Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stór fiskiskip veiða í stærstum hluta heimshafanna og Kínverjar eru langstórtækastir, að því er fram kemur í grein í nýjasta tölu- blaði tímaritsins Science. Í greininni er fjallað um rann- sókn á gervihnattamerkjum frá skipum með AIS-tæki sem ætlað er að tryggja öryggi sjófarenda. Hún leiddi í ljós að stór fiskiskip veiða í að minnsta kosti 55% heimshafanna og hlutfallið gæti verið mun hærra vegna þess að merkin greindust ekki á sumum hafsvæðum. Veiðisvæðin gætu ver- ið allt að 73% af höfunum, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir greinarhöfundunum. Veiðisvæðin eru a.m.k. fjórum sinnum stærri en öll landsvæðin sem nýtt eru til landbúnaðar. Fimm lönd með 85% Rannsóknin var gerð með forriti Global Fishing Watch sem safnar upplýsingum um fiskveiðar í heim- inum. Fylgst var með meira en 70.000 skipum frá árinu 2012. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að fimm lönd – Kína, Spánn, Taívan, Japan og Suður-Kórea – eru stór- tækust í veiðunum. Hlutur skipa frá löndunum fimm í veiðum á út- höfunum nam 85%. Um helmingur úthafsskipanna er frá Kína. Greinarhöfundarnir segja að veiðarnar hafi verið mestar í Norð- austur-Atlantshafi, Norðvestur- Kyrrahafi og næringarríkum haf- svæðum undan ströndum Suður- Ameríku og Vestur-Afríku. Veið- arnar minnkuðu verulega á hátíðum eins og jólum og kín- verska nýárinu. Kínverjar stórtækastir Hægt var að greina frá hvaða löndum skipin voru og hversu lengi þau voru á veiðum. Fiskiskip- in frá Kína veiddu í alls 17 millj- ónir klukkustunda árið 2016 og lengur en öll skipin frá næstu tíu löndum á listanum yfir stórtæk- ustu veiðiþjóðirnar. Næst kom Ta- ívan með alls 2,2 milljónir veiði- stunda. Flest kínversku skipanna veiða undan suðurströnd heimalandsins en önnur á fjarlægari miðum, eink- um undan ströndum Suður- Ameríku og Afríku. Talið er að um 2.500 kínversk skip stundi úthafs- veiðar, að sögn fréttaveitunnar Reuters. Kínversku skipin eru ekki alltaf velkomin á fjarlægu miðunum. Kínverskir togarar voru staðnir að ólöglegum veiðum innan fiskveiði- lögsögu Senegals, Gíneu, Síerra Leóne og Gíneu-Bissá á síðasta ári. Varðskip sökkti kínverskum togara sem staðinn var að veiðum innan lögsögu Argentínu árið 2016, að því er fram kemur í frétt Reuters. Rannsóknin beindist ekki að því hvort veiðar stóru skipanna voru ólöglegar eða stefndu fiskstofnum í hættu. Hún gefur hins vegar skýr- ustu myndina til þessa af umfangi fiskveiðanna, að sögn aðalhöfundar greinarinnar, Davids Kroodsma, sem stjórnaði rannsókninni. Fiskveiðar í heimshöfunum kortlagðar Heimild: maps4news.com skv. gervihnattagögnum Global FishingWatch * sem safnar saman upplýsingum um fiskveiðar í öllum heiminum. Svæði þar sem veiðar stórra fiskiskipa eru taldar mestar * Gögn sem voru rannsökuð frá 22. ágúst 2017 til 22. febrúar 2018 INDLANDS- HAF KYRRAHAF SUÐURHAF ATLANTS- HAF Íslands- haf BerIngshaf Tekjurnar af fisk- veiðum í heiminum nema 16.000 milljörðum króna Sérfræðingar telja að þriðjungur af fiskstofnum í höfunum sé ofveiddur Veiða í stærstum hluta hafanna  Helmingur úthafsskipa er frá Kína Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) frestaði í gær atkvæðagreiðslu um tillögu að ályktun, þar sem kraf- ist er 30 daga vopnahlés í Sýrlandi, því ekki náðist samkomulag