Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 22

Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Octavia Limo G-Tec Sjálfskiptur Listaverð: 3.550.000 kr. Afsláttur: -360.000 kr. Verð frá: 3.190.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is Nú bjóðum við takmarkað magn valdra bíla frá ŠKODA á frábæru tilboðsverði. Stundum þarf maður ekki að hugsa sig tvisvar um – gríptu þetta einstaka tækifæri og náðu þér í nýjan ŠKODA á snilldarverði. Hlökkum til að sjá þig! 5 ár a áb yr g ð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að up p fy llt u m ák væ ð u m áb yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er að fi nn a á w w w .h ek la .is /a b yr g d Šumarverð ŠKODA ŠKODA Superb Limo Ambition Listaverð: 5.060.000 kr. Afsláttur: -480.000 kr. Verð frá: 4.580.000 kr. ŠKODA Á SNILLDARLEGU SUMARTILBOÐI! Kíktu á hekla.is/skodas umar og sjáðu öll sumartilboð in! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þjóðkirkjan er skyldug til að greiða Stórólfshvolssókn 10 milljóna króna styrk vegna undirbúnings kirkju- byggingar í miðbæ Hvolsvallar, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þjóðkirkjan hafði veitt styrk til undirbúnings og byggingar kirkjunnar en dró loforð sitt síðar til baka og neitaði greiðslu. Sóknarnefnd Stórólfshvolssóknar hefur í allnokkur ár verið að undir- búa byggingu nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Sveitarfélagið tók frá lóð við þjóðveginn í gegnum þorpið, við hlið félagsheimilisins Hvols, og byrjað var að teikna kirkjubygg- ingu. Sóknarnefndin fékk 4,5 millj- óna króna styrk frá Þjóðkirkjunni fyrir sjö árum. Kirkjan lofaði 10 milljónum króna til viðbótar til und- irbúnings úr jöfnunarsjóði kirkna og samtals 80 milljóna króna fram- lagi til byggingar kirkjunnar. Undirbúningsstyrkurinn átti að greiðast á árinu 2011 og framlög til byggingarinnar á árunum 2012 til 2015, 20 milljónir á ári. Á milli nefnda og dómstóla Þegar stóð á greiðslum frá kirkj- unni krafðist sóknarnefndin þess formlega í byrjun árs 2015 að undirbúningsframlagið yrði greitt. Kirkjan neitaði að greiða og sagði að skilyrði sem sett voru fyrir út- hlutun fjárins hefðu ekki verið upp- fyllt. Sóknarnefndin mótmælti því sem röngu og skaut málinu til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Í kjölfarið ákvað kirkjuráð að fella niður 10 milljóna króna undirbún- ingsframlagið og 20 milljóna króna styrk til byggingar, samtals 30 milljónir kr. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kirkjuráð skyldi greiða 10 milljóna króna styrkinn. Kirkjuráð vildi ekki una því og skaut niðurstöðunni til áfrýj- unarnefndar þjóðkirkjunnar sem sneri við úrskurði úrskurðarnefnd- arinnar. Málið fór því næst fyrir héraðs- dóm. Hann komst að þeirri nið- urstöðu að ágalli hefði verið á skip- an áfrýjunarnefndarinnar, ekki hefðu verið kallaðir til tveir sér- fróðir nefndarmenn til viðbótar þeim þremur sem fast sæti eiga í nefndinni. Var úrskurður áfrýjunar- nefndarinnar felldur úr gildi og kirkjunni gert að greiða Stórólfs- hvolssókn 700 þúsund kr. í máls- kostnað. Staðan er því sú að úrskurður úr- skurðarnefndarinnar er aftur kom- inn í gildi en samkvæmt honum bar þjóðkirkjunni að greiða 10 milljóna króna styrk. Kirkjan hefur þá kosti að greiða styrkinn, áfrýja dómnum til Hæstaréttar eða skipa áfrýjun- arnefnd á réttan hátt og leggja málið fyrir hana að nýju. Undirbúningur liggur niðri Á meðan þessar deilur hafa stað- ið yfir hefur undirbúningur að kirkjubyggingu legið niðri. „Við bíðum og sjáum hvað kirkjan ger- ir,“ segir Berglind Hákonardóttir, gjaldkeri sóknarnefndar Stórólfs- hvolskirkju. Hún reiknar frekar með að þjóðkirkjan skipi áfrýjunar- nefndina upp á nýtt. Sóknarnefndin er að íhuga það að hefja að nýju umsóknarferli um styrk úr jöfnunarsjóði kirkna, þrátt fyrir að hún telji að þjóðkirkjan hafi ekki staðið við loforð sín. Kirkjan dæmd til að greiða út styrk  Bygging nýrrar kirkju á Hvolsvelli enn í biðstöðu  Þjóðkirkjan stóð ekki við loforð um að styðja undirbúning og byggingu kirkjunnar  Sóknarnefndin íhugar að hefja nýtt umsóknarferli Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvolsvöllur Nýja kirkjan á að rísa á græna svæðinu aftan við félagsheimilið Hvol og gamla Landsbankahúsið sem standa hinum megin Hringvegar, vinstra megin á myndinni. Veitingastaður N1, Hlíðarendi, er til hægri á myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.