Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 87
MINNINGAR 87
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
✝ Sigurbjörg Sig-urðardóttir
fæddist 26. janúar
1950 í Reykjavík.
Hún lést 30. mars
2017 á Landspítal-
anum við Hring-
braut.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Nor-
mann Júlíusson,
vaktmaður í Reykja-
vík, f. 14. júlí 1918 á
Patreksfirði, d. 25. desember
1981 í Reykjavík, og kona hans
Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir,
húsfreyja, f. 11. október 1921 í
Ytri-Njarðvík, d. 6. júlí 2009.
Sigurbjörg var næstyngst
fjögurra systkina, þau eru:
Magnea Áslaug Sigurðardóttir,
f. 23. febrúar 1947, Erling Jó-
hann Sigurðsson, f. 10. júní 1948,
og Gunnar Þór Sigurðsson, f. 15.
október 1956.
þeirra: Adam Ingi og Viktor
Sölvi.
d) Axel Kristinsson háskóla-
nemi, f. 27. desember 1988,
kvæntur Rán Ólafsdóttur há-
skólanema. Dóttir þeirra: Sara.
Sigurbjörg lauk skyldunámi
og eftir það vann hún ýmis versl-
unarstörf. Meirihluta starfsævi
sinnar vann hún sem dagmóðir,
eða í rúm 35 ár. Sem dagmóðir
lagði hún áherslu á að öll börn
fengju nóg af ást og umhyggju,
sem hún veitti óspart.
Sigurbjörg sem alltaf var köll-
uð Sibba, eða amma Sibba, var
mikil fjölskyldukona og traust
bakland barna sinna og barna-
barna. Hún var sérfræðingur í
allri handavinnu hvort sem það
var prjónaskapur, útsaumur eða
kortagerð.
Útför Sibbu fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag, 6. apríl
2017, og hefst athöfnin kl. 13.
Sigurbjörg giftist
Kristni Hraunfjörð
Hugasyni, f. 1. des-
ember 1944, stræt-
isvagnastjóra, hinn
25. apríl 1968.
Börn þeirra: a)
Dagbjört H. Krist-
insdóttir, hjúkrun-
arfræðingur, f. 8.
apríl 1968, gift Páli
Bragasyni rafeinda-
virkja. Dætur
þeirra: Lilja Dís, Guðbjörg Eva
og Katla Sigurást.
b) Magnús H. Kristinsson hug-
búnaðarsérfræðingur, f. 24. des-
ember 1969, kvæntur Gígju Sig-
urðardóttur leikskólakennara.
Börn þeirra: Sigurður Gunnar,
Freyja og Björk.
c) Bjarki H. Kristinsson tölv-
unarfræðingur, f. 9. janúar 1982,
í sambúð með Jónu Björk Viðars-
dóttur næringarfræðingi. Synir
Hún sem ég unni er horfin í
rúm og tíma, þannig reit faðir
minn að móður minni látinni og
nú vil ég heimfæra þessa setn-
ingu á mig og mína.
Okkar fyrstu kynni voru árið
1966 þegar glæsileg stúlka með
koparrauða lokka var að vinna á
Hótel Skjaldbreið við Austur-
völl. Ég féll í stafi er ég fékk
hana að sjá, var strax skotinn í
henni og gaf henni undir fótinn.
Ekki þótti henni það verra en
svo að stuttu síðar var hún orð-
in heimagangur í húsi foreldra
minna þar sem ég bjó. Henni
var vel tekið af öllum heima og
heiman.
Vorið 1968 giftum við okkur,
eignuðumst frumburðinn og
okkar fyrstu íbúð að Langholts-
vegi 93. Árið 1977 fluttum við
okkur um set yfir í eldra ein-
býlishús, Blómvelli við Nesveg á
Seltjarnarnesi, þá komin með
tvö börn. Síðar bætast við tveir
drengir í viðbót. Árið 2007 færð-
um við okkur um set á Nesinu
yfir í Hofgarða með tvo yngstu
drengina.
Sibba sá fljótt að mín verka-
mannalaun dygðu skammt til að
framfleyta fjölskyldunni svo
hún fór að vinna sem dagmóðir
og vann við það í 35 ár, eða þar
til hún veiktist. Ekki lét hún
hugfallast við erfiða geisla- og
lyfjameðferð, heldur ætlaði að
sigrast á meininu. En 30. mars
síðastliðinn sigraði meinið hana.
