Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 4 9 Styrkir til verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja Öryrkjabandalag Íslands veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu bandalagsins. ÖBÍ auglýsir hér með eftir styrkumsóknum. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Sótt er um styrk rafrænt á vef Öryrkjabandalagsins, obi.is. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu ÖBÍ. Netfang: mottaka@obi.is. Sími. 530 6700. Skýrsla starfshóps um gerð bók- menningarstefnu var kynnt í gær. Meðal tillagna hópsins er að starf- semi Miðstöðvar íslenskra bók- mennta verði efld og framlög til hennar hækkuð um að minnsta kosti 50% ár hvert. Miðstöðinni eru ætl- aðar 103 milljónir króna í ár en hjá henni geta útgefendur sótt styrki til útgáfu á stórvirkjum og fræðiritum. Þá er lagt til að hlutverk Mennta- málastofnunar varðandi námsbóka- útgáfu verði endurskoðað ásamt lög- um um útgáfu námsgagna, náms- gagnasjóður grunnskóla verði efldur og rafrænni menntagátt komið á laggirnar. Eins að námsbækur og námsgögn í framhaldsskólum verði nemendum upp að 18 ára aldri að kostnaðarlausu. Lagt er til að Miðstöð íslenskra bókmennta verði efld með auknum fjárframlögum og hún styrki sér- staklega útgáfu myndskreyttra bóka fyrir börn. Þá er lagt til að lög um Hljóðbókasafn Íslands verði endurskoðuð en starfsemi þess hef- ur sætt mikilli gagnrýni að undan- förnu. Starfshópurinn leggur til að bóka- skattur verði afnuminn. Athygli vek- ur þó að fulltrúi fjármála- og efna- hagsráðuneytisins í starfshópnum, Sigurður Guðmundsson, lætur bóka sérstaklega í þessu samhengi efa- semdir sínar um þessa leið. Hann kveðst telja rétt að samhliða úttekt á virðisaukaskattsleiðinni verði skoðaðir mismunandi möguleikar til þess að auka með beinum hætti stuðning við bókaútgefendur og rit- höfunda. Það er því ljóst að ekki rík- ir fullkominn einhugur um þessa boðuðu aðgerð. „Það er auðvitað óheppilegt að fulltrúi fjármálaráðuneytisins í starfshópnum hafi sett fyrirvara um tillögu meirihluta starfshópsins,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fyrrver- andi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem sæti átti í starfshópnum. „Þrátt fyrir það er ég sannfærður um að menntamálaráðherra standi við orð sín og það sem stendur skýr- um orðum í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar; að virðisaukaskattur verði afnuminn af bókum eigi síðar en í lok þessa árs.“ hdm@mbl.is Skýrsla Egill Örn Jóhannsson og Kristrún Lind Birgisdóttir afhentu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra skýrsluna. Ekki eining um afnám bókaskatts  Fulltrúi fjármálaráðuneytis lýsir efa Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það verður að viðurkennast að hugmyndin er náttúrlega klikkuð en þannig er þetta bara,“ segir Ásgeir Halldórsson, einn skipu- leggjenda ferjusiglingar með stuðningsmenn íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu á HM í Rúss- landi í sumar. Tugir Íslendinga hafa bókað sér far með ferjunni M/S Furmanov en hugmyndin er að hún sjái allt að 270 manns fyrir gistingu og flutningi á milli leikstaða Íslands í Rússlandi. Þessa dagana eru að berast staðfestingar um það hvort fólk fái miða á leiki íslenska liðs- ins og því ljóst að margir fara að huga að gistingu. „Það er líklegt að það verði biðröð í skipið í mars, apríl og maí en við þurfum að fá nægan fjölda, alla vega 200 manns, fyrir lok febrúar til að af þessu geti orðið,“ segir Haukur Hauksson hjá ferðaskrifstofunni Bjarmalandi sem hefur tekið að sér sölu á siglingunni. Til að ævintýrið geti orðið að veruleika þarf að borga fyrirfram- greiðslu til útgerðarinnar um næstu mánaðamót. Áhugasamir þurfa að greiða 100 þúsund króna staðfestingargjald sem verður endurgreitt ef ekki verður af ferð- inni. Ferðin er 13 daga sigling. Allur matur er innifalinn og drykkir eru sagðir á góðum kjörum. Hægt er að horfa á alla leiki á HM á skjám um borð. Siglt er um ána Volgu og stoppað á áhugaverðum stöðum á leiðinni og farið í skoðunarferðir. Tveggja manna káeta kostar 270 þúsund krónur á mann. Unnið er að því að skipuleggja leiguflug til Rússlands í tengslum við sigl- inguna. Haukur Hauksson segir þetta kostakjör. „Verð á hótelum og annarri þjónustu í Rússlandi á HM rýkur upp og á enn eftir að hækka. Íslendingar halda að skemmtisigling sé eitthvað mjög dýrt og óraunverulegt. En þarna eru menn að borga tæplega 20 þúsund krónur á sólarhring fyrir flutning, alla þjónustu um borð og toppfæði.“ Margir spenntir fyrir því að sigla milli leikstaða á HM  Þykir raunhæfur kostur því verð á gist- ingu og þjónustu í Rússlandi rýkur upp Lúxussigling Um 270 manns kom- ast með ferjunni M/S Furmanov sem sigla á milli leikstaða Íslands á HM í Rússlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.