Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 12
Atli Vigfússon laxam@simnet.is Leikdeild Eflingar hefur fyr-ir löngu skipað sér fastansess í menningarlífi Þing-eyinga. Á hverju ári er fé- lagsheimilinu Breiðumýri breytt í leikhús og þar er setið við borð, drukkið kaffi með vöfflum og fólk nýtur skemmtilegrar kvöldstundar þar sem áhugaleikarar stíga á svið. Viðfangsefnin hafa verið mörg í gegn- um árin, en gleði og kraftur hafa ein- kennt þau leikrit sem hafa verið sett upp og mörg þeirra hafa notið mikilla vinsælda. Í leikstarfinu er ekkert kyn- slóðabil og ungir jafnt sem aldnir taka þátt í sýningunum. Það hefur m.a. vakið athygli hve mikið nem- endur Framhaldsskólans á Laugum hafa tekið þátt í þessari starfsemi. Það hefur orðið til þess að auðga fé- lagslíf nemenda að vera með sveita- fólkinu í því að skapa eitthvað og skemmta öðrum. Það eru því reyndir og óreyndir á sviðinu, blanda af öllum aldurshópum og allir hafa gaman af því sem er að gerast. Þetta árið býður Leikdeild Efl- ingar upp á gamansöngleikinn Stöng- in inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Leikritið var fyrst sýnt árið 2013 af Leikfélagi Ólafsfirðinga og Siglfirðinga og var það valið besta áhugaleikfélagasýningin það árið og fór verkið þá í Þjóðleikhúsið. Leikstjórinn er uppalinn í sveitinni Þetta er gamansöngleikur með ABBA-tónlist og gerist í litlu sjáv- arþorpi þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína í ýmiskonar bann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Þeir horfa mikið á boltann saman og gleyma konunum, en það fellur ekki vel í kramið. Í leikritinu er fylgst með atburðarásinni og atburð- irnir í þorpinu vekja athygli. Æfingar hófust í byrjun janúar á Breiðumýri, en það tekur margar vikur að æfa og ljóst er að margir leggja mikið í þetta og auðvitað allt í sjálfboðavinnu. Leikararnir eru 18 talsins auk þess sem fjöldi fólks vinnur á bak við tjöld- in m.a. að búningagerð, förðun, leik- mynd og ljósastjórn. Leikstjóri hjá Eflingu er að þessu sinni Vala Fannell, betur þekkt Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska bolt- anum. ABBA-tónlist blæs krafti í mannskapinn og áhorfendur geta treyst því að lognmollan svífur ekki yfir vötnum. Einhleypingar Kristjana Freydís Stefánsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson í hlutverkum einhleypinganna Dúddu og Hreins Sveins. Of mikið Konunum er nóg boðið hvað karlarnir horfa mikið á enska boltann. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Í tilefni af Alþjóðadegi móðurmáls- ins í dag, 24. febrúar, býður Borg- arbókasafnið í samstarfi við Sam- tökin Móðurmál, Miðju máls og læsis og Skóla- og frístundasvið til tungumálahátíðar í Gerðubergi kl. 13.30-15. 30. Borgarbókasafnið fagnar fjölbreytileika tungumálsins þennan dag – sem og aðra daga, með það að markmiði að stuðla að jákvæðu viðhorfi gagnvart eigin móðurmáli og annarra í daglegu lífi. Sex barnakórar syngja lög á sín- um móðurmálum, hægt er að skrifa bréf til vina og ættingja í öðrum löndum, tungumálatré verður skreytt með orðum á öllum heims- ins tungumálum og hægt er að taka þátt í tungumálasmiðju og karaoke. Samtökin Móðurmál kynna safnkost sinn en þau hafa unnið að því að skrá bækur á ýmsum tungu- málum í bókasafnskerfi Gegnis. Til þess að varpa ljósi á ríkidæmi tungumálaforða nemenda eru skól- ar hvattir til að skrá tungumálin sem þar eru töluð á vefsíðuna tungumalatorg.is undir hlekknum tungumálaforði. Café Lingua fyrir alla fjölskylduna Tungumálatorg Uppákoman er liður í norræna verkefninu Mánuður fjöltyngis. Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á degi móðurmálsins Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur heldur erindi um garðrækt og mat- jurtir í Borgarbókasafninu í Árbæ mánudaginn 26. febrúar kl. 16.30- 18.30. Auður, sem er mikill reynslu- bolti þegar kemur að ræktun mat- jurta, leiðbeinir með sáningu og ræktun því núna er einmitt tíminn til að huga að slíkum verkum. Einnig fer hún yfir ræktun og umönnun mat- jurta í máli og myndun, segir frá mis- munandi ræktunaraðferðum, kynnir fjölda tegunda mat- og kryddjurta auk ætra sumarblóma í salatið yfir sumarið. Gestir geta mætt með blómapotta og spreytt sig á að sá fræjum í eigin potta, en boðið verður upp á mold í safninu. Erindi um garðrækt og matjurtir í Borgarbókasafninu í Árbæ Rétti tíminn til að huga að sáningu Með græna fingur Auður I. Ottesen. Bandaríski fatahönnuðurinn Jeremy Scott, sem ræður ríkjum hjá ítalska tískuhúsinu Moschino, hélt á lofti ákveðinni samsæriskenningu á Tískuvikunni haust og vetur 2018/ 2019 í Mílanó, sem nú stendur sem hæst. JFK-samsæriskenningu nánar tiltekið, sem hljóðaði á þá leið að John F. Kenn- edy hefði sagt Marilyn Monroe að geimverur væru raunveru- legar. Hún hefði ætlað að leka fréttinni í fjölmiðla og því verið myrt – rétt eins og forsetinn ári síðar. Þótt sag- an sé tóm steypa mun Scott hafa spunnið hana áfram og sagt sjálfa Jackie Kennedy hafa verið geimveru og ábyrga fyrir dauða beggja, eig- inmanns síns og leikkonunnar. Tískugreinanda bandarísku net- útgáfu Vouge þótti kenningin fyndin og alveg í anda Scotts, og jafnframt skýra óvenjulegt litarhaft sumra tískusýningastúlknanna sem voru farðaðar í ýmsum litum, appelsínu- gulum jafnt sem sægrænum. Frá hvirfli til ilja að því er virtist. En hvað sem geimverukenning- unum líður er ljóst að flíkurnar frá Moschino draga dám af Jackie Ken- nedy, sem var tískufyrirmynd í lif- anda lífi og er enn. Þótt áhrifa henn- ar hafi gætt mismikið síðan á sjöunda áratugnum koma þau annað slagið fram á sýningum frægustu hönnuða heims. Ákveðin tíska er jafnan kennd við hana svo sem penir hattar, stundum kallaðir pillubox, og stór og svört sólgleraugu. Tískuvikan í Mílanó, haust og vetur 2018/2019 Jackie O.-áhrifin í ýmsum litum AFP Litrík Sægræn stúlka í gulri dragt frá Moschino og með „pillubox“ í stíl. Tískufyrirmynd Jackie Kennedy. Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 • www.rafkaup.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.