Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 SUMAR 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fullveldið og hlíðin fríða er yfir- skrift fyrirlestraraðar sem haldin verður að Kvoslæk í Fljótshlíð í sumar. Fyrirlestraröðin er í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands á þessu ári. Sveinbjörn Rafnsson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði, heldur fyrsta fyrirlesturinn á laug- ardaginn kemur, 26. maí, klukkan 15 og talar um upphaf sjálfstæðis- baráttu Íslendinga og Finn Magnús- son og Bjarna Thorarensen. Hjónin Björn Bjarnason, fyrrver- andi ráðherra, og Rut Ingólfsdóttir tónlistarmaður standa að fyrir- lestraröðinni. Auk þess skipuleggja þau ferna tónleika sem kynntir verða sérstaklega. Þannig verða átta viðburðir að Kvoslæk í sumar. Þar að auki tók Rut þátt í þrennum Bach-tónleikum í kirkjum ásamt kirkjukórum og forráðamönnum í tónlistarlífi Rangárþings í vetur. „Við erum með aðstöðu að Kvos- læk sem er mjög vel fallin til þess að halda tónleika, fyrirlestra eða nám- skeið. Undanfarin ár höfum við verið með tónleika og fyrirlestra í Hlöð- unni,“ sagði Björn. Hann sagði að fólk um allt land hefði verið hvatt til að efna til mannfagnaða, fyrirlestra eða annars, til þess að minnast aldarafmælis fullveldisins og tengja það sínu héraði. „Við ákváðum að prófa að sækja um styrk og leita til fræðimanna um hvort þeir hefðu áhuga á að taka þátt undir þessu heiti, Fullveldið og hlíðin fríða. Það höfðar til Gunnars- hólma og Fjölnismanna. Séra Tómas Sæmundsson Fjölnismaður var bú- settur í Fljótshlíðinni. Finnur Magn- ússon, Bjarni Thorarensen og fleiri af sjálfstæðishetjum á 19. öldinni áttu þar einnig rætur.“ Uppbyggingarsjóður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga styrkti fyrirlestraröðina. Björn kvaðst hafa átt samstarf við nágranna sinn Lár- us Ágúst Bragason, sögukennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands, við undirbúninginn. „Þetta hefði ekki gengið upp nema vegna þess að við fengum þessa góðu fyrirlesara,“ sagði Björn. „Við erum full eftir- væntingar að fræðast um það sem þeir hafa að segja. Við vitum ekki hvernig veðrið verður á laugardag en hvernig sem það er þá er alltaf fallegt í Fljótshlíðinni!“ Allir eru velkomnir að sækja fyrirlestrana. Kvoslækur í Fljótshlíð er um tíu kílómetra frá Hvolsvelli. Um 90 mínútur tekur að aka þangað frá Reykjavík. Eftir fyrirlesturinn verður boðið upp á kaffi. Haldið upp á fullveldis- afmælið í Fljótshlíð  Fjórir fyrirlestrar í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins Kvoslækur í Fljótshlíð Þar er góð aðstaða til að halda fyrirlestra, tónleika, námskeið og önnur mannamót. Kvos- lækur er um 10 km austan við Hvolsvöll og tekur um 90 mínútur að aka þangað frá Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar Hjón Björn Bjarnason og Rut Ing- ólfsdóttir standa að fyrirlestrunum.  Laugardaginn 26. maí talar Sveinbjörn Rafnsson um upphaf sjálfstæð- isbaráttu Íslendinga, Finn Magnússon og Bjarna Thorarensen.  Laugardaginn 28. júlí flytur Sveinn Yngvi Egilsson fyrirlesturinn Vin- agleði: Félagsleg þýðing bókmennta í þjóðernislegu samhengi.  Laugardaginn 25. ágúst flytur Marion Lerner fyrirlesturinn Menntun og vísindi í þágu þjóðar. Tómas Sæmundsson og ferðabók hans.  Laugardaginn 8. september flytur Gunnar Þór Bjarnason fyrirlesturinn: Tómas Sæmundsson, sjálfstæðisbaráttan og fullveldið 1918. Fyrirlestrarnir hefjast allir kl. 15.00 á Kvoslæk í Fljótshlíð og eru kaffi- veitingar að þeim loknum. Fullveldið og hlíðin fríða FYRIRLESTRARÖÐ Á KVOSLÆK Í FLJÓTSHLÍÐ Sveinbjörn Rafnsson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að af nógu sé að taka þegar kemur að upphafi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og margt sé því miður enn ókannað í þeim efnum. Hann ætlar að fjalla um upphaf sjálfstæðisbaráttunnar og þá Bjarna Thorarensen (1786- 1841), amtmann og skáld, og Finn Magnússon (1781-1847), prófessor og leyndarskjalavörð, í erindi sínu á Kvoslæk á laugardag. Svein- björn segir að Bjarni hafi alist upp á Hlíðarenda í Fljótshlíð og Finnur átt ættir að rekja til Suð- urlands. Þeir ólu þó ekki aldur sinn í Fljótshlíðinni og störfuðu báðir sem embættismenn undir einveldi konungs. Þeir menntuðust hér og sigldu síðan til Kaup- mannahafnar til náms. Sveinbjörn segir að mikið hafi gengið hér á í lok 18. aldar og upphafi þeirrar 19. Mikil fátækt var í landinu og verslunarmálin voru mönnum þungbær. „Upp úr aldamótunum 1800 urðu mikil um- skipti. Napóleonsstyrjaldirnar og Jörundarævintýrið. Alþingi var lagt niður. Pólitískur vettvangur hér innanlands var þar með af- numinn og einveldi konungs fékk að blómstra með sína kaupmenn. Því fylgdu efnahagslegir erf- iðleikar. Hér var stöðug fátækt og Íslendingum fjölgaði ekki framan af öldinni. Hungrið var inni á gafli og farsóttir geis- uðu og barna- dauði,“ segir Sveinbjörn. Sumir urðu sár- ir yfir niðurlagn- ingu Alþingis. Mikil ritskoðun var undir einveld- inu. Þar að auki var talsverð spill- ing og gengu gjaf- ir og mútur í embættismennina. Það fór að rofa til um 1830 með upphafi þinga í Danaveldi. Bjarni og Finnur voru fylgjandi end- urreisn Alþingis þó að þeir væru embættismenn konungs. Alþingi endurreist 1845 „Með samböndum sínum, eink- um Finns, er tækifærið gripið þegar einvaldurinn Friðrik 6., sem hafði ríkt í nær 55 ár, deyr og nýr konungur kemur til valda. Finnur þekkir hann og grípur tækifærið og stefnir Íslendingum í Höfn á fund. Þar er beðið um þing, Al- þingi, í landinu sjálfu. Finnur hef- ur vitað að konungur var því hlið- hollur svo þetta gengur í gegn. Bjarni hafði líka verið þess mjög fýsandi að hér yrði þing í landinu. Þetta verður svo til þess að Alþingi er endurreist 1845. Þá fæst pólitískur vettvangur innan- lands til þess að ræða málin. Það ýtir undir baráttu fyrir frjálsri verslun,“ segir Sveinbjörn. Jón Sigurðsson kom til Kaup- mannahafnar og kynntist Finni Magnússyni. Sveinbjörn segir að Finnur hafi hrifist af því hvað Jón var skarpur og borið mikið traust til hans og stutt hann. „Finnur var allur í bókunum og fornum fræðum og hafði engan áhuga á pólitík. Einvaldurinn setti hann inn á stéttaþing, nauðugan viljugan. En Finnur ræddi við ungu stúdentana í Kaupmanna- höfn, bæði Jón Sigurðsson og fleiri. Hann er orðinn gamall mað- ur en fylgir þeim. Ungu mennirnir hafa svolítil áhrif í gegnum Finn í byrjun. En hann kemur sér út úr málunum þegar búið er að sam- þykkja að Alþingi skuli endurreist og snýr sér að sín- um fræðum,“ seg- ir Sveinbjörn. Finnur dó á að- fangadag 1847. Þá var ekki komin sú mikla leysing í pólitíkinni sem varð árið eftir og áfram eftir það. „Þetta er aðdragandi sjálfstæð- isbaráttunnar sem svo var tekin upp. Það var mikil harka um miðja 19. öldina í kringum Þjóð- fundinn og fleira.“ Sveinbjörn segir mjög áhuga- vert að sjá hvernig ritskoðunin á einveldistímanum í Danaveldi kemur út í söguheimildum. „Embættismenn þora varla að tjá sig. Það er búið að setja svo ofan í við þá að þeir þora ekkert að segja. En það er ekki ritskoðun á Bretlandi. Það er áhugavert hvernig skoðanir Íslendinga koma fram í prentuðum breskum heim- ildum, eins og eftir ferðamenn sem voru hér á landi í byrjun 19. aldarinnar. Þar sést að hér hefur kraumað undir,“ segir Sveinbjörn. Miklir átakatímar í sögu þjóðarinnar á 19. öldinni  Sveinbjörn Rafnsson með fyrirlestur um upphaf sjálfstæðisbaráttunnar Fyrirlestur Sveinbjörn Rafnsson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.