Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Líftæknifyrirtækið Genis á Siglu-
firði, sem er í eigu Róberts Guð-
finnssonar athafnamanns, undirbýr
nú frekari uppgang og þróun fyrir-
tækisins. Til þess að svo megi verða
ætlar fyrirtækið að afla í samstarfi
við fjárfesta, innlenda og erlenda,
allt að tveggja milljarða króna.
Hilmar Janusson, forstjóri Genis,
sagði í viðtali við Morgunblaðið í
gær að Genis hefði samið við
Gamma ráðgjöf sem hefði tekið að
sér að safna fé til þess að fjármagna
næstu skref, allt að tveimur millj-
örðum króna.
Þrepastig í þróuninni
„Það eru þrepastig í þróuninni á
félaginu og við erum að færa okkur
yfir á þriðja stigið. Hjá Genis er
nánast um algjöra einkafjárfest-
ingu að ræða í rannsóknum og þró-
un. Róbert hefur sett sína peninga í
þessa þróun allt frá því að Genis
varð til úr þróunardeild úr skel-
vinnslunni hjá Þormóði ramma,“
sagði Hilmar.
Hann segir að framleiðslustigið
hafi verið skref númer tvö og fyr-
irtækið hafi í fyrrasumar markaðs-
sett Benekta, fæðubótarefni, inn á
Bretlandsmarkað og eins hér á Ís-
landi.
Önnur verðmæt skref
„Við eigum eftir að ráðast í önnur
verðmæt skref. Það fyrsta verður
framleiðsla á lyfjabæti sem læknar
bólgur og er í klínískum prófunum
nú þegar. En síðan er beinagræðir,
sem er þriðja verðmæta skrefið
sem við tökum. Þá þróum við
ígræðsluefni fyrir bein og það er nú
í pre-klínískum rannsóknum. Loks
bíða okkar tækifæri í frekari
lyfjaþróun, sem byggjast á rann-
sóknum undanfarinna ára.
Við ætlum okkur að nýta til fulln-
ustu og fara í beina sölu á fyrstu
tveimur vörutegundunum, fæðubót-
arefninu og lyfjabætinum. Við verð-
um að eiga í samstarfi við lykilaðila
á þeim mörkuðum sem við hyggj-
umst vinna, þegar kemur að
ígræðsluefninu fyrir bein og
lyfjaþróuninni,“ sagði Hilmar.
Ná góðri fótfestu á markaði
Hilmar segir að það fé sem Genis
ætli að sækja í samvinnu við
Gamma ráðgjöf, bæði hjá alþjóð-
legum fjárfestum og innlendum,
muni hjálpa fyrirtækinu að ná góðri
fótfestu á markaði fyrir fæðubótar-
efnið og lyfjabætinn og koma áfram
rannsóknum og klínískri þróun á
beinaígræðsluefnunum.
„Við erum búnir að semja við
Gamma ráðgjöf og höfum þegar
hitt nokkra fjárfesta og við erum
mjög bjartsýnir á að þetta gangi vel
eftir, bæði innanlands og utan. Við
finnum tvímælalaust fyrir áhuga,
en enn vantar hér á landi getuna til
þess að meta til langs tíma, hvaða
þýðingu svona fjárfesting hefur fyr-
ir fjárfestana. Nú erum við komin á
þann stað að við þurfum á ný að
fjárfesta til lengri tíma og byggja
upp til framtíðar og þess vegna
finnst okkur að þetta skref sem við
ætlum núna að taka sé mjög merki-
legt,“ sagði Hilmar.
Gamall draumur Róberts
Hilmar segir að það sé ekki bara
Gamma ráðgjöf sem komi að fjár-
öfluninni, heldur komi alþjóðlega
netverkið hjá Gamma einnig að
fjáröfluninni.
„Þeir eru eina alþjóðlega fjár-
málafyrirtækið á Íslandi í dag og
eru komnir með sjálfstraust til þess
að vinna á nýjan leik á alþjóðlegum
mörkuðum og hafa reynslubolta á
sínum snærum sem við hugsum
gott til glóðarinnar að vinna með.
Þeir munu tengja okkur við alþjóð-
lega fjárfesta og halda utan um að-
komu þeirra. Við sjáum þetta fyrir
okkur til langs tíma, því það verða
a.m.k. nokkur skref í viðbót og við-
skiptaþróun, sem við hyggjumst
taka, og ég held að eigi eftir að
verða mjög ábatasöm,“ sagði Hilm-
ar.
Hilmar segir að sérstaða Genis
sé ekki síst sú að fyrirtækið sé að
selja vörur sínar beint, en ekki í
gegnum þriðja aðila, sem eiginlega
allir aðrir séu að gera.
Það geri það að verkum að fyr-
irtækið nái í meira af framlegðinni,
en ella væri, sem væri vissulega
gamall draumur Róberts Guðfinns-
sonar, auk þess sem með þessum
hætti næðist bein tenging við við-
skiptavinina, sem væri afar dýr-
mætt.
Genis á Siglufirði er í mikilli þróun
Selja fæðubótarefni í Bretlandi og á Íslandi og undirbúa framleiðslu á lyfjabæti og beinagræði
Fyrirtækið hyggst afla allt að tveggja milljarða króna frá innlendum og erlendum fjárfestum
Undirritun Samningur Genis og Gamma um fjármögnun frágenginn. Frá vinstri eru Hanna María Hjálmtýsdóttir,
fjármálastjóri Genis, Helgi Bergs frá Gamma ráðgjöf og Hilmar Janusson, forstjóri Genis.