Hún sem ég unni er horfin í
rúm og tíma og heimurinn tapar
að missa af slíkri sem þér.
Blessuð sé minning þín elsku,
Sibba mín.
Kristinn Hraunfjörð.
Það er erfitt að sjá á eftir
móður sinni á degi sem þessum,
en ég er viss um að hún er kom-
in á góðan stað þar sem hún
getur haldið áfram að gleðjast
með öðrum.
En mitt í þessum erfiðleikum
koma upp í huga minn allar þær
góðu stundir sem við áttum
saman. Þar er af miklu af taka,
en efst í huga mér eru ferðalög
okkar saman um ósnortin víð-
erni Íslands. Allt frá Skoda með
tjald upp í Rússajeppa húsbíl
var farið á ólíklegustu staði.
Lífið er lítið sandkorn í tímaglasi,
liðast áfram innan um öll hin.
Við finnum fyrir margra annarra fasi,
og föngum þeirra gleði skin.
Færumst til og tengjumst nýjum,
töpum sumra vina dögum.
Færumst nær himnahliðum hlýjum,
og hugum að loka drögum.
Gegnum síu lífsins loksins sleppum,
lokum bók og kveðjum vini.
Því eigi lengur við lífið við keppum,
heldur lifum í vina skini.
Magnús H. Kristinsson.
Elsku mamma. Ég var hinn
týpíski vanþakkláti unglingur
sem kunni ekki að meta þig né
hið góða líf sem þú gafst mér.
Það var ekki fyrr en ég eign-
aðist börn sjálfur að ég fór
fyrst að skilja allt það sem þú
hefur gert fyrir mig og alla þína
nánustu.
Þú varst manneskja sem
hugsaðir fyrst og fremst um
hvað þú gætir gert fyrir aðra.
Þínar eigin þarfir voru auka-
atriði.
Ég vona að ég geri þig stolta
og ég mun gera mitt besta til að
veita fjölskyldu minni jafn
mikla ást og þú gafst okkur. Ég
á erfitt með að koma tilfinn-
ingum mínum í orð en samdi
þetta fyrir þig.
Með vorinu kemur sólin sem skín,
stundir af birtu fyllast.
En ljóssins logar ná ei til mín,
láta af vegi villast.
Söknuð slíkan fundið hef ekki,
er skapast við brottför þína.
Myrkrið máttugt núna ég þekki,
mömmu ég vil aftur mína.
En lífsins lærdóm núna ég flyt,
til lærlinga tveggja minna.
Ást, alúð, umhyggju‘og vit,
áfram til ömmustráka þinna.
Bjarki Hraunfjörð
Kristinsson.
Elsku mamma, þú varst svo
einstök manneskja að svo
mörgu leyti. Þú varst með ein-
dæmum jákvæð, dugleg, hug-
rökk og glaðlynd, en það sem
einkenndi þig sennilega mest
var að þú varst skilyrðislaust
góð við allt og alla í kringum
þig og bara það að þurfa að
skrifa um það í fortíð er þyngra
en tárum taki.
Í dauðanum erum við sam-
ansafn af þeim áhrifum sem við
höfum ennþá á heiminn í gegn-
um hugsanir og gjörðir ann-
arra.
Ég trúi því einlægt að flestir,
ef ekki allir, sem hafa fengið
þann heiður að kynnast þér séu
betri einstaklingar fyrir það að
einhverju ráði.
Allt frá því að hugsa jákvætt
þótt á móti blási, eins og þú
gerðir stanslaust í veikindum
þínum, í það að hafa einstaka
þolinmæði gagnvart mistökum,
eða í það atriði sem sennilega
allir sem þú passaðir gera enn í
dag; klára matinn sinn áður en
maður fær sér eftirrétt. Þá er
ég viss um það að ef við til-
einkum okkur hugsunarhátt
þinn og framkomu verður heim-
urinn sannarlega betri staður.
Góða nótt mamma, ég sakna
þín og ég elska þig, alltaf.
Axel Kristinsson.
Fyrir okkur var amma okkar
miklu meira en bara amma.
