Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Uppsjávarskipin Guðrún Þorkels- dóttir SU og Beitir NK fengu góðan kolmunnaafla suðvestan við Írland í vikunni. Í gær var verið að landa um 1.600 tonnum úr Guðrúnu á Eski- firði, en Beitir er væntanlegur til Neskaupstaðar síðdegis á sunnudag. Skipið lagði af stað af miðunum með fullfermi, rúmlega þrjú þúsund tonn, á hádegi á fimmtudag, en um 900 mílna sigling er af miðunum. Guðrún Þorkelsdóttir heldur aftur til kol- munnaveiða að löndun lokinni og einnig Jón Kjartansson SU 311, eldra skip Eskju með þessu nafni. Á heimasíðu Sildarvinnslunnar er haft eftir Tómasi Kárasyni, skip- stjóra á Beiti, að mikið sé að sjá af kolmunna á miðunum suðvestan við Írland og svakalegar lóðningar. „Þetta er aðgæsluveiði, hættan er sú að fá of mikið. Stundum vorum við að hífa 300-400 tonn á tveggja tíma fresti,“ sagði Tómas. aij@mbl.is Vel veiðist af kolmunna við Írland  40 tíma sigling  „Aðgæsluveiði“ Á kolmunnaveiðum sunnan við Írland Ísland Írland Færeyjar Bretland Kolmunna- miðin suðvestur af Írlandi Landsbankinn hefur ákveðið að semja við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á ný- byggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sex af sjö arkitekta- teymum sem völdust til að gera frumtillögur skiluðu tillögum. „Húsið sem Arkþing og C.F. Møll- er teiknuðu er fallegt og kallast á við umhverfið. Tillagan hæfir starf- semi bankans vel og uppfyllir best þær forsendur sem lagt var upp með,“ segir Björk Eiríksdóttir, for- maður bankaráðs Landsbankans. „Við erum að flytja starfsemi bankans í mun minna, hagkvæmara og hentugra húsnæði. Þetta er fjár- festing til framtíðar,“ að sögn Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Húsið á að hýsa starfsemi bank- ans í miðborginni sem nú er á 13 stöðum, að mestu í leiguhúsnæði. Hluti hússins verður leigður út til verslunar- og þjónustustarfsemi. Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir í byrjun næsta árs. Bygg- ing hússins verður boðin út. „Húsið fallegt og kall- ast á við umhverfið“ Tölvumynd/Landsbankinn Við Hörpu Nýbygging Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík hönnuð af Arkþingi ehf. og C.F. Møller. Veður hefur verið erfitt til loðnu- veiða fyrir Suðurlandi síðustu daga, en skipin hafa veitt ágætlega þegar veðurgluggar hafa opnast. Vonast er eftir einum slíkum í dag, en ann- ars á morgun. Íslensku skipin eru um það bil hálfnuð með að veiða þau tæplega 200 þúsund tonn sem koma í þeirra hlut á vertíðinni. Í fyrrakvöld og gærmorgun fékk grænlenska loðnuskipið Polar Am- aroq um 400 tonn af loðnu út af Skagafirði. Í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar sagði Geir Zoëga skipstjóri að töluvert væri að sjá. Þá hefði hann fengið fréttir af loðnu- torfum á Halanum. Norsku loðnuskipin luku sinni vertíð við landið í fyrrakvöld, en þau voru einkum að veiðum í Öxarfirði og á Skjálfanda síðustu tvær vikur. Norðmenn höfðu heimild til að veiða tæplega 74 þúsund tonn í lögsögunni og náðu þeim kvóta í fyrradag, sem var síðasti dagurinn sem þeir máttu veiða við landið. aij@mbl.is Nýta veðurglugga til loðnuveiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.