Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 28
Kostnaður við rafmagnsnotkun og húshitun Heildarkostnaður, krónur á ári* Dreifbýli RARIK Dreifbýli Orkubú Vestfjarða OR Rangárveita dreifbýli Grundarfjörður Neskaupstaður Vopnafjarðarhreppur Höfn Seyðisfjörður Hólmavík Reyðarfjörður Bolungarvík Ísafjörður Patreksfjörður Siglufjörður Blönduós Vestrnannaeyjar OR dreifbýli OR dreifbýli lágmark 3 mín.l Hitaveita dreifbýli Norðurland Akranes Stykkishólmur Hvolsvöllur Borgarnes Egilsstaðir Dalvík Selfoss Grindavík Keflavík Kópavogur, meðaltal Reykjavík, meðaltal Húsavík Akureyri Sauðárkrókur Hveragerði Seltjarnarnes Flúðir 311.709 314.992 259.493 283.158 283.158 283.158 257.840 257.840 287.137 276.479 284.994 284.163 284.994 242.302 241.734 219.663 250.425 243.873 229.983 185.465 185.218 198.282 181.810 182.662 180.958 185.786 164.805 164.805 180.921 180.921 176.698 173.296 171.870 173.574 137.753 147.446 *Miðað við algengasta verð samkvæmt gjald- skrá 1. september 2017. Heimild: Byggðastofnun. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkukostnaður heimila ermestur í dreifbýli á svæðiOrkubús Vestfjarða, tæp-lega 315 þúsund kr. á ári. Lægsti orkukostnaðurinn er á Sel- tjarnarnesi, tæplega 138 þúsund krónur. Kostnaðurinn í dreifbýli á Vestfjörðum er meira en tvöfalt hærri en á Seltjarnarnesi. Skýrist munurinn af meiri kostnaði við raf- magnsnotkun en þó enn frekar af mun sem er á því að kynda húsin með rafmagni og heitu vatni en hitaveitan á Seltjarnarnesi er sú ódýrasta á landinu. Þetta má lesa út úr samantekt þróunarsviðs Byggðastofnunar á orkukostnaði heimila. Þar er reikn- aður út kostnaður við raforkunotkun og húshitun á sams konar einbýlis- húsi á nokkrum stöðum á landinu. Horft verði til aðgerða Í bókun sem samþykkt var á fundi stjórnar Byggðastofnunar þeg- ar niðurstaða samantektarinnar var kynnt kemur fram að kostnaður við raforkunotkun og húshitun vegi þungt í heimilishaldi. Kostnaðurinn sé mjög mismunandi en í öllum til- fellum meiri í dreifbýli en þéttbýli. „Stjórn Byggðastofnunar minnir á að jöfnun lífskjara er grunnþáttur í byggðastefnu stjórnvalda og því mik- ilvægt að horfa til aðgerða sem væru til þess fallnar að draga úr þessum mun,“ segir í bókun stjórnarinnar. Í samantektinni kemur fram að notendum virðist ekki vera almennt ljóst að þeim er heimilt að kaupa raf- orku af hvaða sölufyrirtæki sem þeir kunna að kjósa en þau eru nokkur og með mismunandi verð. Raunar kem- ur fram að munur á lægsta og hæsta verði sem var um 6% á höfuðborg- arsvæðinu og Akranesi hafi minnkað og sé nú mestur rúm 2%. Annars staðar er munurinn lítill eða enginn. Mikill munur er á kostnaði við raforkunotkun á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Kostnaðurinn er yfirleitt um 114 þúsund í dreifbýli en 80 til 90 þúsund í þéttbýli. Kostnaður við húshitun með hitaveitu er mikill. Á Seltjarnarnesi kostar hitun hússins um 55 þúsund en 156 þúsund á Siglufirði. Hins vegar er enn dýrara að hita einbýlishúsið með rafmagnsofnum. Algengasti kostn- aðurinn er 190 til 200 þúsund kr. Dýrast að búa á Vestfjörðum Mismunurinn magnast upp þeg- ar kostnaður við rafmagnsnotkun og húshitun er lagður saman í heildar- orkukostnað heimilisins. Þá kemur í ljós að dýrast er að búa í dreifbýli á svæðum Orkuveitu Vestfjarða og RARIK, kostar 312 til 315 þúsund krónur. Heimili í dreifbýli á svæði Orkuveitu Reykjavíkur greiðir 250 þúsund kr. alls og dæmi eru um enn lægri gjaldskrá. Er þetta lægri kostnaður en á mörgum þétt- býlisstöðum á landsbyggðinni. Dýr- asti þéttbýlisstaðurinn er Hólmavík þar sem kostnaðurinn er 287 þúsund kr. á ári. Á hinum endanum eru íbúar í þéttbýli sem njóta hagkvæmrar hita- veitu, eins og á Seltjarnarnesi og Flúðum. Heildarkostnaður á Sel- tjarnarnesi er 138 þúsund. Algengari kostnaður er um 180 þúsund og á það við um Reykjavík, Kópavog og margra aðra bæi. Kostnaður við rafmagnsnotkun og húshitun á Seltjarnarnesi, ódýr- asta hitaveitubænum, er innan við helmingur af kostnaði við sömu liði