Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 88
88 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
✝ JóhannaValde-
marsdóttir fæddist
7. júní 1933 í
Vallanesi í Skaga-
firði. Hún lést á
heimili sínu á Ak-
ureyri 25. mars
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Hermund-
ur Valdemar Guð-
mundsson, f. 25.
febrúar 1878, d. 12. febrúar
1944, og Guðrún Jóhanns-
dóttir, f. 9. mars 1898, d. 7.
október 1964.
Systkini hennar voru
Herfríður, f. 1920, d. 2012, Ei-
ríkur, f. 1923, d. 1985, og Stef-
án, f. 1925, d. 1995.
Jóhanna giftist 16. júlí 1958
Kjartani Bjarna Kristjánssyni,
f. 9. apríl 1933, rafmagns-
verkfræðingi. Barn þeirra er
Sigríður, f. 5. desember 1961,
sjúkraþjálfari. Hún er gift
Kristjáni Þórhalli Halldórs-
syni, f. 22. febrúar 1961, tölv-
sem stúdent 1953. Fékk ári
seinna styrk til eins árs dval-
ar í háskóla í New Jersey og
starfaði síðan í nokkur ár sem
flugfreyja hjá Loftleiðum áður
en hún flutti til Kaup-
mannahafnar þar sem þau
Kjartan giftu sig 1958. Í
Kaupmannahöfn vann Jó-
hanna við skrifstofustörf og
lærði snyrtifræði og þar
fæddist einnig einkadóttirin
Sigríður. Fljótlega eftir að
þau komu til Íslands aftur
fluttu þau til Vestmannaeyja
og bjuggu þar í níu ár eða þar
til eldgos hófst. Eftir gos
fluttist fjölskyldan fljótlega til
Akureyrar og starfaði Jó-
hanna á eigin snyrtistofu til
starfsloka.
Jóhanna var félagi í Zonta-
klúbbi Akureyrar frá 1975 og
var í stjórn Zonta Int-
ernational á Norðurlöndum í
tvö ár. Hún var einnig stofn-
félagi í félagsskap Kiwanis-
kvenna, Sinawik, bæði í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 6. apríl
2017, og hefst athöfnin klukk-
an 13. Minningarathöfn verð-
ur í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju 12. apríl
klukkan 10.30.
unar- og rekstrar-
verkfræðingi, og
eiga þau fjögur
börn. 1) Kjartan
Bjarni, f. 29. mars
1990, rafmagns-
verkfræðingur
MSc. Sambýlis-
kona hans er Erla
Sara Svav-
arsdóttir, f. 2.
febrúar 1989,
byggingaverk-
fræðingur MSc., þau búa í Sví-
þjóð. 2) Guðrún, f. 4. nóv-
ember 1993, læknanemi. 3)
Auður, f. 4. nóvember 1993,
nemi í sjúkraþjálfun. 4) Ing-
unn Jóhanna, f. 23. febrúar
1999, nemi í MA.
Jóhanna ólst upp í Valla-
nesi í Skagafirði, þegar hún
var 10 ára missti hún föður
sinn en móðir hennar hélt
áfram búskap í Vallanesi
ásamt Eiríki syni sínum. Eftir
fermingu var hún send í 1.
bekk Menntaskólans á Ak-
ureyri og útskrifaðist þaðan
Hún var heimasætan í Vallanesi.
Ung og falleg. Skoðaði myndir úr
tískublöðum, systir hennar ætlaði
að sauma flíkur á hana fyrir haust-
ið en þá færi hún að heiman til að
setjast á menntaskólabekk. Litla
stelpan að sunnan horfði á hana
með lotningu. Minnist þess að
heimasætan sætti sig ekki við að
komast ekki með í gönguferð á
Mælifell vegna slæmsku í fæti
heldur settist á bak einum gæðing-
anna á bænum sem bar hana upp
fjallið.
