Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Kolbrún Jóna Pétursdóttir, lögfræðingur og bæjarfulltrúi íReykjanesbæ, á 50 ára afmæli í dag. Hún fæddist og ólstupp í Keflavík og er keflvískrar ættar í móðurættina en faðir hennar er frá Hellissandi. „Það síðasta sem er að frétta af bæjarmálunum er að við fögn- uðum samningum við lánardrottna á síðasta bæjarstjórnarfundi. Við hefðum viljað fá meiri afskriftir en ég held að flestir séu nokkuð sáttir við útkomuna, en þessi vinna hefur tekið alltof mikla orku. Helstu gæluverkefnin sem mann hefur langað til að komast í hafa þurft að sitja á hakanum. Það er til dæmis söguleg fjölgun íbúa hjá okkur, miklu meiri en annars staðar á lands- byggðinni. Sveiflurnar á Suðurnesjum virðast alltaf vera ýktari, bæði upp og niður.“ Kolbrún útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2016 og er sérfræðingur í rafrænni þjónustu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Ég keyri því hina alræmdu Reykjanesbraut á hverjum degi en er að vinna við mjög skemmtilegt umbótaverkefni. Við erum að innleiða rafræna þjónustu, m.a. rafræn eyðublöð og erum náttúrlega að reyna að koma sem flestu inn í rafrænan farveg. Möguleikarnir eru ansi margir og það eina sem þarf er hugmyndaflugið til að finna út úr því.“ Þegar vinnunni og bæjarmálunum sleppir þá hefur Kolbrún gam- an af göngum. „Ég er í gönguhóp sem heitir Drykkjumannafélagið Hallgrímur og við höfum gengið mikið, m.a. uppi í landi að Fjalla- baki. Svo eigum við fjölskyldan sumarbústað í Holtunum sem við notum mikið.“ Eiginmaður Kolbrúnar er Torfi Þór Torfason, trillusjómaður hjá útgerðarfélaginu Nesfiski í Garði. „Við erum búin að vera saman í 35 ár sem er ákveðið afrek.“ Börn þeirra eru Andri Pétur 27 ára, Stefanía 22 ára og Tinna sem verður 15 ára á næstunni. Barna- barnið er Hrafn Orri Andrason sem er þriggja ára. Kolbrún verður með opið hús heima hjá sér í allan dag í tilefni afmælisins. Hjónin Torfi og Kolbrún í göngu frá Hólaskjóli í Álftavötn. Ýktari sveiflur á Suðurnesjunum Kolbrún Jóna Pétursdóttir er fimmtug í dag G arðar Sævar Einarsson fæddist á Hlíðarenda á Ísafirði 24.2. 1938. Hann ólst þar upp í stóru fjölskyldubúi og hefur átt heima á Ísafirði alla tíð. Garðar gekk í Barnaskóla Ísa- fjarðar og stundaði síðan nám við Gagnfræðaskólann á Ísafirði. Að loknu gagnfræðaskólanámi vann Garðar ýmis verkamannastörf á Ísafirði í rúmt ár, m.a. í bygging- arvinnu við Mjólkárvirkjun. Hann stundaði síðan verslunarstörf á Ísa- firði, s.s. í Bókaverslun Matthíasar Bjarnasonar og síðar í Bókhlöðunni en svo kölluðu Ísfirðingar Bóka- verslun Jónasar Tómassonar. Garðar hóf störf hjá útibúi Landsbanka Íslands á Ísafirði 1975. Þar var hann lengst af gjald- keri og yfirgjaldkeri. Hann fór á Garðar S. Einarsson, fyrrv. bankamaður á Ísafirði – 80 ára Í heyskapnum Garðar á traktornum með Tryggva bróður til vinstri og systurdóttursoninn, Jón Kristinn, til hægri. Félagslyndur og vina- margur Ísfirðingur Fjölskyldan Garðar með foreldrum og systkinum fyrir u.þ.b. 50 árum. Reykjavík Jakob Ernir Svav- arsson fæddist 27. apríl 2017 kl. 14.20. Hann vó 1586 g og var 41 cm langur. Foreldrar hans eru Hjördís Anna Benediktsdóttir og Svavar Sigurður Guðfinnsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.