Morgunblaðið - 24.02.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
Uppsjávarskipin Guðrún Þorkels-
dóttir SU og Beitir NK fengu góðan
kolmunnaafla suðvestan við Írland í
vikunni. Í gær var verið að landa um
1.600 tonnum úr Guðrúnu á Eski-
firði, en Beitir er væntanlegur til
Neskaupstaðar síðdegis á sunnudag.
Skipið lagði af stað af miðunum með
fullfermi, rúmlega þrjú þúsund tonn,
á hádegi á fimmtudag, en um 900
mílna sigling er af miðunum. Guðrún
Þorkelsdóttir heldur aftur til kol-
munnaveiða að löndun lokinni og
einnig Jón Kjartansson SU 311,
eldra skip Eskju með þessu nafni.
Á heimasíðu Sildarvinnslunnar er
haft eftir Tómasi Kárasyni, skip-
stjóra á Beiti, að mikið sé að sjá af
kolmunna á miðunum suðvestan við
Írland og svakalegar lóðningar.
„Þetta er aðgæsluveiði, hættan er sú
að fá of mikið. Stundum vorum við
að hífa 300-400 tonn á tveggja tíma
fresti,“ sagði Tómas. aij@mbl.is
Vel veiðist
af kolmunna
við Írland
40 tíma sigling
„Aðgæsluveiði“
Á kolmunnaveiðum
sunnan við Írland
Ísland
Írland
Færeyjar
Bretland
Kolmunna-
miðin
suðvestur
af Írlandi
Landsbankinn hefur ákveðið að
semja við Arkþing ehf. og C.F.
Møller um hönnun og þróun á ný-
byggingu bankans við Austurhöfn í
Reykjavík. Sex af sjö arkitekta-
teymum sem völdust til að gera
frumtillögur skiluðu tillögum.
„Húsið sem Arkþing og C.F. Møll-
er teiknuðu er fallegt og kallast á
við umhverfið. Tillagan hæfir starf-
semi bankans vel og uppfyllir best
þær forsendur sem lagt var upp
með,“ segir Björk Eiríksdóttir, for-
maður bankaráðs Landsbankans.
„Við erum að flytja starfsemi
bankans í mun minna, hagkvæmara
og hentugra húsnæði. Þetta er fjár-
festing til framtíðar,“ að sögn Lilju
Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra
Landsbankans.
Húsið á að hýsa starfsemi bank-
ans í miðborginni sem nú er á 13
stöðum, að mestu í leiguhúsnæði.
Hluti hússins verður leigður út til
verslunar- og þjónustustarfsemi.
Stefnt er að því að hefja fram-
kvæmdir í byrjun næsta árs. Bygg-
ing hússins verður boðin út.
„Húsið fallegt og kall-
ast á við umhverfið“
Tölvumynd/Landsbankinn
Við Hörpu Nýbygging Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík hönnuð af Arkþingi ehf. og C.F. Møller.
Veður hefur verið erfitt til loðnu-
veiða fyrir Suðurlandi síðustu daga,
en skipin hafa veitt ágætlega þegar
veðurgluggar hafa opnast. Vonast
er eftir einum slíkum í dag, en ann-
ars á morgun. Íslensku skipin eru
um það bil hálfnuð með að veiða þau
tæplega 200 þúsund tonn sem koma í
þeirra hlut á vertíðinni.
Í fyrrakvöld og gærmorgun fékk
grænlenska loðnuskipið Polar Am-
aroq um 400 tonn af loðnu út af
Skagafirði. Í samtali við heimasíðu
Síldarvinnslunnar sagði Geir Zoëga
skipstjóri að töluvert væri að sjá. Þá
hefði hann fengið fréttir af loðnu-
torfum á Halanum.
Norsku loðnuskipin luku sinni
vertíð við landið í fyrrakvöld, en þau
voru einkum að veiðum í Öxarfirði
og á Skjálfanda síðustu tvær vikur.
Norðmenn höfðu heimild til að veiða
tæplega 74 þúsund tonn í lögsögunni
og náðu þeim kvóta í fyrradag, sem
var síðasti dagurinn sem þeir máttu
veiða við landið. aij@mbl.is
Nýta veðurglugga
til loðnuveiða