Hún var skrifstofudama hjá
pabba, glæsilegur stúdent, hann sá
eftir henni þegar hún réði sig í flug-
freyjustarf. Minnisstæð er kápa, í
Audrey Hepburn-stíl, sem hún
keypti í útlöndum fyrir unglinginn.
Það var stíll á öllu í kringum þessa
dömu, samt var hún alltaf stelpu-
leg. Hún var ljóshærð, grönn,
snaggaraleg, hláturmild, hress og
skemmtileg.
Þau Kjartan leiddust ástfangin
um götur Kaupmannahafnar á
námsárunum. Þar var afar gaman
að hitta þau og fá leiðsögn á áhuga-
verðum stöðum og heyra um stúd-
entalífið í borginni.
Við áttum samleið um skeið þeg-
ar þau fluttu norður í land með bú-
slóðina sem tókst að bjarga úr gos-
inu í Eyjum. Man að það var hægt
að finna fínan öskusalla brunninn
inn í leðrið á dönsku stólunum. Ég
held að Eggið hafi sloppið. Hún
saknaði jólaskrautsins og margra
fjölskyldumynda sem hraunið
gleypti með húsinu þeirra. En þau
komu sér upp fallegu heimili á Ak-
ureyri og ég minnist margra góðra
stunda þar, m.a. fermingarveislu
einkadótturinnar, Sigríðar, fyrir
margt löngu.
Á snyrtistofuna hennar var
notalegt að koma. Hún hafði mjúk-
ar hendur og hafði einstakt lag á að
gefa endurnærandi meðferð á and-
lit og tær. Ekki síst voru gefandi
samræður eftirsóknarverðar.
Endurfundum fækkaði með ár-
unum og lengra varð á milli okkar.
Þau komu í heimsókn austur á land
og við komum í bústaðinn Hálsa-
kot. En við skiptumst á bréfum um
hver jól og fylgdumst þannig hvor
með annarri.
Ég er þakklát fyrir vináttu
hennar og samfylgd. Einlægar
samúðarkveðjur til ástvina.
Guð blessi minningu Jóhönnu
Valdimarsdóttur.
Elsa Petersen.
Þá er hún fallin frá þessi yndis-
lega kona sem ég hef vitað af síðan
við Jóhanna útskrifuðumst 1953
ásamt „Kjarra“. Lífsganga okkar
þriggja lá ekki alveg saman í upp-
hafi, þegar við fórum í framhalds-
nám okkar. Jóhanna og Kjartan
létu Danina kenna sér, en ég hóf
mitt nám í Svíþjóð. Þau hjónin sett-
ust svo að í Vestmannaeyjum
heimkomin og byggðu sér hús á
austureyjunni, því Kjartan fékk
vinnu í Vestmannaeyjum. Sá sem
öllu ræður lét þau hrökklast hingað
norður frá Vestmannaeyjagosinu,
sem setti hús þeirra á kaf í hraun.
Þau fluttu svo norður til Akureyr-
ar, en þar fékk Kjarri vinnu hjá
verksmiðjum SÍS. Þegar umsvif
SÍS minnkuðu fékk Kjarri vinnu
hjá VMA við kennslu. Þau keyptu
sér raðhús í Norðurbyggð og hafa
átt þar heimili síðan. Jóhanna gat
stundað vinnu sína við snyrtingar á
neðri hæðinni, en hún lærði til þess
í Danmörku. Jóhanna og Kjarri
hafa verið nánir vinir okkar hjóna
síðan og átti Jóhanna stærstan þátt
í því vegna glaðlyndis síns. Við höf-
um stundað samveru við hin ýmsu
tækifæri, veiðiskap, skógrækt og
margt fleira og alltaf var Jóhanna
sú sem mesta geislun setti á kank-
ið. Ég á erfitt með að sætta mig við
að Jóhanna hafi verið kölluð til
æðri starfa, en mikið þætti mér
gaman ef þessi yndislega kona sæi
sér fært að standa hjá Lykla-Pétri
til að leiðbeina honum þegar ég ber
að dyrum innan tíðar.
