Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
✝ SigurjónaJónsdóttir
fæddist í Enni í
Viðvíkursveit 15.
nóvember 1923.
Hún lést 21. jan-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Jóns-
son bóndi í Enni,
f. 17. ágúst 1881,
d. 28. nóvember
1923, og Steinunn
Stefánsdóttir, f. 16. júlí 1886,
d. 19. febrúar 1984. Bræður
Sigurjónu voru Stefán, f. 15.
ágúst 1915, d. 16. janúar 1996,
og Guðjón, f. 7. október 1918,
d. 12. ágúst 2014.
13. febrúar 1977. Foreldrar
Ólafur Elíasson, f. 17. sept-
ember 1889, d. 8. maí 1934, og
Ólafía Vigfúsdóttir, f. 17. apríl
1888, d. 13. maí 1931.
Sigurjóna lauk barnaprófi
úr Viðvíkurskólahéraði 1936,
prófi frá Héraðsskólanum í
Reykholti 1944 og verslunar-
prófi frá Samvinnuskólanum
1946.
Að prófi loknu hóf hún starf
hjá Tóbakseinkasölu ríkisins
sem fulltrúi og starfaði þar
þangað til hún hóf starf sem
fulltrúi hjá Ríkissaksóknara
þegar það embætti var stofnað
1961. Hjá Ríkissaksóknara
starfaði hún óslitið þar til hún
lét af starfi vegna aldurs.
Sigurjóna tók mikinn þátt í
starfi Kvennadeildar Skagfirð-
ingafélagsins í Reykjavík og
sat í stjórn hennar til fjölda
ára.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Sonur Sigurjónu
er Haukur Egg-
ertsson, f. 27.októ-
ber 1955, giftur
Hildi Sveinsdóttur,
f. 20. ágúst 1949.
Foreldrar Sveinn
H. Jónasson, f. 11.
nóvember 1913, d.
20. desember
1972, og Heiða
Tryggvadóttir, f.
17. maí 1927. Börn
Hauks og Hildar eru: 1)
Tryggvi Heiðar, f. 20. maí
1986, d. 22. júlí 2011. 2) Stein-
unn Jóna, f. 26. apríl 1989.
Faðir Hauks var Eggert
Ólafsson, f. 14. maí 1926, d.
Látin er í Reykjavík góð vin-
kona mín, Sigurjóna Jónsdóttir.
Jóna, eins og hún var jafnan köll-
uð fæddist að Enni í Skagafirði í
nóvember 1923. Aðeins nokkurra
daga gömul missti hún föður
sinn, Jón Jónsson, en hann lést af
slysförum. Móðir hennar Stein-
unn Stefánsdóttir varð að bregða
búi og fara í vinnumennsku með
börnin þrjú.
Eftir barnaskólagöngu í far-
skóla í Viðvíkursveit fór Jóna
fyrst í unglingaskóla á Hofsósi og
síðan var hún í tvo vetur í Reyk-
holti. Eftir það lá leiðin til
Reykjavíkur og fluttust þær
mæðgur suður og bjuggu saman
alla tíð. Jóna fór í nám í Sam-
vinnuskólanum og lauk þar prófi
og eftir það hóf hún störf hjá
Tóbakseinkasölu ríkisins. Þegar
Tóbakið var lagt niður fór hún að
vinna hjá Saksóknara ríkisins og
vann þar til starfsloka.
Árið 1955 eignaðist hún soninn
Hauk Eggertsson sem ólst upp
hjá þeim mæðgum.
Þegar móðir mín fæddist var
Steinunn vinnukona hjá afa og
ömmu. Amma var mikið veik eftir
barnsburð og Steinunn tók móð-
ur mína að sér að mestu fyrsta
árið hennar. Þar mynduðust
tengsl sem entust þeim til ævi-
loka.
Við systkinin litum alltaf á
Steinunni sem ömmu okkar og
Jónu sem frænku.
