Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 82
82 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 ✝ Sverrir Páls-son fæddist á Akureyri 28. júní 1924. Hann lést 24. mars 2017 á Dval- arheimilinu Hlíð, Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Oddsdóttir, f. 10.5. 1890 á Sáms- stöðum í Fljótshlíð, d. 30.10. 1975, og Páll Sigurgeirsson, kaupmaður á Akureyri, síðar skrifstofu- maður í Reykjavík, f. 16.2. 1896 á Stóruvöllum í Bárðardal, d. 21.2. 1982. Albróðir Sverris er Gylfi, f. á Akureyri 1.2. 1933, lengi skóla- stjóri í Mosfellsbæ, kvæntur Steinunni K. Theódórsdóttur. Börn þeirra eru 6. Hálfsystkini, sammæðra, voru Oddur Helga- son, f. 1910, d. 1928, Helga Ingibjörg Helgadóttir, f. 1912, d. 1997, bjó á Selfossi, og Magn- ús Haukur Helgason, f. 1914, d. 1945, rafvirki á Akureyri, maki Svava I. Ingimundardóttir, f. 1916, d. 2005. Sverrir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1942 og varð cand. mag. í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands haustið 1947. Sama haust varð hann kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar Konráðsson víða saman við undirleik Áskels Jónssonar. Eft- ir Sverri liggja 5 ljóðabækur, frumsamdar og þýddar bækur auk fjölda greina og frásagna. Árið 2001 hóf hann nám í list- málun og hélt einkasýningu ár- ið 2007. Hinn 19. október 1947 gengu þau í hjónaband í Síðumúla- kirkju Sverrir og Ellen Lísbet Rasmussen, f. í Reykjavík 30.1. 1926. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Katrín Arnfinns- dóttir (Inga Rasmussen), f. í Vestdal við Seyðisfjörð 24.3. 1888, d. 17.7. 1958, og Lauritz Alfred Rasmussen, meistari í plötu- og ketilsmíði, yfirverk- stjóri í Stálsmiðjunni, f. í Odense 26.10. 1888, d. 9.4. 1943. Börn Ellenar og Sverris eru: 1) Sigríður, f. 1948, gift Brandi Búa Hermannssyni. Dætur þeirra: Guðrún Ágústa og Ellen Halla. 2) Lárus, f. 1953, kvænt- ur Kristínu Jónsdóttur, d. 2016. Börn þeirra: Gunnhildur Gylfa- dóttir, dóttir Kristínar, Magnús Már og Ágúst. 3) Inga Björg, f. 1961, gift Torfa Ólafi Sverr- issyni. Börn þeirra: Þóra Sig- ríður, Ellen Björg og Sverrir Ólafur. 4) Páll, f. 1964, kvæntur Guðbjörgu Ingimundardóttur. Börn þeirra: Auður og Oddur. Barnabarnabörn eru 18. Útför Sverris fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. apríl 2017, og hefst athöfnin kl. 10.30. og stundakennari við Iðnskóla Ak- ureyrar 1947-1949 og 1950-1953. Hann var settur skólastjóri við GA haustið 1963 (skip- aður 1964), lét af því starfi sumarið 1989, en var stundakennari til 1991. Hafði þá ver- ið starfsmaður skólans lengst allra eða í 44 ár. Á þessum árum sat hann í nefndum og stjórnum félaga um skólamál. Eftir það fékkst hann einkum við ritstörf. Hann var tollvörður á Húsavík tvö sumur, fréttamaður Morgun- blaðsins á Akureyri 1963-1983. Prófvörður við HA 1993-2004. Sat í stjórn Minjasafnsins á Ak- ureyri frá stofnun þess 1962- 1982, þar af formaður 1978- 1982. Forstöðumaður sögusýn- ingar aldarafmælis Akureyr- arkaupstaðar 1962, og í þjóðhá- tíðarnefnd Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu 1973-1974. Hann unni tónlist, var í kvartettinum Fjórum félögum og Karlakór Reykjavíkur á skólaárum, Kantötukór Akur- eyrar, Söngfélaginu Geysi og Karlakór Akureyrar, oft sem einsöngvari, og sat í stjórnum þeirra. Þá sungu þeir Jóhann Nú er faðir minn, Sverrir Pálsson, genginn eftir langa og farsæla ævi. Í honum fóru sam- an gæfa og gjörvuleiki. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi for- eldra sinna og ólst upp við þétt- an, lífsglaðan og listfengan frændgarð. Hann hlaut mikla mannkosti og hæfileika í vöggugjöf sem hann nýtti og fór vel með. Stál- minni, réttsýni og heiðarleika. Tónlistin var honum í blóð borin og söngmaður var hann góður. Skáldgyðjan snart hann, eins og ljóðabækur hans bera vott um. Einnig ritaði hann og þýddi nokkrar bækur auk greina og frásagna. Teikning, myndlist og ljósmyndun lágu vel fyrir hon- um. Hann hafði gott fréttanef, áhuga á náttúrunni og umhverf- inu, sögu og ættfræði. Frétta- myndasafn hans er varðveitt á Minjasafninu á Akureyri. Ævistarf hans, mennta- og skólamál, átti vel við hann, enda góður stjórnandi og átti auðvelt með að miðla flóknu efni á ein- faldan og skýran hátt. Hann skilaði af sér góðu búi í Gagn- fræðaskóla Akureyrar eftir að hafa starfað þar í 44 ár. Í hans tíð voru stofnaðar framhalds- deildir sem síðar runnu inn í Verkmenntaskólann á Akureyri við stofnun hans. Fyrir mér og fjölskyldu minni var hann þó fyrst og fremst góð- ur og ástúðlegur faðir, tengda- faðir, afi og langafi með mömmu sér við hlið. Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Inga Björg Sverrisdóttir. Mikið yrði nú gott að verða eins og afi Sverrir. Gamall og muna nánast allt. Svo við nefnum nú ekki allt hitt þar sem hann var til fyrirmyndar. Afi lá ekki á gólfinu með okk- ur og kubbaði heldur sat og sagði frá, fræddi og spurði. Virkjaði hugann, mann langaði að vita svörin. Hann var alfræðiorðabók og þangað var svo sannarlega gott að fara og fá hjálp við lærdóm- inn. Hann var alltaf hvetjandi og fannst við geta allt. Ritgerðar- gagnrýnin var jákvæð, á þann hátt beindi hann okkur í rétta átt. Það var yndislegt að fara með ömmu og afa í ferðalag. Amma alltaf sama pæjan og afi alltaf sami fræðimaðurinn. Plöntur og fuglar, náttúra, saga og ætt- fræði. Óþrjótandi viskubrunnur með litlum óþekktarormum sem inntóku mismikið af efni en nutu í miklum mæli samverunnar í lit- fögrum Ægistjöldum á ferð um landið. Ást afa á náttúrunni sést best í gróðrarreitnum þeirra í Stokkahlíð. Þar vaxa nú tré og runnar sem var komið til í garð- inum í Möðró og sýna með grósku sinni hversu mikil natni var lögð í ræktunina og uppvöxt- inn með vökvun, áburðargjöf, ill- gresishreinsun og væntumþykju. Hann gekk stoltur um holtið þegar hann sýndi ættingjum og vinum afraksturinn. Flest eigum við tré sem hafa vaxið upp af fræjum Möðrótrjánna sem afi kom til. Möðruvallastrætið var ævin- týraheimur okkar barnanna. Þar var hægt að príla í trjánum og innbyrða mikið magn af safarík- um gulrótum, radísum og rifs- berjum. Hægt að fara í gulur, rauður í tröppunum og skoða tjörnina í nágrannagarðinum með gerviöndunum. Þar var líka púkkað á hverjum jólum við mikinn fögnuð og gengið í kringum jólatréð við mismikinn fögnuð. Afi spilaði á píanóið eða orgelið og við raul- uðum undir með fallegu röddinni hans. Hann var dómarinn ef vafamál komu upp í púkkinu og stundum hringdu Sunnlending- arnir í hann til að fá ráð í sínu spili. Alltaf var tekið hlé til að allir gætu sest við sjónvarpið og horft á Jólastundina okkar. Óþægðarköstum okkar barnanna var alltaf tekið með sama jafnaðargeðinu en allir hafa verið fegnir þegar við vor- um loksins vaxin upp úr þeim. Mosateigurinn tók svo við og þá urðu langafabörnin óþekktar- ormarnir sem fengu að upplifa það sama, kertaljósin, orgelið, jólaávextina, hangikjötið, kon- fektið, afa jafnvel að svindla í púkkinu! Öll eigum við í gullakistum okkar afmæliskort og tækifær- ismyndir sem afi teiknaði á ör- skotsstund. Það var alltaf gaman ef við náðum honum í teiknistuð. Þá birtust alls konar fígúrur hver á fætur annarri og oft reyndu litlir fingur að herma eft- ir. Þessi list hefur þó erfst