Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
✝ Una SigríðurGunnarsdóttir
fæddist í Bakka-
gerði á Reyðarfirði
5. apríl 1924. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði, 15.
febrúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Bóasson frá Stuðl-
um, Reyðarfirði, f.
10. maí 1884, d. 28. júlí 1945, og
Margrét Stefanía Friðriksdóttir
frá Mýrum í Skriðdal, f. 7. júlí
1899, d. 4. maí 1975.
Sigríður átti 10 hálfsystkini
samfeðra. Þau voru Sigurbjörg,
f. 1907, d. 1963, Jón, f. 1908, d.
1961, Lára, f. 1909, d. 1996, Sól-
borg, f. 1910, d. 1991, Ásgeir, f.
1912, d. 1985, Anna, f. 1913, d.
1958, Hjalti, f. 1914, d. 1986,
Páll, f. 1916, d. 1916, Páll yngri,
eignuðust sjö börn. 1) Andrés
Friðrik, f. 1945, kvæntur Ósk
Svavarsdóttur, börn þeirra
Linda Rós, Ómar Þór og Guð-
laug Árný. Fyrir átti Ósk soninn
Einar Þór en faðir hans er
Haukur Tómasson. 2) Gunnar, f.
1946, d. 12. júlí 2016. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Guð-
björg Friðriksdóttir. Börn
þeirra eru Sigurður, Árni Jón,
d. 4. febrúar 1993, Jóna Sigríð-
ur og María Björk. Fyrir átti
Gunnar soninn Sigmar Helga,
móðir hans er Anna Þórey Sig-
urðardóttir. 3) Margrét, f. 1949,
gift Benedikt Stefánssyni, sonur
þeirra er Stefán Þór. 4) Guð-
laug Sigurbjörg, f. 1950, gift
Gylfa Óskarssyni, börn þeirra
eru Ómar Ingi og Iðunn Dögg.
Fyrir átti Guðlaug dótturina
Unu Sigríði Gunnarsdóttur, fað-
ir hennar er Gunnar Ársælsson.
5) Pétur, f. 1953, kvæntur Önnu
Sigríði Ingimarsdóttur, börn
þeirra eru Katrín Ósk, Árni Sig-
urður og Aron Steinar. 6) Anna
Jóna Árnmarsdóttir, f. 1959,
maki Guðmundur Pétursson,
börn þeirra eru Árnmar
Jóhannes, Aðalbjörg Ósk og
Pétur. 7) Guðný Fjóla, f. 1964,
gift Unnari Eiríkssyni, dætur
þeirra eru Unnur Margrét og
Anna Bára. Barnabarnabörn
Unu Sigríðar og Árnmars eru
37 og barnabarnabarnabörn eru
fimm.
Una Sigríður stundaði nám
við Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað 1942-1943. Una Sig-
ríður og Árnmar stofnuðu
heimili á Reyðarfirði og bjuggu
allan sinn búskap í Bakkagerði.
Auk húsmóðurstarfa starfaði
Una Sigríður við ýmis störf á
Reyðarfirði en lengst af hjá
frystihúsi KHB. Una Sigríður
tók virkan þátt í félagsmálum
og var heiðursfélagi í Slysa-
varnadeildinni Ársól, kven-
félaginu og Félagi eldri borg-
ara. Eftir að Una Sigríður varð
ekkja byggði hún sér lítið ein-
býlishús á Hjallavegi 5, Rf. Þar
bjó hún til ársins 2006 en þá
keypti hún litla íbúð í Melgerði
13, Rf. Síðustu fjögur ár bjó
Una Sigríður á dvalarheimilinu
Uppsölum á Fáskrúðsfirði.
Útför Unu fer fram frá Reyð-
arfjarðarkirkju í dag, 24. febr-
úar 2018, klukkan 14.
f. 1917, d. 2007, og
Ingvar, f. 1919, d.
1991. Alsystkini
Unu Sigríðar eru:
Sigrún, f. 1926, d.
2005, Aðalheiður, f.
1927, d. 2018, Frið-
rik, f. 1929, d. 1938,
Reynir, f. 1931, d.
2010, Bósa, f. 1932,
d. 2015, Fjóla, f.
1935, Ragnhildur
Sigfríð, f. 1937, d.
2017, og Sólveig, f. 1944.