Þegar við vorum yngri fórum
við ávallt heim til hennar í stað
þess að fara heim eftir skóla.
Þar beið hún yfirleitt með
svuntu um mittið, nýbúin að
baka eitthvað eða í miðjum
bakstri og við fengum að
hjálpa, þó að hjálpin fælist oft-
ar en ekki í því að borða deig-
ið svo það væri minna til að
baka, svo var afraksturinn
borðaður og farið út í garð því
það var alltaf gott veður á
Blómvöllum.
Amma sýndi okkur hvernig
ætti að lifa lífinu. Ekki eyða
tíma í að gera hluti sem þér
finnst ekki skemmtilegir, ekki
eyða tárum í þá sem eru ekki
þess virði, lifðu þínu lífi eins
og þú vilt. Þessi orð endur-
spegla þessa mögnuðu konu
sem ávallt hélt hátíðlega upp á
hvert afmæli, sama hve gömul
hún varð, því það þýddi að hún
væri enn á lífi.
Eftir að afi veiktist eyddum
við mun meiri tíma með
ömmu, þó var hún aldrei ein
því ávallt voru margir sem
heimsóttu hana og var risa-
stóra innkeyrslan hjá henni
oftar en ekki full.
Amma var fyrirmynd allra,
blíð, hlý, góð, glaðlynd og lét
ekkert á sig fá. Eitt sinn sagði
nágrannakonan við ömmu að
hún vildi verða eins amma og
hún, hafa alltaf líf í húsinu.
Orð fá því ekki lýst hversu
sárt hennar verður saknað,
hvert eigum við nú að leita ef
við læsum okkur úti, vantar
eitthvað í baksturinn, langar í
bollubrauð eða bara hlýja
nærveru?
Að missa ömmu er eins og
að missa útlim, við verðum nú
að aðlaga okkur til að geta lif-
að án hennar. Amma var okk-
ur meira en bara amma, hún
var hetjan okkar.
Lilja Dís, Guðbjörg
Eva og Katla Sigurást
Pálsdætur.
Í dag kveðjum við ömmu
Sibbu. Margs er að minnast,
amma virtist þekkja alla á
Nesinu, hvort sem það var
þegar hún fór til læknis eða út
í búð, enda passaði amma
margar kynslóðir barna af
Nesinu.
Amma var eiginlega Disn-
ey-uppskrift að því hvernig
ömmur eiga að vera; þolinmóð,
jákvæð, góðhjörtuð kona sem
bakaði og föndraði. Því að
amma gladdist í raun í gegn-
um aðra. Allt sem hún föndr-
aði var handa öðrum; kortin,
kassarnir og myndirnar; öll
listaverkin hennar.
Minningarnar lifa um allar
veislurnar sem haldnar hafa
verið á Blómvöllum og Hof-
görðum í gegnum árin.
Siggi bjó líka hjá ömmu um
skeið þegar afi veiktist og
amma var ein í sínu stóra húsi
og á þaðan yndislegar minn-
ingar. Það var bakað, eldað og
rólegum kvöldum eytt fyrir
framan sjónvarpið, ásamt því
að skoða úrvalið af föndurvör-
um á netinu.
Þegar við fengum að gista
hjá þeim ömmu og afa var
horft á Disney-myndir á spól-
um eða DVD-diskum. Þá var
alltaf Cocoa Puffs í morgunmat
en ef það var ekki til þá korn-
flex með sykri.
Það var alltaf eitthvað skap-
andi gert heima hjá ömmu
enda nægur efniviður til.
Kortagerð og að teikna, lita
eða perla, að ekki sé nú minnst
á bakstur.
Amma hafði að sjálfsögðu
verið veik mjög lengi en í okk-
ar huga var hún aldrei sjúk-
lingur. Hún kvartaði aldrei
heldur hélt alltaf í gleðina, já-
kvæðnina og þolinmæðina.
Við kveðjum ömmu með sorg
í hjarta en full af þakklæti fyr-
ir tímann sem við fengum með
henni.
Sigurður (Siggi),
Freyja og Björk.
