Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. lokað Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að góðum verkum eftir louisu matthíasdóttur, Þórarin B. Þorláksson, Nínu tryggvadóttur, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason og Jóhannes S. Kjarval. Þá erum við einnig með kaupendur að góðum verkum eftir Guðmundu andrésdóttur, Kristján Davíðsson, Georg Guðna, alfreð Flóka, Jóhannes Jóhannesson, Birgi andrésson og Stórval. einnig er eftirspurn eftir verkum Karólínu lárusdóttur, Húbert Nóa, eggerts Péturssonar og olíumálverkum eftir erró. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Vefuppboð Myndlist – lýkur 27. febrúar Kristall og gler – lýkur 7. mars Þú ert lifandi nákvæmlega núna allt annað er blekking punktur basta ekkert kníverí með kexið (Sigurður Pálsson: Ljóðorku- þörf VI bls. 16, Rvk. 2009) Orðtakið „ekkert kní-verí með kexið“var SP ljóðtamt ogmunntamt í senn í merkingunni „og ekkert meira múður með það“ gjarnan í kjölfar kokhraustra og vafasamra fullyrðinga um hin ýmsu mál. En hvaðan er þetta eiginlega komið? Aug- ljóslega er hér rannsóknar þörf. Skv. orðabókum er knífirí / kníferí / kníverí tökuorð úr dönsku, kniberi, sem táknar í hvoru tveggja málinu ákafa sparsemi (danskt þjóðareinkenni en flestum Íslendingum framandi). Í dönsku er það algengast í orðasambandinu „med kniberi“ og þýðir þá „með naum- indum“. Ritmálssafn Orðabókar Háskólans telur elsta dæmi orðsins á prenti að finna í skáldsögu Guðmundar G. Hagalín um Kristrúnu í Hamravík frá 1933. Þar segir á bls. 106 svo af samskiptum „heimsins mikla stjórn- ara“ og Kristrúnar „að hann kærði sig ekki um að vera með neitt kníferí við þá konu úr því hann væri á annað borð farinn að láta tvítug trén reka á hennar fjörur“. Ritmálssafnið mátti svo blóðmjólka með því að slá upp orðinu „kex“ og þar með fannst reyndar líkleg lausn gátunnar. Vís- að er þar á einum stað til bls. 14 í Ástarsögu Steinars Sigurjónssonar (Reykjavík 1958) og eftirfarandi dæmi tilfært: „ ... og búið með það! ekk- ert knífirí með kexið!“ Langlíklegast verður að telja að þaðan sé orðtak- ið komið til SP, enda Steinar dáður og vinsæll höfundur á mótunarárum hans, partur af skyldulesningu allra skáldmenna. Enn skal þó kafað: Í gullkistunni timarit.is má reyndar finna heimildir um eldri dæmi knífirís en ratað hafa í ritmálssafnið. Í viðtali við Þjóðvilj- ann 14. nóvember 1944 segir Ottó N. Þorláksson frá stofnun Bárufélags- ins í Reykjavík hálfri öld fyrr. Á fyrstu árum félagsins áttu sjómenn í kjarabaráttu við útgerðarmenn sem sumir hverjir vildu ma. reyna að minnka rúgbrauðskammt háseta úr einu og hálfu brauði í eitt brauð. Um þetta segir Ottó: „Aðrir sem vildu eitthvað til vinna að fá góða fiskimenn hétu því að hjá þeim skyldi ekki verða „neitt knífirí með hálfa brauðið“ og er það orðið máltæki síðan. Einn af þeim var Geir Zoega sem sagði: „Karlarnir draga ekki svangir“. “ Séð hef ég einnig „ekkert knífirí með harða brauðið“ og sömuleiðis heyrt „hagldabrauðið“ nefnt í þessu sambandi en hvort tveggja eru trú- lega afbakanir á hálfa brauðinu, (afbakað brauð er sem sagt til). Að lokum: Orðið knífirí er upphaflega „ekki í Blöndal“ en rataði síðan inn í viðbæti Blöndalsbókar 1963, útskýrt sem „sparsommelighed“. Þar getur að líta eftirfarandi dæmi um notkun orðsins: „Það er ekkert knífirí með kandísinn“ sem útleggst: „der er ingen smalle steder“. Ef grannt er skoðað virðist því ekkert knífirí með þetta ágæta orð í ís- lensku máli. Knífirí / kníferí / kníverí Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Þær kynslóðir, sem nú lifa á Vesturlöndum – ogþá er átt við beggja vegna Atlantshafs – hafaalizt upp við það viðhorf, sem okkur hefur líkaverið innrætt í skóla, að