Una Sigríður ólst upp í
Bakkagerði, Reyðarfirði. Þann
27. júlí 1946 giftist hún Árnmari
Jóhannesi Andréssyni, f. 27. júlí
1914, d. 1. október 1983. For-
eldar hans voru Andrés Eyjólfs-
son, f. 28. október 1886, d. 16.
des. 1961, og Guðlaug Guðna-
dóttir, f. 13. apríl, d. 18. nóv-
ember 1927.
Una Sigríður og Árnmar
Í dag er kvödd hinstu kveðju
elskuleg móðir okkar, Una Sigríð-
ur Gunnarsdóttir frá Bakkagerði á
Reyðarfirði.
Kæra mamma, við þökkum þér
samfylgdina og allar góðu minn-
ingarnar sem og fjölskyldurnar
sem þú gafst okkur. Meðfylgjandi
er ljóð eftir föðurafa okkar, Andrés
Eyjólfsson, sem hann orti um móð-
ur sína, Jóhönnu Sigríði Stefáns-
dóttur, þegar hún lést 1946. Okkur
finnst það á margan hátt eiga við
núna þegar við kveðjum þig, elsku
mamma.
Allt hverfur brott með stríðum tímans
straumi,
því stöðugt ei er neitt á jörðu hér,
mannsins ævi líkist liðnum draumi
á leiðarenda þegar komið er.
Að sumri liðnu sífellt kemur vetur,
á sumarskrúðið herjar kuldaél.
Sú besta gjöf, sem lífið gefið getur
er góðrar móður hjartans ástarþel.
Þú stór varst hetja stríði lífs í þungu,
þú studdir, varðir barnahópinn þinn.
Þér oft ei heyrðust æruorð af tungu,
en oft grét hjartað glöð þó væri kinn.
Þú örlát varst af alúð hjartans mestu,
þó efnin væru stundum harla smá,
frá munni þínum margoft bitann léstu,
að miðla öðrum sífellt var þín þrá.
Hvíldu í friði hjartans móðir blíða,
þú herrans Jesús treystir líknarhönd,
þitt stríð var hart, en hugrökk án alls
kvíða
þú horfðir burt af dauðans skugga-
strönd.
Börn þín nú best það munu finna,
þú blómum kærleiks stráðir þeirra leið.
Já minning þín í brjóstum barna þinna
mun blessuð lifa þeirra æviskeið.
(Andrés Eyjólfsson)
Elsku mamma, efst í huga okk-
ar núna er þakklæti fyrir allt sem
þú hefur í gegnum tíðina gert fyrir
okkur. Nú hefur þú fengið hvíldina
sem þú þráðir svo heitt. „Þó svíði
sorg okkar hjarta / þá sælt er að
vita af því / þú laus ert úr veikinda
viðjum / þín veröld er björt á ný.“
Við viljum koma á framfæri þakk-
læti til þeirra sem hafa í gegnum
árin sýnt móður okkar hjálpsemi
og hlýju og þá sérstaklega á þessu
síðasta skeiði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
dvalarheimilisins á Uppsölum, Guð
blessi þjónustu ykkar og kærleika.
Far þú í friði, elsku mamma.
Friður Guðs þig blessi og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Fyrir hönd systkinanna í
Bakkagerði,
Margrét.
Í dag er kvödd hinstu kveðju
elskuleg móðir mín, Una Sigríður
Gunnarsdóttir frá Bakkagerði,
Reyðarfirði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku mamma, nú þegar þú hef-
ur fengið langþráða hvíld fyllist
hugur minn söknuði, en jafnframt
vissri gleði að vita að veröld þín er
björt á ný. Ég er líka viss um að
pabbi, Gunni bróðir, Árni Jón
frændi og allir okkar ástvinir og
ættingjar hafa tekið fagnandi á
móti þér.
Það er með miklu þakklæti,
söknuði og sorg í hjarta sem við
fjölskyldan í Skógarhlíð kveðjum
þig enda var þín samfylgd svo góð.
Á tímamótum sem þessum rifjast
upp ótal hugljúfar minningar sem
nú ylja okkur og þær munum við
varðveita sem og allar dýrmætu
myndirnar sem við eigum af þér.
Alla tíð vildir þú allt fyrir okkur
fjölskylduna gera enda bóngóð að
eðlisfari en fyrir það erum við
þakklát. Megi minningar um þig,
elsku mamma, lifa í hjörtum okkar
allra að eilífu.
Kveðja, þín dóttir
Guðný Fjóla og fjölskylda.
Nú er hún Sigga tengdamóðir
mín loksins komin heim, eins og
hún þráði svo, södd lífdaga. Hún
var afskaplega góð og hjartahlý,
hafði alltaf tíma fyrir aðra. Hún var
tilbúin til að hjálpa og aðstoða ef
með þurfti. Það voru aldrei nein
vandamál, bara að leysa þau. Hún
reyndist mér sem hin besta móðir
þegar við Gunnar sonur hennar
fluttum á Reyðarfjörð liðlega tví-
tug að aldri.
Sigga var með stálminni og fróð.
Þau voru mjög náin, Gunnar og
hún, og auk þess lík. Höfðu þau
mjög mikinn áhuga á náttúrunni
og lífinu. Sigga hafði ákaflega gam-
an af að spjalla en ekki minnist ég
þess að hún hafi talað illa um nokk-
urn mann. Margir minnast hennar
með mikilli hlýju.
Guðbjörg (Begga).
Árið 2003 kynntist ég Ómari
mínum, eitt leiddi af öðru og nú
mörgum árum síðar eigum við
börn og buru. Þegar maður velur
sér maka er það þannig að tengda-
fjölskyldan fylgir með í pakkanum.
Sigga amma var þar ein af mörg-
um og ég verð ævinlega þakklát
fyrir að hafa kynnst þessari merki-
legu konu. Hún tók mér opnum
örmum eins og öllum sem urðu á
hennar vegi. Hún var stórkostleg
kona og ótrúlega dugleg. Hún tal-
aði ekki illa um nokkurn mann,
vildi allt fyrir alla gera og lét sér
aldrei leiðast. Henni leið best ef
hún gat gert gagn, hvort sem það
var við vinnu, hannyrðir eða annað.
Hún var ekki bara amma, heldur
var hún góður vinur. Hún hringdi
oft til að spjalla um daginn og veg-
inn. Eitt sem var hægt að stóla á
var símtalið eftir fyrsta rjúpna-
veiðidag ársins, þá vildi sú gamla fá
fréttir og tölur úr fjallinu. Það voru
skemmtileg samtöl því hún vissi
nöfn á öllum fjöllum, hólum og
hæðum í firðinum, enda skottaðist
hún um allar koppagrundir á sín-
um yngri árum. Henni fannst mjög
gaman að fara með okkur á rúnt-
inn og skoða bæinn. Þá var eins
gott fyrir mann að fylgjast vel með
því hún stjórnaði rúntinum;
beygðu hér, keyrðu þarna, farðu
þangað o.s.frv.
Sigga var með skoðanir á þjóð-
málunum og mikil baráttukona
verkalýðsins. Einn nóvemberdag
2008 hringdi hún í mig og bauð mér
í heimsókn en ég þyrfti að taka
tölvuna mína með. Ég gerði það að
sjálfsögðu og þegar ég mætti á
staðinn fékk ég að heyra ástæðuna.
Hún var svo bálreið út í ráðamenn
þjóðarinnar vegna hrunsins og hún
vildi koma þessari reiði á prent þó
hún teldi að það gerði ef til vill lítið
gagn, en eitthvað yrði hún að gera.
Svona var Sigga, algjör kvenskör-
ungur sem lá ekki á skoðunum sín-
um en samt svo hlý og yndisleg.
Við sögðum Ísabel (3 ára) að nú
væri Sigga langamma á himninum
hjá Guði. Eftir langan tíma kom
hún til pabba síns og spurði hvort
hún gæti nokkuð dottið niður úr
skýjunum.
Við kveðjum þig, elsku amma
okkar, og þökkum þér fyrir allt.
Þín verður saknað en við vitum að
nú líður þér betur og getur loksins
gert allt sem þig langar til. Guð
geymi þig.
Sunna Lind Smáradóttir.
Elsku hjartans Sigga amma.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar hugsað er til baka,
en fyrst og fremst hversu mögnuð
og harðdugleg þú varst, lést ekkert
stoppa þig og gerðir það sem þig
langaði. Notaðir tímann vel til að
ferðast og skemmta þér.