á Hólmavík sem er dýrasti þéttbýlis- staðurinn. Tvöfaldur orkukostn- aður í dreifbýlinu 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Loftárásirsýrlenskrastjórnvalda á Austur-Ghouta héldu áfram í gær, sjöunda daginn í röð. Talið er að rúmlega 400 manns hafi látið lífið í árásunum. Átökin í Sýr- landi hafa staðið í sjö ár og nú er enn eitt blóðbaðið hafið. Íbúar Ghouta lifa í raun neðan- jarðar, láta fyrirberast í kjöll- urum íbúðarhúsa, skóla og skrifstofubygginga og hætta sér vart út undir bert loft til að sækja nauðsynjar af ótta við árásir. Antonio Guterres, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, líkti ástandinu þar við „helvíti á jörðu“. Íslamistar og jihadistar hafa haft Austur-Ghouta á valdi sínu síðan 2012. Umsátur um svæðið, sem er rétt austur af Damask- us, höfuðborg landsins, hefur staðið frá 2013. Áður en átökin hófust bjuggu um tvær milljónir manna á þessu svæði, en margir eru flúnir og talið er að eftir séu um 400 þúsund manns. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur fjallað um ástandið. Atkvæðagreiðslu um 30 daga vopnahlé til að björgunarstarf geti farið fram var frestað á fimmtudag af ótta við að Rúss- ar, sem taka þátt í loftárás- unum, beittu neitunarvaldi. Aft- ur var henni frestað í gær þar til í dag. Slík ályktun hefur ver- ið í vinnslu í tvær vikur og varð hún enn brýnni þegar loftárás- irnar á Austur-Ghouta hófust. Í Sýrlandi takast á ólíkir hóp- ar og hagsmunir. Tilraunir til að stilla til friðar hafa runnið út í sandinn enda engar einfaldar lausnir. Kúrdar hafa tögl og hagldir í norðurhluta landsins þar sem heitir Rojava. Herafli þeirra er hluti af bandalaginu, sem berst gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams undir forustu Bandaríkjamanna. Þeir njóta einnig stuðnings stjórnar Bash- ars al-Assads, þótt ekki sé hann opinber, en Tyrkir eru and- stæðingar þeirra. Í janúar hófu Tyrkir sókn á hendur Kúrdum í Afrin, sem er á yfirráðasvæði þeirra. Tyrkir vilja að Assad fari frá völdum og eru staðráðnir í að koma í veg fyrir að sjálfstæðistilburðir Kúrda verði að veruleika. Síðan flækir málið að Bandaríkja- menn og Tyrkir eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Uppreisnarmenn halda enn velli á nokkrum stöðum í land- inu. Þar eru einkum öfgahópar á borð við al-Nusra og Ahrar al-Scham og leifar hins frjálsa hers Sýrlands, sem er öllu hóf- samari. Stjórn Assads hefur sótt að þeim með stuðningi rússneska flughersins og Írana síðan fyrir áramót. Stjórn Assads hefur tekist að ná stórum hlutum landsins aft- ur undir sína stjórn og má segja að lítið sé eftir af uppreisn- inni. Helstu and- stæðingar Assads eru uppreisnar- menn og Tyrkir eft- ir atvikum. Kúrdum hefur verið lýst sem bandamönnum þeirra á laun, þótt nær væri að segja að þeir reyni að standa utan við baráttuna milli uppreisnar- manna og stjórnarhersins í þeirri von að halda sínu. Það gæti hins vegar breyst nái Assad að brjóta uppreisnar- menn alveg á bak aftur. Íranar hafa staðið að baki Assad allt frá því að uppreisnin hófst 2011. Þeir stjórna þeim sveitum, sem berjast með stjórnarhernum á jörðu niðri. Íranar hafa komið sér upp að- setri fyrir íranska herinn í al- Kiswa, sem er aðeins 13 km suð- ur af Damaskus. Þeir vilja að her þeirra verði áfram í landinu og tryggja áhrif sín þannig að þau teygi sig frá Íran til Líb- anon og ógni þannig Ísrael. Andstæðingar þeirra eru Bandaríkjamenn, Ísrael, upp- reisnarmenn og Ríki íslams. Ríki íslams náði undir sig stórum landsvæðum í Sýrlandi, en hefur nú verið hrakið á brott að mestu. Sagt er að erlendir liðsmenn þeirra séu margir flúnir, flestir til Tyrklands. Ísraelar hafa ekki verið áber- andi í átökunum, en þeir hafa frá 2013 gert rúmlega 100 loft- árásir á skotmörk í Sýrlandi. Hafa árásir þeirra einkum beinst að birgðaleiðum líbönsku samtakanna Hizbollah, sem hafa barist við hlið Assads fyrir tilhlutan Írana. Þeirra helsta markmið er að halda Írönum í skefjum og um leið að binda enda á valdatíð Assads. Spenna