Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú freistast til að leggja of mikla áherslu á málstaði sem þú trúir á. Þú þarft að venja þig af því að ætla að keyra skoðanir þínar ofan í annað fólk. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu óhrædd/ur við að hrinda hug- myndum þínum um umbætur á heimilinu eða innan fjölskyldunnar í framkvæmd. Árangurinn mun koma á óvart. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er rétti tíminn til þess að láta reyna á þær hugmyndir, sem þú hefur gengið með í maganum að undanförnu. Góður und- irbúningur tryggir góðan árangur og velgengni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að ná þeim áhrifum að þú get- ir opnað þér nýjar leiðir í leik og starfi. Nú má ekki slaka á, heldur halda ótrauður áfram uns sigurinn vinnst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur lengi ætlað að koma málum þín- um á framfæri en hefur ekki haft tækifæri til þess. Reyndu að kynna þér málin sjálfur og kveða upp dóm á þínum eigin forsendum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einmitt þegar þú ert að verða ánægður með stöðu þína í sambandinu, breytist allt. Láttu þessar aðstæður ekki leiða þig út í hluti sem þér eru á móti skapi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélag- ana. Haltu áfram að einblína á það jákvæða og gættu þess að lenda ekki í skotlínunni heldur haltu þig að þínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Sinntu þínu og varastu að dragast inn í deilur manna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leggðu spilin á borðið og láttu fólk vita hvað þú vilt og til hvers þú ætlast. En að berja höfðinu við steininn er það versta sem þú getur gert. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugsaðu um heilsuna því hún er lykillinn að lífshamingju. Farðu þér hægt í um- gengni við hitt kynið en gefðu þér tíma til að njóta samvista við aðra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fólki þykir mikið til vinnusemi þinn- ar koma. Mundu bara að allt vald er vand- meðfarið og í reynd eðlilegast að þurfa ekki að beita því. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þú vonist eftir sambandi sem veitir þér fullnægju, er betra að leita fyrst fullnægj- unnar og síðan sambandsins. Haltu þig við þinn stíl. Víkverji hefur afskaplega gamanaf plöntum; það er mjög skemmtilegt að hafa grænar og vænar pottaplöntur í stofunni. Þess vegna verður hann alltaf jafn hissa á því þegar hann sér plastblóm á vinnustöðum eða opinberum bygg- ingum. Þetta eru oft stór og vegleg blóm sem líkja oftar en ekki frekar nákvæmlega eftir ákveðnum plöntum. Til dæmis sá Víkverji um daginn stóra „rifblöðku“ á bóka- safni. Þetta eru plöntur sem er þægilegt að hugsa um svo mikið væri það gaman að hafa heldur ekta plöntu á safninu. x x x Það hefur marga kosti að hafa lif-andi plöntur á vinnustöðum en samkvæmt rannsókn University of Technology í Sydney í Ástralíu frá árinu 2010 minnkaði stress og þreyta um nærri því helming eftir að plöntum var bætt í vinnuumhverfið. Ennfremur hefur grænn litur róandi áhrif svo vinnustaðir ættu e.t.v. að hafa það í huga. Vísindamenn við University of Exeter komust að því í rannsókn árið 2015 að framleiðni jókst um 15% þegar plöntum var bætt við áður sterílt vinnurými. Þá skipti mestu að hver og einn gæti séð að minnsta kosti eina plöntu frá skrifborðinu sínu. x x x Víkverji er einn af þeim heppnu,hann þarf ekki að óttast skort á grænu umhverfi þar sem hann horf- ir frá skrifborði sínu beint út á Rauðavatn og skóginn þar í kring. Einstaklega fallegt umhverfi sem er síbreytilegt eftir veðri. Sólarupprás- irnar voru til að mynda ævin- týralegar fyrr í vetur. Þetta gerir það að verkum að maður er líka í beinu sambandi við veðrið; núna byl- ur regnið á glugganum þannig að Víkverji hefur sjaldan séð annað eins og há trén vagga til og frá. x x x Þeir sem sitja þar sem útsýni erekkert ættu að hafa það í huga að setja upp stóra landslagsmynd. Samkvæmt nýjustu rannsóknum getur slík mynd haft jákvæð áhrif á andlega heilsu. vikverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh: 17.3) LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15 Húfur, sjöl, hálsklútar og teppi í hæsta gæðaflokki úr cashmere, silki og Apalca ull frá finnska fyrirtækinu BALMUIR. Núttúruleg efni og fallegir litir. Einnig ný sending af ilmkertum og hágæða handsápum frá BALMUIR. Ný sending Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Dauði manns og dýrs er það. Dramb er jafnan þessu næst. Hreyfing sjávar sitt og hvað. Svo við messu getur bæst. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Drótt og dýrin falla. Drambi næst er fall. Sístraum sjávarfalla. Svo er messufall. Helgi R. Einarsson svarar: Konu ég þekki og kall, kannast við svik og brall, speki og heimskulegt spjall, en spurt er hérna um fall. Þessi er lausn Knúts H. Ólafssonar: Dapurleg eru dauðsföllin. „Dramb er falli næst“ minn kall. Seiða hugann sjávarföllin, á sunnudaginn varð messufall. Guðrún Bjarnadóttir leysir gátuna þannig: Í valinn falla dýr og drótt og dramb er gjarnan falli næst. Sjávarföll þangið móta mjótt. Sé messufall er kirkjan læst? Ráðning Sigrúnar á Sjónarhóli: Falla að lokum fólk og dýr. Fellir dramb menn af stalli. Við aðfall syngur sjávargnýr. Spáð er hér messufalli. Helgi Seljan svarar: Oft er fallið tjáð sem dauði dýra. Drambið kallar jafnan fallið á. Sjávarföllin ýmsum straumum stýra stöðugt prestar messufallið þrá. Þannig skýrir Guðmundur gátuna: Dauðsfall hendir dýr og menn. Drambið falli næst er enn. Sjávarföllin merkja má. Messufall varð presti hjá. Þá er limra: Hann Glímu-Gestur lagði Guttorm á leggjarbragði og varðist falli fyrir Halli, en féll loks á eigin bragði. Og að lokum ný gáta eftir Guðmund: Til mín horfir stjarna stök stillt og rótt, í eigin sök blindur nú ég berst í vök, birtast mun því gáta slök: Fögrum rómi syngur sá.. Sveinar allir bera. Ef depla auga, drep ég þá. Drengstauli mun vera. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þeim er falls von sem flasar Í klípu „FYRST ÞARFTU AÐ UNDIRRITA ÞETTA HANDSAL.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HÉLT ÉG HEFÐI SAGT ÞÉR AÐ TAKA JAKKANN AF ÞÉR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar starfslokin hjálpa ykkur að finna hvort annað að nýju. ÉG ÆTLA AÐ SETJA GRETTI Í ÞESSA SKYRTU . EKKI SATT! LATUR ÉG ER EKKI HVAÐ SVO SEM ÞAÐ ÞÝÐIR. LATUR KLUKKAN ER 4 AÐ NÓTTU! ÞAÐ ER OF SNEMMT TIL AÐ BORÐA! ÉG VEIT, EN ÉG VIL EKKI DREKKA Á FASTANDI MAGA! HELGA! GEMMÉR MORGUNMAT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.