Við systkinin vorum svo heppin
að fá að hafa þig í okkar lífi, ætíð
tilbúin að leyfa okkur að vera, og
gættir okkar fyrir vinnandi for-
eldra, Pétur fékk svo að vera hjá
þér í stað leikskóla og mikið sem
hann er þakklátur fyrir þann tíma.
Við vorum dugleg að koma til þín
og fannst okkur barnabörnunum á
Reyðó ekkert betra en að fara til
ömmu í frímínútum í kakó og kex,
alltaf var skúffan full af kexi og
aldrei sett út á það hvað komu
margir.
Prjónaskapur var þín slökun og
voru þær ófáar lopapeysurnar sem
runnu úr þínum höndum, öll feng-
um við peysu og var ég svo heppin
að fá tvö stykki á strákana mína.
Þú lagðir þig fram við að hjálpa
við það sem var að, og það var alltaf
eins og þú hefðir sambönd annars
staðar, því ef eitthvað var að þá gat
ég verið viss um að þú hringdir til
að athuga hvernig ég hefði það. Ég
mat það mikils að þú gafst þér tíma
til að hringja í mig mjög reglulega
bara til að spjalla. Mikið sem það
er nú skrítið að hugsa til þess að fá
ekki að heyra í þér meir.
Amma er mjög stór þáttur úr lífi
mínu bæði sem barns og sem full-
orðins einstaklings, enda er hún
fyrirmynd og er ég ótrúlega stolt
af því að vera afkomandi svona
sterkrar og góðrar konu.
Hvíldu í friði, elsku Sigga
amma.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson)
Aðalbjörg, Árnmar og Pétur.
Elsku hjartans amma mín og
nafna. Ég vil með þessum fátæk-
legu orðum kveðja þig og þakka
þér fyrir að taka svo vel á móti mér
fyrir bráðum 50 árum þegar ég
kom fremur óvænt inn í líf ykkar
fjölskyldunnar í Bakkagerði í
Reyðarfirði.
Ég á einungis góðar minningar
frá þeim sumrum sem ég dvaldi
hjá ykkur afa þrátt fyrir stórt
heimili, endalausa vinnu og langan
verkefnalista fann aldrei fyrir öðru
en ég væri velkomin. Ég meira að
segja upplifði mig uppáhalds hjá
ykkur afa. Ég áttaði mig svo á því
með aldrinum og meiri þroska að
það gerðu öll barnabörnin því þið
höfðuð einstakt lag á að leyfa
manni að njóta sín og skína.
Sumrin hjá ykkur afa voru
yndislegur tími og í minningunni
upplifði ég mig frjálsa eins og fugl-
inn og lausa við allar áhyggjur. Ég
var oft skítug upp fyrir haus í æv-
intýrum í fjárhúsunum, uppi í fjalli
og niðri í fjöru.
Svo var það fastur liður að fara
heim í fiskinn í hádeginu sem afi
þurfti nú oftast að dekstra mig
mjög mikið til að borða. Eftir mat-
inn lögðum við afi okkur í nokkrar
mínútur í norðurstofunni á meðan
þú elsku amma vaskaðir upp og
gekkst frá eftir matinn, áður en
haldið var af stað til næstu verk-
efna.
Það að koma sjö börnum til
manns og vera iðulega með ein-
hver barnabörn á heimilinu auk
erfiðis- og akkorðsvinnu í frysti-
húsinu og vera líka með fjárbúskap
og fleira er ekkert smá þrekvirki.
Já, amma mín, mér fallast hend-
ur þegar ég reyni að setja mig í þín
spor. Ef þú værir ung kona í dag
værir þú líklega kölluð ofurkona.
En svona vildir þú hafa þetta,
elsku amma. Þú sast aldrei auðum
höndum og varst ómöguleg ef þú
hafðir ekki prjónana þína eða eitt-
hvað annað skapandi að gera ef þú
áttir lausa stund. Aðgerðaleysi hef-
ur að öllum líkindum verið synd í
þínum huga því þú vissir ekki hvað
það var og undir lokin þegar þú
varst af heilsufarsástæðum hætt
að geta tekið þátt í daglegu lífi, þá
hættir þú að sjá tilgang með lífinu
og vildir fá að kveðja þessa jarð-
vist.
Elsku amma mín, ég er mjög
þakklát og glöð að hafa náð að
heimsækja þig síðasta sumar.
