Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 5
Sjónvarp Símans Premium Einstök innsýn í líf nokkurra af þekktustu tónlistarkonum landsins. Þær deila með okkur sögunum á bak við verkin og ferilinn og hvernig persónuleg lífsreynsla hefur mótað þær. ÖLL ÞÁTTARÖÐIN KEMURÁSUNNUDAG FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það sem einkennir umhverfis- og skipulagssvið er að mikið er kvartað undan málshraða. Það kemur heim og saman við reynslu embættisins af samskiptum við sviðið, en ekkert svið Reykjavíkur- borgar er lengur að svara erind- um,“ segir Ingi B. Poulsen, um- boðsmaður borgarbúa, í sam- tali við Morgun- blaðið. Vísar Ingi í máli sínu til þess að í áfanga- skýrslu umboðs- manns borgarbúa er meðal annars bent á að erindi umboðsmanns eiga það til að týnast í meðförum sviðsins eða ekki skila sér með réttum hætti. „Að meðaltali beið umboðsmaður borgarbúa í um 80 daga eftir svör- um frá sviðinu, en sambærilegur svartími hjá öðrum sviðum er um 13 dagar. Í öllum tilvikum óska svið eftir auknum fresti eða láta vita af því að dráttur verði á svörum. Slík- um beiðnum er ekki fyrir að fara hjá umhverfis- og skipulagssviði,“ segir í skýrslu umboðsmanns borgarbúa. Spurður hvað valdi þessum miklu töfum í afgreiðslu erinda svarar Ingi: „Það er erfitt að segja til um það með vissu, en eins og gefur að skilja þá hefur verkefnastaðan inni á þessu sviði aukist mjög með auknum byggingarframkvæmdum. Það kann að vera ein skýring, en á sama tíma hefur ekki fjölgað jafn mikið í hópi lögfræðinga á sviðinu,“ segir hann og bætir við að hann hafi nú óskað eftir fundi með sviðsstjóra umhverf- is- og skipulagssviðs í þeim tilgangi að fara nánar yfir stöðuna. „Ég er búinn að óska eftir fundi með sviðsstjóra til að fara yfir málið. Það er eitthvað þarna sem þarfnast frekari skoðunar – verkskipulag á sviðinu eða hvort þarna séu meiri annir en annars staðar. Þetta er eitthvað sem þarf að greina.“ Mjög flókin stjórnsýsla Ólöf Örvarsdóttir er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Við ætlum að hittast í næstu viku,“ segir hún og vísar til fyrirhugaðs fundar með um- boðsmanni borgarbúa. „Þau mál sem rata inn á borð til okkar eru jafn ólík og þau eru mörg. Málshraði getur því velt á ýmsu enda er stjórn- sýslan í kringum skipulags- og byggingarmál mjög flókin,“ segir Ólöf og bendir á að málafjöldi sé gríðarlegur hjá sviðinu með tilheyr- andi álagi. Embætti umboðsmanns borgar- búa berast, að sögn Inga, á bilinu 200 til 400 erindi ár hvert. „Á fyrstu fjórum árum embættisins leituðu um 1.600 borgarbúar til okkar. Þetta sýnir okkur að það er mjög mikil eftirspurn eftir þessu úrræði,“ segir hann og bendir á að málin séu mjög fjölbreytt og að talsverðar sveiflur séu í málafjölda á milli ára. Svara erindum seint og illa  Mjög er kvartað undan málshraða umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur- borgar  Umboðsmaður borgarbúa beið að meðaltali í 80 daga eftir svörum Morgunblaðið/Ómar Stjórnsýsla Umboðsmaður borgarbúa segir kvartanir og seinagang einkenna umhverfis- og skipulagssvið Reykja- víkurborgar. Hann hefur nú óskað eftir fundi með sviðsstjóra og stendur til að funda um málið í næstu viku. Ingi B. Poulsen Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra tekur við umfjöllun og af- greiðslu fjögurra mála sem verið hafa á könnu Guðmundar Inga Guð- brandsssonar umhverfisráðherra. Mál þessi víkja að Landvernd, en Guðmundur var framkvæmdastjóri samtakanna áður en hann tók við sem umhverfisráðherra sl. haust. Mun Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra bera undir forseta Íslands að þessi háttur verði hafður á. Guðmundur Ingi greinir frá því á Facebook í gær að málin sem hann víkur frá sem ráðherra séu kæra vegna meints ónógs eftirlits Um- hverfisstofnunar með fram- kvæmdum við lagningu háspennu- lína á Bakka á Húsavík, erindi um að ráðuneytið fjalli um lögmæti álits Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum Hvalárvirkjunar, umsóknir Landverndar um verk- efnastyrki til ráðuneytisins og erindi landeigenda í Mývatnssveit vegna friðlýsinga. sbs@mbl.is Svandís fjallar um fjögur mál Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson  Guðmundur víkur vegna Landverndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.