Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 62

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 62
Andrea Eyland Sóleyjar- og Björg- vinsdóttir fæddi sitt fjórða barn hinn 4. maí síðastliðinn; gullfallegan hár- prúðan son sem vó 3.770 grömm og var 52 cm. Hún á að auki þrjú stjúp- börn með kærasta sínum Þorleifi Kamban. Andrea og Þorleifur eyddu obbanum af fæðingunni heimavið ásamt dætrum sínum, foreldrum og ljósmæðrum Bjarkarinnar. Undir lokin var ákveðið að klára ferlið á fæðingardeild Landspítalans því litli drengurinn kom skakkur niður sem tafði komu hans í heiminn. Andrea, sem hér segir fæðingarsögu sína, er höfundur Kviknar, bókar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu, sem hún lýsir sem tímalausu upp- flettiriti, samblandi af fræðilegum upplýsingum, reynslusögum og svör- um við algengum spurningum. Nán- ari upplýsingar á kviknar.is. Heimafæðing skipulögð Sonur okkar Þorleifs var hjart- anlega velkominn í legi mínu og öll meðgangan einkenndist af þakklæti, jafnvægi og mikilli væntumþykju gagnvart lífinu. Ég stundaði jóga hjá yndislegu Auði síðustu þrjá mánuðina og vegna þess fann ég fyrir enn meiri ást gagnvart líkama mínum og barninu sem ég var að skapa innan í mér. Ég þurfti að komast yfir ákveð- inn ótta sem laumaði sér stundum inn í hugsanir mínar úr fortíðinni en með því að sinna sjálfri mér á þennan hátt og treysta ferlinu fann ég meira jafn- vægi í tilverunni en nokkurn tíma áð- ur. Við vorum sammála um að eignast ungann okkar heima, þekkjum ljós- mæðurnar, treystum foreldrum okk- ar meira en nokkrum öðrum og trúð- um að börnin okkar myndu upplifa eitthvað einstakt og stórkostlegt. Ákvörðunin var hárrétt, þessi dagur var það besta sem við höfum gengið í gegnum sem fjölskylda, bönd okkar í milli styrktust á ólýsanlegan hátt – ég fann hjarta mitt stækka við hverja hvatningu og faðmlag sem í gegnum daginn urðu óteljandi. Það voru ákveðin vonbrigði að klára ekki síð- ustu 40 mínúturnar heima með þeim öllum en allt fór nákvæmlega eins og það átti að gera, klárum þetta bara saman næst. Aðfaranótt föstudagsins 4. maí (komin 40 plús 5) var ég töluvert vak- andi vegna óreglulegra verkja en þar sem ég hafði upplifað slíka tvisvar áð- ur þá vikuna var ég alveg slök með að eitthvað væri að gerast. Þegar krakk- arnir voru farnir í skóla náði ég að leggja mig í smástund (gjöf sem allar óléttar konur eiga að gefa sjálfum sér sem oftast alla meðgönguna, sér- staklega síðasta mánuðinn) en vakn- aði síðan um tíu til að finna verkina buna á mér með átta mínútna milli- bili. Skrapp á salerni og mér til mik- illar gleði var blóðlitað í pappírnum (tók mynd og allt) en þessi dásamlegi slímtappi hefur kíkt í klóið rétt fyrir allar mínar fæðingar. Ég hvatti Þorleif minn samt til að fara í vinnuna, „kannski er þetta síð- asti dagurinn í bili, ástin mín“ sagði ég, full vantrúar á að nú væri sonur okkar í raun byrjaður ferðalag sitt í heiminn. Hann lét nú ekki plata sig og dokaði við meðan hann fylgdist með mér leggjast oftar og oftar með andlitið í koddann til að komast í gegnum síharðnandi hríðarnar. Um hádegi vorum við farin að takast á við hverja hríð saman. Hann kreisti sam- an á mér mjaðmirnar aftan frá eins og við lærðum á parakvöldinu hjá Auði og þvílíkur léttir! Bilið á milli var fljótt orðið fimm mínútur en samt vildi ég ekki boða fjölskyldu né ljós- mæður heim strax, ef allt skyldi nú detta niður. Ljósmæður fylla húsið af enn meiri ást Svo var nú aldeilis ekki. Sonur okk- ar var tilbúinn og ákveðinn í að koma í heiminn þennan dag. „Held það væri fínt ef þið gætuð farið að kíkja á okk- ur, hún er komin með svakalega mikla verki“ sendi Þorleifur í skila- boðum til ljósmæðranna kl. hálftvö og óð svo beint í að blása upp laugina (með rafmagnspumpu samt) og kalla út mæður okkar beggja. Þær voru ekki lengi á staðinn enda búnar að bíða spenntar í startholunum dag eft- ir dag. Inn komu þær og fylltu húsið af enn meiri ást og tóku svo á móti hverri stelpunni á fætur annarri úr skóla, ljósmæðrunum tveimur, Aldísi ljósmyndara og pabba mínum og saman gerðu þau öll heimilið að einu stóru fæðingarherbergi, spiluðu tón- list, spjölluðu, borðuðu góðan mat, færðu mér orkudrykki og nutu þess að vera saman, að vera hjá mér, að vera til. Ljósmæðurnar athuguðu útvíkkun við komuna og mér til mikillar ham- ingju var hún orðin 5-6! Ég trúði því loksins að fæðing væri hafin. Ég beið Ljónynjan rymur Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir fæddi sitt fjórða barn fyrir tæpum þremur vikum en hún eyddi obbanum af fæðingunni heimavið ásamt kærastanum sín- um, dætrum, foreldrum og ljósmæðrum Bjark- arinnar. Andrea gaf Fjöl- skyldunni leyfi til að birta fæðingasögu sína ásamt stórkostlegum myndum ljósmyndarans Aldísar Pálsdóttur. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Þakklæti „Takk elsku litli unginn minn fyrir að koma í heiminn, við pabbi þinn og fjölskylda öll elskum þig. Takk alheimur.“ 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.