Jóna var mjög dugleg kona og
farsæl. Henni tókst þrátt fyrir lít-
il efni að verða mikið úr litlu eins
og sagt er. Í fyrstu leigðu þær
mæðgur á Njálsgötunni en um
1960 festi Jóna kaup á íbúð í
Stigahlíðinni þar sem hún bjó síð-
an. Þegar hún var rúmlega fimm-
tug tók hún bílpróf og keypti sér
appelsínugula Bjöllu. Hún ók bíl
þangað til hún var 87 ára en þá
fékk hún vægt heilablóðfall og
hætti akstri.
Jóna var alltaf mjög fín í
tauinu og fylgdist vel með tísk-
unni. Fyrir tveimur árum vorum
við saman í Kringlunni og hún
hafði á orði að allar buxur væru
þröngar niður og hvort ég ætlaði
ekki að fá mér einar slíkar. Á
þessu rölti okkar um Kringluna
keypti hún sér gjarnan eina og
eina flík.
Jóna var vel lesin, las mikið.
Hún hafði áhuga á ævisögum
samtímamanna og hafði gaman
af að ræða þær, sem varð til þess
að ég las margar merkar ævisög-
ur fyrir hennar tilstilli. Á nátt-
borðinu þegar hún lést lá saga
Jóhönnu Sigurðardóttur sem
henni tókst ekki að ljúka alveg.
En hún var búin að viðra skoð-
anir sínar á þeirri bók við mig.
Eftir að Jóna fór á eftirlaun
spilaði hún bridge þrisvar til fjór-
um sinnum í viku og spilaði einn-
ig bridge í tölvunni.
Hún fór margar ferðir til
Spánar og Kanaríeyja með bróð-
ur sínum Guðjóni og hans konu
og hún sagði mér margt um þess-
ar ferðir.
Síðustu tvö árin komst hún lít-
ið út úr húsi enda bjó hún á þriðju
hæð og engin lyfta. Henni fannst
samt notalegt að vera á sínu eigin
heimili. Í október síðastliðnum
var hún lögð inn á sjúkrahús og
átti ekki afturkvæmt þaðan.
Löngu og farsælu lífi var lokið.
Áslaug Ármannsdóttir.
Sigurjóna
Jónsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SOFFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Leirubakka 18,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 12. febrúar á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 27. febrúar
klukkan 13.
Hafdís Bára Eiðsdóttir Jakob Friðþórsson
Kolbrún Ólafsdóttir
Ottó Eiður Eiðsson Birna Theódórsdóttir
Björg Eiðsdóttir Sturla Birgisson
Sigurjón Eiðsson Jóhanna Magnúsdóttir
Bjarni Eiðsson Ragnhildur Árnadóttir
Auður Eiðsdóttir
Jón Helgi Eiðsson Björg Guðmundsdóttir
Kristinn Eiðsson Þórunn Haraldsdóttir
ömmubörnin
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR HELGI GUÐMUNDSSON,
Miðvangi 8, Hafnarfirði,
lést föstudaginn 16. febrúar á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð.
Jarðsungið verður frá Digraneskirkju föstudaginn 2. mars
klukkan 11. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Sunnuhlíðar.
Jóna Baldvinsdóttir
Guðmundur R. Gunnarsson Hugrún Reynisdóttir
María Gunnarsdóttir
Baldvin Ó. Gunnarsson Arna Hreinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI PÉTUR GUÐBJARTSSON
sjómaður,
til heimilis að Ásgarði, Skagaströnd,
lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi
mánudaginn 20. febrúar.
Hann verður jarðsunginn í Hólaneskirkju á Skagaströnd
föstudaginn 2. mars klukkan 14.
Aðalheiður Guðmundsdóttir
Jóna Árnadóttir Thomas Blackburn
Guðjón Árnason Ellen Magnúsdóttir
Börkur Hrafn Árnason Kristín Björk Ágústsdóttir
Sigurgeir Snævar Árnason Ásta Björg Jóhannesdóttir
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur
og fyrrverandi eiginmaður,
KRISTINN SVEINBJÖRNSSON
byggingafræðingur,
Kringlunni 87,
lést á Landspítalanum Grensási
þriðjudaginn 20. febrúar.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Valgerður Bjarnadóttir
Helga Kristinsdóttir Berglind Kristinsdóttir
Elínóra Kristinsdóttir Herdís Kristinsdóttir
Bjarni Kristinsson
Helga Kristinsdóttir eldri
tengdabörn og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
VALDÍS VALGEIRSDÓTTIR,
Suðurgötu 4a,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
mánudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 1. mars klukkan 13.
