Morgunblaðið - 24.05.2018, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 24.05.2018, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Fimmaurabrandarakeppni K100 heldur áfram. Keppnin var spenn- andi en Konráð Jónsson kom vel undirbúinn og heillaði dómnefnd með lúmskum bröndurum, sem margir voru jafnvel rúmlega fim- maur. Konráð er svo sem enginn nýgræðingur og var einn af frum- kvöðlum í fimmaurabloggi með síð- una Konráð undir rifi hverju. En hér gildir að vera fljótur að hugsa og ná að heilla dómara. Ragnar Eyþórsson var búinn að vinna þrisvar. Fyrst Ólaf Teit Guðnason, svo Baldvin Jónsson og loks Einar Bárðarson. Fyrsti brandari Konráðs var nokkuð lúmskur. „Vælubíllinn er dottinn úr tísku. Nú hringja menn bara í varðskipið Ægi.“ Ragnar svaraði um hæl: „Það er verið að frumsýna Star Wars. Ég var að komast að því að Chewbacca á bróður sem fæddist sama dag. Tvíbacca.“ Konráð: „Myndirðu segja að blað hafi verið brotið með stofnun papp- írsskutlufélags Íslands?“ Ragnar: „Ég er mikið í fjár- hættuspilum á netinu. Hef verið að veðja á hagyrðingamót. Það eru svo góðir stuðlar.“ Konráð: „Ég rakst óvart í caps lock á lyklaborðinu. Shift happens.“ Ragnar: „Ég opnaði einu sinni strípibúllu fyrir múmíur. Það fór allt úr böndum.“ Konráð: „Ef þróunarkenningin hefur kennt okkur eitthvað þá vitum við að bald eagle var einu sinni re- ceding hairline eagle.“ Ragnar: „Ég hef verið í heim- spekilegum pælingum. Ætli Grýla hlusti einhverntímann á barnið í sjálfri sér?“ Konráð: „Af hverju er sandur allt í kring í þessari eyðimörk? Er að spyrja fyrir vin.“ Ragnar: „Ég ætla að búa til íþróttakeppni fyrir sjúklinga. Veik- leikarnir.“ Konráð: „Hvað sagði björg- unarsveitarmaðurinn sem var ný- sestur við sprengidagsmatinn? Salt- kjöt og baunir – útkall.“ Ragnar: „Vitið af hverju Ástríkur og Steinríkur eru svona svangir? Þeir eru garnagaulverjar.“ BAMM. Hér fékk Ragnar ekki stig og Konráð því kominn með for- ystuna. Konráð: „Baldvin Zeta kvik- myndaleikstjóri var að taka baðher- bergið sitt í gegn. Hann heitir núna Baldvin Hæglokandi Zeta.“ Ragnar: „Það er nektarnýlenda útá tanga. Þar er bara ein sósa Ber- nes.“ Konráð: „Ég var í erfiðri kynleið- réttingaraðgerð. Er alveg frau eftir þetta.“ Ragnar: „Ég fór einu sinni með vampíru í vínsmökkun. Meiri svona blóðprufur.“ Konráð: „Þessi er meira fyrir þá sem hafa séð Lethal Weapon. I’m getting to old for this sheet.“ Ragnar: „Vitið þið hvernig kebab- hákarlinn í Jaws borðar alltaf? Dur- um, durum, durum.“ Hér var Konráð kominn í þá stöðu að hann þurfti bara einn góð- an í viðbót til að tryggja sér sigur og fyrsta Íslandsmeistaratitilinn á ævinni. Það var gríðarleg spenna í loftinu: „Ég fór á Keflavíkurflugvöll um daginn. Ég komst ekki í Saga lo- unge. Ég stóðst ekki loungehæf- ismat.“ Þar með var hann búinn að tryggja sér titilinn og glæsilegan farandbikar. En hann þarf að verja titilinn að tveimur vikum liðnum. Þá mætir hann Erni Úlfari Sævarssyni. Það væri hræðilegt að missa af því! Þess má geta að hægt er að halda áfram að fylgjast með listsköpun Ragnars á Twitter þar sem hann kallar sig @raggiey. logibergmann@k100.is Konráð Íslandsmeistari Konráð Jónsson er Ís- landsmeistari í fimm- aurabröndurum eftir æsilega keppni við þre- faldan meistara, Ragnar Eyþórsson, í morg- unþættinum Ísland vaknar á K100. K100/Rikka Brandarakarlar Konráð Jónsson og Ragnar Eyþórsson þurftu að vera fljótir að hugsa og heilla dómarana. Logi Pedro gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Litlir svartir strákar. Spurður um nafnið á plöt- unni og hvort þetta hrein- lega megi í dag, segir Logi Pedro: „Það er nú stóra spurningin. Allt má ef rétta manneskjan kemur því rétt frá sér. Þessi titill var stríðni fyrst. Mér fannst fyndið að snúa á menningarvita. Þetta er blanda af Litlum sætum strákum sem Megas söng um og 10 litlum negrast- rákum,“ segir Logi en bætir við að platan sé til- einkuð syni sínum sem hann eignaðist fyrir nokkr- um mánuðum. En hvernig var að verða pabbi? „Þetta var ótrúlegt ferli. Eftir 14 vikna sónarinn fór eitthvert „krukk“ í gang í hausnum á mér. Við barns- móðir mín erum ekki sam- an og vorum ekki saman þegar hún var ólétt og það mótar allt ferlið líka. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag, ég er eins ánægð- ur og ég get verið með son minn.“ Logi Pedro segir að sér séu kyn- þáttamálin hugleikin. „Við búum lík- lega í hvítasta landi í heiminum. Það er lítið af útlendingum og lítið af lit- uðu fólki. En það er mjög gott að vera hérna og lítið af rasisma. Það er gott að búa á Íslandi.“ Spurður um hvort hann sé póli- tískur segir hann svo vera og hefur ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokks- ins, SUS, fengið aðeins að kenna á því frá Loga. „Ég trúi á ákveðin gildi og margir af SUS-urunum hafa aðrar skoðanir. Ef þú elst upp í Garðabænum færðu kannski aðra lífssýn en þegar þú elst upp í Breið- holtinu. Og það er ekkert að því, ég er ekki að segja að eitt sé betra en annað. En svo er ég kannski einhver svona kampavínssósíalisti,“ segir Logi og brosir. Logi segist hafa verið stressaður yfir nýju plötunni en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir plötu einn síns liðs. Gömlu félagarnir úr 101 Boys komu samt eitthvað að vinnunni með honum. „Við vinnum allir saman allan daginn, þetta er teymi, ein stór fjölskylda,“ segir Logi og bætir við að hann óttist stöðugt að fólk muni ekki fíla það sem hann er að gera. „Markmið mitt í lífinu er að setja ekki öll eggin í sömu körfuna og huga að fleiri hlutum en að standa á sviði,“ segir Logi sem hefur menntað sig í hljóð- tækni og langar að fara meira út í að semja tónlist fyrir sjónvarps- og kvikmyndir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Loga Pedro í heild á k100.is. runarfreyr@k100.is Það er gott að búa á Íslandi Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Logi Pedro gaf út plötu á dögunum en hún ber heitið Litlir svartir strákar. Þetta er fyrsta sólóplata Loga en hann hefur fram að þessu verið í hljómsveitinni Retro Stefson og auk þess unnið með Sturlu Atlas og 101 Boys. Logi spjallaði við þau Loga, Rikku og Rúnar Frey í þættinum Ísland vaknar í gærmorgun. Markmiðin „Það þarf að huga að fleiru en að standa á sviði,“ segir Logi Pedro. K100/Rikka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.