Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 12
Atli Vigfússon laxam@simnet.is Leikdeild Eflingar hefur fyr-ir löngu skipað sér fastansess í menningarlífi Þing-eyinga. Á hverju ári er fé- lagsheimilinu Breiðumýri breytt í leikhús og þar er setið við borð, drukkið kaffi með vöfflum og fólk nýtur skemmtilegrar kvöldstundar þar sem áhugaleikarar stíga á svið. Viðfangsefnin hafa verið mörg í gegn- um árin, en gleði og kraftur hafa ein- kennt þau leikrit sem hafa verið sett upp og mörg þeirra hafa notið mikilla vinsælda. Í leikstarfinu er ekkert kyn- slóðabil og ungir jafnt sem aldnir taka þátt í sýningunum. Það hefur m.a. vakið athygli hve mikið nem- endur Framhaldsskólans á Laugum hafa tekið þátt í þessari starfsemi. Það hefur orðið til þess að auðga fé- lagslíf nemenda að vera með sveita- fólkinu í því að skapa eitthvað og skemmta öðrum. Það eru því reyndir og óreyndir á sviðinu, blanda af öllum aldurshópum og allir hafa gaman af því sem er að gerast. Þetta árið býður Leikdeild Efl- ingar upp á gamansöngleikinn Stöng- in inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Leikritið var fyrst sýnt árið 2013 af Leikfélagi Ólafsfirðinga og Siglfirðinga og var það valið besta áhugaleikfélagasýningin það árið og fór verkið þá í Þjóðleikhúsið. Leikstjórinn er uppalinn í sveitinni Þetta er gamansöngleikur með ABBA-tónlist og gerist í litlu sjáv- arþorpi þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína í ýmiskonar bann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Þeir horfa mikið á boltann saman og gleyma konunum, en það fellur ekki vel í kramið. Í leikritinu er fylgst með atburðarásinni og atburð- irnir í þorpinu vekja athygli. Æfingar hófust í byrjun janúar á Breiðumýri, en það tekur margar vikur að æfa og ljóst er að margir leggja mikið í þetta og auðvitað allt í sjálfboðavinnu. Leikararnir eru 18 talsins auk þess sem fjöldi fólks vinnur á bak við tjöld- in m.a. að búningagerð, förðun, leik- mynd og ljósastjórn. Leikstjóri hjá Eflingu er að þessu sinni Vala Fannell, betur þekkt Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska bolt- anum. ABBA-tónlist blæs krafti í mannskapinn og áhorfendur geta treyst því að lognmollan svífur ekki yfir vötnum. Einhleypingar Kristjana Freydís Stefánsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson í hlutverkum einhleypinganna Dúddu og Hreins Sveins. Of mikið Konunum er nóg boðið hvað karlarnir horfa mikið á enska boltann. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Í tilefni af Alþjóðadegi móðurmáls- ins í dag, 24. febrúar, býður Borg- arbókasafnið í samstarfi við Sam- tökin Móðurmál, Miðju máls og læsis og Skóla- og frístundasvið til tungumálahátíðar í Gerðubergi kl. 13.30-15. 30. Borgarbókasafnið fagnar fjölbreytileika tungumálsins þennan dag – sem og aðra daga, með það að markmiði að stuðla að jákvæðu viðhorfi gagnvart eigin móðurmáli og annarra í daglegu lífi. Sex barnakórar syngja lög á sín- um móðurmálum, hægt er að skrifa bréf til vina og ættingja í öðrum löndum, tungumálatré verður skreytt með orðum á öllum heims- ins tungumálum og hægt er að taka þátt í tungumálasmiðju og karaoke. Samtökin Móðurmál kynna safnkost sinn en þau hafa unnið að því að skrá bækur á ýmsum tungu- málum í bókasafnskerfi Gegnis. Til þess að varpa ljósi á ríkidæmi tungumálaforða nemenda eru skól- ar hvattir til að skrá tungumálin sem þar eru töluð á vefsíðuna tungumalatorg.is undir hlekknum tungumálaforði. Café Lingua fyrir alla fjölskylduna Tungumálatorg Uppákoman er liður í norræna verkefninu Mánuður fjöltyngis. Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á degi móðurmálsins Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur heldur erindi um garðrækt og mat- jurtir í Borgarbókasafninu í Árbæ mánudaginn 26. febrúar kl. 16.30- 18.30. Auður, sem er mikill reynslu- bolti þegar kemur að ræktun mat- jurta, leiðbeinir með sáningu og ræktun því núna er einmitt tíminn til að huga að slíkum verkum. Einnig fer hún yfir ræktun og umönnun mat- jurta í máli og myndun, segir frá mis- munandi ræktunaraðferðum, kynnir fjölda tegunda mat- og kryddjurta auk ætra sumarblóma í salatið yfir sumarið. Gestir geta mætt með blómapotta og spreytt sig á að sá fræjum í eigin potta, en boðið verður upp á mold í safninu. Erindi um garðrækt og matjurtir í Borgarbókasafninu í Árbæ Rétti tíminn til að huga að sáningu Með græna fingur Auður I. Ottesen. Bandaríski fatahönnuðurinn Jeremy Scott, sem ræður ríkjum hjá ítalska tískuhúsinu Moschino, hélt á lofti ákveðinni samsæriskenningu á Tískuvikunni haust og vetur 2018/ 2019 í Mílanó, sem nú stendur sem hæst. JFK-samsæriskenningu nánar tiltekið, sem hljóðaði á þá leið að John F. Kenn- edy hefði sagt Marilyn Monroe að geimverur væru raunveru- legar. Hún hefði ætlað að leka fréttinni í fjölmiðla og því verið myrt – rétt eins og forsetinn ári síðar. Þótt sag- an sé tóm steypa mun Scott hafa spunnið hana áfram og sagt sjálfa Jackie Kennedy hafa verið geimveru og ábyrga fyrir dauða beggja, eig- inmanns síns og leikkonunnar. Tískugreinanda bandarísku net- útgáfu Vouge þótti kenningin fyndin og alveg í anda Scotts, og jafnframt skýra óvenjulegt litarhaft sumra tískusýningastúlknanna sem voru farðaðar í ýmsum litum, appelsínu- gulum jafnt sem sægrænum. Frá hvirfli til ilja að því er virtist. En hvað sem geimverukenning- unum líður er ljóst að flíkurnar frá Moschino draga dám af Jackie Ken- nedy, sem var tískufyrirmynd í lif- anda lífi og er enn. Þótt áhrifa henn- ar hafi gætt mismikið síðan á sjöunda áratugnum koma þau annað slagið fram á sýningum frægustu hönnuða heims. Ákveðin tíska er jafnan kennd við hana svo sem penir hattar, stundum kallaðir pillubox, og stór og svört sólgleraugu. Tískuvikan í Mílanó, haust og vetur 2018/2019 Jackie O.-áhrifin í ýmsum litum AFP Litrík Sægræn stúlka í gulri dragt frá Moschino og með „pillubox“ í stíl. Tískufyrirmynd Jackie Kennedy. Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 • www.rafkaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.