Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Það að listi kjörnefndar vegna borg- arstjórnarkosninganna í vor hafi verið samþykktur nær samhljóða á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, í Valhöll í fyrradag segir kannski ekki alla söguna um að ánægja sjálfstæðis- manna í Reykjavík sé almenn. Í fulltrúaráðinu eiga sæti um 1.500 manns og stjórn ráðsins er skipuð 25 manns. Allir sem eiga sæti í fulltrúaráðinu áttu seturétt á fund- inum. Skúli Hansen, framkvæmda- stjóri Varðar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í kringum 150 manns hefðu mætt á fundinn. Lokatölur í leiðtogakjöri flokks- ins í lok janúar sl. voru þær að Ey- þór L. Arnalds hlaut 2.320 atkvæði í efsta sætið, Áslaug María Friðriks- dóttir 788 atkvæði og Kjartan Magnússon 460 atkvæði. 3.826 greiddu atkvæði. Ljóst er af samtölum blaðamanns við sjálfstæðisfólk í Reykjavík í gær og í fyrradag að talsverður hópur er óánægður með að hvorki Áslaug Friðriksdóttir né Kjartan Magnús- son skyldu hljóta náð fyrir augum kjörnefndar. Gagnrýnin snýr ekki að nýja fólkinu á listanum, sem allt er reynslulaust af borgar- og sveit- arstjórnarmálum, að Eyþóri Arn- alds, oddvita listans, og Mörtu Guð- jónsdóttur borgarfulltrúa undan- skildum. Raunar lýstu ákveðnir viðmælendur yfir ánægju með nýja fólkið sem er ofarlega á listanum og töldu að þarna væri fjölbreyttur hópur með fjölbreytta menntun sem byggi yfir mörgum góðum eiginleik- um. Gagnrýnin snýr að því að tveimur reyndum borgarfulltrúum, Áslaugu og Kjartani, hafi verið hent út af listanum, þótt augljóst sé að þekk- ing þeirra og reynsla af borgarmál- um hefði áfram nýst Sjálfstæðis- flokknum í borginni, ef þau hefðu t.d. skipað einhver af átta efstu sæt- um listans. Kjörnefnd hafi kosið að „henda út tveimur reyndum borgarfulltrúum“, eins og einn orðaði það, og setja ein- tómt óþekkt fólk í efstu sæti listans. Enginn viti deili á þessu fólki, fyrir utan efsta mann listans, Eyþór Arn- alds, enda sé hann sá eini sem var kosinn. „Loksins þegar Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík er að fá byr í segl- in og vísbendingar eru um að hann gæti fengið fína útkomu í kosning- unum í vor tekur fimmtán manna kjörnefnd, sem mér skilst að hafi aldrei verið samstiga í starfi sínu, sig til og eyðileggur þá breiðu sam- stöðu sem auðveldlega hefði verið hægt að ná,“ sagði gamalreyndur sjálfstæðismaður. Efna ekki til ófriðar „Við í Sjálfstæðisflokknum erum ekki beinlínis þekkt fyrir það að efna til ófriðar og átaka á fundum og það held ég að sé aðalskýring þess að fundurinn fór svona frið- samlega fram í gær og tillagan var samþykkt nánast samhljóða, eftir mjög litlar umræður,“ segir annar gamalreyndur sjálfstæðismaður úr Reykjavík. Annar sjálfstæðismaður segist finna fyrir ákveðinni óánægju með- al ákveðins hóps sjálfstæðisfólks í Reykjavík. 15 manna kjörnefnd hafi borið upp lista sinn, sem sýni kannski ekki mikla breidd úr röðum sjálfstæðismanna í Reykjavík. „Alla jafna hefur listinn sem borinn hefur verið upp byggst á niðurstöðum úr nokkur þúsund manna prófkjöri,“ sagði hann. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Valhöll Ekki var annað að sjá en vel lægi á mönnum fyrir fundinn í Valhöll. Eyþór Arnalds, oddviti listans, og Hildur Björnsdóttir ræða hér saman. Ýmist sáttir eða ósáttir  Skiptar skoðanir meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík á framboðslistanum Undirbúningur Lokaundirbúningur í Valhöll áður en listinn var kynntur. Bragi Guð- brandsson, for- stjóri Barna- verndarstofu, verður fulltrúi Íslands í kjöri til Barnaréttinda- nefndar Samein- uðu þjóðanna, en ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að sækjast eftir sæti fyrir Ís- lands hönd þar. Í nefndinni sitja 18 sérfræðingar og er þeirra að fylgj- ast á heimsvísu með framkvæmd Barnasáttmála SÞ. Félagsmálaráðherra hefur veitt Braga leyfi til eins árs frá embætti forstjóra Barnaverndarstofu og hættir hann nái hann kjöri, því mik- ilvægt þykir að nefndarmenn séu óháðir barnaverndaryfirvöldum í einstökum ríkjum. Framboð Braga er talið sterkt vegna reynslu hans og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Kosið er í nefndina á tveggja ára fresti, níu fulltrúar til fjögurra ára í hvert sinn. Hver fulltrúi er kosinn til fjögurra ára í senn. Næsta val fulltrúa í nefndina fer fram hinn 29. júní næstkomandi. Samhliða undirbúningi vegna framboðs síns mun Bragi sinna verkefnum í velferðarráðuneytinu viðvíkjandi áherslumálum ráðherra í málefnum barna. Bragi fer í leyfi og framboð hjá SÞ Bragi Guðbrandsson Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Pottar & Pönnur 20-50% afsláttur Talent Pro 30% Gerið góð kaup! Allinox Góðir og stórir stálpottar á fínu verði. Stærðir: 9, 11, 13,5, 16, 19 ltr. 20% 8304 20cm steikarpanna djúp f. span 8308 24 cm Ferköntuð steikarpanna f. span 50% 50% Lágmúla 8 • sími 530 2800 Opnunartími í dag er kl. 11-15. Minnum á að Samsung-setrið er nú flutt í Lágmúlann og er því með sama opnunartíma, 11-15. Gerið góð kaup!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.