Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 ✝ IngibjörgBjörgvinsdótt- ir (Inga) fæddist 21. júlí 1946. Hún lést 14. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Bryndís Böðvarsdóttir kennari, f. 13. maí 1923, d. 13. des- ember 1964, og Björgvin Jörg- ensson kennari, f. 21. júlí 1915, d. 26. febrúar 1999. Systkini Ingu eru Böðvar, f. 1947, m. Ástríður Andrésdótt- ir, og Margrét, f. 1949, m. Sig- urvin G. Þ. Jóhannesson. Inga ólst upp á Akureyri. Á unglingsárunum fór hún með fjölskyldu sinni í eitt ár til Noregs. Tæplega tvítug að aldri sneri hún aftur til Nor- júlí 1972, d. 3. júní 1990, og Aðalheiði Mörtu, f. 23. október 1974. Hennar maður er Stefán Halldórsson, f. 2. apríl 1976. Þeirra börn eru Fróði, f. 29. janúar 2009, og Bryndís Hall- dóra, f. 1. mars 2012. Inga stundaði ýmiss konar veitinga- og þjónustustörf, m.a. á pósthúsinu á Skaga- strönd. Þau Steindór bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á höf- uðborgarsvæðinu, fluttust svo til Akureyrar og árið 1985 fluttust þau aftur búferlum til Skagastrandar og settust þar að. Þau hjón voru virk í félags- málum og voru meðal annars í stjórn Norræna félagsins, í safnaðarstarfinu á Skaga- strönd, þar sem Inga söng í kirkjukórnum og var hún for- maður kórsins til langs tíma. Útför Ingibjargar fer fram frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag, 24. febrúar 2018, kl. 14. Minningarathöfn verð- ur síðan í Lindakirkju í Kópa- vogi laugardaginn 3. mars kl. 16. egs og vann á Bí- blíuskólanum Fjellhaug og síðar á sjúkrahúsinu Diakonhjemmet í Ósló í tæp tvö ár. Árið 1969 kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Steindóri Rúni- berg Haraldssyni frá Skagaströnd, f. 26. júní 1949. Foreldrar hans voru Haraldur Pálsson húsasmiður, f. 24. apr- íl 1927 á Ísafirði, d. 30. ágúst 2000, og Ólína Marta Stein- grímsdóttir, f. 23. júlí 1931 á Skagaströnd, d. 4. febrúar 1994. Inga og Steindór gengu í hjónaband þ. 26. desember 1970. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Bryndísi Halldóru, f. 24. Inga var stóra systir mín. Handan götunnar var árum sam- an húsgrunnur, botnfullur af vatni. Einu sinni datt ég ofan í. Inga dró mig upp. Öðru sinni vor- um við nágrannastelpurnar að slæpast heim úr sundi. Að venju lögðum við undir okkur Þingvall- astrætið, enda sjaldan bíll á ferli. Ég labbaði aftur á bak. Skyndi- lega kippti Inga harkalega í mig, í sömu andrá skaust bíll rétt fram hjá mér. Hún kenndi mér að blása á biðukollur, teikna dúkkulísuföt, varaði mig við ýmsum hættum, svo sem að kyngja appelsínu- steinum, það gæti farið að vaxa appelsínutré innan í manni. Hún kenndi mér að svippa, líka einbolt og tvíbolt. Meira að segja fórum við í einhvers konar tvíbolt með appelsínur að hennar frumkvæði. Það var til að lina þær og gera safaríkari. Síðan átti að bora í þær gat, pjakka með hníf og stinga sykurmola í holuna. Í úti- leikjunum fékk ég snemma að vera með fyrir tilstilli Ingu, en hún lét mig vera „bara súkkulaði“ af því að ég var svo lítil. Í þá daga var leikvöllur neðan við Rauðu- mýrina. Þar varð Inga fyrir því að vera skellt á vegasalti og markaði það upphafið að bakvandamálum hennar. Oft sungum við saman, stundum tvíraddað þegar við stækkuðum. Slys föður okkar varð til þess að næstu tvö árin á eftir bjuggum við á hinum ýmsu stöðum, meðal annars í Noregi. Af þeim sökum var gagnfræðaskólanámi hennar seinkað um eitt ár. Veturinn eftir útskrift hennar lést móðir okkar, þá varð Inga ráðskona á heim- ilinu, síðan réð hún sig til vinnu í Noregi. Þegar hún svo fór að vinna á Hótel KEA kynntist hún Steindóri sínum og bjuggu þau fyrst í Reykjavík, settust síðan að á Akureyri, en fluttust síðar til Skagastrandar. Eldri dóttir þeirra, Dísa, reyndist vera með skerta heyrn og undi sér illa í skólanum. Úr varð að láta reyna á dvöl í Heyrn- leysingjaskólanum. Sárt var að láta hana frá sér, en að sama skapi ósegjanlegur léttir að njóta góðvildar bæði heiðurshjónanna Bryndísar Guðmundsdóttur og Árna Sigfússonar, sem tóku hana inn á sitt eigið heimili um tíma, svo og Sigurlaugar Guðmunds- dóttur sem annaðist hana og öll hin börnin af mikilli natni. Hafi þau heiður og þökk fyrir. Skemmst er frá því að segja að Dísa hreinlega blómstraði í skól- anum og eignaðist hóp samhentra vina. Síðasta veturinn hennar var Inga yfir sig spennt að fá Dísu heim að vori og fá jafnvel að hafa hana allan næsta vetur, þar sem hún ætlaði kannski að fresta framhaldsnámi um eitt ár. Rétt eftir útskriftarferðina kom reið- arslagið, Dísa fórst í bílslysi. Aftur upplifði Inga missi þegar besta vinkona hennar á Skaga- strönd lést. Hún hét Signý Magn- úsdóttir (f. 20.1. 1948, d. 7.4. 2016) og var henni ómetanleg hjálpar- hella þegar Steindór var fjarver- andi vegna vinnu sinnar. Signý mun hafa frábeðið sér minning- argreinar jafnt sem dánartil- kynningar. Því er kærkomið að geta misnotað tækifærið til að minnast hennar hér. Ingu var alla tíð umhugað um aðra og fékk ég heldur betur að njóta þess. Fyrir jól færði hún mér jafnan eitthvað sem hún hafði útbúið sjálf, s.s. konfekt, kertaskreytingar og hyacinthu- skreytingar. Það var gott að vera litla systir Ingu. Hjartahlýja hennar mun verma um ókomin ár. Margrét Björgvinsdóttir. Ég man hvað ég var feimin þegar ég sá hana fyrst. Hún var svo flott og glæsileg. En það var enginn lengi feiminn nálægt Ingu því hún hafði sérstakt lag á að ná sambandi við fólk. Inga var elst þriggja systkina sem ólust upp í Grænumýrinni á Akureyri og tók hún stóru systur hlutverkið mjög alvarlega frá fyrstu tíð og allt til loka. Hún sást að vísu ekki alltaf fyrir í uppá- tækjum og bróðirinn á minningar af svaðilförum sem hann segist hafa verið dreginn út í allt frá æsku og fram á unglingsár. Enda var hún Inga nú ekki vön að láta stoppa sig af ef hún ætlaði sér eitthvað. Það var gaman að hlusta á þau rifja upp þessi bernskubrek og mikið hlegið. Systkinin fengu snemma að kynnast alvöru lífsins, fyrst vegna veikinda móðurinnar og síðar þegar Björgvin faðir þeirra stórslasaðist og var vart hugað líf. Stærsta áfallið kom svo þegar Bryndís móðir þeirra lést aðeins 41 árs. En þau áttu líka góða daga og sérstaklega góðar minningar frá tveggja ára dvöl fjölskyldunn- ar í Noregi. „Ég er mamman og ég ræð“ er orðatiltæki í fjölskyldunni, órjúf- anlega tengt Ingu. Hún var nefni- lega alltaf mamman þó hún fengi kannski ekki alltaf að ráða. Þeir voru ófáir sem nutu þess að vera undir móðurlegum verndarvæng Ingu og á meðan hún var á vinnu- markaði leitaði hún gjarnan í störf sem fólu í sér þjónustu við fólk. Hún starfaði töluvert við matargerð og margir hafa haft matarást á Ingu enda var hún frá- bær kokkur. Hún hafði líka gam- an af handavinnu og alls kyns föndri enda lék flest í höndunum á henni. Inga hafði unun af tónlist eins og hún átti kyn til, hafði gam- an af að syngja og söng í kirkju- kórnum á Skagaströnd í mörg ár. Inga og Steindór bjuggu fyrst á Akureyri þar sem þau héldu heimili með tengdapabba í nokk- ur ár en settust síðar að á æsku- slóðum Steindórs á Skagaströnd. Á Akureyri fæddust dæturnar Dísa og Heiða. Það var skelfilegt áfall þegar Dísa lést í bílslysi að- eins 18 ára gömul. En lífið heldur áfram og með samstöðu tókst þeim sem eftir lifðu að vinna sig í gegnum sorgina þó söknuðurinn og sárin séu enn til staðar. Fáa þekki ég sem eru eins barnelsk og Inga og Steindór. Hún var því mikil gleðin þegar Heiða og Stefán eiginmaður hennar eignuðust Fróða fyrir níu árum og langþráður draumur Ingu um að verða amma rættist. Ekki var gleðin minni þegar lítil Dísa bættist í hópinn þremur ár- um seinna. Stór hluti tilverunnar snerist upp frá því um þessar litlu manneskjur og mikill er missir þeirra. Hún Inga var ákaflega stolt af henni Heiðu sinni og litlu fjölskyldunni hennar. Nánara samband á milli mæðgna er vand- fundið. Þau eru orðin mörg árin sem við Inga höfum átt samleið og stöðugt hafa samskiptin á milli fjölskyldna okkar orðið nánari. Við höfum verið viðstödd flesta meiriháttar viðburði í lífi hvor annarrar, ferðast saman bæði innan lands og utan og átt margar stundir saman í gleði og sorg. Til- veran verður sannarlega litlaus- ari án Ingu og hennar verður sárt saknað. Að leiðarlokum er mér efst í huga óendanlegt þakklæti fyrir öll árin og fyrir alla þá vin- áttu og ást sem hún umvafði mig og mína svo ríkulega með. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldunnar, elsku Steindór og Heiða, megi góður Guð styrkja ykkur og leiða. Ástríður Andrésdóttir. Ingibjörg Björgvinsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Í FEBRÚAR af öllum legsteinum Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Elsku eiginmaður minn og faðir okkar, PÁLMI ÁSMUNDSSON húsasmíðameistari, Þverárseli 2, Reykjavík, varð bráðkvaddur laugardaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 13. Ásdís Halldórsdóttir Linda Rós Pálmadóttir Pálmi Þór Pálmason Elskuleg systir okkar, BRYNDÍS AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, miðvikudaginn 7. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðný Magnea Jónsdóttir Guðríður Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs bróður okkar, ÞÓRIS MAGNÚSSONAR, Hjallavegi 2. Hrefna Magnúsdóttir Ragna Magnúsdóttir Soffía Magnúsdóttir Karl Höfðdal Magnússon Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN Í. HILARIUSSON, Baugakór 3, Kópavogi, lést fimmtudaginn 15. febrúar. Útför hans fer fram frá Kristskirkju Landakoti þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 15. Elísabet, Erla, Hilmar, Kristinn, Þorsteinn, Fríða tengdabörn, barnabörn og barnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Fannafold 127a, lést föstudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 1. mars klukkan 13. Rósa Magnúsdóttir Pétur Eysteinsson Þorvarður Hjalti Magnússon Sigríður María Sverrisdóttir Steinunn Magnúsdóttir Georg Eggertsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, VALBORG SOFFÍA BÖÐVARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 1. mars klukkan 13. Magnús Júlíus Jósefsson Böðvar Magnússon Jósef Rúnar Magnússon Ragnar Sveinn Magnússon Marjorie Nivin Mota Arce barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA PÉTURSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist föstudaginn 2. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða fyrir umhyggju og alúð. S. Trausti Vilhjálmsson Jóhanna Juana Cardenas Gunnar Guðjónsson Elsa Jónasdóttir Guðbjörg Guðjónsdóttir Helgi Pétur Guðjónsson Margrét Sigríðardóttir Sævar Guðjónsson Guðjón Viðar Guðjónsson Jolanta Mariola barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓSEFÍNU GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Seljalandsvegi 20, Ísafirði. Sérstakar þakkir fyrir alúð og umhyggju fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Úlfar Snæfjörð Ágústsson Gísli Elís Úlfarsson Ingibjörg Sólveig Guðmundsd. Úlfur Þór Úlfarsson Anna Sigríður Ólafsdóttir Axel Guðni Úlfarsson Thelma Hinriksdóttir barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.