Morgunblaðið - 24.02.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Það að listi kjörnefndar vegna borg-
arstjórnarkosninganna í vor hafi
verið samþykktur nær samhljóða á
fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík, í Valhöll í
fyrradag segir kannski ekki alla
söguna um að ánægja sjálfstæðis-
manna í Reykjavík sé almenn.
Í fulltrúaráðinu eiga sæti um
1.500 manns og stjórn ráðsins er
skipuð 25 manns. Allir sem eiga sæti
í fulltrúaráðinu áttu seturétt á fund-
inum. Skúli Hansen, framkvæmda-
stjóri Varðar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að í kringum
150 manns hefðu mætt á fundinn.
Lokatölur í leiðtogakjöri flokks-
ins í lok janúar sl. voru þær að Ey-
þór L. Arnalds hlaut 2.320 atkvæði í
efsta sætið, Áslaug María Friðriks-
dóttir 788 atkvæði og Kjartan
Magnússon 460 atkvæði. 3.826
greiddu atkvæði.
Ljóst er af samtölum blaðamanns
við sjálfstæðisfólk í Reykjavík í gær
og í fyrradag að talsverður hópur er
óánægður með að hvorki Áslaug
Friðriksdóttir né Kjartan Magnús-
son skyldu hljóta náð fyrir augum
kjörnefndar. Gagnrýnin snýr ekki
að nýja fólkinu á listanum, sem allt
er reynslulaust af borgar- og sveit-
arstjórnarmálum, að Eyþóri Arn-
alds, oddvita listans, og Mörtu Guð-
jónsdóttur borgarfulltrúa undan-
skildum. Raunar lýstu ákveðnir
viðmælendur yfir ánægju með nýja
fólkið sem er ofarlega á listanum og
töldu að þarna væri fjölbreyttur
hópur með fjölbreytta menntun sem
byggi yfir mörgum góðum eiginleik-
um.
Gagnrýnin snýr að því að tveimur
reyndum borgarfulltrúum, Áslaugu
og Kjartani, hafi verið hent út af
listanum, þótt augljóst sé að þekk-
ing þeirra og reynsla af borgarmál-
um hefði áfram nýst Sjálfstæðis-
flokknum í borginni, ef þau hefðu
t.d. skipað einhver af átta efstu sæt-
um listans.
Kjörnefnd hafi kosið að „henda út
tveimur reyndum borgarfulltrúum“,
eins og einn orðaði það, og setja ein-
tómt óþekkt fólk í efstu sæti listans.
Enginn viti deili á þessu fólki, fyrir
utan efsta mann listans, Eyþór Arn-
alds, enda sé hann sá eini sem var
kosinn.
„Loksins þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn í Reykjavík er að fá byr í segl-
in og vísbendingar eru um að hann
gæti fengið fína útkomu í kosning-
unum í vor tekur fimmtán manna
kjörnefnd, sem mér skilst að hafi
aldrei verið samstiga í starfi sínu,
sig til og eyðileggur þá breiðu sam-
stöðu sem auðveldlega hefði verið
hægt að ná,“ sagði gamalreyndur
sjálfstæðismaður.
Efna ekki til ófriðar
„Við í Sjálfstæðisflokknum erum
ekki beinlínis þekkt fyrir það að
efna til ófriðar og átaka á fundum
og það held ég að sé aðalskýring
þess að fundurinn fór svona frið-
samlega fram í gær og tillagan var
samþykkt nánast samhljóða, eftir
mjög litlar umræður,“ segir annar
gamalreyndur sjálfstæðismaður úr
Reykjavík.
Annar sjálfstæðismaður segist
finna fyrir ákveðinni óánægju með-
al ákveðins hóps sjálfstæðisfólks í
Reykjavík. 15 manna kjörnefnd hafi
borið upp lista sinn, sem sýni
kannski ekki mikla breidd úr röðum
sjálfstæðismanna í Reykjavík. „Alla
jafna hefur listinn sem borinn hefur
verið upp byggst á niðurstöðum úr
nokkur þúsund manna prófkjöri,“
sagði hann.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valhöll Ekki var annað að sjá en vel lægi á mönnum fyrir fundinn í Valhöll. Eyþór Arnalds, oddviti listans, og Hildur Björnsdóttir ræða hér saman.
Ýmist sáttir eða ósáttir
Skiptar skoðanir meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík á framboðslistanum
Undirbúningur Lokaundirbúningur í Valhöll áður en listinn var kynntur.
Bragi Guð-
brandsson, for-
stjóri Barna-
verndarstofu,
verður fulltrúi
Íslands í kjöri til
Barnaréttinda-
nefndar Samein-
uðu þjóðanna, en
ríkisstjórnin
samþykkti á
fundi sínum í
gær að sækjast eftir sæti fyrir Ís-
lands hönd þar. Í nefndinni sitja 18
sérfræðingar og er þeirra að fylgj-
ast á heimsvísu með framkvæmd
Barnasáttmála SÞ.
Félagsmálaráðherra hefur veitt
Braga leyfi til eins árs frá embætti
forstjóra Barnaverndarstofu og
hættir hann nái hann kjöri, því mik-
ilvægt þykir að nefndarmenn séu
óháðir barnaverndaryfirvöldum í
einstökum ríkjum. Framboð Braga
er talið sterkt vegna reynslu hans
og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Kosið er í nefndina á tveggja ára
fresti, níu fulltrúar til fjögurra ára í
hvert sinn. Hver fulltrúi er kosinn
til fjögurra ára í senn. Næsta val
fulltrúa í nefndina fer fram hinn 29.
júní næstkomandi.
Samhliða undirbúningi vegna
framboðs síns mun Bragi sinna
verkefnum í velferðarráðuneytinu
viðvíkjandi áherslumálum ráðherra
í málefnum barna.
Bragi fer í leyfi og
framboð hjá SÞ
Bragi
Guðbrandsson
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Pottar &
Pönnur
20-50%
afsláttur
Talent Pro
30%
Gerið góð kaup!
Allinox
Góðir og stórir stálpottar á
fínu verði.
Stærðir: 9, 11, 13,5, 16, 19 ltr.
20%
8304 20cm steikarpanna djúp f. span
8308 24 cm Ferköntuð steikarpanna f. span
50%
50%
Lágmúla 8 • sími 530 2800
Opnunartími í dag er kl. 11-15.
Minnum á að Samsung-setrið er nú flutt í Lágmúlann
og er því með sama opnunartíma, 11-15.
Gerið góð kaup!