Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 94

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 94
94 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið svuntur Íslenski saxófónkvartettinn fagnar tíu ára starfsafmæli með fjölbreyti- legum tónleikum í Tíbrárseríu Sal- arins í Kópavogi í kvöld, fimmtu- dag. Hefjast þeir klukkan 21. Á efnisskrá tónleikanna eru verkin „Summa“ eftir Arvo Pärt, „Andante et Scherzo“ eftir Eugene Bozza, „Histoire du Tango“ eftir Astor Piazzolla, „Saxófónkvartett“ eftir Philip Glass og frumflutningur á nýju verki fyrir saxófónkvartett eftir Svein Lúðvík Björnsson. Íslenska saxófónkvartettinn skipa þau Vigdís Klara Aradóttir á sópransaxófón, Sigurður Flosason á altsaxófón, Peter Tompkins á ten- órsaxófón og Guido Bäumer á barí- tónsaxófón. Íslenski saxófónkvartettinn er fyrsti og eini saxófónkvartettinn á Íslandi. Fyrstu tónleikana hélt hann í október 2006 en síðan þá eru tón- leikarnir orðnir tæplega fimmtíu, víða um land. Verkaskrá kvart- ettsins spannar einnig um fimmtíu verk, þar af mörg af lykilverkum saxófónkvartettstónbók- menntanna. Kvartettinn hefur einnig flutt mikið af nýrri íslenskri tónlist í gegnum árin. Sömu liðsmenn hafa skipað kvartettinn frá upphafi og Vigdís Klara segir að eðlilega þekki þau því orðið vel hvert inn á annað í samspilinu. Þau komi þó ekki öll úr sömu áttinni. Vigdís og Guido eru hjón og lögðu bæði stund á klass- ískan saxófónleik, rétt eins og Sig- urður Flosason gerði þótt hann sé líklega þekktari sem einn helsti framherji íslensks djasslífs. Þá er Peter óbóleikari við Sinfóníu- hljómsveitina en svo fjölhæfur að saxófónninn leikur í höndum hans. Á liðnum áratug hefur kvart- ettinn leikið á þrennum til átta tón- leikum á ári. „En starfsemin hefur alltaf verið regluleg og við höfum aldrei tekið löng frí á þessum tíma,“ segir hún. Vigdís segir ánægjulegt að frum- flytja á tónleikunum í kvöld verkið sem Sveinn Lúðvík samdi sérstak- lega fyrir þau. „Það er alltaf gaman að fá í hendur nótur að nýju verki. Okkur finnst það heyrast að Sveinn skrifi það sérstaklega fyrir okkur.“ Þá bendir Vigdís á kvartettinn eftir Glass sem varð áttræður í ár. „Við höfum leikið hluta verksins áð- ur en leikum það í heild nú í fyrsta skipti. Á afmælistónleikum er allt gefið í botn!“ efi@mbl.is Blásarar Sigurður Flosason, Peter Tompkins, Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer hafa skipað Íslenska saxófónkvartettinn frá upphafi. Á afmælistónleik- um er gefið í botn  Íslenski saxófónkvartettinn tíu ára Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Tónleikarnir eru liður í undirbún- ingi kórsins fyrir söngferðalag hans til Austurríkis og Tékklands í sum- ar, en í Tékklandi mun kórinn taka þátt í kórakeppninni Hátíð söngv- anna í Olomouc, í júníbyrjun þar sem kórar víðs vegar úr veröldinni munu mætast,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, stjórnandi Háskólakórs- ins, um vortónleika kórsins sem fram fara í Neskirkju í kvöld kl. 20. „Við keppum í tveimur flokkum sem kallar á tvær 15 mínútna langar efnisskrár, því aðeins má flytja hvert verk einu sinni. Við höfum hins veg- ar alveg frjálsar hendur með verk- efnavalið, fyrir utan eitt skylduverk eftir tékkneskt tónskáld sem við eig- um enn eftir að fullæfa. Markmið okkar er að vera með fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá sem saman- stendur bæði af íslenskum og er- lendum lögum,“ segir Gunnsteinn og tekur fram að alltaf sé gaman að geta sungið íslensk þjóðlög og ís- lenska tónlist á tónleikum erlendis. Á tónleikunum í kvöld syngur Há- skólakórinn ýmis íslensk þjóðlög í útsetningum íslenskra tónskálda. „Einnig flytjum við „Dýravísur“ eft- ir Jón Leifs, sem er mjög stórt kór- verk. Ég held að Háskólakórinn sé eini kórinn sem hafi flutt þetta verk Jóns Leifs undanfarin ár,“ segir Gunnsteinn og bendir á að Háskóla- kórinn hafi gefið út tvo geisladiska frá því hann tók við kórnum 2007 þar sem verk Jóns Leifs hafa hljómað í bland við verk eftir Jórunni Viðar og Þóru Marteinsdóttur. „Við höfum því lagt áherslu á að halda nafni Jóns Leifs á lofti og munum gera það í keppninni úti.