Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 60
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Húsið er allt svart og þakið myglu“ 2. Var skilin eftir af Strætó … 3. Sendibíll valt á Breiðholtsbraut 4. Sunna Elvira flutt til Sevilla  Sýning myndlistarkonunnar Krist- ínar Reynisdóttur, Synjun, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju á morgun við messulok kl. 12.15. Krist- ín vinnur með við sem fenginn er úr ruslakompu trésmiðju og ber því á táknrænan hátt tilvísun í tilvistarlega stöðu flóttamanna, sem eru afgangs og aflóga á flótta sínum frá styrj- öldum í heiminum, eins og segir í til- kynningu. Segir þar að innsetning Kristínar sé auðmjúk og fínleg en jafnframt margræð. Auðmjúk, fínleg og margræð innsetning  Tónlistarkonan Kristín Anna held- ur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Á árunum 2015-2017 vann hún með Kjartani Sveinssyni að upptökum á pí- anólögum sem koma brátt út á plöt- unni I Must Be The Devil. Í kvöld mun Kristín Anna m.a. leika lög af henni. Kristín Anna heldur tónleika í Mengi  Sigmar Þór Matthíasson bassaleik- ari leikur frumsamin verk fyrir kontrabassa og fagott á tón- leikum í Björtuloftum Hörpu á morgun kl. 20. Með honum leikur Snorri Heimisson fagottleik- ari. Hljóðfærin tvö fá að njóta sín bæði í einleik og meðleik. Þeir félagar hyggjast kanna ótroðnar slóðir dúó-formsins með til- heyrandi frjálsleika og fagurheitum. Aðgangur er ókeypis. Úr djúpinu í Björtu- loftum á morgun FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-18 m/s með skúrum, en síðar éljum og kólnar smám saman, fyrst vestan til, en áfram 15-23 m/s og talsverð rigning eystra fram yfir hádegi. Á sunnudag Austan og suðaustan 8-15 m/s og slydda. Síðar rigning með köflum, heldur hægara og úrkomuminna á N- og A-landi. Hiti 0 til 7 stig, mildast með suðurströndinni. Á mánudag Suðaustan 10-15 m/s og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en annars mun hægara og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig. Norðmenn setja í ár nýtt met í fjölda leikja á gervigrasi í úrvalsdeild karla í fótbolta. Tíu af sextán liðum deild- arinnar leika á gervigrasi á komandi keppnistímabili en aðeins sex eru ennþá með náttúrulegt gras á sínum leikvöngum. Átta af tólf Íslendingum sem spila í úrvalsdeildum karla og kvenna í Noregi eru með gervigras á sínum heimavelli. »4 Norðmenn setja met í gervigrasleikjum Ísland vann gríðarlega mik- ilvægan sigur á Finnum, 81:76, í undankeppni heims- meistaramóts karla í körfu- knattleik í Laugardalshöll- inni í gærkvöld og komst með því í annað sætið í sín- um riðli þegar keppnin er hálfnuð. Martin Hermanns- son átti stórleik og skoraði 26 stig en Ísland mætir Tékkum í Höllinni á morg- un. » 2-3 Sætur sigur gegn Finnunum „Við vorum bara tvær bestu vinkonur að fara út í atvinnumennsku, búið að dreyma um þetta síðan við vorum 14 ára, en svo var þetta martröð frá fyrsta degi.“ Þannig lýsa Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ás- grímsdóttir haustmánuðum sínum í Verona á Ítalíu þar sem þær reyndu fyrir sér í atvinnu- mennsku fyrri hluta vetr- ar. »1 Dvölin í Verona reyndist martröð frá fyrsta degi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nemendur og kennarar í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti taka ár- lega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskipta- ferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Ágústa fer á þriðjudag með sjö nemendur í vikuferð til Tiblísi í Georgíu, 17 nemendur ásamt tveim- ur kennurum fara til Noregs í byrj- un mars, 20 nemendur fara til Dan- merkur síðar í mánuðinum auk þess sem fimm nemendur fara til Belgíu og fjórir til Grikklands. „Skólinn er með vottun (VET Mobility Charter) frá Rannís, al- þjóðaskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, sem gerir okkur einfaldara um vik að sækja um Erasmus+-styrki til náms og þjálfunar og til þess að vinna að gæðaverkefnum á list- og verknámssviði,“ segir Ágústa og bætir við að styrkirnir borgi ferðir, gistingu og uppihald. Þannig hafi til dæmis húsasmíðanemar og raf- virkjanemar verið sendir til Dan- merkur og Eistlands, snyrtifræði- nemar til Portúgals og Finnlands, sjúkraliðanemar til Spánar og text- ílnemar til Belgíu og Portúgals. „Samtals fara um 70 nemendur til útlanda á vegum skólans á árinu og síðan tökum við á móti 30 til 40 er- lendum nemendum,“ segir hún. Mis- munurinn skýrist af því að ekki sé um skiptinám að ræða í öllum til- fellum. Stuttmynd um frumkvöðla Ferðin eftir helgi er í frum- kvöðlabúðir, þar sem íslensku nem- endurnir vinna frumkvöðlaverkefni með nemendum frá Þýskalandi, Eistlandi og Georgíu. Vegna þessa hafa nemendurnir tekið viðtöl við ís- lenska frumkvöðla og gert stutt- mynd um starf þeirra, aðstæður, styrki og fleira. „Þau kynna verk- efnið í Tiblísi og útskýra hvernig er að vera frumkvöðull á Íslandi,“ segir Ágústa. Nemendur eru allt upp í þrjá mánuði í starfsnámi erlendis. Ágústa segir að þessi alþjóðlegu samskipti gefi nemendum mikið, auki víðsýni þeirra og styrki þá á margan hátt. „Þessar ferðir hafa verið mjög skemmtilegar og gefandi og það að kynnast lífi og starfi fólks á heimavelli þess eflir nemendur á margan hátt. Þessar ferðir kenna nemendum líka að vinna erlendis og standa á eigin fótum, taka ábyrgð á eigin lífi,“ segir Ágústa. Frumkvöðlar í sviðsljósinu  Um 70 nemar í FB í verkefni er- lendis á næstunni Hópvinna fyrir Georgíuferð Nemendur tóku viðtöl í Sjávarklasanum. Efri röð frá vinstri: Anton Arciszewski, Hörður Fannar Þorvaldarson og Gísli Veigar Gíslason. Neðri röð frá vinstri: Tanja Sigmundsdóttir, Sara Sam- úelsdóttir, Bjarni Hjartarson hönnuður, Júlía Kristín Kristinsdóttir og Þöll Guðmundsdóttir. Í Aþenu Birta Björk Andradóttir og Birta María Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.