okkar siðferðisstig sé hærra en annarra þjóða heims. Að einhverju leyti er þetta sjónarmið einn af grundvallarþáttum kristinnar menningar. Sú mannkynssaga, sem mín kynslóð alla vega lærði í skóla, gekk m.a. út á hefja til vegs og dýrðar glæst tímabil Brezka heimsveldisins, sem af gæzku sinni breiddi sið- menninguna út um allan heim ásamt öðrum evrópskum nýlenduveldum og vann samvizkusamlega að því að draga fólk í öðrum heimshlutum upp úr svaði fávizku og fátæktar. Talið er að nýlenduveldi okkar heimshluta hafi fyrir rúmum hundrað árum ráðið yfir um 84% heimsbyggð- arinnar. Í sögukennslu um og upp úr miðri síðustu öld var minna talað um aðrar hliðar ný- lendustefnunnar en þetta göfuga hlutverk, sem henni var talið til tekna. Það var lítið um það rætt að hvíta fólkið á Vesturlöndum taldi sig hafa rétt á að flytjast milljónum saman til nýlendnanna, leggja þar undir sig lönd og hlunnindi og lifa þar góðu lífi á vinnu fátæks fólks, sem þjónaði því samvizkusamlega allan sólarhringinn. Það var heldur ekki mikið fjallað um það í sögukennslu þeirra tíma að í skjóli nýlenduveldanna voru 11 milljónir Afríkubúa seldar sem þrælar til annarra heimshluta, að- allega þó til Ameríku. Og ef einhver þjóðfélagsöfl í nýlendunum vildu hrista af sér þessa hvítu innflytjendur og taka stjórn á eigin landi voru þeir umsvifalaust útmálaðir sem hryllilegir hryðjuverkamenn. Það sama átti reyndar við um sjálfstæðisbaráttu Íra. Langt fram eftir síðustu öld töluðu íslenzkir fjölmiðlar jafnan um írska „hryðjuverkamenn“, þegar fréttir voru sagðar um átök Breta og Íra, sem áttu sér langa sögu. Í raun höfum við hér á Íslandi, eins og yfirgnæfandi meirihluti fólks á Vesturlöndum tileinkað okkur sögu- skýringar engilsaxa og meðreiðarsveina þeirra í nýlendu- pólitíkinni. Og raunar í svo ríkum mæli að þegar við töl- um í dag um hugsanlegt sjálfstæði Færeyinga og Grænlendinga frá Dönum verður það nærtækasta rök- semdin gegn því, að þessar tvær þjóðir hafi ekki efni á því. Þær fái svo mikla peninga frá Dönum. Dettur einhverjum í hug að annað hafi átt við um okkur fyrir hundrað árum? Og hér erum við samt: sjálfstæð þjóð. Þessa sögu má segja á allt annan veg. Hún er í stuttu máli á þá leið að Vesturlandaþjóðir hafi í krafti hernaðarlegra yfirburða, sem byggðist á tækni- legri þróun vegna endalausra styrjalda á meginlandi Evrópu, lagt undir sig heimsbyggðina í skjóli hervalds og farið ránshendi um eignir annarra þjóða. Söguhetjan í sögu George Orwell í Dögum í Búrma (sem er hann sjálf- ur) lýsir markmiði Breta í Búrma snemma á síðustu öld, sem þjófnaði. Þar voru bara ómerkilegir þjófar á ferð en ekki göfugar hvítar manneskjur sem vildu hjálpa vesa- lingunum í Búrma. Þjófnaðurinn var framkvæmdur með ýmsum hætti. Það er t.d. nánast ekki hægt að lýsa á prenti framferði menningarþjóðarinnar Belga á svipuðum tíma í Kongó. Það er stigsmunur en ekki eðlismunur á drápsaðferðum Belga í Kongó og nazista á dögum Þriðja ríkisins. Við Íslendingar þekkjum þessa sögu á eigin skinni vegna þess að Bretar fóru auðvitað ránshendi um fiski- miðin hér við land og báru fyrir sig „alþjóðalög“ þeirra tíma. Hverjir settu þau? Hið tvöfalda siðgæði vestrænna ríkja, sem að er vikið í fyrirsögn þess- arar greinar felst í því að þegja vand- lega um þessa hlið nýlendustefnunnar þegar fjallað er um þetta tímabil heimssögunnar. Sú tvöfeldni er ekki bundin við nýlendupólitíkina. Þegar fjallað er um um- bótamanninn Martin Lúther er þess vandlega gætt fram á þennan dag að geta ekki um afstöðu hans til gyðinga, sem skjalfestar heimildir eru um. Það er óumdeilt að við Vesturlandabúar höfum lýðræð- ið fram yfir margar aðrar þjóðir í heiminum. Á dögum kalda stríðsins var rík tilhneiging til að vilja flytja slíkar stjórnarfarslegar umbætur út til annarra heimshluta. Smátt og smátt lærðist okkur þó að það var ekki alveg einfalt. Ástandið í Mið-Austurlöndum í dag er skýrt dæmi um það. Slíkar umbætur verða að eiga sér jarðveg í við- komandi löndum og eiga upphaf sitt þar. Í bók Henry Kissingers um Kína er afar athyglis- verður kafli þar sem fjallað er um hnökra í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna eftir atburðina á Torgi hins himneska friðar. Kínverskir ráðamenn skildu ekki kröfur Bandaríkja- manna á hendur þeim vegna þeirra atburða og bentu á að þeir hefðu engar kröfur uppi gagnvart Bandaríkjamönn- um um það sem betur mætti fara í þeirra stjórnarháttum. Við Vesturlandabúar höfum ekki úr þeim háa siðferði- lega söðli að detta gagnvart öðrum þjóðum sem við sjálf viljum gjarnan halda. Nú eru nýjar kynslóðir að vaxa úr grasi hjá gömlum fyrrverandi nýlendum Evrópuríkjanna, sem eru að hrista af sér hlekki fortíðarinnar og sjá líf forfeðra sinna í öðru ljósi en áður. Það mundi verða okkar samfélagi til framdráttar að ræða þessi mál öll á opnari hátt en við höfum gert og það væri forvitnilegt að kynnast sýn þeirra fjölmörgu vel menntuðu sagnfræðinga, sem við eigum á þessa sögu alla. Það er ástæðulaust að lifa öllu lengur með þeirri lygi sem haldið hefur verið að okkur. Hið tvöfalda siðgæði vestrænna ríkja Hin engilsaxneska sýn á söguna er meira en málum blandin. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ein læsilegasta bókin í ritröðAlmenna bókafélagsins, Safn til sögu kommúnismans, sem ég hef umsjón með, er Ég kaus frels- ið eftir Víktor Kravtsjenko. Þótt heitið sé tuggukennt, er bókin sjálf full af örlagasögum, átakanlegum, en um leið forvitnilegum, svo að lesandinn leggur hana ógjarnan frá sér. Höfundur fléttar samar í eina heild ástarævintýri sín, skýr- ar svipmyndir af ógnarstjórn Stal- íns, ótal dæmi af svikum og prett- um, en líka af hjálpsemi og hugrekki. Kravtsjenko fæddist 1905 og ólst upp í Úkraínu. Hann varð í upphafi sanntrúaður kommúnisti og lærði verkfræði, og var einn skólabróðir hans og góðkunningi Leoníd Brezhnev, sem síðar varð hæstráðandi í Ráðstjórnarríkj- unum. En hungursneyðin í Úkra- ínu 1932-1933 hafði mikil áhrif á Kravtsjenko. Stalín olli þessari hungursneyð með því að taka upp- skeruna af bændum og reka þá inn í samyrkjubú (eða flytja þá, sem óþjálastir voru, nauðungarflutn- ingum til Síberíu). Talið er, að um sex milljónir manns hafi soltið til bana, aðallega í Úkraínu, sem er frá náttúrunnar hendi frjósamt landbúnaðarland. Fjöldi barna varð munaðarlaus og fóru þau í hópum um Rússland að leita sér matar. Tóku foreldrar Kravtsj- enkos eina slíka stúlku inn á heim- ilið. Kravtsjenko varð verksmiðju- stjóri víðs vegar um Ráðstjórn- arríkin og kynntist þess vegna að- eins óbeint hinum víðtæku flokkshreinsunum Stalíns, þegar einræðisherrann gekk milli bols og höfuðs á mörgum kommúnistum. Kravtsjenko sá líka álengdar fang- ana í þrælkunarbúðunum, Gúlag- inu, eins konar lifandi vofur, svipt- ir öllum mannlegum virðuleik. Hann þoldi sífellt verr kúgunina í heimalandi sínu, og þegar honum var í stríðinu boðið starf í við- skiptanefnd Ráðstjórnarríkjanna í Washington-borg, tók hann því fegins hendi. Hann leitaði á náðir Bandaríkjastjórnar í aprílbyrjun 1944 og gaf út bók sína á ensku röskum tveimur árum síðar. Ærð- ust vestrænir kommúnistar yfir henni, og er af því löng saga. Lárus Jóhannesson, lögfræð- ingur og alþingismaður (móður- bróðir Matthíasar Johannessens ritstjóra), vann það stórvirki að þýða bókina, sem var 564 þétt- prentaðar blaðsíður í íslensku út- gáfunni. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hann kaus frelsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.