Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Borgartúni 26 105 Reykjavik Sími 590 2600 Til sölu er lóðin Skektuvogur 1. Um er að ræða vel staðsetta 9.368 m2 hornlóð sem er hluti nýrrar Vogabyggðar sem er svæðið austan Sæbrautar og niður að ósum Elliðaáa þar sem mun rísa blönduð byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis með góðu aðgengi að þjónustu og náttúru. Þinglýst hefur verið nýjum lóðarleigusamningi við Reykjavíkurborg og gatnagerð við lóðina er á lokastigi. Heildarbyggingarmagn er 23.650 m2 skv. gildandi skipulagi, þar af 16.890 m2 ofanjarðar og 6.760 m2 neðanjarðar. Heimilt er að byggja ofanjarðar allt að 10.162 m² íbúðarhúsnæði (102 íbúðir) og allt að 6.728 m2 atvinnuhúsnæðis ef heimild fyrir íbúðarhúsnæði er nýtt til Einstökbyggingarlóð til sölu miðsvæðis áhöfuðborgarsvæðinu fulls. Meðfram Sæbraut er gert er ráð fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi sem fellur vel að íbúðarbyggð, s.s. skrifstofum, opinberri þjónustu, verslunum, veitingarekstri, menningarstarfsemi o.þ.h. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á netfangið skektuvogur@lex.is Allar nánari upplýsingar veita Garðar Víðir Gunnarsson hdl. og Óskar Sigurðsson hrl. hjá LEX lögmannstofu í síma 590-2660. Áhugasamir aðilar sendi tilboð á netfangið skektuvogur@lex.is fyrir 28. febrúar 2018. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur auglýst til- lögu að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðanna nr. 21-27 við Frakkastíg og nr. 2-20 við Bergþórugötu. Til stendur að reisa ný íbúðarhús á Skólavörðuholti og er það í samræmi við stefnu borgar- innar um þéttingu byggðar. Þessi hús verða miðsvæðis í borginni og án efa eftirsótt til búsetu. Deiliskipulagssvæðið markast af Bergþórugötu til norðurs, Frakka- stíg til vesturs, sameiginlegri bíla- stæðalóð Reykjavíkurborgar, Tækniskólans og Hallgrímskirkju til suðurs og Vitastíg til austurs. Bílastæði Tækniskólans Fram kemur í kynningu á deili- skipulaginu að lóðaleigusamningar fyrir lóðirnar Bergþórugata 10-12 og 18-20 eru fallnir úr gildi og hefur Reykjavíkurborg ákveðið að byggt verði á þeim lóðum í samræmi við aðliggjandi byggð. Við Bergþóru- götu 10 og 12 eru tvær óbyggðar lóðir sem nýttar hafa verið fyrir bílastæði Tækniskóla Íslands, áður Iðnskólans. Samkvæmt hinu nýja skipulagi verður heimilt að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni. Heimilt verður að byggja þriggja hæða íbúðabyggingu, tvær hæðir auk portbyggðrar rishæðar. Þakform bygginga skal vera mænisþak. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum. Á lóð Bergþórugötu 20 er hús þar sem rekinn hefur verið leikskóli um árabil, en þeirri starfsemi hefur verið hætt. Lóð nr. 18 stendur auð en hefur verið nýtt sem útisvæði leikskólans. Á þessari lóð verður heimilað að byggja allt að fjórar íbúðir. Húsið við Bergþórugötu 20 mun standa áfram en það nýtur verndar 20. aldar bygginga. Því verður breytt í íbúðarhús á ný með fjórum íbúðum. Um er að ræða tví- lyft timburhús með kjallara og ris- þaki. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyr- ir einu bílastæði fyrir hverja íbúð. Þá verður heimilað að bæta rishæð ofan á íbúðarhúsið Bergþórugötu 6. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi 2010-2030 er þessi hluti Bergþóru- götu skilgreindur sem íbúðabyggð. Hverfið byggðist að stærstum hluta í samræmi við tillögu að heildar- skipulagi Reykjavíkur innan Hring- brautar frá 1927 og var að mestu fullbyggt kringum 1950. Hverfið er talið hafa heilsteypt yfirbragð. Deiliskipulagstillagan er sögð hafa jákvæð áhrif. Fyllt verði í skörð í götumynd Bergþórugötu og lóðir sem notaðar hafa verið undir bílastæði Tækniskólans verði nýttar til íbúðabygginga. Tillagan styrki þannig svæðið með fjölgun íbúða til samræmis við stefnu um þéttingu byggðar. Með tillögunni fjölgi íbú- um á svæðinu sem stuðli að betri nýtingu á innviðum borgarinnar. Það eru talin neikvæð áhrif að gera megi ráð fyrir auknu ónæði meðan á framkvæmdum stendur. Tillöguna má finna á vef Reykja- víkurborgar. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdafrestur er til 26. mars. Borgin áformar þéttingu byggðar á Skólavörðuholti  Byggð verða íbúðarhús á tveimur óbyggðum lóðum við Bergþórugötuna Mynd/a2f arkitektar Bergþórugata Teikningin sýnir hvernig til stendur að fylla upp í skörðin í Bergþórugötu með nýjum húsum. Hér er horft yfir götuna úr norðaustri. Byggingarnar í bakgrunni eru Austurbæjarskóli (t.v.) og byggingar Tækniskólans. Tilkynnt var um líkamsárás í aust- urhluta borgarinnar seint á fimmtudagskvöld. Árásarþoli hlaut áverka á höfði við barsmíðarnar og brotna tönn, Hann þurfti að leita sér aðstoðar á slysadeild. Málið er í rannsókn lögreglu. Rúmlega eitt í fyrrinótt var til- kynnt um mann í Miðbæ Reykjavík- ur með hníf í hendi. Lögreglan seg- ir hann hafa verið í annarlegu ástandi og reyndist við athugun vera með fíkniefni meðferðis. Hann gisti fangageymslu. Barsmíðar í borginni og brotin tönn Þórey Eyþórs listakona opnar í dag sýningu á nýjum verkum, fyrst og fremst textílverkum, í sýningarsal sínum, Gallerí Vest á Hagamel 67. Þórey útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árinu 1965 og hefur unnið að list sinni samhliða störfum að sérkennslu- fræði og talmeinafræði, bæði hér- lendis og erlendis. „Aldurinn gefur manni aukið frelsi til að skapa það sem mann langar til. Þessi sýning ber þess sannarlega merki að hún leyfir huganum að taka flugið og leiðir mann inn í veröld fegurðar og gleði,“ segir í kynningu. Listakona Þórey Eyþórsdóttir framan við sýningarsal sinn, Gallerí Vest. Þórey Eyþórs sýnir textíl í Gallerí Vest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.