“ Keppnin stælir kraftana Í tilefni þess að í ár eru liðin 450 ár frá fæðingu Monteverdi munum við á vortónleikunum flytja tvo madrígala til að minnast hans. Monteverdi var eitt merkasta tón- skáld frumbarokktímans, en hann stóð sem tónskáld mitt á milli end- urreisnar- og barokktímans. Síðan erum við á tónleikunum með stórt verk eftir Vaughan Williams sem nefnist „Þrír söngvarar“ og er við texta eftir Shakespeare,“ segir Gunnsteinn, en af öðrum tón- skáldum kvöldsins má nefna Hafliða Hallgrímsson og Báru Grímsdóttur auk þess sem flutt verður verk eftir stjórnandann sem nefnist „Nú vakn- ar þú mín þjóð“ við kvæði eftir Hall- grím Helgason og ekki hefur heyrst áður á tónleikum Háskólakórsins. Miðar verða seldir við innganginn og er aðgangseyrir 1.000 krónur sem renna beint í ferðasjóð kórsins. Spurður hvaða þýðingu það hafi að taka þátt í keppni segir Gunnsteinn það stæla kraftana auk þess sem gott sé að hafa eitthvað til að stefna að. „Við höfum aldrei áður tekið þátt í keppni. Sjálfur hef ég tekið þátt í hljómsveitarstjórakeppni í Noregi og það var mikil og góð reynsla. Þetta er í hins vegar fyrsta sinn sem ég tek þátt í kórakeppni,“ segir Gunnsteinn og tekur fram að söng- ferðin hefjist með tónleikum í Salz- burg og Vínarborg. Aðspurður segir hann um 50 kórfélaga syngja með Háskólakórnum, sem stofnaður var haustið 1972 og fagnar því 45 ára starfsafmæli í haust, en þá verða líka tíu ár síðan Gunnsteinn tók þar við stjórnartaumum. „Ég eldist ekki í starfi mínu með kórnum. Ég upplifi mig alltaf rúmlega tvítugan í þessum hópi. Ég kann því afar vel að um- gangast ungt fólk. Það eru mikil for- réttindi að mega vera með svona skemmtilegu fólki og áhugasömu.“ „Eldist ekki í starfi mínu með kórnum“  Vortónleikar Háskólakórsins í Neskirkju í kvöld kl. 20 Fjölmenni Gunnsteinn Ólafsson hefur stjórnað Háskólakórnum frá haustinu 2007. Um 50 félagar syngja í kórnum, en rúmlega þriðjungur kórfélaga er erlendir námsmenn. Kórinn tekur þátt í alþjóðlegri kórakeppni í sumar. Enginn sá hundinn eftir Hafstein Hafsteinsson og Úlfur og Edda: Dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til barna- og unglinga- bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 2017. Alls eru tólf bækur til- nefndar í árið, en verðlaunin verða afhent 1. nóvember í Finlandia- húsinu í Helsinki. Frá Danmörku eru tilnefndar bækurnar Dyr med pels – og uden eftir Hanne Kvist og Hjertestorm – Stormhjerte eftir Annette Herzog, Katrine Clante og Rasmus Bregnhøi; frá Færeyjum Hon, sum róði eftir ælaboganum eftir Rakel Helmsdal; frá Finnlandi Vildare, värre, Smilodon eftir Minna Linde- berg og Jenny Lucander og Yökirja eftir Inka Nousianinen og Satu Kettunen; frá samíska tungumála- svæðinu Luohtojávrri oainnáhusat eftir Kirste Paltto; frá Noregi Far din eftir Bjørn Ingvaldsen og Ung- domsskolen eftir Anders N. Kvam- men og frá Svíþjóð Djur som ingen sett utom vi eftir Ulf Stark og Linda Bondestam og Ormbunks- landet eftir Elin Bengtsson. Morgunblaðið/Eggert Gleðiefni Kristín Ragna Gunnarsdóttir fagnaði tilnefningunni í Norræna húsinu í gærmorgun. Á myndina vantar Hafstein Hafsteinsson. Hafsteinn og Kristín fulltrúar Íslands í ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.