Rannveig og Eiríkur Páll
Sveinsson.
Enn eru höggvin skörð í raðir
félaga í Zontaklúbbi Akureyrar.
Jóhanna Valdemarsdóttir er horfin
frá okkur og það gerðist svo hratt
og sviplega. Hún gekk í klúbbinn
árið 1975 og var virkur og góður fé-
lagi til síðasta dags. Hún gegndi
mörgum ábyrgðarstöðum fyrir
klúbbinn. Hún var ritari og for-
maður og einnig var hún svæðis-
stjóri Íslands í stjórn 13. umdæmis
og var þar glæsilegur fulltrúi okk-
ar. Hún mætti vel á félagsfundi,
ljóshærð og lagleg og létt á fæti,
brosmild og jákvæð og tillögugóð.
Hún var ákaflega góð í tungumál-
um og vel að sér í Zontamálefnum
og það var gott að leita í þekking-
arbrunn hennar þegar okkur skorti
vitneskju um reglur Zonta. Hún
var í laganefnd og uppfærði lög
samtakanna eftir hvert heimsþing.
Hún var frumkvöðull að því að
stofna Zontaklúbbinn Þórunni
hyrnu á Akureyri og var líka ötull
liðsmaður við stofnun Zontaklúbb-
ins á Ísafirði. Hún sótti landsfundi
og umdæmisþing og fylgdist þann-
ig vel með verkum Zontahreyfing-
arinnar. Hún var einlægur jafn-
réttissinni og vildi bætta stöðu
kvenna en það eru einmitt mark-
mið Zonta.
Það er skarð fyrir skildi þegar
Jóhanna er horfin og hennar er
sárt saknað. Við áttum margar
skemmtilegar stundir í leik og
starfi. Nokkrar Zontasystur fóru í
ferðalag á slóðir Nonna árið 1983
og sú ferð var þeim einstakt æv-
intýri. Jóhanna var ein af þeim
glaðbeitta hópi. Fimmtugsafmælið
hennar var ógleymanlegt en því
fögnuðu þær á siglingu niður Rín. Í
boði sem þýsk-íslenska félagið í
Köln hélt Zontasystrum í þeirri
ferð ávarpaði Jóhanna Max Aden-
auer á þýsku og þakkaði fyrir hóp-
inn við mikla aðdáun ferðafélaga
sinna. Jóhanna var mannblendin
og félagslynd og hafði góða nær-
veru. Það var gott að eiga hana að.
Hún hafði áhuga á velferð okkar,
spurði oft um okkar hag, gladdist
með okkur þegar það átti við og
sýndi samúð á erfiðum stundum.
Jóhanna rak snyrtistofu um
langt árabil. Það var skemmtilegt
að koma til hennar á snyrtistofuna.
Það var ekki einungis að hún var
afburða góð fagmanneskja heldur
var líka svo skemmtilegt að tala við
hana um menn og málefni. Hún var
vel lesin og fylgdist vel með lands-
málum og heimsmálum og hafði
skoðanir á því sem var að gerast.
Það var endurnærandi fyrir líkama
og sál að fara til hennar.
Þau hjónin voru mjög samrýmd
og samhent og heimilið bar þess
merki. Þau voru áhugasöm um
garðrækt og blómarækt og við
heimili þeirra er fallegur garður og
einnig er mikill skógur við sum-
arbústaðinn þeirra í Skagafirði.
Þau höfðu yndi af allri útivist og
nutu íslenskrar náttúru.
Það er komið að kveðjustund og
við vitum að eigi má sköpum renna.
Jóhanna var sátt þegar hún kvaddi,
sagðist hafa átt gott líf og hafa skil-
að sínu. Við vottum Kjartani inni-
lega samúð og sömuleiðis einka-
dóttur þeirra og fjölskyldu hennar.
Allir eru ríkari sem þekktu Jó-
hönnu vegna þess að hún gaf svo
mikið af sér. Góð og merk kona er
gengin. Við biðjum henni blessunar
á ókunnum slóðum.