ríkir á milli Ísraela og Tyrkja. Rússneski herinn hefur sínar bækistöðvar í Tartus í Sýrlandi og hefur haft þar flotastöð síðan 1971. Rússar vilja fyrir alla muni verja ítök sín við Miðjarð- arhaf og hafa frá 2015 stutt stjórn Assads með loftárásum. Opinberlega segja þeir að af- skipti þeirra snúist um að ráða niðurlögum Ríkis íslams, en þeir hafa beitt sér gegn öllum uppreisnarhópum. Spenna ríkir milli þeirra og Tyrkja, Kúrda og Bandaríkjamanna. Þeir eru hins vegar í bandalagi við Ír- ana. Bandaríkjamenn hafa látið til skarar skríða gegn Ríki íslams og vilja einnig koma í veg fyrir aukin áhrif Írana í Sýrlandi. Samvinna Bandaríkjamanna með Kúrdum hefur valdið spennu í samskiptunum við Tyrki og einnig er grunnt á því góða í samskiptunum við Rússa. Engin lausn er í sjónmáli í þessu flókna valdatafli og á meðan utanaðkomandi öfl tak- ast á líður almenningur í land- inu. Á meðan tekist er á um hagsmuni og áhrif í Sýrlandi líður almenningur} Hið flókna valdatafl A rion banki er verðmætasti bankinn á Íslandi. Hafin er barátta vogun- arsjóða um að eignast 13% hlut ríkisins í bankanum. Hvers vegna vilja þeir kaupa hlut ríkisins? Fyr- ir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er hluturinn ódýr miðað við hin miklu verðmæti í dótturfélögum bankans, eins og Valitor og Stefni. Stefnir stýrir fjölda verðbréfa-, fjárfest- inga- og fagfjárfestasjóða. Í öðru lagi er nauð- synlegt fyrir vogunarsjóðina að losna við ríkið úr hluthafahópnum, svo hægt sé að búta bank- ann niður og selja verðmæt dótturfélög hans. Þegar því er svo lokið verða lífeyrissjóðir lands- manna látnir kaupa restina og vogunarsjóðirnir verða með fullar hendur fjár. Vilja „tæma“ bankann Verði ríkið áfram hluthafi getur það beitt neitunarvaldi í stjórn bankans, samkvæmt hluthafasamkomulagi hluthafa Arion banka, við áformum vogunarsjóða um að „tæma“ bankann. Flétta vogunarsjóða um eignir bankans hófst á hluthafafundi, sem haldinn var fyrir skömmu. Þar var ákveðið að bankinn myndi kaupa eigin bréf. Í framhaldi var farið fram á að kaupa hlut ríkisins samkvæmt kaupréttar- samningi. Kaup á eigin bréfum gerir að verkum að vogun- arsjóðirnir þurfa ekki að taka upp veskið og borga fyrir hlut ríkisins heldur láta þeir bankann sjálfan borga hlutinn. Hvernig verjum við hagsmuni ríkisins í þessu mikilvæga máli? Jú, til eru nokkrar leiðir: 1. Neita að afhenda hlut rík- isins og málið fer fyrir dómstóla. 2. Beita lagasetningar- valdinu, þannig að ef ríkið þarf að selja hlutinn verði það á fullu verði miðað við markaðsvirði bankans alls, þ.m.t. dótturfélaga bankans. 3. Kalla sam- an auka hluthafafund og krefjast þess að heim- ild bankans til kaupa á eigin bréfum verði felld úr gildi, vegna vafa um lögmæti hennar. Óska eftir rannsókn á því hvort bein eða óbein að- koma vogunarsjóðanna á hluthafafundinum sé í samræmi við ströng skilyrði sem Fjármála- eftirlitið hefur sett til að takmarka heimildir þeirra til að hafa áhrif á starfsemi Arion banka. Óska eftir rannsókn á aðdraganda ákvörðunarinnar og hæfi einstakra stjórn- armanna Arion banka vegna málsins. Yrði sú krafa studd með vísan til 55. gr. laga um fjár- málafyrirtæki. Hlutur ríkisins hindrun í fléttunni Verði heimild bankans um að kaupa eigin bréf felld úr gildi má telja fullvíst að vogunarsjóðirnir muni hætta við kaupréttinn á bréfum ríkisins, þ.e. þegar þeir þurfa að borga fyrir hann úr eigin vasa. Til að tryggja að vogunarsjóðirnir geti ekki útbúið aðra fléttu, með því að boða síðar til annars fundar og fá aðra heimild, þarf ríkið að eiga áfram hlutinn í Arion banka. Hlutur ríkisins í Arion banka er verðmæt eign almenn- ings, sem ekki á að selja á útsölu. Vogunarsjóðir svífast einskis, þeir hafa færustu sérfræðinga í vinnu við að hagn- ast sem mest. Stjórnmálamenn verða að sýna staðfestu og djörfung í að verja hagsmuni almennings, horfa á stóru myndina og mega aldrei gefast upp. Birgir Þórarinsson Pistill Flétta vogunarsjóða um Arion banka Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.