Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 30

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu á ársfundinum. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti viku fyrir ársfund. Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til stjórnar verða birt á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is. Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til þess að mæta. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is eða hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040. Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 17.00 í Landsbankanum, Austurstræti 11. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bjarni Ingvar Árnason veitinga- maður, ýmist kenndur við Brauðbæ, Óðinsvé eða Perluna, hefur nú fund- ið fjölina sína í Bakarabrekkunni í miðbæ Reykjavíkur. Hann og með- eigendur eru að hleypa nýju lífi í hið rótgróna veitingahús Lækjar- brekku. Ofan við Lækjarbrekku eru veit- ingasalirnir Litla-Brekka og Korn- hlaðan. Þar hefur öllu verið umbylt eftir að Bjarni og félagar tóku við. Lyfta er komin á milli hæða, snyrti- herbergi útbúið fyrir hreyfihamlaða og nýr neyðarútgangur kominn á suðurhlið hússins. Kornhlaðan var stækkuð og inn- réttuð á ný. Settar voru upp veg- legar ljósakrónur og minnir salurinn á virðulegt guðshús. Nýtt eldhús og uppþvottaaðstaða er komin í Litlu- Brekku og mun þjóna báðum söl- unum. Barinn í Litlu-Brekku er klæddur viðarborðum sem áður voru í fjallaseli í Ölpunum. Skipt var um gólfefni og allt málað. Árni Ingvar Bjarnason, myndlistarmaður og son- ur Bjarna, stjórnaði litavali, efnisvali og útliti salanna. Bjarni sagði að kominn hefði verið tími á endurnýjun húsnæðisins og að færa það að nútíma kröfum. Gamalt lagnaefni og fleira var hreinsað út og ýmislegt kom í leitirnar. „Ég fann hér til dæmis nokkra árganga af piparkökum í stórum kössum,“ sagði Bjarni og hló. Á sjálfri Lækjar- brekku hafa einnig verið gerðar breytingar. Vilja lífga upp á miðbæinn „Við komum með nýjan matseðil þegar við vorum búnir að koma okk- ur fyrir,“ sagði Stefán Elí Stefáns- son yfirmatreiðslumeistari. „Mat- seðillinn er ekki langt frá því sem við vorum með í Perlunni en samt ekki eins. Við byggjum á sígildri franskri bistró-línu en setjum okkar svip á hana.“ Stefán Elí sagði að Litla-Brekka og Kornhlaðan yrðu fyrst og fremst veislusalir en sérréttaseðill gilti á Lækjarbrekku. Stefnt er að því að bjóða upp á villibráðarhlaðborð í veitingasölunum í haust og svo jóla- hlaðborð, líkt og var í Perlunni. Þor- láksmessuskatan verður líka á sín- um stað og áramótaveislan á gamlárskvöld. Fólk er farið að panta borð á gamlárskvöld og er annar salurinn þegar fullbókaður. Ekki verða gerðar miklar útlits- breytingar á salnum í Lækjar- brekku, nema að þar á að setja upp gamlar Reykjavíkurmyndir. Draumur Bjarna er að geta borið fram veitingar utanhúss í skjólinu framan við Lækjarbrekku. Þar gætu gestir fylgst með mannlífinu á Lækjartorgi og í Lækjargötu og not- ið matar og drykkjar. Bjarni sagði að borgin þyrfti að verða skemmti- legri og þetta gæti verið liður í því. Honum hefur líka dottið í hug að endurvekja „kassann“ þar sem karl- ar og konur geti talað yfir samborg- urunum og Árni Ingvar kom með þá hugmynd að setja upp útibotsía. Lækjarbrekka gædd nýju lífi  Veislusalirnir Litla-Brekka og Kornhlaðan hafa verið gagngert endurnýjaðir  Sígild frönsk bistró-lína á borðum í Lækjarbrekku  Draumurinn er að geta boðið upp á veitingar utanhúss Kornhlaðan Veislusalurinn hefur verið stækkaður og settar upp nýjar ljósakrónur. Er salurinn hlýlegur og virðulegur eins og sjá má. Lækjarbrekka Bjarni veitingamaður á sér þann draum að geta borið fram mat og drykk utandyra í skjólinu framan við veitingahúsið. Litla-Brekka F.v. Árni Ingvar Bjarnason, Stefán Elí Stefánsson og Bjarni Ingvar Árnason fagna góðum áfanga. Morgunblaðið/RAX
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.