Fyrir hönd Zontaklúbbs Akur-
eyrar,
Margrét Pétursdóttir,
Ragnheiður Gestsdóttir,
Ragnheiður Hansdóttir.
Jóhanna
Valdemarsdóttir
Á menntaskóla-
árunum var ég um
skeið daglegur
gestur á heimili
Guðmundar og Svövu í Máva-
nesi. Það var lærdómsríkur og
ljúfur tími og heimilisbragur um
margt ólíkur því sem ég átti að
venjast. Heimilisfólk heilsaðist
t.d. og kvaddi hvert annað alltaf
með kossi og sýndi þannig vænt-
umþykju sína í amstri hvers-
dagsins. Guðmundur var áhuga-
samur og viljugur að spjalla við
okkur unga fólkið og ýmislegt
Guðmundur
Óskarsson
✝ GuðmundurÓskarsson
fæddist 8. mars
1932. Hann lést 9.
mars 2017.
Útför Guð-
mundar fór fram
30. mars 2017.
situr eftir úr þeim
samtölum þótt
langur tími sé lið-
inn. Ég man t.d. að
hann sagði mér að
hann svæfi eigin-
lega bara af illri
nauðsyn því honum
líkaði ekki meðvit-
undarleysi svefn-
ástandsins.
Ég vann fyrir
hann tvo daga í
viku eftir skóla einn MR-vetur-
inn við að teikna og sendast, en
hann var þá með verkfræðistofu
sína á Laugavegi 18. Þau síðdegi
var líka ýmislegt skrafað þó að
Guðmundur væri upptekinn
maður og einbeittur. Það sem
mér er þó minnisstæðast frá
þeim tíma er matarvenjur hans.
Hann var með pínulitla kaffi-
aðstöðu inni af anddyrinu með
vaski og ísskáp þar sem hann
geymdi brýnustu nauðsynjar. Í
hádeginu stóð hann upp, fór
fram og fékk sér súrmjólk og
múslí á disk. Þá hringdi síminn
og hann fór inn á skrifstofuna
sína, afgreiddi símtalið og hélt
áfram að vinna. Þegar klukkan
var þrjú stóð hann aftur upp til
að fá sér kaffi, fór fram og rak
þá augun í súrmjólkurdiskinn
ósnertan. „Hva’, gleymdi ég að
borða?“ spurði hann steinhissa.
Þetta var auðvitað ekki svona á
hverjum degi en fyrir mér var
óskiljanlegt að þetta gerðist, þó
ekki væri nema einu sinni. Það
var ekki furða að hann væri allt-
af grannur og spengilegur.
Mávanestímabilinu lauk í
mínu lífi en ég hef átt vináttu og
velvild Mumma og Svövu æ síð-
an og er þakklát fyrir. Ég hef
fengið að fylgjast með fjölskyld-
unni þeirra úr fjarlægð, heim-
sótt þau á mismunandi stöðum
og þau hafa heimsótt okkur
Gísla og sýnt hluttekningu í
gleði og sorg. Eftir að þau seldu
húsið sitt í Mávanesi fluttu þau í
fallega og rúmgóða íbúð í vel
staðsettu fjölbýlishúsi í Reykja-
vík. Þau voru þó ekki lengi þar
því þeim þótti hundleiðinlegt
hvað nágrannarnir gerðu mikið
af því að hrökkva upp af. Þá
vildu þau frekar vera þar sem
væri meira líf. Þau tóku dásam-
lega fallega á móti okkur Hall-
dóru litlu í Stykkishólmi oftar en
einu sinni og þá var maður
spurður spjörunum úr um verk-
efni lífsins. Mummi spjallaði allt-
af um stjórnmálin eftir að ég fór
til starfa á þeim vettvangi, enda
var hann áhugasamur um þjóð-
málin, fylgdist vel með og hafði
ákveðnar skoðanir.
