Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 42
REYKJAVÍK VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugar- daginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breyt- inga sé þörf. Leiðtogar tveggja stærstu flokkanna, Dagur B. Egg- ertsson hjá Samfylkingu og Eyþór Arnalds hjá Sjálfstæðisflokki, berj- ast um borgarstjórastólinn. Fjöl- mörg ný framboð keppast um að komast á kortið. Sextán listar bjóða fram Gjörbreytt sviðsmynd blasir við kjósendum frá því fyrir fjórum ár- um. Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningar og nú eru tvöfalt fleiri framboð en síðast. Að auki hefur mikil endurnýjun orðið á framboðslistum flestra flokka. Alls bjóða 16 flokkar fram til borgarstjórnar að þessu sinni. Þeir eru: Framsóknarflokkurinn, Við- reisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Ís- lenska þjóðfylkingin, Flokkur fólks- ins, Höfuðborgarlistinn, Sósíalista- flokkur Íslands, Kvennahreyfingin, Miðflokkurinn, Borgin okkar – Reykjavík, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn. Meirihlutinn héldi velli Núverandi meirihluti saman- stendur af Samfylkingu, Bjartri framtíð, Pírötum og VG. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, hefur verið borgarstjóri síðustu fjögur ár. Samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyr- ir Morgunblaðið og birt var í gær fá átta framboð fulltrúa kjörna í borg- arstjórn. Samfylkingin fengi átta, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Píratar fengju tvo hvor sem þýðir að núverandi meirihluti héldi velli ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Raunar er það svo að næsti maður inn væri níundi borgarfulltrúi Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa kjörna samkvæmt könnuninni en Miðflokkurinn, Sósí- alistaflokkur Íslands, Viðreisn og Framsókn fengju einn fulltrúa hver. Fjölmörg mál hafa verið til um- ræðu í aðdraganda kosninganna í Reykjavík. Borgarbúar hafa skipst á skoðunum um skóla- og leikskóla- mál en yfirvöldum hefur til dæmis verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki skapað betri aðbúnað fyrir kennara og umgjörð um skólastarfið. Þá hefur verið gagnrýnt að viðhaldi og þrifum hafi ekki verið sinnt sem skyldi í borginni, svifryksmengun fari til að mynda upp úr öllu valdi á stundum. Stóru álitaefnin virðast þó snúa að skipulags- og húsnæðis- málum og samgöngumálum. Nú- verandi borgarstjórn hefur einbeitt sér að þéttingu byggðar síðustu ár, skipulagt nýbyggingar í grónu byggingarlandi í stað þess að skipuleggja ný hverfi. Þessi þróun virðist hafa gengið hægar en margir vilja og fyrir vikið hefur ekki reynst auðvelt að anna húsnæðiseftirspurn. Þetta snýr sérstaklega að minni íbúðum fyrir ungt fólk og þá efna- minni. Samgöngumál hafa verið borg- arbúum sérstaklega hugleikin að undanförnu. Yfirvöld horfa til fram- tíðar með borgarlínu en hafa sömu- leiðis boðað að Miklubraut verði lögð í stokk. Sjálfstæðisflokkurinn kveðst vilja annars konar lausn á Miklu- brautinni, þar á meðal mislæg gatnamót og hringtorg auk opinna stokka. Þá vill flokkurinn setja Sundabraut aftur á áætlun. Barátta turnanna tveggja „Stóru málin í Reykjavík eru samgöngumál og húsnæðismál auk þeirrar þjónustu sem borgin veitir, svo sem skóla- og leikskólamál,“ segir Eva H. Önnudóttir stjórnmála- fræðingur Hún segir að baráttan hafi að miklu leyti til snúist um tvo stærstu flokkana, Samfylkingu og Sjálfstæð- isflokk. „Þetta eru turnarnir tveir. Samfylkingin stillir upp sínu starfi síðustu fjögur ár og vill halda því áfram en Sjálfstæðisflokkur sækir að henni. Stærsti flokkurinn mun leiða borgarstjórn, hvorum megin sem það lendir.