eitt- hvað illa. Ást þeirra ömmu á hvort öðru hefur alltaf verið aðdáunarverð. Fáir menn hafa sýnt konu sinni væntumþykju og þakklæti jafn vel í verki og afi. Á gullbrúð- kaupsdegi þeirra, t.d. hringdi hann dyrabjöllunni og færði ömmu ljóð á klukkutíma fresti. Við eigum okkar eigin brúð- kaupskvæði frá afa. Falleg og segja margt um hvað hann vildi okkur vel og okkar framtíð. Elsku hjartans afi, takk fyrir að vera okkur góð fyrirmynd og góður afi. Það voru forréttindi að eiga þig svo lengi að. Magnús Már, Ágúst og Gunnhildur. Elskulegur afi minn hefur nú kvatt okkur eftir langa og far- sæla ævi. Það hefði verið vel þegið að erfa einhverja af hans mörgu hæfileikum. Hann var stálminn- ugur, fróður um landafræði, hér heima og erlendis, fróður um plöntur og dýr, hann rakti ættir fólks og fylgdist vel með fréttum, mér fannst hann muna allt. Afi var listrænn, hann söng, spilaði á píanó, samdi vísur, ljóð og sálma, teiknaði, málaði, grúskaði í ætt- fræði, skrifaði bækur og þýddi. Svo var hann með hógværan og snjallan húmor. Umfram allt var hann afskap- lega vandaður maður og góður afi. Þegar við systur vorum ung- ar ferðuðumst við fjölskyldan um landið með ömmu og afa – og Palla frænda, yngsta syni þeirra. Á löngum bílferðum var stoppað á fallegum áningarstöðum, teppi breidd út og nesti borðað. Í minningunni var alltaf gott veð- ur. Sem barn fékk ég stundum að dvelja hjá ömmu og afa á Ak- ureyri á sumrin. Við afi vökn- uðum snemma og borðuðum hafragraut. Svo skreið ég upp í rúm til ömmu áður en afi kom og færði henni ristað brauð og kaffi- bolla á bakka. Það var gott að vera í Möðruvallastræti, gaman að spjalla, leika úti, lesa bækur, dunda við skrifborðið hans afa, skoða gamlar myndir og hlusta á sögur, skjótast í sund, rölta með ömmu í búðina og taka upp gul- rætur. Það var meira að segja gaman að þurrka leirtauið með afa þegar hann var að vaska upp eftir kvöldmatinn, þá spjölluðum við líka. Bréf voru send á milli, við afi skiptumst á vísum. Seinna þegar ég var unglingur og Palli frændi bjó hjá okkur fyrir sunn- an hélt ég áfram að heimsækja ömmu og afa, fékk þá að fljóta með þegar Palli skaust norður í stuttum fríum. Það var alltaf vin- sælt að dvelja hjá þeim. Sumarið 1997 fékk Magnús, maðurinn minn, vinnu á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Þá þótti ömmu og afa sjálfsagt að hýsa okkur hjónin og unga dóttur vik- um saman. Það var góður og eft- irminnilegur tími. Samskipti afa og ömmu voru alltaf falleg en þar ríkti gagn- kvæm virðing, ást, vinátta og umhyggja. Þau kölluðu hvort annað oftast nöfnunum Ellen mín og Sverrir minn. Ömmu og afa féll ekki verk úr hendi. Þau ferðuðust víða og sinntu skóg- rækt af dugnaði. Þau drifu í að byggja einbýlishús fyrir 15 árum og þau héldu húsi sínu og garði alltaf til fyrirmyndar. Á síðustu árum hafa þau gefið út bækur, m.a. um æsku sína og ættir. Afi gaf út nokkrar ljóðabækur og þykir mér vænst um bókina með ljóðunum sem hann orti til ömmu. Hún ber heitið Þú ert mitt ljós. Það brást ekki þegar maður hringdi í ömmu og afa að þau lögðu allt frá sér og fóru í sitt- hvort símtólið og úr varð skemmtilegt spjall. Þau voru dugleg að rækta tengsl við af- komendur og vini. Á afmælis- og tyllidögum hringdu þau alltaf og óskuðu viðkomandi til hamingju. Þeim var einkar lagið að spjalla við börnin okkar og unglinga í þessum símtölum. Við fjölskyldan erum afskap- lega þakklát fyrir allar góðar stundir hjá ömmu og afa og kveðjum afa með kærleik í huga. Guðrún Ágústa og fjölskylda. Óðum tæmast ævisjóðir, óðum kveðja vinir góðir. Nokkrir gerast göngumóðir gefst þá hvíldin