Við fréttum af íbúðinni á Ten-
erife í jólakveðju þaðan, þar sem
þau ætluðu að njóta lífsins, hita
og sólar næstu árin. Tíminn þar
var góður þótt hann hafi orðið
styttri en til stóð. Og mikil
blessun er að hafa verið hress
svo til fram á síðasta dag og
hafa fengið að kveðja umkringd-
ur nánustu ástvinum eins og
Mummi gerði. Ég sendi Svövu
og afkomendum þeirra Mumma
innilegar samúðarkveðjur.
Gréta Ingþórsdóttir.
Kveðja úr Skógarlundi
Stórt skarð hefur verið
höggvið í hópinn okkar hér í
Skógarlundi. Birgitta Móna
Daníelsdóttir hefur kvatt þenn-
an heim. Hún var búin að vera
veik í langan tíma og við héld-
um að kannski værum við búin
að undirbúa okkur fyrir brott-
för hennar en þegar að því kom
var höggið stórt.
Birgitta var í þjónustu okkar
frá upphafi starfs Skógarlund-
ar, áður Hæfingarstöðvarinnar.
Hún var einstaklega litríkur og
stórbrotinn karakter, lífsglöð,
bráðskemmtileg og útsjónar-
söm. Hún naut þess að vera í
góðum félagsskap og eiga spjall
við fólk og átti mörg óborganleg
tilsvörin. Á ákveðinn en hóg-
væran hátt leit hún á starfs-
menn, horfði á þá kankvís og
sagði „hoppaðu“, það gerði fólk
fyrir hana skilyrðislaust og hún
hafði gaman af. Birgitta hafði
yndi af því að hlusta á góðar
sögur og góða tónlist. Á sinn
sérstaka hátt sýndi hún okkur
áhuga sinn á okkur og vænt-
umþykju sína. Varla er til sú
manneskja sem kynntist henni
sem ekki þótti virkilega vænt
um hana. Hún átti svo sann-
arlega leið að hjarta fólks.
Elsku Birgitta, nú er lífs-
göngu þinni hér á jarðríki lokið.
Við vitum aldrei hvenær þessari
tilveru lýkur. Þú ert farin á
annað tilverustig. Þú hefur ver-
ið leyst frá veikindum þínum og
á nýjum brautum heldur tilvera
þín áfram. Eins og ein af sam-
ferðakonum þínum sagði: „Gitta
er farin til Guðs á himni, ó já.“
Kæra Birgitta, sem betur fer
vitum við ekki hvenær vista-
skiptin verða en þegar að þeim
kemur fyllast þeir sem eftir
sitja bæði sorg og þakklæti. Nú
þegar leiðir skilur erum við full
þakklætis fyrir að hafa verið
þér samferða til lengri og
skemmri tíma. Við erum líka
þakklát fyrir að nú ertu laus úr
fjötrum veikinda en við erum
samt sorgmædd vegna brottfar-
ar þinnar. Þú hefur gefið okkur
mikið og við söknum þín.
Einhversstaðar
einhverntíma
mun slóðin mín þangað liggja
hugurinn strjúka hæðirnar,
opna steinana,
telja stráin
og staðnæmast undir regnboganum
(Þórdís Jónsdóttir.)
Kæra Lotta, íbúar og starfs-
menn í Snægili 1 og aðrir að-
standendur.
Ykkur sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum almættið að umvefja
ykkur og styrkja á erfiðum tím-
um.
Elsku Birgitta Móna, hlut-
verki þínu hér á jarðríki var að
ljúka og nú skilur leiðir. Við
brotthvarf þitt myndast stórt
skarð og þín er sárt saknað.
Hafðu hjartans þökk fyrir
samfylgdina sem var gefandi og
Birgitta Móna
Daníelsdóttir
✝ Birgitta MónaDaníelsdóttir
fæddist á Akureyri
7. febrúar 1972.
Hún lést á heimili
sínu 23. mars 2017.
