Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 / Audi.is Úr vönduðu að ráða Nokkrar gerðir Q5 á einstöku verði 5 á ra á b yr g ð fy lg ir fó lk sb íl u m H E K L U a ð u p p fy ll tu m á k væ ð u m á b yr g ð a rs k il m á la . Þ á e r a ð fi n n a á w w w .h e k la .i s/ a b yr g d Audi Q5 Sport Quattro Listaverð 8.650.000 kr Tilboðsverð frá 7.290.000 kr. Dæmi: Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is H eimsins svalasti krónprins. Þetta er yfirskriftin á röð umfjallana danska ríkissjónvarpsins, DR, um Friðrik krónprins Danmerk- ur sem eru sendar út þessa dag- ana í tilefni af því að prinsinn verður brátt fimmtugur. Mikið verður um dýrðir í litla konungsrík- inu, eða drottningarríkinu eins og líklega væri réttara að segja, vegna afmælis prinsins. Há- tíðahöldin hófust 18. maí, þau munu standa í níu daga og þeim lýkur með sérstökum afmæl- isþætti á DR þar sem konungsfjölskyldan kem- ur fram. Á mánudaginn var almenningshlaupið Royal Run haldið á fimm stöðum víðsvegar um landið. Þar hljóp prinsinn eina mílu á fyrstu fjórum stöðunum og síðan 10 kílómetra í Fred- eriksberg og Kaupmannahöfn. Yfir 70.000 manns tóku þátt, þetta framtak prinsins þykir afar vel heppnað og hefur orðið til þess að auka vinsældir hans verulega, en þær hafa verið mis- miklar í gegnum tíðina. Friðrik, eða Frederik André Henrik Christian, fæddist 26. maí 1968. Sem elsta barn foreldra sinna, Margrétar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, er hann ríkisarfi og verður í fyllingu tímans Friðrik 10. Danakon- ungur. Yngri bróðir hans, Jóakim prins, er árinu yngri. Friðrik lauk MA-prófi í stjórnmála- fræði frá háskólanum í Árósum og tók á náms- tímanum eitt ár í skiptinámi í Harvard-háskóla. Hann starfaði í sendiráði Danmerkur í París, gekk síðan til liðs við danska herinn og lauk þar einni erfiðustu þjálfun sem þar er í boði; sem sérsveitarmaður í danska sjóhernum, svokall- aðri kafaradeild. Eftir það starfaði hann um skeið í hernum. Friðrik þótti nokkuð óstýrilátur og óábyrg- ur framan af og voru dönsku slúðurblöðin iðin við að segja frá kvennamálum hans og ýmsum uppátækjum sem þóttu lítt hæfa ríkisarfa. Til dæmis þótti frammistaða prinsins í fyrsta opin- bera verkefni hans, sem var heimsókn til Jap- ans, vera til háborinnar skammar en þar sýndi hann skyldum sínum lítinn áhuga en veitti fjör- ugu næturlífi Tókýóborgar mun meiri athygli. Árið 2004 giftist Friðrik hinni áströlsku Mary Elizabeth Donaldson, sem áður starfaði sem markaðsfræðingur, en þau kynntust á Ól- ympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þau eiga fjögur börn; Kristján, sem verður krónprins þegar faðir hans tekur við konungdómi, Ísa- bellu og tvíburana Vincent og Josephine. Fékk stuðning frá ömmu sinni Í ævisögu prinsins, Under bjælken, sem kom út í fyrra segist honum svo frá að hann hafi framan af verið óviss um til hvers væri ætlast af sér. „Foreldrar okkar voru ekkert sérlega góðir í að útskýra fyrir okkur bræðrunum hvað fólst í titlunum okkar,“ segir prinsinn í bókinni. „Amma mín (Ingiríður drottning) studdi mig og hjálpaði mér að finna sjálfan mig.“ Í sömu bók segir prinsinn að hann gæti þess að hans eigin börn séu meðvituð um hvað felist í þeim kringumstæðum sem þau eru fædd í. En álit Dana á krónprinsi sínum hefur auk- ist talsvert undanfarin ár og samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja um tveir af hverjum þrem- ur Dönum að hann sé „maður fólksins“. „Hann er niðri á jörðinni, með fallega framkomu og sérlega alþýðlegur.“ Þannig lýsa danskir veg- farendur prinsinum í umfjöllun danska götu- blaðsins BT núna í vikunni. Og nú er sagt um Friðrik krónprins að hann hafi loksins fundið sig í hlutverki sínu. Eða eins og Danir orða það gjarnan: „Han er faldet til ro i sin rolle.“ Svali krónprinsinn fagnar 50 árum Friðrik krónprins Danmerkur var nokkurn tíma að finna sig í hlutverki sínu. Sjálfur segir hann að hann hafi litlar leið- beiningar fengið frá foreldrum sínum. En nú þykir prinsinn hafa fundið rétta taktinn. AFP Á spretti Friðrik krónprins Danmerkur í almenningshlaupinu Royal Run. Fjölskyldan María krónprinssessa og börnin þeirra Friðriks. Frá vinstri: Ísabella, Vincent, Josephine og Kristján.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.