Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Ingvar Þór Jóhannesson ermaðurinn á bak við þátttökuReykjavik Puffins, semstefnir að einu af fjórum efstu sætunum í sínum riðli í at- skákkeppni á netinu, Pro chess- league. Ingvar er skráður í lið Reykjavíkurlundanna en þar sem hann heldur úti vefsíðu og beinum útsendingum á meðan á keppni stendur hefur hann látið sér nægja að bera fyrirliðabandið. Þeir sem teflt hafa fyrir sveitina auk greinar- höfundar eru Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þór- hallsson, Jón Viktor Gunnarsson og bræðurnir Björn og Bragi Þor- finnssynir. Fjögur efstu sætin í riðlinum gefa rétt á þátttöku í 16 liða útsláttarkeppni en þeim liðum sem síðan komast í undanúrslit verður boðið til New York í sér- staka úrslitakeppni og útsendingu kostaða af Chess.com vefnum. Forsvarsmenn keppninnar hafa fengið til keppni kappa á borð við Magnús Carlsen heimsmeistara, Maxime Vachier-Lagrave, Viswan- athan Anand og Hikaru Nakam- ura,Fambiano Carugna svo nokkrir séu nefndir. Það kom í hlut grein- arhöfundar að tefla við Magnús á dögunum og tapaðist sú skák eftir snarpa baráttu en á ýmsu hefur gengið hjá okkar sveit. Tveir sigr- ar, tvö töp og eitt jafntefli og 5. sæti í riðlinum en betur má ef duga skal. Tímafyrirkomulagið er oftast 15 2 en stundum 10 2. Þó að skemmtigildið sé vissulega í fyrirrúmi fylgir keppninni alvara og ákveðnar reglur sem krefja þátt- takendur um að undirrita loforð um að hegða sér íþróttamannslega, hafa ekki samráð á meðan keppni á stendur, nota ekki hugbúnað o.s.frv. Keppendur sjást raunar í vefmyndavél á meðan teflt er, sem er ákveðin trygging, en einbeittur brotavilji gæti hæglega eyðilagt svona keppni nema sendur væri sérstakur eftirlitsmaður/dómari á vettvang. Eftir fyrstu viðureign Reykjavik Puffins við franska liðið Marseille Migraines var sigurskák Braga Þorfinnssonar kosin skák umferð- arinnar. Bragi vann með tilþrifum. Fögnuðu þeir bræður Björn og Bragi vel og lengi eftir á. Bragi hik- aði ekki við að tefla fjögurra peða árásina í kóngsindverskri vörn, af- brigði sem hann lærði fyrir Ólymp- íumót 16 ára og yngri á Kanarí- eyjum árið 1995: Bragi Þorfinnsson – Etienne Bacrot Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 0-0 6. Rf3 c5 7. d5 e6 8. Be2 exd5 9. cxd5 Bg4 10. 0-0 Rbd7 11. He1 He8 12. h3 Bxf3 13. Bxf3 a6 14. g4 h6 15. h4! Hér duga engin vettlingatök. 15. … b5 16. g5 Rh7 17. e5! Snarplega leikið, peðsleikurinn rýmir fyrir d-peðinu, riddaranum og biskupnum á f3. 17. … dxe5 18. d6 Hb8 19. Rd5 hxg5 20. hxg5 Rhf8 21. Rc7?! „Houdini“ telur 21. Bg4! betra þar sem svartur getur nú leikið 21. … exf4 með góðri stöðu. En Bragi var greinilega búinn að slá Bacrot út af laginu. 21. … Re6 22. Rxe8 Dxe8 23. a4 Dd8 24. axb5 axb5 25. Bd5! Rdf8 26. fxe5 Rxg5 27. Dg4 Rge6 28. Ha7 Db6 (– Sjá stöðumynd) 29. Hxf7! Glæsilega leikið. Eftirleikurinn ætti að vera auðveldur en Bacrot er harður í vörninni. 29. … Kxf7 30. Hf1+ Ke8 31. Bxe6 c4+ 32. Hf2 Hb7 33. Bf7+! Hvítur vinnur nú mikið lið og úr- slitin eru ráðin. 