Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum sem hér segir: Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 10. apríl. Í byggingagreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 10 apríl. Í prentgreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur til 10 apríl. Í bíliðngreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur til 10 apríl. Í hönnunar- og handverksgreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 10 apríl. Í snyrtifræði í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Í Vélvirkjun í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Í hársnyrtiiðn í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Í ljósmyndun í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2018. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð - www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík, sími 590 6400, bréfsími 590 6401, netfang idan@idan.is AUGLÝSING um listabókstafi stjórnmálasamtaka. Við alþingiskosningarnar 28. október 2017 buðu eftirtalin stjórnmálasamtök fram lista og voru þeir merktir sem hér segir: A - listi Björt framtíð B - listi Framsóknarflokkur C - listi Viðreisn D - listi Sjálfstæðisflokkur F - listi Flokkur fólksins M - listi Miðflokkurinn P - listi Píratar R - listi Alþýðufylkingin S - listi Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands T - listi Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V - listi Vinstrihreyfingin - grænt framboð Þetta auglýsist hér með skv. 38. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Dómsmálaráðuneytinu, 21. febrúar 2018. AUGLÝSING um sveitarstjórnarkosningar 2018. Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breyt- ingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 26. maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum til yfir- kjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018. Sveitar- stjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist 31. mars 2018. Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 1. gr. framangreindra laga. Dómsmálaráðuneytinu, 21. febrúar 2018. Kennsla Breyting á Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti þann 30. janúar 2018 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025. Tillagan var auglýst frá 1. september til 16. október 2017. Breytingartillagan hefur verið send til Skipu- lagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Árneshrepps. Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og byggingarfulltrúi Nám í alþjóðlegum menntaskóla í Noregi Einstakt tækifæri á námi til stúdentsprófs í alþjóðlegu umhverfi (uwcrcn.no) Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlega menntaskólann, Red Cross Nordic United World College (RCNUWC) í Flekke, Noregi, skólaárið 2018 - 2019. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-18 ára. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is. Umsóknir berist mennta- og menningar- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykja- vík, eða á netfangið postur@mrn.is í síðasta lagi mánudaginn 19. mars 2018. Auglýst eftir framboðum til kirkjuþings Á grundvelli 11. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 1075/2017 auglýsir kjörstjórn þjóðkirkjunnar eftir framboðum til kirkjuþings. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn. Kjörgengur til kirkjuþings er: a. hver vígður maður sem á kosningarrétt skv. 3. gr. starfsreglna nr. 1075/2017 b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður er í íslensku þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri. Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl 2018. Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt skriflega eigi síðar en 15. mars 2018. Tilkynningu um framboð skal senda til biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið kirkjan@kirkjan.is Kjörstjórn getur óskað eftir að sá sem hyggst bjóða sig fram, framvísi staðfestingu er sýni kjörgengi hans. Ef ekki berast nægilega mörg framboð, sbr. 11. gr. starfsreglan um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017, skal kjörstjórn svo fljótt sem auðið er gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart. Skal uppstillingarnefnd tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars nk., ásamt samþykki hlutaðeigandi. Kosningarnar verða rafrænar og standa frá kl. 12:00 hinn 2. maí 2018 til kl. 12:00 hinn 7. maí s.á. Verða kos- ningarnar auglýstar sérstaklega síðar. Fyrir hönd kjörstjórnar, Hjördís Stefánsdóttir, formaður. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.