Kveðjustundin var mér erfið því
innst inni vissi ég að þetta væri í
síðasta skipti sem við hittumst.
Mig langaði að þakka þér fyrir það
sem þú gerðir fyrir mig sem barn,
en gat samt ekki fengið mig til þess
því með því væri ég að viðurkenna
að endalokin væru á næsta leiti.
Maður reynir að forðast að tala um
dauðann þrátt fyrir að hann sé það
eina sem maður á víst í þessu lífi.
Þú varst alveg tilbúin að kveðja
og þráðir hvíldina enda búin að
eiga langt og innihaldsríkt líf. Sú
staðreynd auðveldar okkur sem
eftir sitjum að sætta okkur við að
hafa þig ekki lengur hjá okkur. Þú
varst sátt við allt og alla, hefðir í
það minnsta aldrei sagt annað því
að eitt af því sem þú kunnir ekki
var að kvarta og kveina. Ég veit að
Marsi afi, eða afipabbi eins og ég
kallaði hann langt fram eftir aldri,
Gunni frændi, Árni Jón og aðrir
aðstandendur verða mjög glaðir að
fá þig loks til sín.
Þar til við sjáumst aftur, elsku
amma, knús og kossar.
Una Sigríður Gunnarsdóttir.
Elsku Sigga amma er þá farin.
Það er alltaf erfitt að kveðja en
amma var sátt við það sem fyrir lá
enda hafði hún látið fátt stöðva sig
um ævina í að gera það sem hún
vildi. Hafandi alist upp fjarri
ömmu hefði verið auðvelt að fara á
mis við hana en á milli sumarheim-
sóknanna sendi amma okkur hlýju
sem hún töfraði meðal annars fram
af prjónunum. Við systur vorum
jafnframt svo heppnar að fá ömmu
til okkar vestur á firði og áttum
með henni góðar stundir þegar
pabbi var á sjónum og mamma í
skóla. Amma er skemmtileg fyrir-
mynd og það er ekki laust við að
áhugi hennar á ferðalögum og
náttúru hafi smitast niður ættlið-
ina, enda góð fyrirmynd.
Æðruleysi er annað sem ein-
kenndi ömmu, hún var aldrei að
æsa sig yfir hlutunum og kenndi
okkur að gera það besta úr stöð-
unni hverju sinni. Það að hugsa til
ömmu kallar fram bros og hugleið-
ingar um að maður geti tekist á við
það sem lífið býður upp á hverju
sinni.
Elsku amma, þú verður ávallt í
huga okkar.
María Björk Gunnarsdóttir
Jóna Sigríður Gunnarsdóttir.
Sigga systir pabba var elst af
níu börnum afa Gunnars og ömmu
Margrétar. Amma giftist afa rúm-
lega tvítug og tók að sér móður-
lausu börnin hans tíu og fyrsta
barn þeirra fékk nafn Unu Sigríð-
ar, fyrri konu afa.
Á brúðkaupsmynd afa og ömmu
sitja þau hjónin í sínu fínasta pússi
og með þeim á myndinni eru börn-
in hans tíu og tengdamamma.
Mér fannst alltaf mikil líkindi
með Siggu og ömmu; ekki kannski
í útliti heldur sú festa og æðruleysi
sem þær báru með sér og kannski
dálítið kalt mat á þeim aðstæðum
sem upp gátu komið. „Ja, hann fer
ekki saman aftur,“ sagði Sigga um
brotinn postulínsbolla, og svo var
ekki meira um það.
Við systkinin í Stuðlum við Mý-
vatn kynntumst Siggu kannski
ekki náið sem börn, en við komum
þó reglulega með foreldrum okkar
í heimsókn í Bakkagerði meðan við
vorum lítil. Við pabbi fórum svo í
sérstaka heimsókn til Siggu í litla
húsið hennar á Reyðarfirði meðan
hann var ennþá ferðafær. Þar voru
hlýjar móttökur og mikið talað og
kveðið fast að orði. Þau systkinin
voru náin og ég held að Sigga hafi
ekki aðeins verið stóra systir
pabba heldur líka styrk stoð og
akkeri á yngri árum. Nú kveðja
tvær systur í sömu vikunni; Una
Sigríður og Aðalheiður. Þær hafa
báðar staðið vaktina í rúm 90 ár,
komið börnum sínum til manns,
lagt samfélaginu lið og ekki ætlast
til heiðursmerkja heimsins fyrir
það. Þau hefðu þær vissulega átt
skilið, en það sem mest er um vert
er að þær hafa gefið okkur eftir-
dæmi með kærleika sínum og um-
hyggju fyrir fólkinu sínu.