Móðir hennar er
Lotta Wallý
Jakobsdóttir, f. 10.
október 1950, eig-
inmaður Lottu er
Jón Gústafsson, f.
9. mars 1946. Birg-
itta Móna bjó alla sína ævi á Ak-
ureyri og lengst af á sambýlinu í
Snægili 1.
Birgitta Móna var jarðsungin
á Akureyri 31. mars 2017.
skemmtileg. Í
hjörtum okkar eig-
um við minningu
um þig fríska, káta
og lífsglaða. Megi
góður Guð geyma
þig.
Fyrir hönd allra
í Skógarlundi,
Margrét
Ríkarðsdóttir.
Birgitta Móna, eða Gitta eins
og hún var gjarnan nefnd í dag-
legu tali, var einstakur karakter
og með sterkan persónuleika.
Hún var einstaklega orðheppin
og dró að sér athyglina með
skemmtilegum orðatiltækjum
og húmor.
Minningarnar með Birgittu
eru margar og eftirminnilegar.
Það er óhætt að segja að hún
hafi kryddað heimilislífið í Snæ-
gilinu, í nærveru hennar ríkti
sjaldan lognmolla og með ótrú-
legum uppátækjum og útsjón-
arsemi gerði hún fólk í kringum
sig orðlaust af undrun og henni
datt ýmislegt í hug sem engum
öðrum datt í hug að fram-
kvæma.
Hún var mikill mannþekkjari
og næm á annað fólk, hafði ein-
staklega gaman af félagsskap
annarra og naut þess að spjalla
og hlusta á sögur og ljóð. Hún
kunni ógrynni af lögum og
söngtextum og skipaði tónlist
stóran sess í lífi hennar.
Birgitta átti einstakt sam-
band við móður sína Lottu.
Samskiptum þeirra var þannig
háttað að ekki fór á milli mála
að þar ríkti gagnkvæm virðing
og væntumþykja. Þær reyndu
að hittast eins oft og mögulegt
var og þá var mikið talað og
hlegið.
Að heimsækja mömmu sína
og Jón í sveitina þótti Gittu hin
besta skemmtun. Hún naut þess
að fá að atast í dýrunum og
hafði það hlutverk að gefa
heimalningunum að drekka og
smakkaði þá gjarnan fyrst á
mjólkinni áður en þeim var gef-
ið.
Þegar litið er yfir farinn veg
gleðjumst við yfir hvað Gitta af-
rekaði mikið og það voru marg-
ir sem lögðu á sig ómælda
vinnu til að gera henni kleift að
upplifa skemmtilega hluti. Hún
ferðaðist þónokkuð innanlands
og fylgdi henni óhemju magn af
farangri og ýmiss konar útbún-
aði svo það var rétt svo að
ferðalangar kæmust fyrir í bíln-
um þegar búið var að koma öllu
dótinu fyrir.
Einnig fór hún eftirminnilega
ferð til sólarlanda þar sem hún
naut sín vel á ströndinni, gerði
vel við sig í mat og drykk og
naut samvista við frábæra
ferðafélaga. Oft hafa verið rifj-
aðar upp skemmtisögur úr
þessum ferðum og hlegið dátt
að ótrúlegum atvikum sem
gjarnan komu upp þegar Gitta
átti í hlut.
Síðustu ár átti Gitta við mikil
veikindi að stríða og var henni
lífið afar erfitt á köflum en þeg-
ar síst var von á hresstist hún
og hélt áfram eins og ekkert
hefði ískorist. Þó svo að kraftur
hennar og úthald hafi veruleg
minnkað með árunum hélst
húmorinn allt til loka.
Það er okkur mikill heiður að
hafa fengið að kynnast Birgittu
Mónu og fengið að vera henni
samferða stóran hluta af hennar
lífi. Hún gaf mikið af sér og
gerði lífið litríkara og fjöl-
breyttara.
Við vottum móður hennar,
Jóni og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúð.
Fyrir hönd samferðafólks í
Snægili,
Guðrún Guðmundsdóttir.