Morgunblaðið - 24.02.2018, Page 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrir VOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stór fiskiskip veiða í stærstum
hluta heimshafanna og Kínverjar
eru langstórtækastir, að því er
fram kemur í grein í nýjasta tölu-
blaði tímaritsins Science.
Í greininni er fjallað um rann-
sókn á gervihnattamerkjum frá
skipum með AIS-tæki sem ætlað
er að tryggja öryggi sjófarenda.
Hún leiddi í ljós að stór fiskiskip
veiða í að minnsta kosti 55%
heimshafanna og hlutfallið gæti
verið mun hærra vegna þess að
merkin greindust ekki á sumum
hafsvæðum. Veiðisvæðin gætu ver-
ið allt að 73% af höfunum, að því
er fréttaveitan AFP hefur eftir
greinarhöfundunum. Veiðisvæðin
eru a.m.k. fjórum sinnum stærri
en öll landsvæðin sem nýtt eru til
landbúnaðar.
Fimm lönd með 85%
Rannsóknin var gerð með forriti
Global Fishing Watch sem safnar
upplýsingum um fiskveiðar í heim-
inum. Fylgst var með meira en
70.000 skipum frá árinu 2012.
Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að
fimm lönd – Kína, Spánn, Taívan,
Japan og Suður-Kórea – eru stór-
tækust í veiðunum. Hlutur skipa
frá löndunum fimm í veiðum á út-
höfunum nam 85%. Um helmingur
úthafsskipanna er frá Kína.
Greinarhöfundarnir segja að
veiðarnar hafi verið mestar í Norð-
austur-Atlantshafi, Norðvestur-
Kyrrahafi og næringarríkum haf-
svæðum undan ströndum Suður-
Ameríku og Vestur-Afríku. Veið-
arnar minnkuðu verulega á
hátíðum eins og jólum og kín-
verska nýárinu.
Kínverjar stórtækastir
Hægt var að greina frá hvaða
löndum skipin voru og hversu
lengi þau voru á veiðum. Fiskiskip-
in frá Kína veiddu í alls 17 millj-
ónir klukkustunda árið 2016 og
lengur en öll skipin frá næstu tíu
löndum á listanum yfir stórtæk-
ustu veiðiþjóðirnar. Næst kom Ta-
ívan með alls 2,2 milljónir veiði-
stunda.
Flest kínversku skipanna veiða
undan suðurströnd heimalandsins
en önnur á fjarlægari miðum, eink-
um undan ströndum Suður-
Ameríku og Afríku. Talið er að um
2.500 kínversk skip stundi úthafs-
veiðar, að sögn fréttaveitunnar
Reuters.
Kínversku skipin eru ekki alltaf
velkomin á fjarlægu miðunum.
Kínverskir togarar voru staðnir að
ólöglegum veiðum innan fiskveiði-
lögsögu Senegals, Gíneu, Síerra
Leóne og Gíneu-Bissá á síðasta ári.
Varðskip sökkti kínverskum togara
sem staðinn var að veiðum innan
lögsögu Argentínu árið 2016, að því
er fram kemur í frétt Reuters.
Rannsóknin beindist ekki að því
hvort veiðar stóru skipanna voru
ólöglegar eða stefndu fiskstofnum í
hættu. Hún gefur hins vegar skýr-
ustu myndina til þessa af umfangi
fiskveiðanna, að sögn aðalhöfundar
greinarinnar, Davids Kroodsma,
sem stjórnaði rannsókninni.
Fiskveiðar í heimshöfunum kortlagðar
Heimild: maps4news.com
skv. gervihnattagögnum Global FishingWatch * sem safnar saman upplýsingum um fiskveiðar í öllum heiminum.
Svæði þar sem veiðar stórra fiskiskipa eru taldar mestar
* Gögn sem voru rannsökuð
frá 22. ágúst 2017 til 22. febrúar 2018
INDLANDS-
HAF
KYRRAHAF
SUÐURHAF
ATLANTS-
HAF
Íslands-
haf
BerIngshaf
Tekjurnar af fisk-
veiðum í heiminum
nema 16.000
milljörðum króna
Sérfræðingar telja
að þriðjungur af
fiskstofnum í
höfunum sé ofveiddur
Veiða í stærstum
hluta hafanna
Helmingur úthafsskipa er frá Kína
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) frestaði í gær atkvæðagreiðslu
um tillögu að ályktun, þar sem kraf-
ist er 30 daga vopnahlés í Sýrlandi,
því ekki náðist samkomulag í ráðinu
um til hvaða vígahópa það næði. At-
kvæðagreiðslunni var því frestað
þangað til í dag kl. 17.
Tillagan var lögð fram til að hægt
verði að hjálpa nauðstöddum íbúum
Austur-Ghouta sem orðið hefur fyr-
ir hörðum loftárásum síðustu daga.
Samkvæmt ályktuninni á vopna-
hlé að hefjast þremur sólarhringum
eftir að öryggisráðið samþykkir
hana. Tveimur sólarhringum síðar á
að hefjast handa við að flytja
hjálpargögn til Austur-Ghouta og
flytja þaðan fólk sem þarf að kom-
ast undir læknishendur.
Kúveitar og Svíar lögðu tillögu
um ályktunina fram. Olof Skoog,
sendiherra Svía hjá SÞ, sagði að
meginmarkmiðið væri að koma íbú-
um Austur-Ghouta til hjálpar.
Framkvæmdastjóri SÞ hafði lýst
svæðinu sem „helvíti á jörðu“ vegna
nær sex ára umsáturs og loftárása
sem höfðu í gær kostað a.m.k. 426
manns lífið frá því á sunnudaginn
var. Þar af eru um 100 börn. Sendi-
herra Frakklands hjá SÞ, François
Delattre, sagði í gær að ef samtökin
kæmu íbúum Austur-Ghouta ekki til
hjálpar gæti það stórskaðað trú-
verðugleika þeirra. „Hryllingurinn í
Sýrlandi má ekki verða að grafreit
fyrir Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði
hann.
Samkvæmt ályktuninni á vopna-
hléið ekki að ná til tvennra samtaka
íslamista, Ríkis íslams og Nusra-
fylkingarinnar, sem tengdist
hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda.
Rússar kröfðust þess að vopna-
hléið næði ekki heldur til hreyfinga
sem hafa átt samstarf við Ríki ísl-
ams og Nusra-fylkinguna og hafa
gert sprengjuárásir á Damaskus.
Þetta gæti orðið til þess að vopna-
hléið nái ekki til tveggja stærstu
uppreisnarhreyfinganna í Austur-
Ghouta, að sögn fréttavefjar breska
ríkisútvarpsins.
AFP
Neyð Sært barn fær aðhlynningu í hjúkrunarskýli í borginni Douma á Austur-Ghouta. Ekkert lát var á loftárásum á
svæðið í gær. Um 400.000 íbúar þess komast ekki í burtu vegna umsáturs sem hefur staðið í tæp sex ár.
Öryggisráð SÞ frest-
aði atkvæðagreiðslu
Kosið verður um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi í dag
Her Svíþjóðar
telur að Svíar
þurfi að tvöfalda
útgjöld sín til
varnarmála fyrir
árið 2035 til að
tryggja öryggi
landsins. Þetta
kemur fram í
nýrri skýrslu frá
hernum um hvað
gera þurfi til að
herinn geti sinnt viðfangsefnum sín-
um í öryggismálum næstu tvo ára-
tugina.
Herinn segir í skýrslunni að fram-
vindan í heimsmálunum sé „óút-
reiknanleg“ og skírskotar einkum til
þróunarinnar í Rússlandi. Rússar
hafi með aðgerðum sínum í Georgíu
og Úkraínu sýnt að þeir hiki ekki við
að beita hervaldi. Ennfremur er bent
á að stjórnvöld í Rússlandi ætla að
auka framlögin til hersins eftir árið
2020.
Útgjöld Svía til varnarmála nema
núna 53 milljörðum sænskra króna
(tæpum 660 milljörðum íslenskra).
Herinn telur að auka þurfi útgjöldin
í 75 til 85 milljarða s.kr. fyrir árið
2025 og í 115 milljarða fyrir 2035.
Herinn telur að fjölga þurfi her-
mönnum úr 50.000 í 120.000. Einnig
sé þörf á að fjölga orrustuþotum og
öðrum herflugvélum og kaupa sex
nýja kafbáta.
Sænski herinn semur slíka
skýrslu á fimm ára fresti. Hún verð-
ur á meðal mikilvægustu gagnanna
sem lögð verða fyrir sænska þingið
árið 2020 þegar það mótar stefnuna í
varnarmálum fyrir árin 2021 til 2025.
Herútgjöldin
verði tvöfölduð
Svíum stendur stuggur af Rússlandi
Sænskir
hermenn.