vær. Ýmsir standa eftir hljóðir. Óttar kvaddi í gær. Þessi vísa Sverris Pálssonar kom upp í huga mér, þegar ég frétti lát hans. Sverrir sveigði þar orð sín fagurlega, hér í kveðju til Óttars Einarssonar, náins samstarfs- manns Sverris við Gagnfræða- skólann á Akureyri lengi. Sverrir átti í ævisjóði sínum marga vini og frændur. Foreldr- ar mínir, Áskell Jónsson og Sig- urbjörg Hlöðversdóttir, fengu ætíð notið vaxta þeirrar frænd- semi og vináttu sem ævisjóður Sverris veitti þeim. Ungur mætti ég Sverri glað- reifum heima og oft barst hans fallega rödd um húsið studd af píanóleik pabba. Heftið með negrasálmunum var opnað og ég man enn eftir ljúfum titringi tauga minna þeg- ar orðið „tremble!“ hljómaði í laginu: „Varstu þar er þeir krossfestu minn Krist?“ Ekki vissi ég þá að orðið „tremble“ þýddi einhvers konar titring eða skjálfta. Og þannig leið hið ljúfa æskuskeið með skærra tóna töframátt, og tíbrá heit í sólarátt glæddi hjartans hörpuslátt og hugarseið. svo ég vitni aftur í Sverri, sem er þarna að lýsa ljóma þeim sem stafaði frá bernskuheimili pabba á Mýri í Bárðardal. Töframáttur tónanna hafði varanleg áhrif á mig og hluta þess á ég þeim töfrum ugglaust að þakka sem frændi og pabbi slógu mig í flutningi negrasál- manna forðum. Þessi söngvísi maður tók svo nokkrum breytingum, þegar ég 13 ára settist í íslenskutímum hjá honum í Gagnfræðaskólan- um, nú tók alvaran við. Strangur og alvörugefinn kennari sem ekki var um annað að ræða en að standa sig vel hjá. Heiður minn í húfi og leiðsögn hans leiddi til ævilangrar tryggðar við málið. Ég saknaði þó oft hinnar ljúfu söngraddar frænda míns og hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Sverrir hafi verið efni í stór- söngvara. En hann var ekki bara efni í margt, hann var margur í sjálf- um sér. Íslenskumaður og kenn- ari, skólastjóri, listmálari, skáld, fréttaritari, en umfram allt Mýraraðdáandi. Mýri var Sverr- ir bundinn ævilangt. Vist Sverris fáein sumur hjá ömmu Aðalbjörgu varð til þess að staðurinn hreif hann ætíð og í ljóðum hans kennir fleiri leita og grasa þaðan en nokkurs annars. Er árin liðu urðum við Sverrir nánari. Afmælisboðin heima breyttust í dagleg samskipti. Hinn orðsnjalli frændi minn var ætíð boðinn og búinn að greiða úr orðhelti minni og við mátum það að eiga samskipti. Ég kveð Sverri frænda með þeirri glæstu sýn sem hann birt- ir okkur í ljóðinu Í fjallasal; sýn hans frá Klukkufjalli hjá Mýri. Þessum orðum mínum fylgja samúðarkveðjur til Ellenar, Sig- ríðar, Lárusar, Ingu Bjargar og Páls, ásamt mökum þeirra, börn- um og barnabörnum, innilegar samúðarkveðjur frá móður minni Sigurbjörgu, systkinum mínum þeim; Aðalbjörgu, Frey, Gunn- hildi, Herði, Lúðvík og Rósu ásamt mökum þeirra og fjöl- skyldum. Þökk sé Sverri fyrir allt og allt. Heiður var himinn yfir háfjöllum, dalur grænn með dýjaveisum. Á mosadýnu mjúkrar brekku vermdi mig sól. vordag langan. (Sverrir Pálsson) Jón Hlöðver og Sæbjörg. Minn kæri vinur og frændi Sverrir Pálsson er farinn í Sum- arlandið. Ævi hans var viðburða- rík og löng, en hjartakærleikur og hlýja léku um Sverri síðustu æviárin. Sem elsta barnabarn Sigurgeirs Jónssonar og Frið- riku varð hann höfðingi ættar sinnar í allmörg ár og segir skemmtilega frá æsku sinni í æviminningum sínum „Atvik úr ævi minni“ sem hann gaf út árið 2014. Hann var listrænn maður sem kom fyrst fram í fallegri söng- rödd hans. Eitthvert sinn er við sátum að spjalli um ljósmyndir fór hann að lýsa fyrir mér náms- árunum í Háskóla Íslands, en þá bjó hann um tíma hjá föðurbróð- ur sínum Vigfúsi Sigurgeirssyni forsetaljósmyndara og vaknaði við það um helgi að Vigfús var að spila á píanóið í stofunni og þá tilfinningu að fá að upplifa feg- urðina á vængjum tónlistarinnar. Eftir að hafa fundið ástina í lífi sínu, Ellen Lísbet, komu þau til Akureyrar. Hóf hann sinn langa feril sem skólamaður, en jafnframt því sinnti hann frétta- ritarastafi fyrir Morgunblaðið frá 1962 til 1982. Má segja að hann hafi orðið „Forest Gump“ Akureyrar vegna þess að hann var alls staðar þar sem eitthvað var að gerast á Akureyri þessi 20 ár. Eftir hann er merkilegt safn fréttaljósmynda sem bera fallegt vitni næmi hans í ljósmyndalist- inni, sennilega er það myndin af Neil Armstrong við bakka Laxár sem flestir þekkja, en þegar geimfarar NASA heimsóttu Ís- land tveim árum fyrir tungl- gönguna var það vegna innsæis hans að hann tók viðtal við þenn- an unga mann og einnig tvær myndir af honum á svarthvítu myndavélina sína. Þar að auki er vert að geta umfjöllunar Sverris um Linduveðrið 5. mars 1969, hann sagði frá því að eftir óveðr- ið hefði hann fengið jeppaeig- anda til að aka sér um bæinn til að komast á þá staði sem tjón hefði orðið til að ná viðtölum og taka myndir, og hefði hann þá fyrst gert sér grein fyrir þeim ógnarkröftum sem höfðu leikið um bæjarfélagið, stórir vörubílar og fólk fauk, skemmdir á bygg- ingum voru miklar og með ólík- indum að ekki varð manntjón. Frá þessu öllu sagði hann á skil- merkilegan og yfirvegaðan hátt þannig að aðalatriðin fengu mest vægi, og innan um í þessum frá- sögnum skín aðeins í spaugilegu hliðina. Sverrir tók upp á þeim fallega sið að hringja í mig á afmæl- isdegi mínum og eða afa míns og nafna, til að færa manni ham- ingjuóskir. Þennan sið hef ég tekið upp frá honum, því það eru ekki endilega mörg orð heldur hugsunin um kærleik sem skipta máli í samskiptum okkar á milli. Síðustu árin fór Sverrir að læra listmálun, sýndi hann myndirnar og var ánægður með þá iðju. Einnig var hann sískrif- andi ljóð, auk þess skrifaði hann meðal annars Sögu Akureyrar- kirkju og Sögu Minjasafnsins á Akureyri, þá las hann yfir mik- inn fjölda handrita til leiðrétt- ingar á íslensku máli. Æviminn- ingar hans voru síðan lofgjörð gamals manns eftir langa og hamingjuríka ævi og þegar les- andinn skellir upp úr vegna húmors höfundar minnumst við sem þekktum hann persónu sem setti svip sinn á líf okkar. Innilegar samúðarkveðjur til Ellenar og allra ástvina sem fengu að kynnast þessum góða manni. Hörður Geirsson. Þau eru komin, kallaði mamma innan úr eldhúsi þegar franska tvítóna-dyrabjallan, sem keypt hafði verið í raftækjaversl- un KEA, hljómaði. Ding og dong, sagði hún! Nei, ekki alveg. Ekki í þetta sinn. Nú urgaði í henni. Ég skal fara til dyra hróp- aði ég, sjö ára pollinn, og vissi nákvæmlega hverjir voru að koma því þegar urgaði sisvona í bjöllunni voru Sverrir frændi og Ellen mætt. Sverrir frændi ýtti nefnilega alltaf svo fast og lengi á dyrahnappinn. Það var eins og hann treysti því ekki að bjallan hljómaði nægilega hátt nema ju- ðast væri mörgum sinnum á gul- um hnappnum en þá gerðist það að vinstri hamarinn, sjálfur a- Sverrir Pálsson Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir, fóstri, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR SIGURVIN MAGNÚSSON smiður, Þóreyjarnúpi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, föstudaginn 7. apríl klukkan 13. Gerður Hauksdóttir Magnús Magnússon Helga Guðmundsdóttir Ingólfur Þór Guðmundsson Noemi Borbath Theodór Nói Arnar Guðmundsson Unnur Blandon Ragnar Smári Rúnarsson Margrét - Rúnar Smári - Sigurjón Emil Rúnar Magnús Magnússon Elín Ragnheiður Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.