Sibba var góð kona. Sibba
var góð móðir og hún var ynd-
isleg amma. Hún var líka ein-
staklega barngóð. Heima hjá
okkur er hún aldrei kölluð ann-
að en amma Sibba. Og Kiddi er
aldrei kallaður annað en afi
Kiddi. Þau störfuðu saman í
mörg ár sem dagforeldrar og
börnin okkar þrjú voru svo lán-
söm að vera í gæslu hjá þeim
hjónum sín fyrstu skref á leið-
inni út í lífið. Þar var vel hugs-
að um þau og þar leið þeim vel.
Það var eins og að vera í pöss-
un hjá ömmu og afa.
Það er alltaf erfitt fyrir ný-
bakaða foreldra að treysta
ókunnugu fólki fyrir gullmol-
unum sínum en hjá Sibbu og
Kidda voru börnin okkar eins
og blómi í eggi. Umhyggja og
væntumþykja Sibbu fylgdi
börnunum áfram og tengslin
rofnuðu aldrei. Börnin okkar
minnast ömmu Sibbu sem
góðrar og hjartahlýrrar konu
og það komu tár á hvarma við
tíðindin um að hún hefði kvatt
að sinni.
Sibba var mjög stolt af fjöl-
skyldu sinni og afkomendum.
Hún mátti líka alveg vera það
enda hafa þau erft þann dugn-
að og eljusemi sem hefur ein-
kennt Sibbu og Kidda alla tíð.
Sibba var kona sem hefði átt
skilið að eiga rólegt og
áhyggjulaust ævikvöld eftir vel
unnin störf og allt það góða
sem hún hafði gefið af sér. En
það er því miður ekki alltaf
spurt um sanngirni þegar lífið
á í hlut.
Við sendum afa Kidda og
fjölskyldu ömmu Sibbu okkar
innilegustu samúðarkveðjur
með þakklæti í hjarta fyrir það
að hafa fengið að kynnast þess-
ari góðu konu. Við gleymum
ömmu Sibbu aldrei.
Sigrún (Silla), Sigþór
(Siddi), Sveinn, Arnar
og Íris.
Sigurbjörg Sigurðardóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vináttu vegna
andláts og útfarar elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR,
Bóa í Tjörn.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Höfða,
hjúkrunar- og dvalarheimili Akranesi, fyrir góða umönnun
og hlýhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir
✝ Pétur Gíslasonfæddist 4. jan-
úar 1968. Hann lést
19. mars 2017.
Foreldrar hans
eru Auður Ár-
mannsdóttir Carl-
son, f. 7. maí 1948,
d. 28. mars 2015, og
Gísli Dagbjartsson,
f. 31. mars 1947.
Hálfbræður Péturs,
sammæðra, eru
Konstantín Moraidis, f. 26. des-
ember 1978, og Alexander
Moraidis, f. 1. mars 1980, báðir
búsettir í Lundi í Svíþjóð, og
Benjamín Carlson, f. 10. sept-
ember 1990, d. 28. apríl 2010.
Hálfbróðir Péturs, samfeðra, er
Sturla Freyr Gíslason, f. 14. júní
1990. Pétur kvæntist Mariu En-
arsson, f. 9. nóvember 1964 í
Lundi, Svíþjóð. Foreldrar Mariu
eru Rolf Enarsson og Ingrid En-
arsson. Börn Péturs og Mariu
eru Clara Saga Pétursdóttir, f.
23. apríl 1998, og Viggó Ármann
Pétursson, f. 5. nóvember 2003.
Maria átti fyrir tvær dætur. Pét-
ur ólst upp í Sví-
þjóð, bjó lengst af í
Lundi við nám og
störf, starfaði m.a.
fyrir flugfélag og
ferðaskrifstofu,
fyrir utan tvö ár
sem hann bjó með
móður sinni, fóstur-
föður og tveimur
bræðrum í Thessa-
loniki í Grikklandi.
Hann dvaldi í nokk-
ur sumur í Mývatnssveit hjá afa
sínum Ármanni Péturssyni,
bónda í Reynihlíð, og vann þar
ýmis störf. Pétur flutti ásamt
fjölskyldu sinni í Mývatnssveit
haustið 2002, tók þar við og rak
landareign afa síns Ármanns
Péturssonar, auk þess sem hann
átti og rak Hótel Reykjahlíð frá
2004 til 2012. Pétur var bæði
góður briddsspilari og skák-
maður og keppti í hvoru tveggja
auk þess sem hann hafði mikla
ánægju af veiðiskap.
