- ið lokað tímabundið, allar sýningar fallið niður og önnur þjónusta er ekki í boði að svo stöddu, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Fákasel Fjárfestingar Iceland Tourism Fund HVALASÝNINGIN Á GRANDA HESTAGARÐURINN FÁKASEL Í ÖLFUSI ÍSGÖNGIN Í LANGJÖKLI ÓBYGGÐASETRIÐ Í FLJÓTSDAL BOREAADVENTURES Á ÍSAFIRÐI SÝNINGIN „THE SAGAS IN 75 MINUTES“ ELDFJALLASETRIÐ LAVA Á HVOLSVELLI ÞRÍHNÚKAGÍGUR RAUFARHÓLSHELLIR PERLA NORÐURSINS 100% 93% 70%88% 60% 60% 55% 51% 39% 26%
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.