Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Húsið er allt svart og þakið myglu“ 2. Var skilin eftir af Strætó … 3. Sendibíll valt á Breiðholtsbraut 4. Sunna Elvira flutt til Sevilla  Sýning myndlistarkonunnar Krist- ínar Reynisdóttur, Synjun, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju á morgun við messulok kl. 12.15. Krist- ín vinnur með við sem fenginn er úr ruslakompu trésmiðju og ber því á táknrænan hátt tilvísun í tilvistarlega stöðu flóttamanna, sem eru afgangs og aflóga á flótta sínum frá styrj- öldum í heiminum, eins og segir í til- kynningu. Segir þar að innsetning Kristínar sé auðmjúk og fínleg en jafnframt margræð. Auðmjúk, fínleg og margræð innsetning  Tónlistarkonan Kristín Anna held- ur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Á árunum 2015-2017 vann hún með Kjartani Sveinssyni að upptökum á pí- anólögum sem koma brátt út á plöt- unni I Must Be The Devil. Í kvöld mun Kristín Anna m.a. leika lög af henni. Kristín Anna heldur tónleika í Mengi  Sigmar Þór Matthíasson bassaleik- ari leikur frumsamin verk fyrir kontrabassa og fagott á tón- leikum í Björtuloftum Hörpu á morgun kl. 20. Með honum leikur Snorri Heimisson fagottleik- ari. Hljóðfærin tvö fá að njóta sín bæði í einleik og meðleik. Þeir félagar hyggjast kanna ótroðnar slóðir dúó-formsins með til- heyrandi frjálsleika og fagurheitum. Aðgangur er ókeypis. Úr djúpinu í Björtu- loftum á morgun FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-18 m/s með skúrum, en síðar éljum og kólnar smám saman, fyrst vestan til, en áfram 15-23 m/s og talsverð rigning eystra fram yfir hádegi. Á sunnudag Austan og suðaustan 8-15 m/s og slydda. Síðar rigning með köflum, heldur hægara og úrkomuminna á N- og A-landi. Hiti 0 til 7 stig, mildast með suðurströndinni. Á mánudag Suðaustan 10-15 m/s og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en annars mun hægara og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig. Norðmenn setja í ár nýtt met í fjölda leikja á gervigrasi í úrvalsdeild karla í fótbolta. Tíu af sextán liðum deild- arinnar leika á gervigrasi á komandi keppnistímabili en aðeins sex eru ennþá með náttúrulegt gras á sínum leikvöngum. Átta af tólf Íslendingum sem spila í úrvalsdeildum karla og kvenna í Noregi eru með gervigras á sínum heimavelli. »4 Norðmenn setja met í gervigrasleikjum Ísland vann gríðarlega mik- ilvægan sigur á Finnum, 81:76, í undankeppni heims- meistaramóts karla í körfu- knattleik í Laugardalshöll- inni í gærkvöld og komst með því í annað sætið í sín- um riðli þegar keppnin er hálfnuð. Martin Hermanns- son átti stórleik og skoraði 26 stig en Ísland mætir Tékkum í Höllinni á morg- un. » 2-3 Sætur sigur gegn Finnunum „Við vorum bara tvær bestu vinkonur að fara út í atvinnumennsku, búið að dreyma um þetta síðan við vorum 14 ára, en svo var þetta martröð frá fyrsta degi.“ Þannig lýsa Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ás- grímsdóttir haustmánuðum sínum í Verona á Ítalíu þar sem þær reyndu fyrir sér í atvinnu- mennsku fyrri hluta vetr- ar. »1 Dvölin í Verona reyndist martröð frá fyrsta degi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nemendur og kennarar í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti taka ár- lega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskipta- ferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Ágústa fer á þriðjudag með sjö nemendur í vikuferð til Tiblísi í Georgíu, 17 nemendur ásamt tveim- ur kennurum fara til Noregs í byrj- un mars, 20 nemendur fara til Dan- merkur síðar í mánuðinum auk þess sem fimm nemendur fara til Belgíu og fjórir til Grikklands. „Skólinn er með vottun (VET Mobility Charter) frá Rannís, al- þjóðaskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, sem gerir okkur einfaldara um vik að sækja um Erasmus+-styrki til náms og þjálfunar og til þess að vinna að gæðaverkefnum á list- og verknámssviði,“ segir Ágústa og bætir við að styrkirnir borgi ferðir, gistingu og uppihald. Þannig hafi til dæmis húsasmíðanemar og raf- virkjanemar verið sendir til Dan- merkur og Eistlands, snyrtifræði- nemar til Portúgals og Finnlands, sjúkraliðanemar til Spánar og text- ílnemar til Belgíu og Portúgals. „Samtals fara um 70 nemendur til útlanda á vegum skólans á árinu og síðan tökum við á móti 30 til 40 er- lendum nemendum,“ segir hún. Mis- munurinn skýrist af því að ekki sé um skiptinám að ræða í öllum til- fellum. Stuttmynd um frumkvöðla Ferðin eftir helgi er í frum- kvöðlabúðir, þar sem íslensku nem- endurnir vinna frumkvöðlaverkefni með nemendum frá Þýskalandi, Eistlandi og Georgíu. Vegna þessa hafa nemendurnir tekið viðtöl við ís- lenska frumkvöðla og gert stutt- mynd um starf þeirra, aðstæður, styrki og fleira. „Þau kynna verk- efnið í Tiblísi og útskýra hvernig er að vera frumkvöðull á Íslandi,“ segir Ágústa. Nemendur eru allt upp í þrjá mánuði í starfsnámi erlendis. Ágústa segir að þessi alþjóðlegu samskipti gefi nemendum mikið, auki víðsýni þeirra og styrki þá á margan hátt. „Þessar ferðir hafa verið mjög skemmtilegar og gefandi og það að kynnast lífi og starfi fólks á heimavelli þess eflir nemendur á margan hátt. Þessar ferðir kenna nemendum líka að vinna erlendis og standa á eigin fótum, taka ábyrgð á eigin lífi,“ segir Ágústa. Frumkvöðlar í sviðsljósinu  Um 70 nemar í FB í verkefni er- lendis á næstunni Hópvinna fyrir Georgíuferð Nemendur tóku viðtöl í Sjávarklasanum. Efri röð frá vinstri: Anton Arciszewski, Hörður Fannar Þorvaldarson og Gísli Veigar Gíslason. Neðri röð frá vinstri: Tanja Sigmundsdóttir, Sara Sam- úelsdóttir, Bjarni Hjartarson hönnuður, Júlía Kristín Kristinsdóttir og Þöll Guðmundsdóttir. Í Aþenu Birta Björk Andradóttir og Birta María Pétursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.