Útför Péturs fór fram í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu 29.
mars 2017.
Ég kynntist Pétri Gíslasyni
þegar hann var 9 ára. Hann kom
einsamall frá Svíþjóð til að vera
hjá afa sínum í Mývatnssveit.
Hann var svo duglegur þessi litli
drengur, fékk t.d. að vaska upp á
hótelinu (Reynihlíð) og fékk í
staðinn franskar kartöflur, hann
bað ekki um meira. Hann var
skapmikill og lét ekki vaða yfir
sig, óprúttnir einstaklingar
gerðu sér að leik að reita hann til
reiði, sem ekki var erfitt, þeir
gerðu hann svo reiðann að hann
henti grjóti í hvað sem fyrir varð.
Hann varðist með grjótinu, hann
hafði lært það að hann þurfti að
verja sig sjálfur, það var enginn
annar til þess. Mér þótti strax
vænt um Pétur, svo fallegur, dug-
legur, hafði mikinn áhuga á fót-
bolta og þarfnaðist svo hlýju.
Hann var hrifinn af frænda sín-
um, „Stóra“ (Pétri) bar mikla
virðingu fyrir honum og var oft
með okkur í för.
Hann var líka hjá okkur þegar
mamma hans flúði frá Grikklandi
fyrir nær 40 árum með hann elst-
an þriggja bræðra. Hann átti
ekkert nema eitt lítið ferðatafl og
fötin sem hann stóð í þegar hann
kom. Hann ríghélt í taflið sitt
sem var vafið með teygju til að
það opnaðist ekki. Hann faðmaði
svo fast og hélt í höndina á mér
eins og það væri síðasta
hálmstráið. Seinna var hann oft
hjá okkur, passaði stelpurnar
okkar, vann hjá okkur og við
deildum með honum gleði og
sorg. Við „Stóri“ fórum líka í
brúðkaupið hans í Svíþjóð, þar
sem hann giftist henni Maríu
sinni. Yndislegt brúðkaup og
brúðkaupsveisla, mamma hans
var innilega glöð og við hlógum
og skemmtum okkur. Mér fannst
hann líka svo glaður og ég óskaði
þess innilega að hann eignaðist
gleðiríkt og gæfusamt líf. Með
Maríu eignaðist hann síðan börn-
in sín tvö þau Viggó og Clöru sem
hann var svo stoltur af.
Pétur var mikill veiðimaður,
skákmaður bridgespilari og
tungumálamaður, talaði meðal
annars grísku. Hann átti og rak
hótel og heillaði túrista sem leið-
sögumaður. Hann var fæddur
sölumaður, einstaklega brosmild-
ur, greindur og sannfærandi.
En það var á brattann að
sækja hjá honum, lífið bar hann
einhvern veginn ofurliði. Hann
hafði aldrei þá bakhjarla sem
hans viðkvæma hjarta þurfti.
Þrátt fyrir eiginkonu, börnin og
marga vini þá dugði það ekki.
Uppvöxturinn var svo erfiður,
óöryggið og fátæktin, allsleysið
og mikill blóðhiti varð sennilega
til þess að Pétur minn höndlaði
ekki lífið. Hann missti móður sína
á besta aldri og sinn yngsta bróð-
ur ungan að aldri og skildi líka við
Maríu. Hann eignaðist peninga
en tapaði þeim. Hann var heims-
maður en samt lítill og viðkvæm-
ur. Hann hafði kannski aldrei
haft forsendur til að farnast vel
en átti þó margar góðar stundir.
Hann var alla tíð mikill bridge-
spilari og hélt dauðahaldi í það,
dreymdi um að verða bridgespil-
ari í Ameríku, í liði sem væri
kostað af einhverjum „forríkum“.
Hann var heilsuveill og einn þeg-
ar við hittumst síðast á Akureyri í
hádegismat fyrir rúmum tveimur
árum. Mér þótti alltaf jafnvænt
um hann og þykir enn. Ég sendi
Maríu, börnunum hans þeim
Viggo og Clöru, bræðrum hans
Alex og Konna mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Hvíl í friði, vin-
ur minn.
María Rúriksdóttir.
Pétur Gíslason
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar