Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 / Audi.is
Úr vönduðu að ráða
Nokkrar gerðir Q5 á einstöku verði
5
á
ra
á
b
yr
g
ð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
íl
u
m
H
E
K
L
U
a
ð
u
p
p
fy
ll
tu
m
á
k
væ
ð
u
m
á
b
yr
g
ð
a
rs
k
il
m
á
la
.
Þ
á
e
r
a
ð
fi
n
n
a
á
w
w
w
.h
e
k
la
.i
s/
a
b
yr
g
d
Audi Q5 Sport Quattro
Listaverð 8.650.000 kr
Tilboðsverð frá 7.290.000 kr.
Dæmi:
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
H
eimsins svalasti krónprins. Þetta
er yfirskriftin á röð umfjallana
danska ríkissjónvarpsins, DR,
um Friðrik krónprins Danmerk-
ur sem eru sendar út þessa dag-
ana í tilefni af því að prinsinn verður brátt
fimmtugur.
Mikið verður um dýrðir í litla konungsrík-
inu, eða drottningarríkinu eins og líklega væri
réttara að segja, vegna afmælis prinsins. Há-
tíðahöldin hófust 18. maí, þau munu standa í níu
daga og þeim lýkur með sérstökum afmæl-
isþætti á DR þar sem konungsfjölskyldan kem-
ur fram. Á mánudaginn var almenningshlaupið
Royal Run haldið á fimm stöðum víðsvegar um
landið. Þar hljóp prinsinn eina mílu á fyrstu
fjórum stöðunum og síðan 10 kílómetra í Fred-
eriksberg og Kaupmannahöfn. Yfir 70.000
manns tóku þátt, þetta framtak prinsins þykir
afar vel heppnað og hefur orðið til þess að auka
vinsældir hans verulega, en þær hafa verið mis-
miklar í gegnum tíðina.
Friðrik, eða Frederik André Henrik
Christian, fæddist 26. maí 1968. Sem elsta barn
foreldra sinna, Margrétar Danadrottningar og
Hinriks heitins Danaprins, er hann ríkisarfi og
verður í fyllingu tímans Friðrik 10. Danakon-
ungur. Yngri bróðir hans, Jóakim prins, er
árinu yngri. Friðrik lauk MA-prófi í stjórnmála-
fræði frá háskólanum í Árósum og tók á náms-
tímanum eitt ár í skiptinámi í Harvard-háskóla.
Hann starfaði í sendiráði Danmerkur í París,
gekk síðan til liðs við danska herinn og lauk þar
einni erfiðustu þjálfun sem þar er í boði; sem
sérsveitarmaður í danska sjóhernum, svokall-
aðri kafaradeild. Eftir það starfaði hann um
skeið í hernum.
Friðrik þótti nokkuð óstýrilátur og óábyrg-
ur framan af og voru dönsku slúðurblöðin iðin
við að segja frá kvennamálum hans og ýmsum
uppátækjum sem þóttu lítt hæfa ríkisarfa. Til
dæmis þótti frammistaða prinsins í fyrsta opin-
bera verkefni hans, sem var heimsókn til Jap-
ans, vera til háborinnar skammar en þar sýndi
hann skyldum sínum lítinn áhuga en veitti fjör-
ugu næturlífi Tókýóborgar mun meiri athygli.
Árið 2004 giftist Friðrik hinni áströlsku
Mary Elizabeth Donaldson, sem áður starfaði
sem markaðsfræðingur, en þau kynntust á Ól-
ympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þau eiga
fjögur börn; Kristján, sem verður krónprins
þegar faðir hans tekur við konungdómi, Ísa-
bellu og tvíburana Vincent og Josephine.
Fékk stuðning frá ömmu sinni
Í ævisögu prinsins, Under bjælken, sem
kom út í fyrra segist honum svo frá að hann hafi
framan af verið óviss um til hvers væri ætlast af
sér. „Foreldrar okkar voru ekkert sérlega góðir
í að útskýra fyrir okkur bræðrunum hvað fólst í
titlunum okkar,“ segir prinsinn í bókinni.
„Amma mín (Ingiríður drottning) studdi mig og
hjálpaði mér að finna sjálfan mig.“ Í sömu bók
segir prinsinn að hann gæti þess að hans eigin
börn séu meðvituð um hvað felist í þeim
kringumstæðum sem þau eru fædd í.
En álit Dana á krónprinsi sínum hefur auk-
ist talsvert undanfarin ár og samkvæmt nýrri
skoðanakönnun telja um tveir af hverjum þrem-
ur Dönum að hann sé „maður fólksins“. „Hann
er niðri á jörðinni, með fallega framkomu og
sérlega alþýðlegur.“ Þannig lýsa danskir veg-
farendur prinsinum í umfjöllun danska götu-
blaðsins BT núna í vikunni. Og nú er sagt um
Friðrik krónprins að hann hafi loksins fundið
sig í hlutverki sínu. Eða eins og Danir orða það
gjarnan: „Han er faldet til ro i sin rolle.“
Svali krónprinsinn fagnar 50 árum
Friðrik krónprins Danmerkur
var nokkurn tíma að finna sig í
hlutverki sínu. Sjálfur segir
hann að hann hafi litlar leið-
beiningar fengið frá foreldrum
sínum. En nú þykir prinsinn
hafa fundið rétta taktinn.
AFP
Á spretti Friðrik krónprins Danmerkur í almenningshlaupinu Royal Run.
Fjölskyldan María krónprinssessa og börnin þeirra Friðriks.
Frá vinstri: Ísabella, Vincent, Josephine og Kristján.