Guð blessi minningu þeirra og
við systkinin og fjölskyldur okkar
vottum fjölskyldu Siggu frænku
samúð okkar og hlýhug.
Margrét Bóasdóttir
og Stuðlasystkinin.
Mikil kjarnakona er kvödd í
dag, kona sem átti atgervi og dug
sem farsæla fylginauta á lífsgöngu
sinni. Hennar er mér einkar ljúft
að minnast. Kynni okkar spanna
raunar áratugi, allt frá því að ég sá
hana unga í heyskap á Stuðlum, ég
þá stráklingur með Gísla frænda
mínum, og dáðist að afköstum
hennar og snerpu, hún ekki síðri
körlunum sem þarna voru, en anzi
mikið lagnari fannst mér. Þar réðu
ferð röskleikinn og vinnugleðin
sem voru hennar eiginleikar alla
tíð. Þessir eiginleikar urðu henni
giftugjafar á löngu lífsskeiði og
verkadrjúgu. Hún ólst upp á mjög
barnmörgu heimili og þar þótti
sjálfsagt að taka til hendinni strax
og kraftar leyfðu og það gerði hún
Sigríður ósvikið. Sjálf stýrði hún
svo heimili af alúðarfullri rögg og
rausnarskap, eigandi sjö börn sem
öll komust til hins ágætasta þroska
og þar munaði svo sannarlega um
móðurþáttinn í uppeldi öllu. Því
kynntist ég vel í kennarastarfi
mínu. Önnin var ærin og eins höfðu
þau Árnmar lengst af nokkrar
kindur og þar átti hún sinn ríka
þátt. Eins og allt hennar fólk var
hún ágætlega greind og glögg-
skyggn á menn og málefni, setti sig
vel inn í svo fjöldamargt sem kom
sér mætavel á lífsgöngunni.
Ég kom nokkrum sinnum á
heimili þeirra Árnmars og hennar
og þar var gott að koma og hjónin
bæði svo áhugasöm um öll mál er
samfélagið snerti, róttækt fé-
lagshyggjufólk sem vildi framar
öðru jöfnuð og réttlæti. Hún Sig-
ríður var annars óhrædd við að
segja sínar einbeittu skoðanir en
hún færði líka rök fyrir þeim, líka
við okkar síðustu samfundi á
dvalarheimilinu Uppsölum þar
sem hún undi hag sínum vel. Saga
hennar sem félaga í kvenfélaginu
var löng og félaginu dýrmæt, enda
hún heiðursfélagi þess. Ég minnist
þess þegar ég var beðinn að yrkja
henni afmælisbrag á merkisafmæli
hennar og félagið lét mér í té ein-
hverja punkta, að þá varð mér enn
ljósara en áður hversu allt hennar
starf var félaginu til farsældar. En
næg voru svo yrkisefnin hjá mér,
hugumkær um afbragðskonu,
sveitunga minn til fjölda ára.
Það var ekki í kot vísað hjá
henni Sigríði þegar landsmálin bar
á góma og mikið er ég henni þakk-
látur fyrir samfylgdina í svo mörgu
á sviði hinna ýmsu þjóðmála, en
eins og hún sagði þá varð hún enn
meiri vinstri manneskja með árun-
um og náttúruvernd var henni
einkar kær.
Við Hanna kveðjum þessa
kjarnakonu og þökkum áratuga
samfylgd. Hún Sigga í Bakkagerði,
eins og hún var alltaf kölluð, var
ein af þessum mætu konum sem
skópu litla samfélagið okkar heima
á Reyðarfirði og gjörðu það betra
og bjartara. Fyrir það ber okkur
Reyðfirðingum þeirra ára að
þakka. Börnum hennar sendum
við Hanna einlægar samúðar-
kveðjur.
Hún skildi eftir sig ljúfa og heil-
steypta lífssögu sem skylt er að
minnast. Blessuð sé björt minning.
Helgi Seljan.
Una Sigríður
Gunnarsdóttir