33. … Hxf7 34. Dc8+ Dd8 35. Dxd8+ Kxd8 36. Hxf7 Bxe5 37. Bg5+ Kc8 38. Hxf8+ Kd7 39. Hd8+ Ke6 40. d7 Bxb2 41. Hb8 Kxd7 42. Hxb5 c3 43. Kf1 Kc6 44. Hb8 Kd5 45. Ke2 Ke4 46. Hb4 Kf5 47. Hb5 Kg4 48. Bf6 g5 49. Hxg5 Kf4 50. Hc5 Ke4 51. Bxc3 - og svartur gafst upp. Reykjavíkurlundar stefna hátt Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Merki Reykjavíkurlundanna. Rótarý eru fremstu mannúðar- og velferð- arsamtök í heiminum og starfa í yfir 200 lönd- um með rúmlega 1,2 milljónir félaga í um 35 þúsund klúbbum. Rót- arý er hreyfing fólks allstaðar að úr atvinnu- lífinu, viðskiptum, op- inberri þjónustu og stjórnsýslu. Þetta eru alþjóðasamtök, sem standa fyrir mannúðar-, menningar- og frið- arstarfi um allan heim. Þau berjast fyrir góðu siðgæði og góðvild, en kjörorð hreyfingarinnar á heimsvísu eru „Þjónusta ofar eigin hag“. Langstærsta verkefni Rótarý- hreyfingarinnar síðustu 30 árin hefur verið útrýming á lömunarveiki í heiminum, svokallað „Polio Plus“ verkefni. Hefur það starf verið leitt af Rótarýsjóðnum, sem oft er kall- aður „Flaggskip“ Rótarýhreyfing- arinnar. Vonir eru bundnar við, að á næstu þremur árum sjái fyrir end- ann á því verkefni, en Rótarý hefur í samstarfi við Bill og Melindu Gates Foundation lyft þar grettistaki. Margir Rótarýfélagar og flestallir klúbbar greiða árlega til Rótarý- sjóðsins, sem síðan ger- ir sjóðnum og Rótarý- hreyfingunni kleift að vinna að þeim mörgu þjónustuverkefnum sem Rótarý sinnir. Meðal þeirra eru öflugt friðarstarf, styrkir til náms, m.a. í friðar- fræðum, sjúkdóma- forvarnir ásamt mæðra- og ung- barnavernd, öflun vatns, grunnmenntun og læsi. Rótarýhreyfingin átti 113 ára af- mæli í gær 23. febrúar og Rótarý- sjóðurinn verður 101 árs síðar á þessu ári. Það er ekki sjálfgefið að svona samtök nái þessum aldri og þeim árangri sem Rótarý hefur náð. Ég held að það sé ekki síst því að þakka að hreyfingin, hinn almenni rótarýfélagi og einstakir klúbbar gera sér grein fyrir að með sífelldum breytingum í umhverfi okkar verða nýjar áskoranir til. Þessum áskor- unum er mætt með „mikilli vinnu, einlægni og trúmennsku í nafni Rót- arý“, svo ég vitni á orð Ian Riesely al- þjóðaforseta Rótarý. Þessi orð eiga einnig skírskotun í leiðarljós okkar rótarýmanna og -kvenna:  Er það satt og rétt ?  Er það drengilegt ?  Eykur það velvild og vinarhug ?  Er það öllum til góðs? Ég gekk í Rótarýklúbb Mosfells- sveitar 1986, þá nýfluttur í sveitina og sá þar tækifæri til að kynnast nýju fólki, því tengslanet og vinátta í Rótarý skipti miklu máli. Rótarý eru starfsgreinasamtök, sem gefa ein- stakt tækifæri til að kynnast mönn- um og málefnum á Rótarýfundum og þar sem flutt eru fróðleg erindi í anda símenntunar. Í dag er 31 klúbb- ur starfandi vítt um land með um 1.200 félögum, konum og körlum Rótarýdagurinn er haldinn í dag. Í tilefni af því látum við rótarýfélagar rödd Rótarý heyrast og kynnum það mikla og frábæra starf sem fram fer í Rótarýklúbbum um allt land. Rótarý er skemmtilegur félagsskapur, sem víkkar sjóndeildarhringinn og gerir okkur að betri manneskjum. Ég er stoltur af því að tilheyra Rótarýfjöl- skyldunni, því – Rótarý hefur áhrif. Rótarý hefur áhrif Eftir Knút Óskarsson » Þessum áskorunumer mætt með „mikilli vinnu, einlægni og trú- mennsku í nafni Rót- arý“ Knútur Óskarsson Höfundur er umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2017 – 2018. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Skeifan fasteignasala / Suðurlandsbraut 46 108 Reykjavík / Sími 568 5556 / skeifan@skeifan.is Fýlshólar 1, 111 Reykjavík Stórt og vel við haldið þriggja kynslóða fjölskylduhús með fjórum íbúðum og bílskúr. Óviðjafnanlegt útsýni yfir borgina og sundin. Fasteignasalar Skeifunnar taka á móti gestum. Opið hús, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17.30-18.00 Eysteinn Sigurðsson, löggiltur fasteignasali. Þórir Hallgrímsson, hdl. og löggiltur fasteignasali. Það er hverri þjóð nauðsynlegt að standa vel að menntun kom- andi kynslóða hverju sinni, á því byggist framþróun og velmeg- un. Íslendingar hafa byggt upp mennta- kerfi sem er á margan hátt gott. Það er samt umhugsunarvert að hjá þjóð sem telur rúmlega þrjú hundruð þúsund skuli vera reknir sjö háskólar. Áhersla á háskólamenntun hefur verið mjög mikil og virðist ekki vera í takt við þörf þjóðfélagsins, þetta má glöggt greina þegar þær fréttir berast frá Vinnumálastofnun að fjórðungur at- vinnulausra er langskólagenginn. Forstjóri Vinnumálastofnunar kall- ar eftir því að ríkið og sveitarstjórnir búi til störf fyrir þetta fólk og virðist sem ekki skipti máli hvort þörf er fyrir hendi eða ekki, heldur skal báknið bara stækka, einhvern tíma hefði þetta verið kallað at- vinnubótavinna. Á sama tíma kallar atvinnulífið eftir iðnmenntuðu fólki. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á að efla iðnnám og hvetja ungt fólk til iðn- náms. Ferðaþjónustan hefur margfaldast á undanförnum árum með tilheyrandi vaxt- arverkjum og er veru- legur skortur á fólki til að sinna auknum fjölda erlendra ferðamanna. Mönnunarvandi iðnaðar og ferða- þjónustu hefur á síðari árum verið leystur með innflutningi erlends vinnuafls sem hefur reynst misjafn- lega vel og oftar en ekki kostað fyr- irtækin verulegar fjárhæðir vegna skorts á tungumálakunnáttu. Fræg er sagan af byggingaverktakanum sem bað erlenda starfsmenn sína að „þrífa skúrinn“ meðan hann færi í bæjarferð, þegar hann kom til baka sátu fyrrnefndir sarfsmenn á timb- urstafla og voru nokkuð góðir með sig, þeir voru sko búnir að „rífa skúrinn“ eins og hann bað um. Það er svo að íslenskumælandi iðnaðar- menn eru mjög eftirsóttir enda fer þeim hlutfallslega fækkandi. Veru- lega virðist skorta á að stjórnvöld hafi markað langtíma stefnu í menntamálum þar sem tekið er mið af þörfum þjóðfélagsins fyrir fólk í öll störf. Ég hvet þig, Lilja Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra, til að taka þessi mál nú föstum tökum og marka stefnu til lengri tíma sem tek- ur mið af þörfum atvinnulífsins. Hefjum iðn og starfstengt nám til vegs og virðingar á ný. Ofmenntuð þjóð? Eftir Jón Þór Sigurðsson » Verulega virðist skorta á að stjórn- völd hafi markað lang- tímastefnu í mennta- málum. Jón Þór Sigurðsson Höfundur er vélvirki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.