Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 ✝ Guðjón Em-ilsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 14. júní 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 12. febrúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Eyrún Guðjónsdóttir og Emil Ásgeirsson, bændur í Gröf í Hrunamanna- hreppi. Eyrún fæddist 24. mars 1907 í Hrunamannahreppi, hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Erlendsdóttur og Guðjóns Helgasonar. Emil fæddist 31. mars 1907 í Kaupmannahöfn, hann var sonur Mörtu Eiríks- dóttir Cowl og Ásgeirs Sigurðs- sonar. Þau Eyrún og Emil eignuðust fjögur börn og var Guðjón þeirra elstur. Systkini Guðjóns eru: Sigríður, f. 18.3. 1936, d. 19.10. 1943, Guðrún, f. 14.6. 1941, og Áshildur, f. 26.7. 1944. Guðjón ólst upp við gott atlæti hjá foreldrum sínum í Gröf. Hann gekk í Barnaskólann á Flúðum og sem ungur maður nam hann við Héraðsskólann á Laugarvatni og útskrifaðist það- an. Um tíma stundaði hann nám við Garðyrkjuskóla ríkisins en varð frá að snúa sökum veikinda gáfu nafnið Laxárhlíð. Þar byggðu þau upp gróðurhús og hófu ylrækt. Á sínum búskapar- árum ræktuðu þau meðal annars blóm, tómata og gúrkur og voru með þeim allra fyrstu að rækta paprikur á Íslandi. Gróðurmold- ina Hreppamold framleiddu þau og seldu í mörg ár. Síðustu ár starfsævinnar ræktuðu þau trjá- plöntur fyrir Suðurlandsskóga. Guðjón var alla tíð virkur í fé- lagslífi, hann var stofnfélagi í Kiwanisklúbbnum Gullfossi, hann var ötull liðsmaður í Flug- klúbbi Flúða, lék í leikritum með Ungmennafélagi Hrunamanna og söng um langt árabil með kirkjukór Hrunakirkju ásamt fleiri kórum en með kirkjukórn- um byrjaði hann að syngja 16 ára. Guðjón var góður sundmað- ur og keppti meðal annars fyrir Héraðssambandið Skarphéðin á Landsmótum. Hann lét sig sam- félagsmál varða og í fjölda ára gegndi hann starfi slökkviliðs- stjóra fyrir Brunavarnir Hruna- manna og Gnúpverja. Hann var meðal annars í sóknarnefnd og tók að sér að aðstoða við útfarir í Hrunakirkju og gegndi því hlutverki í 16 ár. Guðjón hafði mikinn áhuga á ljósmyndun, hann var stofn- félagi í ljósmyndaklúbbnum Blik. Hann tók við minjasafni föður síns og hugsaði um það allt þar til starfsþrek þraut. Útför Guðjóns fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 24. febr- úar 2018, klukkan 14. í foreldrahúsum og sinna búskapnum. Eftirlifandi eig- inkona Guðjóns er Sigríður Guð- mundsdóttur, f. 14.6. 1935, þau gengu í hjónaband 14. júní 1963. Sig- ríður er dóttir hjón- anna Katrínar Jón- asdóttur og Guð- mundar Guðmunds- sonar sem bjuggu á Núpi í Fljótshlíð. Börn Guðjóns og Sigríðar eru: 1) Emil, f. 25.6. 1965. Maki hans er Alma Guðmundsdóttir. Dætur þeirra eru Berglind og Hildur. 2) Eyrún, f. 20.9. 1968. Dóttir hennar er Þórdís Gísladóttir, maki Þórdísar er Björn Elvar Óskarsson og eiga þau dótturina Rakel Heiðu. 3) Guðmundur, f. 28.12. 1972. Maki hans er Berg- lind Bára Hansdóttir. Börn þeirra eru Guðjón Andri, Hákon Kári og Dagbjört Lilja. 4) Stein- ar, f. 18.12. 1977. Maki hans er Hrönn Erlingsdóttir. Synir þeirra eru Hjörvar og Vignir. Guðjón og Sigríður hófu bú- skap í Reykjavík þar sem Guðjón vann í Trésmiðjunni Víði. Fljót- lega fluttu þau í Hrunamanna- hrepp þar sem börnin fæddust eitt af öðru og byggðu upp heim- ili á jörð úr Grafarlandi sem þau Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Elsku pabbi minn kvaddi okkur að morgni þann 12. febrúar. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, mér finnst eins og ég geti tekið upp símann og hringt í þig til að spjalla eins og við gerðum svo oft. En ég trúi því að þú sért á góð- um stað núna og búinn að hitta vini og ættingja sem farnir eru. Ég trúi því að þeir hafi tekið vel á móti þér, þið sitjið núna og rifjið upp gamla tíma og þú ert örugg- lega farinn að taka myndir. Pabbi og mamma hófu búskap í Laxárhlíð 1963 þá nýgift. Byggðu þau upp garðyrkjustöðina smátt og smátt. Var mikið að gera á stóru heimili, börnin urðu fjögur og alltaf auka fólk á heimilinu. Gestkvæmt hefur verið alla tíð í Laxárhlíð, pabba fannst gaman að fá kæra vini í heimsókn. Pabba var mjög annt um hag okkar barnanna og sýndi alltaf mikinn áhuga á öllu því sem við vorum að gera og fylgdist vel með. Barnabörnin voru honum líka mjög kær, hafði hann áhuga á að fræða þau um gamla tíma og ekki síður vekja áhuga þeirra á tungu- málinu okkar. Margar ferðirnar komu pabbi og mamma norður í heimsókn til okkar Þórdísar, þegar við bjugg- um þar, til að fagna með okkur áföngum í lífi okkar. Pabbi sýndi mikið æðruleysi eft- ir veikindi sín fyrir þremur árum. Hann kvartaði aldrei og þó ferða- frelsið væri mjög skert þá unnu þau mamma vel úr stöðunni. Pabbi minn, ég mun ávallt minnast þín. Hvert blóm, sem grær við götu mína, er gjöf frá þér, og á þig minnir allt hið fagra, sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig. Hvert fótspor, sem ég færist nær þér, friðar mig. (Davíð Stefánsson) Þín dóttir Eyrún. Elsku afi Guggi. Þú fórst frá okkur snögglega og það er sárt að kveðja en ég hlýja mér við hugsunina um þig á góðum stað þar sem þér líður vel. Þó svo að söknuðurinn sé mikill þá er ég líka þakklát fyrir margt. Ég er þakklát fyrir að þú fékkst að lifa löngu og hamingjusömu lífi. Ég er þakklát fyrir hvað þú varst stutt veikur. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég átti með ykkur ömmu og þakklát fyrir allar dýr- mætu og hamingjusömu minning- arnar. Ég var ótrúlega lánsöm að fá að vinna hjá ykkur ömmu á sumrin, það varð til þess að ég eyddi nánast öllum mínum sumarfríum hjá ykk- ur og ó hvað við skemmtum okkur vel. Það var alltaf gaman. Þú hafðir oft orð á því að það að hafa okkur Þórdísi í vinnu væri hálfgerð barnaþrælkun og vildir að við tækjum oft kaffihlé. Pásurnar standa líka upp úr og varst þú dug- legur að lengja þær aðeins, okkur öllum til mikillar ánægju. Þú varst góður afi, bara akkúrat eins og afar eiga að vera. Þú varst áhugasamur um allt sem ég tók mér fyrir hendur og varst dugleg- ur að hrósa okkur barnabörnun- um. Við vorum góðir vinir og spjölluðum við oft vel og lengi sam- an. Ég man hvað mér fannst gott um helgar að vakna á morgnana og heyra ykkur ömmu spjalla saman í stofunni yfir morgunbollanum. Það var svo notalegt að liggja und- ir sæng og hlusta á ykkur tala um daginn og veginn, sérstaklega því þið vissuð ekki að ég lægi á hleri. Sögustundirnar á kvöldin voru alveg jafn notalegar en enginn sagði sögu jafn vel og þú og hjá þér var alltaf stutt í grínið. Þegar ég horfi til baka þá er ekki eitthvað eitt sem stendur upp úr heldur hvað tíminn okkar saman ein- kenndist af mikilli gleði, hamingju, skemmtilegum samtölum, hlátri og gríni. Ég er þakklát fyrir hvað þú varst hlýr og góður afi. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Berglind Emilsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku afi. Fráfall þitt er okkur óendanlega sárt en við huggum okkur við að nú sért þú engill sem vakir yfir okkur og við getum talað til þegar þörfin kallar. Alltaf varstu til í spjall á okkar forsendum og hlustaðir á frásagnir okkar af athygli og áhuga. Við geymum minningu þína og minnumst þín í sumarfjöri í Laxárhlíð á sláttutraktornum og skutlunni sem okkur þótti svo gaman að hjálpa þér með. Einnig fannst okkur gaman hvað þú fylgd- ist vel með áhugamálunum okkar, hvort sem það voru boltaíþróttir, fimleikar, ballett eða tónlist með tilheyrandi hljóðfæraleik sem þú elskaðir að hlusta á. Afmælum okkar misstir þú aldrei af og það verður skrítið í næsta afmæli að hafa engan afa Gugga með mynda- vélina. Við erum full þakklætis fyr- ir kennsluna um hvernig þekja eigi grjónagraut með kanil og það er gott að geta gripið til ... „en afi kenndi mér að gera þetta svona“ þegar þeim fullorðnu finnst full- mikið í lagt. Takk fyrir allt og hvíl í friði, afi engill. Guðjón, Hákon, Vignir, Hjörvar og Dagbjört. Elsku afi minn, nú hefur draumalandið tekið við þér og ég veit að þú ert á góðum stað og fylg- ist með okkur öllum með yndislega glottinu þínu og hlærð að því skemmtilega sem við tökum okkur fyrir hendur. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp verð ég að viðurkenna að ég hélt að við fengjum lengri tíma saman en það gerir minning- arnar mínar með þér enn dýrmæt- ari. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að dvelja um lengri tíma hjá þér og ömmu þegar ég kom í nokkur sumur og vann á Flúðum. Það voru dásamlegir tímar. Þú varst endalaus uppspretta af sög- um frá fyrri tíð, vísum og sögum úr lífi þínu. Fyrir mér varstu alltaf miklu meira en bara afi, þú varst einn minn besti vinur og trúnaðar- vinur. Þau voru mörg kvöldin og stundirnar sem við eyddum saman í spjall um daginn og veginn, ég, þú og amma Sigga. Við höfðum alltaf um nóg að spjalla og ég deildi með þér öllum mínum helstu hugmynd- um, áhugamálum og draumum um lífið og tilveruna. Þú studdir mig í einu og öllu þó að þú værir ekki alltaf alveg jafn spenntur og ég, eins og t.d. þegar ég ákvað að fara að læra að kafa við strendur Fil- ippseyja. Áhuga minn á förðun tókstu hins vegar í fulla sátt og hafðir mikinn áhuga að heyra um og sagðir mér að þú hefðir átt gamla bók um leikhúsförðun sem þér hefði þótt gaman að skoða þeg- ar þú varst ungur. Mér er ofarlega í huga atvik úr síðasta jólaföndri í Laxárhlíð, ég var nýkomin heim úr förðunarskóla í London og átti að vera með sýniförðun fyrir allar dömurnar í partíinu. Í byrjun voru allir áhugasamir en þegar upp var staðið þá varst þú sá eini sem varst með hugann við efnið og fylgdist vel með allan tímann. Við vorum ekki alltaf sammála um allt eins og gengur og gerist. Þegar ég var yngri skildi ég ekki alveg ástríðu þína fyrir íslenskri tungu og endalausum leiðrétting- um en nú þegar ég er komin til vits og ára þá kann ég vel að meta það sem þú hafðir fram að færa. Mig langar í lokin að færa þér erindi úr ljóði Jóhannesar úr Kötlum sem mér finnst lýsa þér svo vel: Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. Þú hefur svo sannarlega litað líf mitt með góðum minningum og ég þakka þér fyrir allt það sem við átt- um saman. Góða nótt, elsku afi minn. Hildur Emilsdóttir. Elsku Guggi. Kannski ætti ég ekki að hafa þessi orð fleiri. Engin önnur tjá hug minn betur. Þó eru svo mörg falleg orð sem lýsa Gugga. En eftir árin öll situr samt fyrst og fremst þetta djúpt í hjart- anu. Elsku Guggi. Minningin um Gugga, móður- bróður minn, er samofin æskunni allri. Hann var eitt af fjöllunum í lífi mínu. Ég var svo heppin að alast upp í frændgarði, fjallgarði. Móðurfólkið mitt var hluti af dag- legu lífi. Í næsta húsi voru amma og afi og þaðan aðeins steinsnar „út í Laxó“. Þar bjuggu Sigga og Guggi með stækkandi barnahóp- inn sinn, leikfélagana. Áhrifum þessarar nálægðar er erfitt að lýsa. Hún var umlykjandi. Margar fjöl- skyldur en þó ein. Maður fór ekki í heimsókn í Laxárhlíð. Þar var ég heima. Umlukin því öryggi og kær- leika sem fylgir daglegum sam- skiptum við sína nánustu. Dýrustu æskuminningunum deili ég með þeim. Sumardagar í Tungufellsdal með kakó á brúsum og nesti í boxum gera hann í huga mér að fegursta stað sveitarinnar minnar gömlu. Og jólin, ó jólin! Eftir matinn sameinuðust fjöl- skyldurnar hjá ömmu og afa. Hún settist við orgelið og við sungum. Ekki einn sálm. Nei, prógrammið virtist endalaust með árvissu spaugi: „Eigum við ekki bara að syngja í kvöld og opna pakkana á morgun?“ „Syngjum við ekki öll erindin?“ – En með aldrinum var eins og sálmarnir styttust. Fólkið mitt sagði sögur. Litlar sannsögur úr fortíðinni sem at- burðir hversdagsins kölluðu fram. Þvílíkur fjársjóður! Það er ekki langt síðan ég bað Gugga að segja mér einu sinni enn söguna af hrafninum sem gleypti teskeiðina. En hann hafði ekki aðeins hæfi- leika til að segja frá heldur einlæg- an áhuga á íslensku máli. Um það var gaman að ræða við hann eins og svo margt og margt. Eitt sumar unglingsáranna vann ég í Laxárhlíð. Þau nýflutt úr litla húsinu, börnin orðin fjögur og sumarið byrjaði með fermingar- veislu Emils á nýja, fallega heim- ilinu. Nóg að gera úti og inni. Guggi var þolinmóður kennari, gaf sér tíma til að kenna réttu hand- tökin. Umburðarlyndur þegar manni urðu á mistök og kunni að hrósa. Þetta var gott sumar. Guggi var fagmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var slökkviliðsstjóri sveit- arinnar, formaður Kiwanisklúbbs- ins eða útfararstjóri í Hrunakirkju. Hann átti sér líka ýmis áhugamál í gegnum tíðina. Hann var góður ljósmyndari og framkallaði sjálfur en kunni líka að láta stærri drauma rætast. Hann langaði að fljúga. Það var ekki sjálfgefið að garð- yrkjubóndi uppi í sveit æki ferð eftir ferð á Selfoss í flugtíma og sæti yfir flóknu námsefni. Þetta gerði Guggi og naut þess æ síðan að svífa um loftin blá. Seinna tók hann við minjasafninu hans afa og sinnti því að stakri natni, áhuga og fagmennsku. Fyrir það eins og lífsgönguna alla erum við Sunnu- hlíðarfjölskyldan þakklát. Elsku Sigga, Emil, Eyrún, Guðmundur og Steinar og fólkið ykkar kæra. Hugurinn er hjá ykk- ur sem mest hafið misst. Megi haf- sjór minninga um góðan mann ylja ykkur á erfiðum stundum og um alla tíð. Við fjölskyldan kveðj- um kæran frænda með söknuði, þakklæti og hlýju. Elsku Guggi. Margrét Guðmundsdóttir. Guðjón Emilsson eða Guggi í Laxárhlíð kvaddi þetta tilverustig mánudaginn 12. febrúar eftir erf- iðan lokakafla. Margs er að minnast og þá ekki síst æskuáranna. Við vorum systrasynir og aðeins þrír mánuð- ir á milli okkar. Mæður okkar voru dætur Guðrúnar og Guðjóns í Gröf. Mikill samgangur var á milli heimila okkar í uppvextinum enda stutt að fara og einkar kært á milli þeirra systra. Hofabrekkan fyrir ofan Gröf var góð sleða- og skíðabrekka og skautasvellið á Grafartjörn var óspart notað á veturna. Skíðin voru heimasmíðuð en skautana smíðaði Þórður á Högnastöðum. Við gengum saman í barnaskóla á Flúðum og vorum í heimavist því Litla-Laxá var ekki alltaf fær fyrir börn á vaðstígvélum og brúin ekki komin. Það var alltaf gott sam- komulag milli skólasystkinanna. Við Guggi vorum fermdir saman í Hrunakirkju og afi í Gröf gaf okk- ur báðum reiðhjól í fermingargjöf sem var ekki lítið á þessum árum. Á unglingsárum skildi leiðir, Guggi fór í skóla á Laugarvatni en ég til Reykjavíkur. Um tvítugsaldur vorum við báðir komnir