Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Sjálfsmynd Ísabella Bergsdóttir, nemandi á leikskólanum Brákarborg, teiknaði mynd af sér í fullri stærð og klippti út. Eggert Frá því kaldastríðið var í algleymingi á öldinni sem leið hefur ekki ríkt jafn mikið óvissuástand í al- þjóðamálum eins og nú um stundir. Eftir húsbóndaskiptin í Hvíta húsinu og úr- sögn Breta úr Evr- ópusambandinu ein- kennast samskipti helstu Natóríkja af vaxandi tor- tryggni. Kína er að verða risaveldi sem býður Bandaríkjunum birginn á alþjóðavettvangi og Indland sigl- ir hraðbyri í kjölfarið. Við bæði þessi Asíuveldi hefur Rússland vaxandi samskipti sem styrkir stjórn Pútíns gagnvart tilraunum NATÓ til að einangra þetta gamla stórveldi viðskiptalega og hern- aðarlega. Tyrkland sem lengi hef- ur verið á biðlista eftir ESB-aðild aðild stefnir nú hraðbyri til ein- ræðis og í Suður-Kóreu er fyrr- verandi forseti landsins orðinn tugthúslimur vegna spillingar. Í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi hef- ur Assad með stuðningi Rússa náð frumkvæði í flókinni stöðu eftir gífurlegar mannfórnir. Þetta og margt fleira ber vott um að al- þjóðakerfi gærdagsins er í upp- námi og yfirburðastaða vestur- veldanna frá lokum kalda stríðsins undir forystu Bandaríkj- anna er nú aðeins svipur hjá sjón. Sam- hliða þessu vex hætt- an á að vopnuð stað- bundin átök fari úr böndunum og geti breyst í allsherjarbál í kjarnorkuvæddum heimi. Brexit og veiklað Evrópusamband Evrópusambandið hefur í mörg undanfarin ár átt við mikla erf- iðleika að stríða af efnahagslegum toga og vegna innbyrðis ósættis um hvert skuli stefna í samstarfi aðildarríkja. Evran hefur reynst nær óbærileg spennitreyja fyrir mörg af þeim ríkjum sem nýta hana sem sameiginlegan gjald- miðil. Ljósasta dæmið er Grikk- land sem haldið hefur verið uppi með alþjóðlegum neyðarlánum og berst enn í bökkum. Efnahagsleg stöðnun og gífurlegt atvinnuleysi meðal ungs fólks hefur dregið stórlega úr stuðningi almennings við ESB sem í liðinni viku hélt upp á sextugsafmæli Rómarsamn- ingsins frá 1957. Úrsögn Breta úr sambandinu sem nú er orðin stað- reynd er fordæmalaus viðburður í sögu þess. Eftirmálin sem nú hefj- ast munu reyna á báða aðila næstu árin og verða jafnframt prófsteinn á samheldni ríkjanna 27 sem glíma innbyrðis við fjöl- mörg vandamál og hafa ólíka af- stöðu, m.a. um frekari samruna og viðbrögð við flóttamanna- straumnum úr suðri. Hvert þess- ara landa þarf að fallast á viðræð- ugrundvöll ESB við Breta sem og á lokaniðurstöðu samninga um út- göngu. Af hálfu þeirra sem móta stefnuna í Brussel er lögð áhersla á ströng skilyrði fyrir útgöngu, ekki síst til að fæla önnur ríki frá því að fylgja fordæmi Breta. Ólík tengsl Norðurlanda við ESB og Nató Saga samskipta Norðurlanda við Evrópubandalagið (EB) frá 1957 og síðan Evrópusambandið (ESB) frá 1993 endurspeglar ólíka sögu og mismunandi viðhorf innan ríkjanna fimm. Danmörk fylgdu Bretum inn í EB 1973 eftir að 63% Dana studdu inngöngu haust- ið áður. Norðmenn felldu þá hlið- stæða tillögu um aðild með 53,5% atkvæða. Þegar kom að breyting- unni yfir í ESB 1993 samþykktu Danir aðild með skilyrði um fjórar undanþágur, m.a. að taka ekki upp sameiginlega mynt, og tillaga um upptöku evru var einnig felld í Danmörku árið 2000. Haustið 1994 samþykktu Svíar inngöngu í ESB með 52,3% atkvæða sem og Finn- ar með 56,9%. Í sama mánuði felldu hinsvegar Norðmenn tillögu um ESB-aðild með 52,2% at- kvæða, sem á þeim tíma voru stór- tíðindi. Við stofnun evru-myntsam- starfsins um aldamótin 2000 tóku Finnar strax upp evru, en Svíar halda sig enn við sænsku krónuna, enda stuðningur þar við upptöku evru áfram afar lítill. Ísland gerð- ist aðili að EFTA, fríversl- unarsamtökum Evrópu árið 1970, en þá áttu 10 ríki aðild að EFTA. Mörg þeirra gengu síðar í ESB og nú eru aðildarríki EFTA aðeins fjögur talsins. Þrjú þeirra stóðu að myndun Evrópska efnahagssvæð- isins með ESB 1995, þ.e. Ísland, Noregur og Lichtenstein, en Sviss hefur sérsamning við bandalagið. Nú er yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna andvígur ESB-aðild og hérlendis er staðan svipuð. Á öllum löndum á Norðurlöndum verður eflaust fylgst grannt með Brexit-viðræðum Breta og ESB, sem kunna að ýta undir breytt viðhorf almennings og stjórnmála- manna til samskipta við ESB og milli Norðurlanda innbyrðis. Hafa ber þá einnig í huga að Svíar og Finnar standa enn sem fyrr utan við Nató. Staða Íslands og samskipti Norðurlanda Þegar til skoðunar voru 1990 framtíðartengsl Íslands við Evr- ópubandalagið í nefnd á vegum Al- þingis skilaði ég sem fulltrúi Al- þýðubandalagsins ítarlegu áliti. Meginafstaða mín hvað Ísland varðaði var „að halda óháðri stöðu gagnvart efnahagsbandalögum en leita sem hagstæðastra samninga við slík bandalög í Evrópu, Norð- ur-Ameríku, Austur-Asíu og víð- ar“. Þegar aðild að Evrópsku efnahagssvæði (EES) kom á dag- skrá stuttu síðar taldi ég hana veikja stöðu Alþingis sem löggjafa með óviðunandi hætti og ekki samrýmast stjórnarskrá okkar. Ég er enn sömu skoðunar og að rétt sé á næstunni að endurmeta EES- samstarfið, m.a. með hliðsjón af útgöngu Breta. Æskilegt er jafn- framt að Norðurlönd leiti leiða til að efla til muna samskipti sín á milli í ljósi sviptinga á alþjóðavett- vangi og setji í öndvegi sameig- inlega baráttu fyrir heimsfriði, jöfnuði og umhverfisvernd. Brexit, alþjóðasamskipti og staða Norðurlanda Eftir Hjörleif Guttormsson »Norðurlönd ættu á ný að leita leiða til að efla til muna samskipti sín á milli í ljósi mikilla breytinga á alþjóðavettvangi. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Markmiðið með Degi verkfræð- innar er að vekja athygli á mik- ilvægi tækni- menntunar og fjölbreytilegum viðfangsefnum verkfræðinga og tæknifræðinga. Nám og starf innan tækni- greina gefur tækifæri til að hafa áhrif og móta samfélagið. Í gegnum tíðina hafa verkfræð- ingar og tæknifræðingar gegnt lykilhlutverki í tækniframförum og uppbyggingu sem orðið hefur hér á landi. Mikilvægi þessara greina sést einnig á frumkvæði ungra verkfræðinga og tækni- fræðinga undanfarin ár á sviði nýsköpunar. Störf verkfræðinga og tækni- fræðinga ná yfir stöðugt stærra svið og má segja að nám í þess- um greinum veiti aðgang að nánast hvaða starfsvettvangi sem er. Fyrir rúmum eitt hundr- að árum mátti fyrsti íslenski verkfræðingurinn, og þeir sem á eftir honum komu næstu áratug- ina, búa við takmarkaðan skiln- ing á menntun sinni og getu. Stjórn Verkfræðingafélags Ís- lands hefur sent stjórnvöldum ákall um styðja við bakið á tæknimenntum sem er forsenda framfara og velmegunar í land- inu. Stuðningur við nám í verk- fræði og tæknifræði er ein af lykilforsendum þess að íslenskt samfélag nái að dafna og halda samkeppnishæfni sinni á kom- andi árum. Mikilvægi þess að geta boðið ungu fólki góða tæknimenntun er óumdeilt. Það mun leiða af sér meiri stöðug- leika í búsetu þessa hóps hér- lendis að loknu námi. Tæplega þarf að fjölyrða um mikilvægi þess fyrir samfélagið að ungt og hæfileikaríkt fólk kjósi að verja starfsævi sinni hérlendis frekar en að flytja af landi brott. Í framlögum til háskól- anna þarf ekki ein- göngu að leiðrétta misræmi sem orðið er heldur þarf einnig að bæta í til að mæta áskorunum framtíð- arinnar. Annað er ekki ásættanlegt ef hugað er að sam- anburði við þá háskóla sem bjóða menntun í verkfræði og tækni- greinum í þeim lönd- um sem við berum okkur gjarn- an saman við. Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) var stofnað árið 1912 og er því 105 ára. Félaginu bættist öflugur liðsauki um síðustu ára- mót þegar Tæknifræðingafélag Íslands (TFÍ), sameinaðist félag- inu. Í dag eru félagsmenn í VFÍ ríflega 4.000. Ekki leikur vafi á að sameiningin skapar sókn- arfæri á mörgum sviðum. Sérstaða VFÍ felst ekki síst í öflugu faglegu starfi samhliða verkefnum sem snúa að hefð- bundnum kjaramálum. Dagur verkfræðinnar er skýrt dæmi um þær áherslur í starfi félags- ins. Ráðstefnan á Degi verkfræð- innar er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um dag- skrá og skráning er á vfi.is. Ég hvet félagsmenn VFÍ og allt áhugafólk um það sem er efst á baugi innan tæknigreina á Ís- landi að mæta. Tæknimenntun skapar verðmæti Eftir Pál Gíslason »Dagur verkfræð- innar verður haldinn í þriðja sinn föstudaginn 7. apríl. Fjölbreytt og spenn- andi dagskrá verður á Hilton Reykjavík Nordica. Páll Gíslason Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.