Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Upplifðu París sp ör eh f. Sumar 1 Hin dásamlega Parísarborg er aldrei meira heillandi en einmitt á vorin. Louvre safnið, Champs-Elysées verslunargatan, Concorde torgið, Notre Dame, Montmartre og Sacre Cæur eru bara nokkrir af þeim fjölda mörgu stöðum sem við sjáum. Svo er frjáls tími til að njóta þeirra dýrða sem heilla mest. 17. - 21. maí Fararstjóri: Laufey Helgadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 149.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hóp- stjóra veðurþjónustu á Veðurstof- unni. Á þessum tíma hefur mátt sjá appelsínugular viðvaranir hátt í tíu sinnum, en þá hefur verið talið að veðrið gæti haft samfélags- leg áhrif og erfið- leika í för með sér. Gular viðvar- anir hafa á þess- um tíma nánast verið daglegt brauð og varla liðið sá veður- fréttatími í sjónvarpi þar sem ekki hefur mátt sjá gult viðvörunar- merki blakta vegna storms eða úr- hellis einhvers staðar á landinu. Enn hefur Veðurstofan ekki gefið út rauða viðvörun um óveður af sjaldgæfum styrk, en það er hæsta stigið. Fólk skilur þessar viðvaranir „Samstarf okkar við Almanna- varnir hefur verið framúrskarandi á þessum tíma, en við höfum unnið náið með þeim, Landsbjörg og Vegagerðinni,“ segir Elín Björk. „Fólk skilur þessar viðvaranir og veit að appelsínugult er orðið meira heldur en almennt veðurfar þar sem allir komast að mestu leiðar sinnar ef farið er með gát. Kerfið er sam- evrópskt og ferðamenn frá Evrópu þekkja að birtist appelsínugul við- vörun er það eitthvað sem þarf að skoða. Ég hef heyrt frá trygginga- félögum, sem nota kerfið til sinna starfa, að færri tjónatilkynningar hafi borist. Sérstaklega hafi það haft áhrif þegar tekið er fram í við- vörunum að gæta þurfi að því að vatn komist sína leið og fólk hreinsi frá ræsum og slíkt.“ Helstu breytingar í útgáfu við- varana frá 1. nóvember eru þær að nýja kerfið tekur meira tillit til að- stæðna hverju sinni miðað við árs- tíma og samfélagslegra áhrifa. Markmiðið var að auka þjónustu við almenning og hagsmunaaðila. Ekki var lengur hugsað um staka veður- farsþröskulda, en viðmið sem Veð- urstofan notaði voru t.d. 20 metra vindhraði á sekúndu eða 100 milli- metra úrkoma á 24 tímum. Elín Björk segir að nýja viðvörunar- kerfið taki lengri tíma fyrir veð- urfræðinga og kalli á meiri sam- þættingar en áður. Viðvaranir í stað tilkynninga Með aukinni vetrarferðamennsku síðustu ár hafi Veðurstofan farið að gefa út fréttatilkynningar þegar ill- viðra var von, en því var hætt með tilkomu nýja kerfisins. Appelsínu- gulu viðvaranirnar hafa sömu þýð- ingu, en eru meira lifandi og bjóða upp á uppfærslu á spákortinu eftir því sem við á. Veðurstofan hafði rétt lokið við að tilkynna um nýja kerfið þegar gefin var út gul viðvörun á mið- vikudeginum 1. nóvember. Í kjöl- farið fylgdi appelsínugul viðvörun á sunnudeginum á eftir. Síðar í mán- uðinum var á ný gefin út slík við- vörun þegar orðið var mjög snjó- þungt í viðvarandi norðanátt sem hafði áhrif á ferðir og flutninga frá Vestfjörðum og austur á Hérað. Í desember var gefin út ein app- elsínugul viðvörun og síðan fjölgaði þeim í janúar og febrúar. Appel- sínugular viðvaranir hafa því verið gefnar út í hverjum mánuði frá því að kerfið var tekið upp, en þær hafa yfirleitt verið staðbundnar og staðið stutt yfir, að sögn Elínar Bjarkar. Gular viðvaranir á þessum tíma hafa verið fjölmargar, enda hefur verið stormasamt þessa mánuði, ekki síst nú í febrúar. Síðasti hvellurinn? Spurð um fjölda djúpra lægða frá áramótum segir Elín Björk að þær séu orðnar á annan tuginn. Þær hafi þó ekki einar átt sök á vondum veðrum því öflug veður á þessum tíma megi einnig rekja til skila á milli loftmassa. Hvellurinn sem gekk yfir í gær- dag er þó vonandi sá síðasti að sinni. Líkur eru á að hæð gangi yfir landið á næstunni og henni fylgi meiri ró í veðrinu, þannig að fram undir mánaðamót verði skaplegra veður. Enn þá er þó bara febrúar! Góð reynsla af viðvörunarkerfinu  Hátt í tíu appelsínugular viðvaranir á tæplega fjórum mánuðum  Stormasamt síðustu vikur og þær gulu hafa nánast verið daglegt brauð  Tryggingafélög merkja að tjónatilkynningar séu færri Morgunblaðið/Eggert Alls konar Stormar, snjókoma og rigningar hafa sett svip sinn á veðrið undanfarið og viðvaranir Veðurstofu samkvæmt nýju kerfi hafa verið algengar. Elín Björk Jónasdóttir Appelsínugular viðvaranir eru ekki öllum að skapi og hefur Veðurstofan fengið athuga- semdir út af þeirri orðanotkun. Meðal annars hefur verið bent á að betra sé að tala um rauðgul- ar eða gulrauðar viðvaranir. Elín Björk segir að ýmsum sem gert hafa slíkar athuga- semdir sé mikið niðri fyrir. Ekki standi þó til að breyta þessari orðanotkun. Orðið ekki öll- um að skapi APPELSÍNUGUL? Ólöf Pálsdóttir mynd- höggvari lést síðastlið- inn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Ólöf fæddist í Reykjavík 14. apríl 1920. Hún var dóttir Páls Ólafssonar frá Hjarðarholti í Dala- sýslu, framkvæmda- stjóra og ræðismanns, og Hildar Stefánsdóttur frá Auðkúlu í Austur- Húnavatnssýslu. Ólöf nam við Kon- unglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árin 1949-1955 hjá prófessorunum Aksel Jörgensen og Utzon Frank. Hún út- skrifaðist þaðan með gullverðlaun fyrir verk sitt Sonur sem stendur nú í Hljómskálagarðinum. Frekara nám stundaði hún í Kaíró í Egyptalandi árið 1954 hjá prófessor Wissa Wassef og 1957 í Róm hjá prófessor Fazzini. Ólöf sýndi og seldi verk víða um heim, þar á meðal opinberum aðilum. Höggmynd hennar Tónlistar- maðurinn, af sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtsson, stóð lengi við Háskólabíó en er nú við Hörpu. Ólöf var einn af stofnendum listamanna- samtakanna Den Nordiske og hélt sýningar í Kettle’s Yard Museum við Cambridge-háskóla og víðar í Bretlandi, svo og í Danmörku, Fær- eyjum, Frakklandi og Þýskalandi. Ólöf var sæmd íslensku fálka- orðunni árið 1970 og var heiðursfélagi í Kon- unglega breska mynd- höggvarafélaginu. Verk eftir Ólöfu er víða að finna og eru þau meðal annars í eigu Seðlabanka Ís- lands, Arion-banka, Norræna hússins, Reykjavíkurborgar, Þjóðleikhússins, Verslunarskóla Ís- lands, Kvennaskólans í Reykjavík, Skógaskóla undir Eyjafjöllum og Listasafns Íslands. Einnig er fjöldi verka í eigu einstaklinga hérlendis og verk Ólafar, jafnt í opinberri eigu og einkaeign, má finna í Kanada, Bretlandi, Ítalíu, Danmörku og Sví- þjóð. Ólöf giftist árið 1956 Sigurði Bjarnasyni (1915-2012) frá Vigur í Ísafjarðardjúpi, fyrrverandi þing- manni Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra Morgunblaðsins og síðar sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og Lond- on. Þau hjón eignuðust tvö börn, Hildi Helgu og Ólaf Pál. Andlát Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari „Við fyrstu sýn virðist aðstaðan hérna vera miklu betri. Ég fór í skoðun hjá þeim strax þegar ég kom hingað og fer svo í röntgen á morgun. Það er síðan vonandi að ég geti hafið end- urhæfingu fljót- lega ef allt gengur vel,“ sagði Sunna Elvira Þorkelsdóttir í samtali við Morgunblaðið en hún var í gær flutt frá sjúkrahúsinu í Malaga á Spáni á bæklunarspítala í Sevilla. „Þetta virðist vera talsvert betra hérna,“ sagði hún aðspurð hvort það væri mikill munur á aðstöðunni í Malaga og Sevilla. ,,Læknarnir virð- ast hafa meira vit á því hvernig með- höndla á ástand mitt. Þeir t.d. tóku strax af mér vafningana á fótunum en þeir voru settir utan um legusárin þegar ég var á spítalanum í Malaga. Það er víst nokkuð sem má alls ekki gera segja læknarnir hérna. Von- andi fæ ég núna almennilega aðstoð til að vinna í meiðslum mínum.“ aronthordur@mbl.is Aðstaðan virðist vera miklu betri Sunna Elvira Þorkelsdóttir  Sunna Elvira er komin til Sevilla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.