með ljósmyndadellu og þá stofnuðum við óformlegt fé- lag, ásamt Jóa bróður, og nefnd- um það Þrífótó. Við fórum á þó nokkra staði hér í sveit, tókum myndir bæði af börnum og full- orðnum og svo framkölluðum við þær sjálfir. Guggi hélt þessum ljósmyndaáhuga það sem eftir var ævinnar og þessi áhugi hans stytti honum stundir eftir að hann var bundinn við hjólastól. Hann skannaði allar sínar myndir inn í tölvu og þar liggur mikið ljós- myndasafn. Guggi starfaði mikið fyrir Ung- mennafélag Hrunamanna og var formaður félagsins þegar sveita- böllin voru upp á sitt besta. Hann var ágætis sundmaður og keppti í sundi á landsmótum fyrir Héraðs- sambandið Skarphéðinn. Hann tók þátt í leikstarfsemi ung- mennafélagsins, söng í gamla Flúðakórnum og kirkjukórnum og var útfararstjóri Hrunakirkju til margra ára. Að loknu námi við Garðyrkju- skóla ríkisins stofnaði hann nýbýl- ið Laxárhlíð ásamt konu sinni, Sig- ríði Guðmundsdóttur, og ráku þau þar garðyrkjustöð í marga ára- tugi. Siggu, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kjartan Helgason, Hvammi. Guðjón í Laxárhlíð lést alltof snemma. Hann var þó kominn á efri ár, búinn að taka þátt í mynd- arlegri uppbyggingu Hruna- manna í sveitinni sinni og lét sig heldur ekki vanta þegar kórar þurftu liðsinnis við. Þau hjónin gerðu sér glæsilegt heimili á bökk- um Litlu-Laxár, fundu því fallegt nafn, ólu þar upp börn sín og tóku vel á móti vinum sínum. Mörg gróðurhús byggðu þau og iðulega var fjölmennur vinnustaður í Lax- árhlíð við ylrækt eða skógar- plöntur. Við Guðjón vorum nágrannar árin okkar sjö á Flúðum, hann tók mikinn þátt í kirkjustarfinu, söng bassann í kórnum, tók að sér hlut- verk útfararstjóra um árabil og var einn af burðarásunum í starfi Kiwanisklúbbsins meðan hans naut við. Þar höfðum við karlakór í nokkur ár. Við hittumst á kvöldin til æfinga, en vöknuðum líka stundum snemma á morgnana og ég brá mér í morgunkaffi niður eftir ef ég sá hann vera búinn að kveikja í eldhúsinu. Hann hafði yndi af vísum og vísnagerð, var margfróður um Íslandssögu, sögu héraðsins og tók þátt starfi margra félaga. Hjónin í Laxárhlíð tóku móti fjölda gesta í byggða- safnið í Gröf. Emil faðir hans hóf söfnun muna til safnsins og Guð- jón sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til að halda því starfi áfram, hafði samband við búvélaeigendur í fjar- lægum héruðum og dró ýmis rari- tet til safnsins í Gröf. Litla fjölskyldan okkar fékk land til skógræktar í Töglum 1990. Við fengum þá vetraraðstöðu í gróðurhúsunum í Laxárhlíð til að rækta okkar eigin plöntur, prikla ösp, sá furu, björk og greni, að- gang að mold til sáningar og til að flytja niður á Skeið. Hjónin í Lax- árhlíð gáfu okkur gróðurríki með sér og skógurinn í Töglum er til vitnis um það. Guðjón flutti með sér hið hlýja fas, en var maður einarður og stefnufastur þegar leiðin hafði ver- ið mörkuð. Hann var vinfastur og traustur og naut virðingar sam- ferðamanna sinna. Þó að gerði hregg og hríð hlýjan varði ár og síð, gróður óx og gleðin blíð hjá Guðjóni í Laxárhlíð. Ingi Heiðmar Jónsson. Guðjón Emilsson Ástkær bróðir okkar og frændi, MAGNÚS S. ODDSSON, fyrrverandi verslunarmaður, Valshólum 4, Reykjavík, lést fimmtudaginn 15. febrúar á Land- spítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Oddný Oddsdóttir Elskulegur frændi okkar, ÞÓRHALLUR FRIÐBJÖRNSSON frá Vík við Fáskrúðsfjörð, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 13. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 13. Systkinabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.