Vilhelm Sigmarsson
Kristjana Vilhelmsdóttir Anton Kristinsson
Sigmar Valgeir Vilhelmsson
Bergþóra Vilhelmsdóttir Baldvin Gunnarsson
Sigrún Vilhelmsdóttir Georg Georgsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar,
RÓSA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu í Neskaupstað
sunnudaginn 18. febrúar.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
mánudaginn 26. febrúar klukkan 14.
Börn, tengdabörn,
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HREINN JÓNASSON
rafmagnstæknifræðingur,
Lundi 90, Kópavogi,
lést þriðjudaginn 20. febrúar á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ.
Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 26. febrúar
klukkan 15.
Sigríður Halblaub
Jónína Hreinsdóttir Jóhannes Guðmundsson
Jónas Pétur Hreinsson
Anna Katrín Hreinsdóttir Eiríkur Magnússon
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
RAGNA JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Bolungarvík,
Lækjasmára 2,
Kópavogi,
lést mánudaginn 19. febrúar á Landspítalanum. Útförin fer fram
frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13.
Jón Bjarni Geirsson
Andri Jónsson
Elsa Jónsdóttir
Lilja Jónsdóttir
tengdabörn og barnabörn
Elsku afi.
Það var erfitt
símtalið sem við
fengum í lok janúar
því auðvitað er
maður aldrei undirbúinn fyrir
svona símtal. Við tóku stutt en
erfið veikindi en við erum fegin
að hafa getað hitt þig og hvatt
þig.
Margar góðar minningar
koma upp í huga okkar þegar
við hugsum til þín. Umhyggju-
semi þín og áhugi á lífi og líðan
barnabarnanna og sístækkandi
hópi langafabarna var svo mik-
ill. Það sást á öllum myndum af
þér með afkomendum þínum,
því augun ljómuðu af stolti.
Æskuminningar úr Kross-
holtinu eigum við margar, þar
sem maður beið spenntur eftir
að fljúga eða ferðast suður og
dvelja daga og jafnvel vikur í
ævintýraheiminum hjá ykkur
ömmu. Þar sem barnabörnin
hittust og fengu að leika lausum
hala í garðinum fallega. Og ekki
bara við leik heldur fengum við
að læra heilmikið af ykkur
ömmu í bílskúrnum, við neta-
gerð, smíðar, pílukast o.fl.
Við barnabörnin gátum líka
Óli Jón Bogason
✝ Óli Jón Boga-son fæddist 17.
apríl 1930. Hann
lést 6. febrúar 2018
Útför Óla fór
fram 15. febrúar
2018.
endalaust skemmt
okkur yfir því að
biðja þig að hreyfa
eyrun, og í hvert
einasta skipti
fannst okkur eins
og um galdra væri
að ræða. Aldrei
virtist þú þreytast
á þessari beiðni
okkar og tókst svo
þátt í hlátrasköll-
unum sem því
fylgdu.
Á heimili ykkar Addýjar var
alltaf jafn hlýlega tekið á móti
okkur og eigum við saman
margar minningar yfir dýrindis
veitingum á borðstofuborðinu,
þar sem rætt var um daginn og
veginn – og fótbolta, þótt ekki
hafi allir verið sammála um
hverjir voru bestir enda varst
þú harður Arsenal-maður!
Við dáðumst alltaf að því
hvað þið Addý voruð dugleg að
ferðast um, bæði hérlendis og
erlendis. Við nutum líka góðs af
því með reglulegum heimsókn-
um ykkar norðan heiða þar sem
þið sögðuð okkur fréttir af
ferðalögum ykkar, og fréttir af
börnunum og barnabörnunum.
Því þið fylgdust alltaf svo vel
með því sem allir voru að gera.
Elsku afi, þín er sárt saknað
en við erum viss um að pabbi og
amma hafi tekið á móti þér opn-
um örmum.
Þín barnabörn,
Jóhann, Erla Ösp og Heiðar.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar