Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Laugardaginn 24. febrúar kl. 14: Sýningaropnun í Bogasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudaginn 25. febrúar kl. 14: Leiðsögn með sérfræðingi Árnastofnunar Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Sunnudagsleiðsögn í umsjá Péturs Thomsen um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur, 25. febrúar kl. 14 ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018 KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign ORKA 14.9. - 29.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 1.3.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ægir Sindri Bjarnason, trymbill nokkurra sveita (t.d. Logn, World Narcosis og Dead Herring) fer fyr- ir merkinu og það er ágætt að miðja þessa grein með því en út- gáfur þess endurspegla eðlilega að einhverju leyti þá grósku sem í gangi er hvað hrátt og öflugt neð- anjarðarrokk varðar. Sú sena býr yfir nokkrum sprotum; Myrkfælni er einn, Þórir Georg og hans fólk reka nokkur verkefni og svo er það virknin í kringum Börn, Dauðyfli og tengdar sveitir. Og ég er alveg ábyggilega að gleyma einhverju og það vonandi (ábendingar um frek- ari virkni sendist endilega á net- fang). Einbeitum okkur nú að Why Not? og starfseminni þar sem hefur verið með miklum ágætum und- anfarin misseri. Fyrsta útgáfan var fyrir margt löngu reyndar, sjö- tomma með World Narcosis sem kom út 2010. Tvöfalda platan World Coda kom svo út 2015 og eft- ir það hafa hjólin snúist nokkuð ört. Sama sveit gaf þannig út plötu 2017, sama ár kom út sjötomma með henni einnig og síðasta októ- ber kom út plata sveitarinnar Grit Teeth. Segja má að merkið hafi sprungið út á síðasta ári en einnig kom út plata með hinni mergjuðu sveit Dead Herring og dómsdags- rokkurunum í Godchilla. Einnig hafa komið út stafrænar safn- plötur. Senur þrífast á fólki sem legg- ur sjálft sig og tónlistina sína til en einnig á rýmum sem hýsa reglulega tónleika. Þegar þú ert kominn með a) stað og b) reglubundna dagskrá er hægt að næra senuna. Fólk hitt- ist reglulega og hlustar ekki bara á tónlist heldur spjallar saman, skipt- ist á hugmyndum, treystir vin- áttubönd og stofnar hljómsveitir. Tónleikastaðurinn R6013, Ingólfs- stræti 20, hefur reynst mikilvægt skjól fyrir senuna. Ægir Sindri lýsti hugmyndafræðinni svona í Fésbók- arpósti: „Mér finnst mikilvægt að það sé regluleg og fjölbreytt dag- skrá í boði yfir allt árið, í rými sem býður alla velkomna; er ekki ætlað einum aldursflokki meira en öðrum eða bundið skólum eða klúbbum ... Ætlunin með R6013 er að bjóða upp á svoleiðis rými, sem auk þess reyn- ir ekki að selja þér neitt með gróða að leiðarljósi (þótt vissulega séu hljómplötur og annar hljóm- sveitavarningur í boði) ... Plássið er Grasrótin er í góðum málum Plötuútgáfan Why Not? er einn helsti merkisberi ærlegrar neð- anjarðarrokktónlistar á Íslandi í dag. Plata Dead Herring var til að mynda ein af allra bestu rokkskífum síðasta árs. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar gengið er inn á sýninguna Þvílíkir tímar sem Kristinn H. Hrafnsson myndhöggvari opnar í Hverfisgalleríi á Hverfisgötu 4 í dag, laugardag, kl. 16, þá tekur á móti gestunum á vegg orðið „Endalaust“, skrifað með skjálfandi rithendi gam- als, hálfblinds manns sem Kritsinn fékk til verksins. Og þegar litið er inn í salinn eru fleiri setningar með sömu hendinni á veggjum og fjalla allar um tímann og mörk hans: „Eft- ir upphafið og fyrir endinn“, „Frá upphafi til enda“, „Fyrir upphafið og eftir endinn“… „Ef þetta allt, heimurinn, hefur alltaf verið til, þá er tíminn alveg svakalegur. Menn eiga iðulega erfitt með að ná utan um það hvað tíminn er áhugavert fyrirbæri,“ segir Krist- inn sem hefur hér gert þetta erfiða en heillandi viðfangsefni, tímann, að miðju vel mótaðrar sýningarinnar. Í gólfi salarins er einskonar öfug- ur pendúll sem hnitar óútreikn- anlega hringi ef hreyft er við honum og í miðjum sal er setbekkur í anda módernískrar hönnunar með inn- felldri áletrun, „Þvílíkir tímar“. „Á þetta við tímann sem við erum staddir í eða tíma sem við erum að hugsa um?“ spyr Kristinn. „Það býð- ur upp á skapandi augnablik að setj- ast hér niður og hugsa um það.“ Stór hnullungur hefur verið klof- inn í fjóra hluta og er einn fjórð- ungur í hverju horni salarins. „Við erum inni í steininum eða utan við hann, eftir því hvernig þú lítur á það,“ segir Kristinn. „Þetta verk heitir „Fjórir hornsteinar“ og er til- einkað Þorsteini frá Hamri. Hér frammi er einnig verk tileinkað Sig- urði Pálssyni, „Aftur og enn og aft- ur“, en bæði skáldin voru ágætir vin- ir mínir og voru í svipuðum pælingum og ég hér í þessum verk- um. Fyrir mér er Sigurður skáld hafsins og sjóndeildarhringsins en Þorsteinn hinsvegar skáld jarðar- innar, sögunnar og menningarinnar. Það er sorglegt að vera að tileinka þeim verk hér en eðlilegt.“ Um massífan stálöxul sem stend- ur ennfremur á gólfinu segir Krist- inn að það sé fasti punkturinn þar sem maður getur velt fyrir sér hvernig heimurinn snýst. „Sá staður er alltaf miðja og öll okkar heimssýn byggist á henni – nema við séum trú- uð, þá er búið að taka það frá okkur. Öll okkar afstaða mótast af eigin lífs- reynslu; veraldarmiðjan er í okkur sjálfum.“ Kristinn hefur gert nokkur ný grafíkverk, þar sem hann hefur snú- ið við myndum af geimnum úr Hubble-sjónaukanum; mykrið er orðið hvítt en stjörnurnar svartar. Svo leggst handskriftin yfir: „Ekk- ert upphaf“ eða „Enginn endir“. „Vísindamenn og listamenn geta mæst á áhugaverðan hátt í kosmó- lógíunni,“ segir Kristinn. „Það þarf bara sköpunarkraft og hugmynda- auðgi til að vinna úr öllum upplýs- ingunum – og reyna að komast nær spurningunum um upphafið. Við listamenn þurfum að snúa hlutunum á hvolf og þá fær maður oft aðra og nýja sýn á hlutina.“ Morgunblaðið/Einar Falur Tímapælingar „Við listamenn þurfum að snúa hlutunum á hvolf,“ segir Kristinn. Hann er hér hjá nokkrum verkum. „Veraldarmiðjan er í okkur sjálfum“  Kristinn E. Hrafnsson opnar sýningu í Hverfisgalleríi Strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag, laugardag, kl. 17.15. Þessi 12 manna sveit mun flytja tónverk eftir Georg Philipp Telemann (1681-1767), Pietro Ant- onio Locatelli (1695-1764), Giu- seppe Torelli (1658-1709) og Unico Wilhelm van Wassenaer greifa (1692-1766). Strengjasveitin Spiccato var stofnuð árið 2012 af hópi strengja- leikara sem vettvangur til að flytja tónverk fyrir strengi, ekki síst frá barokk-tímanum, þar sem jafnræði ríkir milli hljóðfæraleikarana og enginn einn stjórnar. Á æfingu skiptast menn á skoðunum um túlk- un tónverkanna og allir fá tækifæri til að koma fram sem einleikarar. Á þeim rúmum fimm árum sem Spiccato hefur starfað hefur sveitin haldið ellefu tónleika, flesta í Reykjavík. Sveitina skipa þau Mart- in Frewer, Hlíf Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Kristján Matthíasson, María Weiss, Sigrún Harðardóttir og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlur, lágfiðluleikararnir Sarah Buckley og Eyjólfur Bjarni Al- freðsson, Þórdís Gerður Jónsdóttir leikur á selló og Páll Hannesson á bassa. Barokktónlist Strengjasveitin Spiccato, sem hér sést leika í Dómkirkjunni, heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag, laugardag. Strengjasveitin Spiccato í Listasafni Sigurjóns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.