í ráðinu um til hvaða vígahópa það næði. At- kvæðagreiðslunni var því frestað þangað til í dag kl. 17. Tillagan var lögð fram til að hægt verði að hjálpa nauðstöddum íbúum Austur-Ghouta sem orðið hefur fyr- ir hörðum loftárásum síðustu daga. Samkvæmt ályktuninni á vopna- hlé að hefjast þremur sólarhringum eftir að öryggisráðið samþykkir hana. Tveimur sólarhringum síðar á að hefjast handa við að flytja hjálpargögn til Austur-Ghouta og flytja þaðan fólk sem þarf að kom- ast undir læknishendur. Kúveitar og Svíar lögðu tillögu um ályktunina fram. Olof Skoog, sendiherra Svía hjá SÞ, sagði að meginmarkmiðið væri að koma íbú- um Austur-Ghouta til hjálpar. Framkvæmdastjóri SÞ hafði lýst svæðinu sem „helvíti á jörðu“ vegna nær sex ára umsáturs og loftárása sem höfðu í gær kostað a.m.k. 426 manns lífið frá því á sunnudaginn var. Þar af eru um 100 börn. Sendi- herra Frakklands hjá SÞ, François Delattre, sagði í gær að ef samtökin kæmu íbúum Austur-Ghouta ekki til hjálpar gæti það stórskaðað trú- verðugleika þeirra. „Hryllingurinn í Sýrlandi má ekki verða að grafreit fyrir Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði hann. Samkvæmt ályktuninni á vopna- hléið ekki að ná til tvennra samtaka íslamista, Ríkis íslams og Nusra- fylkingarinnar, sem tengdist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Rússar kröfðust þess að vopna- hléið næði ekki heldur til hreyfinga sem hafa átt samstarf við Ríki ísl- ams og Nusra-fylkinguna og hafa gert sprengjuárásir á Damaskus. Þetta gæti orðið til þess að vopna- hléið nái ekki til tveggja stærstu uppreisnarhreyfinganna í Austur- Ghouta, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. AFP Neyð Sært barn fær aðhlynningu í hjúkrunarskýli í borginni Douma á Austur-Ghouta. Ekkert lát var á loftárásum á svæðið í gær. Um 400.000 íbúar þess komast ekki í burtu vegna umsáturs sem hefur staðið í tæp sex ár. Öryggisráð SÞ frest- aði atkvæðagreiðslu  Kosið verður um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi í dag Her Svíþjóðar telur að Svíar þurfi að tvöfalda útgjöld sín til varnarmála fyrir árið 2035 til að tryggja öryggi landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá hernum um hvað gera þurfi til að herinn geti sinnt viðfangsefnum sín- um í öryggismálum næstu tvo ára- tugina. Herinn segir í skýrslunni að fram- vindan í heimsmálunum sé „óút- reiknanleg“ og skírskotar einkum til þróunarinnar í Rússlandi. Rússar hafi með aðgerðum sínum í Georgíu og Úkraínu sýnt að þeir hiki ekki við að beita hervaldi. Ennfremur er bent á að stjórnvöld í Rússlandi ætla að auka framlögin til hersins eftir árið 2020. Útgjöld Svía til varnarmála nema núna 53 milljörðum sænskra króna (tæpum 660 milljörðum íslenskra). Herinn telur að auka þurfi útgjöldin í 75 til 85 milljarða s.kr. fyrir árið 2025 og í 115 milljarða fyrir 2035. Herinn telur að fjölga þurfi her- mönnum úr 50.000 í 120.000. Einnig sé þörf á að fjölga orrustuþotum og öðrum herflugvélum og kaupa sex nýja kafbáta. Sænski herinn semur slíka skýrslu á fimm ára fresti. Hún verð- ur á meðal mikilvægustu gagnanna sem lögð verða fyrir sænska þingið árið 2020 þegar það mótar stefnuna í varnarmálum fyrir árin 2021 til 2025. Herútgjöldin verði tvöfölduð  Svíum stendur stuggur af Rússlandi Sænskir hermenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.