Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Nú- palind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söng- ur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Jón Heiðar Þorkelsson leikur á trompet. Barn borið til skírnar. Kór Árbæjarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Krisztina Kalló organisti. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Ingibjörgu Hrannar og Önnu Lilju. Messu- kaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjón- ar fyrir altari og prédikar. Kristný Rós Gúst- afsdóttir og Dagur Fannar Magnússon guð- fræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, org- anisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Rótarýmessa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Félagar úr Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar lesa ritningarlestra og taka þátt í altarisþjónustu. Jó- hannes Pálmi Hinriksson prédikar. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Guðmundur Jens og sr. Hans Guðberg. BORGARPRESTAKALL | Barnaguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Borg- arkirkju kl. 14. Aðalsafnaðarfundur. Prestur Þor- björn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir, taka á móti börnunum. Prestur Vigfús Ingvar Ingvarsson. Örn Magnússon spilar á orgel og pianó. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi, te eða djús og meðlæti í safnaðarsalnum. Tómasar- messa kl. 20. Yfirskrift hennar er Glíman við Guð. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Hreið- ar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna. Guðsþjónusta og aðalsafn- aðarfundur kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar að- stoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Aðalsafn- aðarfundur Bústaðasóknar eftir messu. Veit- ingar í boði sóknarnefndar. DIGRANESKIRKJA | Útvarpsmessa kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kammerkór Digraneskirkju syngur. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð á sama tíma. Veitingar í safnaðarsal að athöfn lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 (vigilmessa). DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Sveinn Val- geirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnu- dagaskóli á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Næg bílastæði við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Pétur Ragnhildarson guðfræðinemi predikar og sr. Jón Ómar Gunn- arsson þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Tónlistar- nemendurnir Agnes Sjöfn Reynisdóttir og Silja Rún Högnadóttir spila á selló. Meðhjálpari Jó- hanna Freyja Björnsdóttir. Kaffi og djús eftir stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Kór og hljómsveit kirkj- unnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arn- arsonar. Skarphéðinn Þór Hjartarson leikur á pí- anó, Guðmundur Pálsson á bassa og Rúnar Matthíasson á trommur. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Svavar Knútur söngvaskáld spilar og syngur. Kaffiveitingar í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni. GLERÁRKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Um- sjón Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir djákni. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots orgelleikara. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Guðrún Karls Helgudóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir. Undir- leikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Barn verður borið til skírnar. Vox Populi leiðir söng og undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli, Daníel Ágúst, Ásta Lóa og Sóley taka á móti börnunum í messunni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt messuþjónum. Sam- skot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr kirkjukór Grens- áskirkju leiða söng. Kaffisopi á undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. Hversdags- messa fimmtudag kl. 18.10-18.50. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organisti Ástvaldur Traustason og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskóli í umsjá Sigurðar Óskars og Hákons Darra. Ferm- ingarbörn úr Ingunnarskóla taka þátt í messunni og foreldrar þeirra bjóða upp á veitingar með kaffinu eftir messu. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir og meðhjálpari Guðný Aradóttir. Fermingarbörn úr Ingunnarskóla máta fermingarkyrtlana eftir messuna. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Opnun listsýningar Kristínar Reynisdóttur eftir messu. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Árdeg- ismessa miðvikud. kl. 8 og hádegiserindi kl. 12. Aðalsteinn Ásberg talar. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ingibjörg Fríða Helgadóttir kemur fram. Mik- ill almennur söngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur er Helga Soffía Konráðs- dóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Prestur er Sunna Dóra Möller. Sunnudagaskóli á sama tíma í safn- aðarheimili. Að lokinni guðsþjónustu er að- alsafnaðarfundur Hjallaprestakalls. Venjuleg að- alfundarstörf. Léttar veitingar í boði. HRAFNISTA HAFNARFIRÐI | Guðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum. Hrafnistukórinn syng- ur. Kórstjóri er Böðvar Magnússon. Ritning- arlestra les Jón Kr. Óskarsson. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja/ fjölbreytt starf fyrir alla aldurshópa kl. 13 og al- menn samkoma með lofgjörð. Sigríður Schram prédikar. Heilög kvöldmáltíð í umsjá Ólafs H. Knútssonar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagsguðsþjón- usta kl. 11 helguð von og minningu sjóslyss- dagsins 8. janúar 1988 er Bergþór KE 5 sökk og tveir úr áhöfninni fórust en þrír björguðust. Í nærveru aðstandenda, áhafnarmeðlima er kom- ust af og kirkjugesta verður sagan sögð af Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem einnig flytur ein- söng. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs org- anista. Sunnudagaskóli á sama tíma. Sr. Erla þjónar. Messu- og súpuþjónar ásamt ferming- arforeldrum bjóða upp á súpu og brauð. KOLAPORTIÐ | Kolaportsmessa kl. 14 í Kaffi- porti. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á mörgum tungumálum. Sigurður Arnarson sókn- arprestur þjónar fyrir altari og sr. Toshiki Toma, prestur nýbúa, prédikar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács organista. Ritn- ingartextar verða lesnir á ýmsum tungumálum. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 undir stjórn Grímu Ólafsdóttur og Birkis Bjarnasonar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar, fé- lagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Hafdís Dav- íðsdóttir og Sara Grímsdóttir taka á móti börn- unum í sunnudagaskólanum. Að lokinni messu verður hið árlega páskabingó kvenfélagsins í safnaðarheimilinu. Öll eru velkomin og börnin verða leyst út með páskaeggi. Spjaldið kostar kr. 300. Enginn posi er á staðnum. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari og prédik- ar. Elísabet Þórðardóttir organisti. Hólmfríður Jó- hannesdóttir, Hlín Pétursdóttir söngkonur og Julian Hewlett píanóleikari flytja dúetta. Sunnu- dagaskóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Helgistund kl. 13 Betri stofunni Hátúni 12 með sr. Evu Björk og Elísabetu organista. 1. mars. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, ritning- arlestur, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa og samvera. Samvera eldri borgara kl. 13.30. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hildur Salvör Backmann, kirkjuvörður og með- hjálpari, les ritningarlestra. Kirkjukórinn leiðir al- mennan safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sig- urðssonar organista. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórn- um syngja. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Sunnudagaskóli. Um- sjón Ása Laufey, Katrín, Heba og Ari. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Tónlistarmessa og barnastarf kl. 14. Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Í stól- inn stígur maður frá Sambandi íslenskra kristni- boðsfélaga. Fjárlaganefnd leiðir messusvör og söng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Ólaf- ur Kristjánsson tekur á móti öllum. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Kristniboðsvika byrjar og yfirskrift samkomunnar er: Jesú og börnin. Ræðumaður Kristbjörg Kía Gísladóttir. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár. Prestur Guð- björg Arnardóttir. Súpa og brauð í Safnaðar- heimilinu á eftir. Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leið- togum. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Tómas leiða samveruna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar og Tómas Guðni leikur á flygil. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunndagaskóli kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Leiðtogar sjá um sunnudagaskóla. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Veitingar og samfélag eftir athöfn. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Guðspjall dagsins fjallar um trú og veltum við ýmsum hliðum hugtaksins. Kór Seyðisfjarð- arkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organ- isti og kórstjóri er Sigurbjörg Kristínardóttir. Fermingarbörn þjóna í stundinni. Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir messu. SÓLHEIMAKIRKJA | Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari. Marta Magnúsdóttir skáti pré- dikar. Skátakórinn syngur. Valdís Ólöf Jónsdóttir meðhjálpari, Eyþór Jóhannsson kirkjuvörður. María K. Jacobsen fer með lokabæn. Allar konur fá blóm í tilefni konudagsins. Messukaffi í Vig- dísarhúsi. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Friðrik J Hjartar prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Félagar úr Kór Vídal- ínskirkju syngja. Organisti Douglas Brotchie. Sunnudagaskólinn hefst í messunni en fer síð- an með leiðtogum sínum í safnaðarheimilið. Molasopi, djús og samfélag að messu lokinni. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11 í tilefni 30 ára vígsluafmæl- is kirkjunnar. Kristján Valur Ingólfsson vígslu- biskup prédikar og sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar fyrir altari. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Bryndís- ar í suðursal. Veislukaffi í safnaðarheimili eftir guðsþjónustur. Orð dagsins: Kanverska konan. (Matt. 15) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Vopnafjarðarkirkja. Í lok janúar sl. samþykkti Vestnor- ræna ráðið á fundi sínum á Grænlandi að beita sér fyrir átaki meðal ungmenna á norðurslóðum. Vímu- efnavandi ungmenna er alvarlegur víða á svæðinu en lítið er um tölfræðilegar upp- lýsingar. Á fundinum var skrifað undir samstarfsyfirlýs- ingu við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir og greiningu um að annast verkefnið „Forvarnir gegn vímuefnanotkun ungmenna á norðurslóðum“. Miðstöðin sérhæf- ir sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks bæði á Íslandi og víða erlendis. Niðurstöður rann- sóknanna hafa verið nýttar á vett- vangi meðal fólks sem starfar með börnum og unglingum, í forvarna- vinnu, meðal stefnumótunaraðila og stjórnmálamanna. Í maí á síðasta ári fékk Vest- norræna ráðið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ákveðið var að ráðið myndi leggja áherslu á velferð íbúa á norðurslóðum. Verkefnið um forvarnir gegn vímuefnanotkun ungmenna bygg- ist á íslensku leiðinni í forvörnum og áralöngu starfi Rannsókna og greiningar við gagnaöflun um hegðun og líðan ungmenna á Ís- landi. Sú forvarnarstefna sem fylgt hefur verið á Íslandi frá lok- um 10. áratugarins hefur sýnt mikinn árangur og er henni nú beitt í tugum bæjarfélaga um all- an heim. Vímuefnanotkun er útbreitt vandamál í samfélögum á norð- urslóðum. Til þess að geta unnið að for- vörnum er nauðsyn- legt að styðjast við áreiðanleg gögn um vímuefnanotkunina og þar kemur reynsla Rannsókna og grein- ingar sér vel. Vestnorræna ráðið þarf að afla stuðnings frá aðildarlandi að Norðurskauts- ráðinu til þess að kynna verkefnið um rannsókn á vímuefnanotkun ungmenna á norðurslóðum í vinnuhópi um sjálfbæra þróun. Ef verkefnið verður samþykkt verð- ur innan tveggja ára hægt að nálgast gögn um notkun ung- menna á norðurslóðum á áfengi, tóbaki, kannabis og ópíóðum auk upplýsinga um almenna líðan þeirra. Vestnorræna ráðið er sam- starfsvettvangur þingmanna frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Ráðið hélt árlega þemaráðstefnu sína í Ilulissat á Grænlandi dag- ana 29.-31. janúar sl. Vímuefnanotkun ungmenna á norðurslóðum Eftir Guðjón S. Brjánsson Guðjón S. Brjánsson »Miðstöðin sérhæfir sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks bæði á Íslandi og víða erlendis. Höfundur er alþingismaður, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. gudjonb@althingi.is Aðalsteinn R. Björnsson, sem kynn- ir sig sem fulltrúa á B-lista til stjórn- arkjörs í Eflingu – stéttarfélagi, á erfitt með að höndla sann- leikann. Hann skrifar í Morgunblaðið 22. febrúar sl. þar sem hann kvartar undan því að trúnaðarmenn og þá sérstaklega á stórum vinnu- stöðum Eflingar fái ekki að koma að samningagerð og samninga- fundum á vegum Eflingar. Þetta er einfaldlega rangt og hann veit bet- ur. Hann hefur skrifað undir kjara- samninga fyrir hönd félaga sinna varðandi sérmál þeirra í þremur kjarasamningum í röð 2008, 2011 og 2015 sem var síðast gerði samning- urinn. Hann fullyrðir í umræddri Morg- unblaðsgrein sem og á Facebook þann 8. febrúar sl. að hann hafi ekki fengið að koma að samningagerð fyrir hönd félaga sinna. Stað- reyndin er sú að hann mætti á 8 bókaða fundi ásamt undirrituðum, bæði undirbúningsfundi og fundi hjá ríkissáttasemjara og er það samkvæmt fundargerðum sem liggja fyrir. Fundum sem lauk með þeim hætti að hann skrifaði undir niðurstöðurnar. Aldrei í ferlinu komu fram aðrar kröfur fyrir hönd starfsmanna en niðurstaða varð um. Honum þykir sæmandi að ljúga sig frá eigin verk- um bæði út á við og gagnvart sínum eigin vinnufélögum. Svo það sé upp- lýst þá ganga mætingarlistar hjá ríkissáttasemjara þar sem umrædd- ur trúnaðarmaður hefur ritað nafn sitt í hvert skipti sem fundir voru haldnir. Hann býsnast yfir hvað þurfi marga til þess að bjóða fram í félag- inu eða 120 manns og 8 manns í stjórn og segir að til að ná fram svo mörgum þurfi sterkt bakland og það sé staðfesting á því að fram- boðið sé ekki á vegum stjórn- málaflokks. Hér eins og áður veit Aðalsteinn betur og verkin tala. Í lok greinarinnar segist Aðal- steinn hafa átt sæti í trúnaðarráði Eflingar. Það skal upplýst hér að Aðalsteinn á ennþá sæti í trún- aðarráði Eflingar – stéttarfélags þvert á fullyrðingar hans. Undirritaðir sátu í samninga- nefndinni ásamt Aðalsteini R. Björnssyni. Maður á að segja satt Eftir Tryggva Marteinsson og Jóhann Harðarson Tryggvi Marteinsson » Aðalsteini R. Björnssyni svarað Tryggvi er starfsmaður Eflingar – stéttarfélags og Jóhann er trún- aðarmaður bílstjóra hjá Eimskipa- félagi Íslands. Jóhann Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.