“ Komið að ögur- stund í Reykjavík  Barátta turnanna tveggja í Reykjavík, Dags B. Eggerts- sonar og Eyþórs Arnalds  16 listar bjóða fram  Stóru álitaefnin eru skipulags- og húsnæðismál og samgöngumál Morgunblaðið/Hari Við Fríkirkjuna Þessir piltar sýndu listir sínar í miðbænum á dögunum. Reykjavík Sextán flokkar bjóða fram til borgarstjórnar. Átta þeirra ná inn manni samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Bragi Halldórsson flutti til Reykja- víkur árið 1983. Hann var áður bú- settur á Flateyri og starfaði við beitingar og í frystihúsinu, „í slor- inu“, eins og hann kallar það sjálf- ur. Þegar til Reykjavíkur kom fékk Bragi starf við viðhald í Sól- heimum 23 þar sem hann starfaði í yfir tvo áratugi. Bragi segir að Reykjavík sé allt önnur borg en þegar hann kom þangað fyrst. „Já, borgin hefur breyst mikið. Þegar við komum hingað ’83 var aðeins smábútur hérna meðfram Suðurlandsbrautinni malbikaður. Það gerðist í tíð Dabba, sem kall- aður er, og spottinn fékk því nafn- ið Dabbabraut. Svona var þetta nokkuð lengi. Og þá var ekkert annað komið þarna, hvorki Hús- dýragarðurinn né gróðrarstöðin. Maður mátti keyra niður um allan Laugardal, þetta voru allt malar- vegir. En að sjá hvernig þetta er orðið í dag. Sjáðu bara skóginn, þetta er orðinn frumskógur! Þetta er ótrúleg breyting sem orðið hef- ur.“ Bragi segir að flestar breytingar hafi orðið borginni til batnaðar. „Það eru margir sem vilja tuða og finna að öllu. Meirihlutinn hefur verið af hinu góða.“ Sumir kvarta yfir umferðinni. „Það er nú bara eðlilegt þegar fjölgar svona. Við getum ekki búist við öðru. En hvort það er hægt að lagfæra þetta er önnur saga. Ég vil til dæmis sjá breytingar á Miklu- brautinni. Þar eru þrjár akreinar og ég vil hafa sinn hraða á hverri þeirra, 70, 80 og 90.“ – Hvernig líst þér á Dag og Ey- þór? „Eyþór er náttúrlega reynslulaus en hinn er þrælreyndur. Þetta verða kannski tvísýnar kosningar, ég gæti trúað því. Svo er svo mikill fjöldi, þetta eru svo margir flokkar. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að ná að vinna saman? Það verður al- veg stórmagnað að fylgjast með því.“ Lilja Benediktsdóttir, fyrrver- andi verslunarkona, segist vera orðin leið á loforðum fyrir kosn- ingar, það komi aldrei neitt út úr þeim. „Nú skila ég auðu, ég nenni þessu ekki,“ segir hún. – Hvernig líst þér á Dag og Ey- þór? „Ég myndi nú aldrei taka Eyþór. Mér finnst allt í lagi með Dag en ég sé heldur ekkert annað fyrir mér. Það er ekki margt í boði. Dagur hef- ur staðið sig ágætlega.“ – Hvernig líst þér á borgina í dag? „Mér finnst miðbærinn ömurleg- ur. Það er búið að eyðileggja hann, til dæmis með háhýsum. Maður sér ekki lengur út á sjó þegar maður labbar Laugaveginn og þess saknar maður. Ferðamannastraumurinn er líka of mikill og svo vællinn í kring- um hann. Það er alltaf svo mikill æðibunugangur í fólki.“ hdm@mbl.is Frumskógur í Laugardalnum  Reykjavíkurborg hefur breyst mikið Morgunblaðið/Valli Breytingar Bragi flutti til Reykjavíkur 1983. Morgunblaðið/Valli Ópólitísk Lilja Benediktsdóttir ætlar að skila auðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.